Þjóðólfur - 13.02.1883, Page 1

Þjóðólfur - 13.02.1883, Page 1
ÞJÓÐÓLFR. XXXY. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 13. febrúar 1883. J|£ 7. !J*F' í>ESSI ÁEGANGE „f>JÓDÓLFS“ GILDIR EINNIG SEM VI. ÁEGANGE Ný fyrirtœki til eflingar sjávarútyeginuin. paö er einmitt eftir að önnur eins cárog fjár fellir sem níi hefir dunið yfir land vort og gjört landbúnaði vor- um pann lmckk i, að tvísýna er á, hvort landið fær pað af "borið, — pað er einmitt við pví líkt tækifæri, að meðvitundin vaknar og verðr ljósari um þýðing ins annars aðalbjargræð- isvegs vors, sem er sjávar-útvegrinn. pað mun að vísu óhætt að segja að pað haíi verið alment viðrkent áðr, að atvinnuvegi pessum værimjög ábótavant bæði að pví leyti, að hann væri rekinn af alt of litlum krafti og á alt of stopulan hátt, par sem fiskiveiðar vorar hafa til pessa nær eingöngu verið stundaðar á opnum skipum ótrygðum. En pessi almenna viðrkenning heíir til pessa verið í orði að eins, en eigi á borði. Nú hefir inn alkunni dugnaðar- og framkvæmdarmaðr E g g e r t kaup- stjóri G u n n a r s s o n fengið menn í fylgi með sér til aö hefja félags- skap í pá stefnu, að leggja saman fé til pilskipakaupa, og svo jafnframt fá eigendr skipanna til pess, að ganga í félag um að ábyrgjast skipin inn- býrðis, eða ganga í innbvrðis vá- 'Ú;ryggisfélag eða ábyrgðarfélag. p>essir menn hafa nú byrjað á pví að semja og sampykkjalög pau, er hér fara á eftir, og síðan hafa peir (Eggert ásamt flestöllum kaup- mönnum hér í bœ, fjölda hclztu út- vegsbænda og annara helztu manna hér nærlendis) ritað alpingismönnum peim, er peir liafa til náð, bréf, til að leita fyrir sér um undirtektir peirra um pað, að landssjóðr að sínu leyti styddi slíkan félagsskaj), og skuluin vér síðar geta bréfs peirra og svars nokkurra pingmanna upp á pað. L ö g liins íslenzka fiskifjelags. 1. kafli. Nafn fjelagsins, aösetnr og tilgangnr, 1. gr. Nafn fjelagsins er: «Hið íslenzka fiskifjelag. 2. gr. Fjelagið hefur aðsetur sitt og varn- arþing í Reykjavík; þar skal þinglýsa lögum þess. 3. gr. Fyrirætlun fjelagsins er að reka fiskiveiðar hjer við land á þiljuskipum. 2. kafli. Stofnsjóðnr Ijelagsins og hlutabrjef í lionum. 4. gr. Stofnsjóður fjelagsins er falinn í hlutabrjefum. 5. gr. Hlutabrjef fjelagsins eru að upp- hæð 100 kr. hvert. 6. gr. Hlutabrjefin undirskrifar fjelags- stjórnin, og skulu ágóðaseðlar fylgja hverju hlutabrjefi og vera til 12 ára. Ágóðaseðlarnir verða ógildir, ef upphæð- ar þeirrar ekki er krafizt innan 3 ára frá gjalddaga, og falla þá til viðlaga- sjóðsins. Hlutabrjefin skulu tölusett og hljóða upp á handhafa. Hluta- brjef, sem kunna að týnast á ein- hvern hátt eða ónýtast, geta feng- ist aptur að nýju, eptir að full- nægt er lögunum um glötun skulda- brjefa. Er það leyft að borga hlutar- eigendum ágóða slíks hlutabrjefs til bráðabyrgða gegn geymslu-veði eða vörzlu, eptir því sem fjelagsstjórnin á- lítur hæfilegt. 7. gr. Sjerhver hlutareigandi er undirgefinn lögum fjelagsins, hvort sem hann hef- ur lýst því yfir eða ekki, og sömuleið- is þeim breytingum laganna, sem sam- þykktar 'kynnu að verða samkvæmt 16. gr. í lögum fjelagsins. En fjelagið getur ekki með neinni slíkri ályktun skuldbundið fjelagsmann til að greiða fje til viðbótar við stofn sjóðsins, og í SKTJLDAE". skuldaskiptum fjelagsins við menn út í frá ábyrgist hann að eins það, sem hlutabrjef hans hljóðar upp á, en eigi meira. 8. gr. Sjerhver hluthafandi hefur rjett á að bera fram, undir ályktun aðalfund- ar fjelagsins, tillögur sínar um það sem snertir framkvæmdir fjelagsins, kvartanir eða ákærur gegn stjórn fje- lagsins, eða óskir um skýrslur, er varða efni fjelagsins. B. kafli. Aðalfundur. 9. gr Aðalfundir í fjelaginu hafa hið æðsta vald í öllum fjelagsmálum innan þeirra takmarka, sem lögin setja og ræður þar afl atkvæða, nema í þeim málum, sem um er rætt í 16. gr. Stjórn fjelags- ins stefnir til aðalfundar. 10. gr. Aðalfnndur fjelagsins verður hald- inn á ári hverju í Reykjavík á tíma- bilinu frá nýári til sumarmála, eptir nánari ákvörðun fjelagsstjórnarinnar, sem boðar fundinn með mánaðar fyrirvara. 11. gr. Aukafundir verða haldnir á sama stað, með mánaðar fyrirvara, eptir á- lyktun, annaðhvort hins reglulega að- alfundar eða fjelagsstjórnarinnar, eða eptir brjeflegri ósk til fjelagsstjórnar- innar frá svo mörgum blutarhafend- um, sem eiga einn þriðja hluta stofn- sjóðsins; þó skal skýra frá, í hverju skyni stefnt er til fundar. 12. gr. Á fundi fjelagsins má hver sá koma og greiða atkvæði, þá er hann er fjár síns ráðandi, er hefur hlutabrjef eða leggur fram sönnun fyrir því að hann sje rjettur eigandi eða umboðsmaður þeirra hlutabrjefa, sem hann flytur at- kvæði fyrir, er fjelagsstjórnin tekur gilda, en neiti hún honum um atkvæð- isrjett, er hlutaðeiganda heimilt að bera það undir úrskurð aðalfundar. Á fuudi hefur hver svo mörg atkvæði, sem hann hefur hlutabrjef til eða um- boð fyrir. Enginn má greiða atkvæði í þeim málum, er snerta sjálfs hans hagsmuni gagnvart fjelaginu.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.