Þjóðólfur - 13.02.1883, Blaðsíða 2
24
ur hálfum launum mínum fyrir þær
ferðir, scm skipið hefur þegar farið, ef
það noraur 100 kr. eður meiru, on se
það ekki svo rnikið, þá að fylla það sem
til vantar. En of útgjörðarmenn hregða
loforð sín við mig og varna mér að
vera fyrir skipinu, án fullra orsaka, þá
áskil eg að þeir greiði mér kost og
kaup fyrir allan hinn umsamda út-
gjörðartíma.
11. greiu.
jþó má ekki herma lofórð uppá aðra-
hvora, uema svo sé, að hvorir tveggja
liafi ritað nöfn sín undir tvö þossi
skilmálabréf, er útgjörðarmenn hafa
annað en hitt skipstjórar.
8kuldl)inding liá«etu.
1. grein.
Vér sem hér riturn nöfn vor undir
erum ráðnir til að fara sem hásetar,
næstkomandi útgjörðartíma, með skip-
stjóra er
stýrir skipinu
sem ganga skal til fiskiveiða hér við
land, og lofum ver, að vera komnir til
skips á tilteknum tíma, sem skipstjóri
ákveður, til að setja skipið fram og
koma fyrir seglum og reiða, og eigi
skulum vér skilja við það uppfrá því
nema skipstjóri leyíi. Vér heitum og
því, að vera skipstjóra, eða hvorjum
öðrum, sem skipstjórn verður falin, án
nokkurra mótmæla eða möglunar,
hlýðnir og optirlátir við öll sjómanna-
störf, og hvert það vork, scm oss verð-
ur skipað, jafnt á nótt scm dogi, og í
öllu stunda sem bezt veiðiskapinn og
hag útgjörðarmanna, svo sem ráðvönd-
um hásetum hæfir og ber. Enn lofum
vér því, að vanrækja ekki störf vor,
með því að fara á land, þar sem skip-
ið kemur á hafnir, nema skipstjóri leytí,
eða sá, sem þá hefir skipstjórn á hendi,
og aldrei vera lengur burtu frá skip-
inu, en oss er leyft.
2. grein.
Farist eitthvað af skipiuu fyrir van-
gá eða handvömm vora, skuldbindum
vér oss til að borga það, og má taka
svo mikið, sem því nemur af hlut vor-
um eða launum, ef vér eigi þegar get-
um komið fyrir oss bótum á annan
hátt.
3. grein.
Ef skipið brýtur við land, og vér
komustum lífs af, skulum vér skyldir
til, að bjarga af því svo miklu, sem
verður, enda hverfa eigi frá, fyrr en
vér höfum komið því á óhultan stað,
og hlýða skipstjóra, eða hinum færasta
þeirra, er af komast, við þetta verk,
eius og hvað annað, sem háselum er
skylt.
4. grein.
Ujöri eiuhver af oss hásetum sig
sekan í óhlýðui við skipstjóra, eður
þann sem skipstjórn er faliu, eðu sé
hann svo ölvaður, að skipstjóri ekki
álíti hann færan að gegna störfum sín-
um, þá hefur hver sá af oss, sem sok-
ur hefur gjörst, fyrirgjört hálfum laun-
um fyrir þá forð, og skipsrúminu með
of skipstjóra svo sýnist.
5. grein.
Meðan skipinu er haldið til tíski-
veiða, skal oss skyit að fara með því
og eigi hverfa frá skipinu fyr en búið
er að leggja það í vetrarlegu, ræsta
það og leysa segl og reiða, nema skip-
stjóri leyfi.
0. grein.
Fari nokkur af oss frá skipi að for-
íallalausu, áður liðinu er sá tími, sem
um var samið, geldur hann 60 kr. en
6 kr. fyrir hvoru dag, sem hann ekki
kemur í skiprúmið að forfallalausu í 4
daga, en verði hann þá enn ekki kom-
inn, getur útgjörðarmaður álitið það
sem fulikomin skilmálarof, og geldur há-
seti þá að auk ofan umgetnar 60 kr.
og útgjörðarmanni er þá heimilt að
taka annan í lians stað. Gjald þetta
gengur til útgjörðarmanna.
7. grein.
Komi einhver af oss hásetum til
skips, svo vanbúínu að klæðum og verj-
um, að sldpstjóri álíti að sá hinn sami
ekki geti unnið ætlunarverk sitt, þá
hefur skipstjóri rétt til að útvega lrá-
seta nægileg ldæði og verjur á kostn-
að hásetans. Sá af oss, missir rétt
sinn til skiprúms, sem hefur næman
eða viðbjóðslegan sjúkdóm.
8. grein.
Sé einhver ekki ráðinn á skipið nema
eiua ferð, eða skemur en allan útgjörð-
artímann,skal þess getið við undirskript
hans á þessari skrá, ella er sá samn-
ingur ómerkur og háseti skyldur að
vora á skipinu, rnoðau útgjörðartíminn
stendur. Sá háseti, sem er hjú ann-
ars, skal sýna skipstjóra skírteini fyrir
því frá húsbónda sínum, að hann sam-
þykki skipsráðninguna.
Au^lýsiiigar*.
Sá, sem hefir týnt á verksmiðju-
gólfi míuu nokkrum krónum í pen-
ingum þann 27. des. næstl. ár, getur
vitjað þeirra mót því að færa sönnur
fyrir að þær séu hans rétt eign, og
jafnframt borgi þessa auglýsing.
lteykjavík, 8. jan. 1883.
PáU porlcdsson.
í næstliðnum ágústmánuði kom í
heimahross mín jörp hryssa lamin, á
að gi/.ka 6—7 vetra, með mark: stýft
og biti aptan hægra, járnuð á öðrum
apturfæti með 6 boraðri skeifu, með
lítið skert fax. ltéttur eigandi getur
vitjað hennar til mín mót því að borga
borga auglýsingu þessa og hirðiugu og
hagabeit á téðri hryssu.
Kirkjubóli í Hvítársíðuhreppi 12/i 1883.
Erlingur Arnason.
Um næstliðnar veturnætur fannst
brúnstjörnóttur hestur óalfextur, hér
um bil 7—8 vetra, með mark: blað-
stýft framan hægra, llatjáruaður á 3
fótum; hestur þessi fanst austarlega á
Grindaskarðsveginum, og er hans að
vitja að Bjarnastöðum í Ölfusi mót
sanngjörnum hirðingarlaunum.
Magnús Símonarsou
á Bjarnastöðum.
Til leigu fást:
2 herbergi í miðjum bœnum. Ritstj.
»Fjóðólfs» vísar á.
Húspostilla
Hclga biskups Thordersens.
Hér með tilkynnist, að það afar-
væga verð, sem ég í boðsbréfinu heli
sett á postillu þessa, gildir að eins til
maí-loka, þannig að þeir einir, sem eg
verð búinn að fá boðsbréf frá innan
þess tíma, fá hana með áskriftar-verði.
Eftir þann tíma hækkar vorð hennar.
lteykjavík, 13. febr. 1883.
Kr. 0. porgrímsson.
tfjir Hjá Einari pórðarsyui prentara
fæst skriípappír og skrifbækur með
óvanalegu lágu verði.
I»ykkar, strykaðar skrifbœkur, vel
innbundnar á 1 kr.; bækur í kvart-
broti 14 aura; bæknr í átta blaðii
broti 10 aura, og í litlu kvart 5
aura; stórir pappírspakkar stry kaðir
undir bréf og reikninga 50 aura;
þetta alt á góðan pappír. Ivassar
með alskonar skriffærum í og pappír
og reikningsspjöldum og pennum á
1 kr. 12 aura; þeir liala gengið vel
út og þykja livervetna góðir. Hér
að auki fást flciri sortir af pappír.
|>eir, sem vilja panta skrifbækur
lijá Einari, fá þær með þessu góða
verði.
flf/lr* Tvö síðustu blöð afjóðólfs.
(þotta og ið undanfarandi,Nr. 7. og 8.)
eru til samans 1 'S örk, on verða ekki
reiknuð kaupendum rneira en ein orh.
20 aurar verða gefnir fyrir Nr. 1.
af «þ>jóðólfiu þ. á. (hrein og óskemd
exph), 8—16 aurar fyrir hvert af hin-
um númoiunum, sem út eru komin
(eftir því hvort það er heil eða hálf
örk).
Ilitstj. „pjóðblfs“ og Afgreiðslustjóri
„pjóðólfs“.
ffjf Nœsta blað laugard. 17. þ. m.
Ritstjóri: Jón Ólafsson. alþingism.
PrentaDr í prentsmiðju Einars pórðarsonar.