Þjóðólfur - 20.01.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.01.1883, Blaðsíða 2
6 Já, þú vanst allan dag fram á dimmustu nótt, unz þér dauðinn hreif verkið úr hönd. Æ farðu þá vel og í friði! Sof rótt, og friður sé með þinni önd! Hordauði og hestakjöts- nautn. fað er alkunnugt, að á næstl. vori átti sjer stað töluverðr hordauði á búfénaði, og munu flestir vera þeirrar meiningar, að ofdjarfri ásetning sje um að kenna, jafnframt vorharðindunum ; hefir nokk- uð verið ritað um það, og lagt niðr fyrir mönnum, hve óskynsamlegt sje að voga fénaði sínum svo framvegis. þ>etta er að vísu þarflegt, og má vera að sumir er það heyra eða lesa vilji færa sjer bendingarnar í nyt; en mörg- um skilst ekki að það sé mögulegt að fara eptir þeim undir sínum kringum- stæðum. Hygg eg og að fátt, er ritað hefir verið um þetta mál, hafi nógu sannfærandi sýnt fram á, hverjar helztu orsakir sé til þess, að menn setja svo óskynsamlega á heyafla sinn á haust- in. Jeg býst ekki við að gjöra það heldur; en jeg vil benda á eitt atriði, sem ég hygg að hafi ekki svo litla þýðing í þessu falli, það er óbeitin á hestakjötsnautninni. Víðast þar sem ég þekki til hjer vestan og sunnan lands, þykir vel afl- að og ásett, ef hey eru til fyrir naut- fje og sauðfé vetrarlangt, en hestunum er ekkert ætlað; þeir eiga að lifa á moðum ef jörðin bregzt. Ef illa heyj- ast, er optast slátrað nokkru af þeim fjenaði, sem hey er ætlað, en af hest- unum er ekki slátrað nema tannleys- ingjum, enda verður kjöt þeirra varla notað, nema þá handa skepnum. Eng- inn sem vill heita heiðarlegur maður, dirfist að leggja sjer það til munns, því þá er hann „hrossakjötsæta“, en það er, eins og kunnugt er, ið mesta óvirð- ingarnafn. þ>ess vegna er engu folaldi eða trippi slátrað, en allt látið eiga sig þangað til á harðnar; þá er farið að „líkna“ því rýrasta af hrossunum, og svo fleirum og fleirum, þar til öll hross- in eru orðin svo rýr, að þau þurfa líkn- ar við, ef hagana brestur eða illa viðr- ar; verður þá að draga fóðrið við hinn fjenaðinn; geldast þá kýrnar, og við það rýrnar björg í búi ; gemlingarnir og ærnar horast, svo hvorttveggja verð- ur vonarpeningur, og opt drepst, og missist undan; hefir þó verið tekið fóð- urlán, en allt um seinan. En veslings hrossin eru þá ekki betur á sig kom- in. Að þau verði horuð á vorin, er ár- leg venja, en þegar svona vill til, verða sum reisa, en in rýrustu drepast. Af því þau voru ekki etin um haustið í full- um holdum—eins og lömb þau og kálf- ar, er fóður vantaði handa—hafa þau nú etið upp heyin, horað og drepið sauðfjeð, gelt og horað kýrnar, eyði- lagt sumargagnið af kúm og ám að miklu leyti, skilið bóndanum eptir skuld- ir fyrir matbjörg og hey—-og svo fall- ið. Allt þetta getur leitt af hjátrúar- fordómi þeim, er hamlar mönnum frá að neyta hestakjötsins, sem annarrar hollrar og nærandi fæðu; því væri það almennt notað, myndi trippunnm vera slátrað á haustin, ekki síður en öðrum fénaði, heldur fremur, með því það er inn eini vissi vegur til að færa sjer þau í nyt; því salan, inn annar vegur, bregzt opt, og er undir atvikum kom- in, eins og reynslan hefir sýnt. þ>á fyrst mætti vænta að hrossauppeldi borgaði sig, er þeim væri ætlað fóður á vetrum svo þau aldrei yrði mjög mögur, væri notuð rjettilega til vinnu, þau sem til þess þyrfti, og þau sem þá væri aflögu, seld þegar kaupandi byðist, en að öðrum kosti slátrað til manneldis. þ>ó hestakjötsnautnin hafi lengi verið í fyrirlitningu hér á landi, sýnir þó saga hennar, að kjötið sjálft er engan veg- inn skuld í því. það verðskuldar miklu fremur álit, enda var það „ypparsti réttur á borðum í blótveizlum“ forfeðra vorra, og mun fyrst hafa komizt í fyr- irlitning þegar nautn þess var með lög- um aftekin, til að hindra blótin og ina fornu heiðnu trúarsiðu. Var þá eng- um leyfilegt að neyta þess, og sem katólskum trúarsið mun þessu hafa verið veitt eptirtekt, og engum verið vært er útaf vildi breyta; og enn eymir ept- ir af þessu hjá nútíðarmönnum, eins og fleíru ósæmi frá katólslcunni, sem loðir við í hugsunarhættinum mann fram af manni. J>ó hefir nú á síðari tímum fátæklingum liðizt að hafa hestakjöt um hönd og neyta þess, er þeir hafa neyðzt til þess, en þar fyrir mátt þola fyrir- litning. Eitt, sem hefir rýrt álit hesta- kjötsnautnarinnar, er, að flestir sem á seinni tíð hafa notað það, hafa verið sóðar; en hjá slíkum verðr allt að ó- dámi; þvi er um kennt, að það er álitið að hafa óþægilega lykt í för með sjer; en ekki lyktar sjófang betur hjá sóðunum. Jeg hef því miður ekki eigin reynslu fyrir mér um ágæti hestajcjötsins, en hef stuðzt við framburð annara, og vil jeg enn bæta hjer við nokkru, er jeg hef heyrt um það og tekið eptir á öðrum. Kjöt af fullorðnum hestum hefir verið meðhöndlað eins og nauta- kjöt vanal., og bæði reykt og saltað ekki þekkzt frá nautakjöti, og þannig verið borðað með beztu lyst af þeim, er eigi vissu af því. Kjöt af ungum hrossum er álitið betra en at bolum og gömlum kúm. Folaldakjöt er álitið ið mesta sælgæti, líkt og af alikálf- um. Fólk, sem elst upp á hestakjöti og lengi venst við það, er optast heilsu- gott. Ráðdeildarsamir þrifnaðarmenn, sem hafa tekið fyrir að nota hestakjöt til heimilins, hafa fljótt grætt fje; því opt má fá sláturhesta ódýrri en aðra matvöru. Undra má að menn skuli sitja í kaupstaðarskuldakösinni ár frá ári og lifa á næstum óbættu korni all- an vetrinn, en setja stórar hjarðir feitra stóðhrossa á spil, og missa svo opt bæði þau og annan pening sinn. Færu helztu bændur og hirðumenn nokkrir í hverri sveit að nota hestakjötið, myndi brátt komast lögun á þetta. Nógu lengi hefir katólsku-tízka þessi átt þátt i vanþrifum vorum, og er nú mál komið til að afstýra því.—Jeg man ekki betur en að hestakjöt seldist við hærra verði en islenzkt sauðakjöt í Kaupmannahöfn í hitt-ið-fyrra, og sýnir það, að þar er hestakjötið ekki í fyrirlitning. En með- ferð sú, er kaupmenn hafa vanalega á sauðakjötinu, er heldur ekki álitleg. Æskilegt væri að þeir, sem reynt hafa hestakjöt til manneldis, vildu gefa ná- kvæma upplýsingu um ina haganleg- ustu meðferð á því. 21. dag 12. mánaðar 1882. Björn Björnsson. Frá útlöndum. 17. þ. m. kom skip til Carl Franz Siemsens verzlunar. Með því bárust blöð fram í byrjun þ. m. Gfambetta tláinn. í byrjun þ. m. andist inn nafnkunni stjórnvitringr Frakka Leon Gambetta eftir skammvinna legu. J>eim, sem vilja ryfja upp fyrir sér aðalæfiatriði þessa merkismanns, getum vér vísað til æfiágrips hans í „ J>jóðvinafélagsalma- iiakinu11 fyiir þetta ár. Arabi passja. Dómr var genginn í málinu gegn Aarabí og öðrum helztu uppreistar- mönnunum egypzku. Sumir voru sýkn- aðir, sumum voru sakir upp gefnar; en Arabí og nokkrir aðrir höfuðmenn upp- reistarinnar voru dœmdir i útlegð ; átti að flytja þá á gufuskipi til Ceylon og þar áttu þeir að hafast við; þeir mega fara með alt sitt skuldalið, og hver þeirra um sig fær 30 pund sterling (540 kr.) til viðrværis sér um mánuðinn. í Baiularíkjunum í Vestrheimi voru þingkosningar af staðnar; sérvaldssinnar (democrats) báru hærra hlut, svo að frá 4. marz þ. á. stýra þeir meiri hlut atkvæða í báðum málstofum á bandaþingirm. Til forseta er mikið rœtt um að Ben. Butler hers- höfðingi sé líklegr. Hann hefir ýmist fylt flokk bandavalds-sinna (republicans), en hefir nú enn af nýju ekið seglum eftir vindi og gengið í lið með sérvalds- sinnum. Butler er ötull og ótrauðr og hefir jafnan verið mikill atkvæðamaðr; en misyndis-orð fer af honum löngum bæði með fébrögð og fleira. YoðaTÖxtr í Bín. í f. m. kom feikna-vöxtr 1 Rínfljót- ið og margar ár, er i það renna; flóði áin yfir bakka sina og gjörði víða mik- ið tjón. Krapotkin fursti í fangelsi. Inn rússneski fursti Krapotkin, er lengi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.