Þjóðólfur - 03.02.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.02.1883, Blaðsíða 1
NÓ90LFR XXXV. árg. Reykjavík, laugardaginn 3. febrúar 1883. M 5. Í>ESSI ÁítGANGR. „£ JÓÐÓLES" GILDIR EIlSnsriG SEM VI. ÁRGAlSrGB, „SKULDAK' |>etta verðið þér að vita, í slendingar! pegar fyrstu fregnir nm neyð ís- lands komu hingað í sumar í einstak- legum bréfum kunningja að heiman, vildu vinir íslands hér þegar byrja á samskotum handa inum bágstöddu; báru málið undir mig, sem þá þjáðist af heilsuleysi, er fyrirkvað, að eg gæti farið að heiman, eðr yfir höfuð tekið annan þátt í því máli enn að leggja til skriflega það, sem mér virtist skynsam- legast. Eg setti mig öndverðan gegn öllum samskotum þangað til menn hefðu í höndum skýrslur frá embættismönn- um urn hag landsmanna, og lá við um tíma að ég fengi á mig óþokka ýmsra góðra manna fyrir tilfinningarleysi mitt. Mér gekk þó ekki það til, heldr hitt, að eg áieit ekki einstakra manna bréf ein næga heimild til að knýja á náð útlendra manna, þau fengju þá fyrst sitt fulla gildi, er embættislegar skýrsl- ur styddu þau; enda mundu þær gefa glögt yfirlit yfir vfðáttu hallæris- ins. J>etta varð ofan á, svo að engin áskorun kom út fyr en 5. ágúst, viku eftir að mér bárust skýrslur þeirra amt- manns Thorbergs og landshöfðingja í Berlingi frá 27.JÚIÍ. Framan af gat ég á engum fundum verið og ekki fyr en 11. sept, að Morris lagði ríkt á við roig, að láta ekki undan fallast að koma ef mér væri mögulegt. Á þessum fundí af tók ég öll matarkaup, sem ráðizt hafði verið i áðr en menn vissu, að Danir tóku að sér Vestrlandið, og lagði niðr fyrir nefndinni þær reglur, sem mér þættu einar eigavið iþetta skifti; inar sömu sem ég tók fram i ísafold um sama leyti, 0g sem ég enn ætla, að hafi verið inar hyggilegustu, eins og á stóð. Enn þær voru þar við mið- aðar, að bjarga bjargarstofninum pað sem varff. pessar reglurhafði égtekið stuttlega fram á undan fundi í bréfum til Lord Mayor og Morris, og Morris þótti þær svara svo vel augnamiðinu, að hann fór fram á, að ég tækist á hendr að fara heim með björgina og býta henni út. Ég svaraði honum aftr, að ég yrði að fara burtu heilsunnar vegna hvort sem væri, og gæti eins vel farið heim til íslands eins og ann- að, en með því skilyrði, að ég fengi enga borgun fyrir starfa minn, að eins þann kostnað borgaðan, sem ferðin krefði. J>etta var samþykt. Löngu fyrir þennan fund höfðu formenn ein- hvers nýs verzlunarféags, sem nefnir sig „Iceland Trading Association", sem ég að öðru leyti veit ekkert, eða lítið um, boðið Lord Mayor skip, til að flytja vörurnar heim, og umsjá sína um út- býtingu þeirra, og hann hafði gengið að boðinu. petta var um garð gengið fyrir 31. ágúst, og því var það, að boði Thos. Patersons, í bréfi dagsettu þann dag, að fela konsul Paterson umönnun alla á flutningi og útbýtingu varð ekki sint. Um þetta boð og bréf vissi ég ekkert fyr en eftir 16. september, að Slimon lýsti yfir því í Scotsman, að Mansion House nefndin hefði hroðalega ýkt ástandið heima, þar væri ekkert að, nema sláttr í seinna lagi: fé væri feitara enn nokkru sinni fyrri, o. s. frv. J>á var það orðið kunnugt, að ég færi heim, og það þarf engar grafgötur um það að fara, að þeir Skotarnir eignuðu mér það, að hafa haft af sér það hag- ræði, að sitja fyrir vörufiutningunum, sem var mál, er af ráðið var án pess að ég vissi nokkuð um, eins ogMansion House nefndin bezt veit. Nú var það drengilega bragð tekið, til að koma fram hefnd á mér, alsaklausum manni, að koma þeirri trú inn hjá Englend- ingum, að neyð íslands væri login upp og féð fyrir hana falsað út. Lítinn þátt ætla eg að þeir Slimon hafi átt í þessu beinlínis, að minsta kosti minni en þeir Paterson. f>ann 20. sept. sendi W. G. Lock, sem verið hafði allan tím- ann, sem hann var heima í sumar, að fiska við Laxá í Kjós, nefndinni bréf, að segja, að engin neyð væri á íslandi (no famine exists) en þó væri ástæða til alvarlegrar áhyggju um ástand norð- urlands. Honum varð fjölrætt um hag norðrlands, þar sem hann hafði ekki ver- ið, en um neyðina og hungrið vestra vissi hann ekkert. Hann kvaðst hafa heyrt, að skýrslur um fénaðarfall á íslandi væru hroðalega ýktar, „eflaust af em- bættismönnunum — sem eru á íslandi að fáum að eins undanskildum inn ó- ráðvandasti mannflokkr undir Guðs sólu —¦ í þeim tilgangi, að safna upp hall- ærissjóði, er úr mætti ná því, sem á dónamáli væri kallað „góð hremmsa". J>etta er alvarleg kæra, eg veit það, en hún er ekki fram færð, án þess að gild rök sé til, að gjora það. Árið 1875 var fé safnað til hjálpar inum fs- lenzku bændum, er urðu fyrir sköðum við öskufallið úr Öskju, og þar hlaut einhver „góða hremsu", ef trúa má orðum bóndans sem nú er í Svínadal" —vill ekki þessi bóndi láta til sín heyra? —(sem er einn þeirra, er höfðu jarðir sínar aleyddar, og fékk 500 krónur) „að einungis 3000 kr.— ^106.133. 6 d. hafi verið alt, er bændr þeir fengu, er höfðu jarðir sínar aleyddar við gosið". Hér varð nú engum dreift við óráðvendnina nema mér, enda var á engan annan miðað. Eg svaraði þessu þannig. að þessi höfundr hefir ekki snúið að því máli síðan. Fyrir þetta bréf fékk Lock miklar þakkir konsúls í bréfi dagsettu 2i.okt. prentuðu í Times þann 30. s.m. pegar Charles Paterson kom að heim- an frá bróður sínum, dundi hríðin að mér fyrst fyrir alvöru. f>á kom það upp, að engin neyð né nokkur neyðar- vottr væri á íslandi (Times 28. sept.). J>á kom það upp, að konsul hefði ekk- ert heyrt um neyð á íslandi, og hafði hann þó skrifað skörulega um hana 5. maí i bréfi til Thomasar bróður síns. Skömmu síðar var upplýst vottorð frá landsins áreiðanlegasta manni, Jóni Hjaltalín á Möðruvöllum. sem vinir hans hér segja að eigi vera sönnun fyrir þvi að engin neyð sé í landi, og svo þegar ég var á burtu, og gat ekki borið hönd fyrir verjulaust höfuð — eftir því var beðið af settu ráði — kemr Guðbrandr Vigfússon fram eins og íslendingum er kunnugt. Afleiðingarnar af hans bréfi urðu þær, að öll samskot hættu, að háðblöð og saurblöð landsins settust að Lord Mayor og af nefndarmönnum einkum mér. Ferð mín drógst svo mjög sem allir vita, sökum farms þess, erkonsúll fékk; skipið sagðist hann vissulega leggja hald á, ef ég ekki borgaði hafn- argjöld reiðara. J>essi dráttr leiddi til þess, að almenningr styrktist að fullu í þeirri trú, að Guðbrandi yrði ekki svarað, þó ið sanna væri reyndar, að vinir mínir í nefndinni vildu ekki svara, af því þeir treystu mér betr til þess, en sjálfum sér. Að þessar ofsóknir fengu konunni minni, sem, eins og marg- ir fleiri hélt ég væri farinn, þeirrar hjarta- sorgar og vanheilsu, sem hún mun lengi úr býta, efast eg ekki að sé kærkomnar fregnir þeim, er til hefir stofnað. p-egar ég loks kom heim, svaraði ég Guðbr., en Times sendi mér svariðaftr, eins og við mátti búast, en sýnt var það, að blaðið fann, hvaða niðingsverk hafði verið unnið á mér, því það flutti lengstan og beztan útdrátt af skýrslu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.