Þjóðólfur - 27.01.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.01.1883, Blaðsíða 2
10 ég hvorki séra Jón né nokkurn prest í heimi um leyfi, til að kalla mig krist- inn, hvað sem þeirra kennimannlegu kreddum líðr. Eg treysti því, að sá, sem á sínum tíma á úr því að skera, hver pað nafn hafi með réttu eða röngu borið, líti öðruvísi á það mál, en sumir trúar-ofstœkir prestar. J. Ó. Grein sú um ástandið í Holtamanna- hreppi, er birtist í ,,f>jóðólfi“ 34. árg. nr. 25. (undirskrifuð af „þ>. G.“) hefir gefið tilefni til þess, að í sama árgangi „J>jóðólfs“, nr. 31., birtist greinfráR. af Dbr. Guðm. Thorgrímsen verzlunarstj. á Eyrarbakka, hvar í hann álítur „álykt- un J>. Gr.“, áhrærandi Eyrarbakka- verzlun „bygða á miður góðum grund- velli“, og gefur í skyn að hann (J>. G.) hafi „krítað liðugt, og að einhver önn- ur hvöt en hrein sannleiksást hafi stjórn- að penna hans þegar hann fór að minn- ast á Eyrarbakkaverzlun“. J>ó að greinir þessar gefi kunnugum mönnum færi á að bera saman, hvors penni hefir stjórnazt af meiri sannleiks- ást, álít jeg mig knúðan til — af því jeg er sá, sem ritaði ina fyrnefndu grein, og annara kringumstæða vegna — að gjöra nokkrar athugasemdir við grein herra verzlunarstjórans. Jafnvel þó hann álíti þá ályktun mína „bygða á miður góðum grundvelli11, að Eyrarbakkaverzlun sje ekki vel byrg af kornvöru, þá er hún þó bygð á þeim grundvelli, sem margir munu telja góð- ann, sem sje: reynslu margra viðskipta- manna hans, og einkanlega á orðum verzlunarstjórans sjálfs, og verzlunar- þjóna hans, sem hafa fyrr og seinna í vetur og haust viðurkent þar ónógar kornbyrgðir. Að herra verzlunarstjórinn hafi boð- ið mjer að selja hreppi mínum korn í haust eins og hann þyrfti með, verð jeg að álíta hraparlegt rangminni hans, því það gagnstæða átti sér stað, nfl. þegar ég í haust falaði að honum korn handa hreppsbúum mínum, sagði hann, að því miður gæti hann ekki látið það í tje, því hann væri búinn að lofa meiru enn hann gæti efnt í því tilliti; það hefir því líklega verið einhver annar oddviti, sem orðið hefir fyrir þessu hans tilboði í haust, jafnvel þó jeg játi að ég hafi orðið fyrir slíku boði af honum i fyrra haust. — Að hann býð- ur mér nú korn handa hreppi mínum eins og hreppsbúar þurfa með, er vel og stórmannlega boðið, og er ég hon- um þakklátur fyrir það, enn ég óttast, að hann hafi ekki gjört sér ljósa grein fyrir, hve mikils Holtamenn purfa af korni í þetta sinn, og vil ég því láta hann vita, að þeim veitir ekki af að fá korn fyrir nokkrar þúsundir króna ef þeir eiga ekki að líða tilfinnanlegan sult í vetur. En að hann geti selt þurfandi hreppsbúum mínum það af korni, sem þeir geta keypt, er trúlegra, því snauðir hafa ekkert fyrir korn að láta. Ég gat ómögulega þekt, að ég hafi „krítað liðugt“ þó ég teldi skort á korni við Eyrarbakkaverzlun, og það því síð- ur, sem ég hefi sannar sögur um, að hr. Guðm. Thorgrímsen hefir látið af hendi við viðskiptamenn sína beinharða peninga út í reikninga þeirra, til að kaupa korn fyrir hjá hr. borgara Einari Jónssyni, sem mörgum hefir hjálpað um mat. J>að, að verzlunarstjórinn Guðm. Thor- grimsen sé sjálfur skuld í optnefndum kornskorti, dettur mér ekki í hug, og hefi eg aldrei sagt það; ekki get eg heldr trúað því, að hann hefði neitað skifta- vinum sínum um korn i þessari harð- æristíð, hefði nægar byrgðir verið af því við verzlun hans; til þess er hann alt of hjálpfús og eðallyndr. Mér er ómögulegt að víkja frá þeirri sannfæringu minni, að kornskortrinn á Eyrarbakka við oftnefnda verzlun hafi verið eitt af því, sem hlaut að gjöra bjargræðisútlit Holtamanna og fleiri Rangæinga mjög ískyggilegt í haust; því þó forsjónin hafi hagað því svo í þetta sinn, að færð og veðrátta hefir verið svo góð, að menn hafa héðan getað dregið að sjer bjargræði sunnan úr Reykjavík í vetr, eins og um há- sumar, þá hafa menn stundum mátt venjast þeirri tíðinni, og það ekki fyrir löngu, að vart hefir verið kleyft að sækja björg suðr yfir fjöll á vetrardegi, þó vel væri mögulegt að ná henni af Eyrarbakka, Hér virðist annars full ástæða til að skora á kaupmenn vora, að þeir sýni áhuga á því, að byrgja verzlanir sínar vel að kornvöru og öðrum óumflýjan- legum nauðsynjum, svo viðskiftamenn þeirra geti fengið þessháttar vörur fyrir það, sem þeir kunna að hafa handa á milli eftirleiðis, að minsta kosti næsta ár,—en fylla ekki krambúðir sínarmeð glysvarningi og óþörfu glingri, sem blasir á móti glysgjörnum ráðleysingj- um, þegar þeir koma í búðirnar,— að jeg ekki tali um þá óheilnæmu og skaðlegu spritt-blöndu og aðra áfenga drykki, sem aldrei ættu til landsins að koma, sízt í þessum harðréttisárum. Hala í Holtamannahreppi, 8. janúar 1883. þórður Guðrmmdsson. Ár 1883, 15. janúar andaðist að Hliðsnesi í Bessastaðahreppi merkis- bóndinn Vigfús Hjörtsson. Var hann kominn á 76. aldurs ár, og hafði búið yfir 30 ár á nefndri jörðu, er hann hafði keypt og gjört milclar jarðabætur á. Hann var kominn af fátækum foreldr- um, en með dugnaði, sparsemi og sjald- gæfri hagsýni græddist honum töluvert fje og var hann um mörg ár með beztu bændum þess hrepps, sem hann var í. Auk annara velgjörða og hjálpsemi við fátæka og bágstadda ól hann og kona hans Ingibjörg Oddsdóttir upp 3 fá- tæk börn og gáfu jörð syni eins þeirra, er bar nafn hans. Meðal þeirra mörgu góðverka, er þau hjón unnu, voru þau og mikils verð, að þau tóku að sjer mörg tornæm börn, er eigi þótti kenn- andi annarstaðar, og kenndu þeim með frábærri alúð og ■ lagi, svo þau urðu fær til fermingar. Vigfús sál. var guð- rækinn og vandaður í orðum og at- höfnum. Kirkjunni í Görðum á Álpta- nesi, er þau hjón sóttu optast, þótt eigi væri hún sóknarkirkja þeirra, gáfu þau prýðilega ljósakrónu, er kostaði 250 kr. Nýjustu fréttir. Póstskipið „Laura“ kom hingað í gær kl. 11 f. m.; hafði það haft góða ferð, og kom- ið við á Skotlantli og í Færeyjum. Má því ætla, að það ávarp margra málsmetandi manna, er sent var í f. m. ráðgjafanum, hafi haft góðan árangr. Eflaust má og þakka þetta, eins og miðsvetrarferðina yfir höfuð þetta ár, góðum tillögum landshöfðingja H. Fin- sens. Mun það varla ofhermt, eftir því er oss er sagt með vissu, að varla hefði nein miðsvetrarferð orðið þetta ár, ef hann hefði ekki verið í Khöfn í haust. —Landlæknisemhættið er veitt hr. cand. Georg Schierbeck. — Skaf'tafellssýsla er veitt settum sýslumanni þar hr. Sigurði Olafssyni. — J>að gleðr oss að geta skýrt frá, að hr. bókavörðr Eiríkr Magnússon, M. A. í Cambridge, er af konungi vor- um sæmdr riddara-krossi dannebrogs- orðunnar. Er það makleg viðrkenning fyrir drengskap hans og frammistöðu alla í hallærismálinu; enda er það ið rækilegasta svar, sem stjórn vor gat gefið þeim, sem hafa viljað rægja hann og hans góðmannlega starf í Englandi. —Próf í lögurn er mælt að hr. Ilall- dór Danielsson hafi tekið með 1. eink. Auglýsingar. New Engl. Dictionaries, from 6 d. to 10/6 Sold by Jón Ólafsson. Jörðin Hliðsnes í Bessastaðahreppi fæst til ábúðar í næstu fardögum og til kaups, ef þess er óskað. Jörð þessi hefir grasgefin tún og slétt að mestu, er fóðra um 3 kýr, og úthaga fyrir kýr og hesta ; hún er mjög vel fallin til útræðis og hefir bezta fiskverk- unarsvæði. þeir, sem vilja taka jörð þessa til ábúðar eða kaupa hana, snúi sér til prófasts J>. Böðvarssonar í Görðum. SKALHOLT hálft í Biskupstungnahreppi, 28 hdr. 8, n. m., fæst til ábúðar í fardögum og má um það semja við kaupmann H. St. Johnsen í Beykjavík og Arna, landfógeta, Thorsteinson. Hvítt óskila gimbrarlamb, mark : tvístýft fr. biti aft. h., sneiðr. aft.v., selt í Gaulverja- bæjarhreppi J|- 82. Guðm. porkelsson. Árlbók fornleifafélagsins fyrir 1881 er komin út og kostar 4 kr. fyrir þá, sem eigi eru í félaginu. þeir af félagsmönnum, sem ekki hafa feng- ið Árbókina, eru beðnir að vitja hennar til formanns félagsins. Næsta blað laugard. 3. febrúar. Ritstjóri: Jón Óiafsson, alþingism. Prentaðr í prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.