Þjóðólfur - 03.02.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.02.1883, Blaðsíða 2
12 minni þegar eg hafði Iesið hana upp í Mansion House n. de.sember. Eins mátti ráða þetta af því, að blaðið tók fordæmingarskjalið um Guðbrand frá Reykjavík, 27. des., og setti það þar, sem áríðandi efnum er vísað til sætis í blaðinu. En Guðbrandr var ekki af baki dottinn. Lock tókst á hendr að fara að grúska út í reikninga sjóðsins, og sendi mér skammarbréf um meðferð mína á fénu, sem ég svaraði aftr og skýrði honum frá, hver mín ábyrgð væri; hefi eg sent ísafold þá skýrslu, og vona að hún komi út fyrir almenn- ings augu. En hann lét sér ekki segj- ast, heldr fór í Guðbrand, og hann, sem hefir látið siga sér á mig í þessu máli frá fyrsta, fer í Times og fær komið þar inn næsta hundslegum lygapistli aftr. Eg svara Times og legg fram málið eins og það er ; en fæ enn ekki áheyrn, en vann þó það, sem var, ef til vill, betra; þvf útgefandi sendi mér hraðfrétt 6. þ. m., að blaðið tæki ekki fieiri þráttrit um neyð íslands. Um sama leyti kom út svar mitt sér-prent- að gegn Guðbrandar bréfi 13. okt., og þar við stendr, sem nú er komið. J>að svar ættu menn að sjá ráð til að gjöra íslendingum kunnugt. Hvað oft í sögu mannlegs níðings- skapar mun hafa verið farið verr með saklausan mann og meinlausa þjóð, en farið hefir verið með mig og ísland í þessu máli ? Cambridge, 9. jan. 1883. Eiríkr Magnússon. Bólusetning á skepnum. í 171. nr. »Skuldar« stóð grein f ritstjórn- arnafni samin, er Jón sál. Jónsson landrit- ari ritaði fyrir oss, um bráðasótt og miltis- brand og bólusetningar Pasteurs læknis gegn sjúkdómnum. I ensku blaði frá 4. þ. m. sjáum vér nú skýrslu um árangrinn af bólusetningum Pas- teurs. I fylkinu Eure-et-Loir á Frakklandi hefir þessi lifrar-sjúkdómr geysað í mesta lagi. Eftir að bœndr höfðu árangrslaust reynt alt, sem mönnum gat hugkvæmzt, gegn sjúkdómnum, fóru þeir að reyna bólusetn- ing Pasteurs fyrir einu ári. 79,392 sauðkindr voru bólusettar á árinu. Af jafnstórri tölu hefir áðr árlega drepizt síðustu 10 ár af þess- ari sýki 7,327, eða 9 af hundraði. En þetta ár drápust að eins 518, eða 0,6 s f. Á nokkr- um stöðum var að eins sumt af fénu bólu- sett, en sumt eigi. Gekk hvorttveggja á sömu högum og sætti í öllu sömu meðferð. í þessum plássum voru 2,308 kindr bólusett- ar, en 1659 ekki. Af þeim 2,308 bólusettu dóu einar 8, en af inum 1659 óbólusettu dóu 60. — 4562 nautgripir voru bólusettir. Af þeim dóu 11. Áðr hafði missirinn af naut- fé verið 7,03 % en varð nú að eins 0,2Í f. »Mætti mállausar skepnurnar mæla, mundu þær verða málsnjallir áhangendr bólusetninganna á fénaði« segir enska blaðið, sem vér tökum þetta úr. UM ILIiA MEBFEEÐ SKEPNA. 111 meðferð á skepnum er eitt af því, sem menn horfa því nær daglega á, og þó að þeir hafi tilfinningu fyrir, að nauðsyn beri til að afstýra því, heyrist þessa varla nokkuru sinni getið, að eitt fet sje stigið til að aftsýra því. það kemst jafnvel svo upp í vana fyrir sumum, að sjá skepnur illa haldnar og ómannúðlega leiknar, að þeim finnst það ekki öðru vísi en það á að vera. í þessu efni verðr að gjöra glöggan greinar- mun á því, sem verðr að vera af einhverjum orsökum, Og svo því, sem orsakast af hirðu- leysi, eða skeytingarleysi. það er ekki ó- hugsanda, að sá maður, sem lætur sér annt um að fara vel með skepnur sínar og ann- ara, komist af ófyrirsjeðum óhöppum í það, að verða fóðurtæpur svo að hann fyrir þær sakir neyðist til að halda skepnur sínar hart, en um það talar enginn, og til þess tekur enginn. Hitt er annað mál, þegar menn verða ár eptir ár bjargþrota fyrir fén- að sinn, og fella meira eða minna úr hor á hverju ári. Svo ófyrirgefanlegt sem slíkt hirðuleysi er, og svo mikil synd og skömm sem það er, að fara svo með skynlausar skepnur, þá heyrist aldrei orði hallað á þann, sem þetta ódæði fremr, heldur er honum miklu fremur vorkennt, að að hafa orðið fyrir þeim baga, að missa úr hor, í stað þess að trassinn ætti að réttu lagi að sæta hegn- ingu fyrir ólöglega meðferð á skepnum ; það er sú þokkabót, sem hann ætti að fá ofan á fjártjónið. Ég tala hér um þá menn, sem af hirðuleysi stofna skepnum í hungursneyð árlega; þeir eru því miður ekki fáir; og þeim er engin bót mælandi. Til dæmis upp á hve hörundsárir menn geta verið í .þessu efni, skal ég greina eitt dæmi. Maður nokkr kom reiðhesti sínum fyrir hjá bónda til fóð- urs vetrarlangt. þegar kom fram að jólum, hitti hesteigandi bónda, og spyr nú hvernig klárnum líði, hvort hann hafi gengið lengi úti, hvort jörð hafi verið næg þar í sveit o. s. frv. Bóndi svarar, að hestinn hafi hann ekki tekið inn, að jarðbann hafi verið alla jólaföstuna, og ekkert úr fjöru að fá. þetta þykir nú hesteiganda kynleg saga, og á hverju hesturinn hafi þá lifað alla jólaföst- una. Bóndinn svarar, og bregður hvorki lit né svip : »Og hann hefirnú lifað svona d haustholdumn. Bóndagarmurinn var svo hreinskilinn að játa, að hann teldi óþarfa, að gefa hestinum, meðan eitthvað væri eptir af holdi á lionum. Svona er nú hugsunar- hátturinn, og er því miður of almennur; væri hann ekki almennur, sæjust færri horaðir hestar en sjá má opt á vorin hjer á landi. En við þessu verða engar skorður reistar nema menn sjái sjálfir sóma sinn, og verði svo skynsamir, að sjá, að það er þeim sjálf- um fyrir beztu, að fara vel með skepnur sínar. Fyrir utan þau ókjör, sem skepnur eiga hér víða við að búa af fóðurskorti, er að mörgu öðru leyti svo illa með þær farið, að það er fjærst því, að vera siðuðum mönnum samboðið. það er hryggileg sjón, að sjá komið með hesta lest í kaupstaðinn á vorin eins og hestar eru þá opt útlítandi: grút- horaðir og, það sem optast nær þar af leiðir, drepmeiddir; svo eru þeir látnir standa á grjóti dægrunum saman þyrstir og hungr- aðir, ef til vill bíða þannig lengur en þörf er á eptir ferðamanninum, sem opt sinnir ferðapelanum meira en skepnum, sem hon- um er trúað fyrir. Margir afsaka sig með því, að það sé ómögulegt hjá því að komast, að magrir hestar núist og meiðist undan á- burði; en þetta er verra en engin afsökun. þó hestr sé grannr eða horaðr, er það hreinn og beinn klaufaskapr að meiða hann. Meiðsl- ið kemr annaðhvort af því, að reiðingrinn er slæmr, eða af því, að illa er látið fara á hestinum, og orsakast því ávalt af hirðu- leysi eða klaufaskap. Og þó að enginn vegr væri til að varna hestinum meiðsla, þá er það þó óafsakanlegt, að halda áfram að brúka hest, sem er meiddr orðinn; en hve opt ber það þó ekki til, að menn leggi reið- ing á meiddan hest—ofan í sárin—eða þegar bezt er, leggja arfa á milli. Hve oft má eigi sjá menn ríða höltum hesti, eða berja áfram staðuppgefna hesta, svo að þeir kom- ast varla úr sporunum ? Yfir höfuð að tala virðist farið ver með hesta hér á landi en nokkra aðra skepnu, og hefir það sínar or- sakir. það er ekkert efamál, að jafnilla væri farið með kýr og kindr, ef menn gætu það eins vel sér að shaðlausu. það er tal- inn meiri skaði að svelta kú en hest, og því er það síðr gert. það er einn alkunnr ósiðr, að hnýta aptan í, og ætti alls ekki að eiga sér stað. Annar er sá, að binda snæri upp í hesta í stað þess, að hafa hirðusemi á að hafa bandbeisli. Oft sjást og hestar illa leiknir undan snærishöftum, og margt annað þessu líkt á sér stað í meðferð á hestum. þó að það sé í alla staði óafsakanlegt, að fara illa með skepnur í ágóðaskyni eða af hirðuleysi kvelja þær á einhvern hátt, þá má því þó einhverja afsökun finna. En þegar verið er að kvelja skepnur—mig hryllir við að segja það—eingöngu að gamni sínu, eða til að hefna sín á eigandanum, ef hann þykir eitthvað hafa til saka unnið, þá verðr engin afsökun fundin, og ekki get eg skilið, að nokkur snefill sé til af mannlegri tilfinn- ingu í brjósti þess manns, sem slíkt ódæði fremr. Eg nota þetta tækifæri til að geta um eitt atriði f búmannslífinu hér á suðr- nesjunum, sem eg veit ekki til, að áðr hafi orðið að umtalsefni í blöðunum, en sem þó er sannarlega þess vert, að minzt sé á það. Eins og kunnugt er, tók einn búandmaðr hér við sjóinn upp þá reglu fyrir nokkrum árum, að taka fasta hverja þá skepnu, sem kom inn á hans landareign, lagði við band, ef hægt var, lét inn í hús, eða rétt, og lét síðan eigendr kaupa út fyrir peninga; mig minnir, að taxtinn væri 1 kr. fyrir hrossið, og líklega eitthvað litlu minna fyrir kindr. Ekkert tillit var haft til þess, að landið var ógirt, eða girt ógripheldum garði, né heldr var um það spurt, hvort griprinn hefði gjört nokkurn usla í landi hans, og var því öll þessi aðferð—og er—hreinn og beinn yfirgangr og ofríki, sem fæstir myndu látabjóða sér, nema rænulausir vesalingar. En svo illt sem þetta ástand var og óþolandi fyrir nágrannana, sem flestir eru bláfátækir menn, að verða alt af að vera að kaupa sér frið fyrir pen- inga, þá er sú pynding á skepnunum, sem oft var þessu samfara, nærri því enn verri; því að mennirnir geta k'ært þennan yfir- gang, og það er þeim sjálfum að kenna, að þeir búa við slfk ókjör, en skepnurnar hafa til einskis að flýja. þær urðu því að standa í svelti, oftast undir berum himni, hverju sem viðraði, þangað til eigandinn hafði tíð og hentugleika til að sækja eígn sina, sem stundum gat dregizt lengi, meðal annars af því, að eigandinn átti ekki á hverri stundu 1 kr. í vasanum til útlausnar skepnunni—en krónulaus skyldi enginnreynaaðsækjahana —svo að heilir dagar gátu liðið svo, að hann gæti ekki nálgazt hestinn eða kindina eftir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.