Þjóðólfur - 13.02.1883, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.02.1883, Blaðsíða 4
22 kvæða samþykkja á aðalfundi, að hann sé félagsrækur, þá á hann eigi framar tilkall til neins úr félagssjóði. 22. grein. Nú vilja einn eða Jfieiri menn gauga úr félaginu, en það skulu þeir gera fyrir aðalfund, skal þeim þá greitt það fé, sem þeir eiga í félagssjóði, þó þann- ig að inngöngu eyrir sé ekki tii greina tekinn. fannig, að þeim sé greiddur ‘/e hluti fjárins árlega í 5 ár, með 4°/o vöxtum, en enga fá þeir vöxtu af fjenu þegar það nemur minna enn 200 kr. 23. grein J>eir sem eitt sinn hafa gengið úr Nlaginu, eins og gjört er ráð fyrir í næstu grein hér á undan, geta aptur fengið inngöngu í félagið, en verða þá álitnir sem nýir félagsmenn, og hljóta þvi að greiða, auk ábyrðargjalds, lV2°/o sem inngöngueyrir, samkv. 2. gr. 24. grein. Allan þann ágreining, er rísa kann í málum þeim millum háseta og skip- stjóra, ellegar skipstjóra og útgjörðar- manna, er varðar félagið og þeir eigi geta orðið ásáttir um, skal bera undir stjórn félagsins og gjörir hún þá um málið. f>ó skulu þeir er hlut eiga að, eiga kost á að bera málið aptur fram á aðalfundi og ræður þar afl atkvæða málalokum. Ef ágreiningur verður milli embættismanna félagsins og annara fé- lagsmanna, skal því skjóta til aðalfund- ar og skera úr með atkvæðafjölda. En greini stjórnarmenn félagsins á um eitt- hvað sín í milli, þá ræður þar enn at- kvæðamunur. 25. grein. Breyta má lögum þessum á aðalfundi félagsins, en þá skal stjórnin ætíð aug- lýsa fyrirfnam í blöðunum, með mán- aðar fyrirvara, er hún kveður til slíks fundar og hverjar breytingar við lögin verði uppbornar. Eigi má þó breyta lögunum nema 2/s hlutir atkvæðaallra félagsmanna samþykki breytinguna. Nú koma eigi svo margir til fundar, að breytingin geti orðið löglega samþykkt en þá skal stjórn félagsins kveðja til annars fundar og ræður þar einfaldur atkvæðamunur. 26. grein. Ekki tekur félagið önnur skip í á- byrgð, en þau, sem eiga heima á svæð- inu frá Ingólfshöfða að Hornbjargi fyr enn aðalfundur ákvarðar að öðru- vísi skuli vera. 27. grein. Abyrgðarlög þessi skulu rituð í gjörða- bók, sem félagið á, og skrifa allir fé- lagsmenn undir þau. finglýsa skal nýmælura þeim, er síðan kunna verða við þau gjörð. Prenta skal og lögin og sjer stjórn félagsins um, að nóg sé til af þeim. E r i n (1 i s b r é f virðingarmanna hins íslenzka áhyrgðarfélags. 1. grein. Virðingarmenn skulu á þeim tíma og eptir þeirri röð, sem stjórn fólags- ins ákveður, skoða hvert félagsskip svo nákvæmlega sem þeir geta, bæði utan og innan, og gæta að göllum þeim, er á því kunna að vera. Svo skulu þeir og sérílagi skoða reiða og segl skips- ins, festar og akkeri, stjórafæri og veið- arfæri. 2. grein. Virðingarmenn skulu virða hvertafé- lagsskip með öllu, sem því fylgir, svo rétt og sanngjarnlega, sem þeim er unnt og þeir vilja vinna eið að, ef nauðsyn ber til. Þeir skuiu skrifa upp og meta hvað fyrir sig: 1. Skipið sjálft með siglutrjám og stögum. 2 Segl og reiða. 3. Akker og járnfestar. 4 Stjórafæri með forhlaupurum og drekum. 5 Öll veiðaríæri, ef skipseigandi ósk- ar þess. 6. Sérhvað annað, er skipinu fylgir. |>á skulu þeir og ákveða og skera úr, í hverjum flokki telja skal skipið. 3. grein. Gjorðabók skulu virðingarmenn hafa löggilta af stjórn félagsins. í bók þessa rita þeir jafnóðum, lýsingu hvers skips, virðingu þess og flokks-einkunn og enn ástæður fyrir áliti sínu. 4. grein. I fyrsta flokki skal telja ný skip, eða eigi eldri enn 6 ára, þá er þau að öðruleyti eru vel búin, gallalaus og hæfilega stór. fó geta eldri skip orðið talin í fyrsta fiokki, ef þau eru svo vel á sig komin, að þau þykja engu lakari enn ný skip. 5. grein. í öðrum flokki skal telja þau skip, sem farin eru að eldast, en þó eigi mjög gömul eða gölluð, eða, þó ný séu ef á eru einhverjir þeir gallar, að þau eigi verða talin í fyrsta fiokki. 6. grein. í þriðja flokki skal telja öll gömul skip og gölluð, þau er þó þykja sjófær og nýtileg til veiðiskapar, hvar við landr ið sem er. 7. grein. Geti virðingarmenn, er þeir meta skip, eigi orðið samdóma, annaðhvort um verð skipsins, eður í hverjum flokki það skuli verða talið, þá ræður það úrskurði, er tveir þeirra samþykkja. J>ó skal hinn þriðji, er eigi verður á einú máli, rita ágreinings atkvæði sitt í gjörðabókina. 8. grein. Nú hefir hver virðingarmanna sitt álit um eitthvert efni og skal þá taka jöfnuð af uppástungum allra þeirra, en geta þessa þó í gjörðabókinni. 9. grein. |>eir sem tekið hafa móti kosningu til að vera virðingarmenn, geta eigi án gildra orsaka, skorast undan að virða það ár, öll þau skip, er félagsstjórnin ákveður. 10. grein. Virðingarmenn skulu, jafnskjótt og Sokið er mati hvers skips, selja eigend- um í hendur samhljóða eptirrit af álits- gjörðinni; en að loknu mati allra fé- lagsskipa, afhenda þeir félagsstjórninni gjörðabókina. Skiildbinding skipseiganda. 1. grein. Vér sem ritum hér nöfn vor undir, eigendur skipsins er fara skal til fiskiveiða næstkomandi útgjörðartíma, skuldbindum oss til, að láta það að öllu vera svo vel búið, sem fyrir er mælt í ábyrgðarlögunum, og skulu því fylgja öll þessi veiðigögn: A. J>á skip fer til þorskveiða: 1. 3 fœri 60 faðma, 3 sökkur og 6 aunglar fyrir hvern fiskimann til hverrar ferðar. 2. Fiskihnífa næga til útbýtingar meðal háseta gegn borgun frá sjálfum þeim. 3. Nægilega marga fiskihaka. 4. Minnst 2 tunnur af salti, fyrir hverja smálest sem skipið dregur. 5. Eigi minna en 6 vikna matar- forði fyrir skipverja, sé með skipi til hverrar ferðar. B. jf>á skip fer til hákarlaveiða: 1. 3 drekar. 2. 3 járnfestar frá 20 til 30 faðma 3.360 faðma langt stjórafæri (Pertlína). 4. Vaðarhöld, ekki minna en 1200 faðmar. 5. Sóknir með hlekkjum og lóðum eigi færri en 10, og nægileg beita. 6. Skálmar 4, drepstingir 2, ífærur 2 og krókstjakar eptir þörfum. 2. grein. Bátur skal fylgja skipinu, og vatns- ílát eptir þörfum. 3. grein. Leggja skal skipinu til eldstó, katla og potta, kaffikvörn, ketil, sög, exi og nægilegt eldsneyti. (Ni3rl. í næsta bl.). Bitstjóri: Jón Ólafsson. alþingism. Prentaðr í prentsmiðju Einars pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.