Þjóðólfur - 07.03.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.03.1883, Blaðsíða 2
34 um. Árið 1826 byrjaði hann búskap á Eyrarbakka, en flutti þaðan eftir 2 ár í Hraunshverfið og bjó þar á 3 stöðum, lengst á Stórahrauni. Árið 1841 flutti hann sig búferlum að Stóruháeyri, hvar hann síðan dvaldi til dauðadags. þorleifr sál. var tví- kvæntr; fyrri kona hans hét Sigríðr Jóns- dóttir; eignuðust þau að eins eitt barn, sem dó í æsku. Með seinni konu sinni Elínu þorsteinsdóttur eignaðist hann ð börn, sem öll lifa: Sigríðr, 25 ára, gift hreppstjóra Guðmundi Isleifssyni á Stóruháeyri; Mál- friðr, 24 ára, gift verzlunarþjóni Andrési Ásgrímssyni á Litluháeyri; þorleifr, 20 ára, dvelr sem stendr á verzlunarskóla í Kaup- mannahöfn; Elín, 16 ára, nú á kvenna- skólanum í Keykjavík ; Kolbeinn, 14 ára, lærir undir skóla. porleif sál. mátti óhætt telja meðal merkustu bænda í Ámessýslu um sína daga; gáfurnar voru ágætar, einkum var minnið í bezta lagi og skilningrinn skarpr; hann var mjög námfús maðr og kvartaði oft yfir því, hve litla mentun hann hefði hlotið á æskuárunum, sem bæði kom af því, að hann átti bláfátæka foreldra og ekki síðr hinu, að hann ólst upp á því tímabili, sem mentun unglinga var mjög svo vanrækt á landi voru meðal alþýðu. En þrátt fyrir allar þær tálmanir, sem honum mættu á framfarabrautinni, varð hann þó rétt vel að sér fyrir sjálfsmentun eingöngu, sökum hans góðu hæfileika og stöku mentafýsnar; hann var rétt vel skrifandi og reiknandi, skildi vel danska tungu og var fróðr í ver- aldarsögunni, og þó einkum sögu fóstrjarðar vorrar á fyrri tímum. Hann var, eins og vér áðr gátum um, fæddr af fátækum for- eldrum og alinn upp við mesta skort og harðrétti á því tímabili aldarinnar, sem erfiðast hefir verið. En með framúrskar- andi sparsemi, og með því að leggja mjög hart á sig, efnaðist hann fljótt eftir það hann fór að eiga með sig sjálfr; og þar eð vitsmunir hans og fyrirhyggja héldust í hendr með sparsemi og reglusemi, auðgað- ist hann smámsaman svo, að hann varð einn meðal auðugustu manna á Islandi, hefir þar til án efa mikið hjálpað smáverzl- un sú, er hann lengstum hafði með hönd- um jafnframt búskapnum. Borgari var hann 13 síðustu ár æfinnar. Brátt fóru yfirvöldin að veita honum eftirtekt, því að það gat ekki dulizt, hvað í honum bjó. Var hann fyrst kosinn hreppstjóri í Stokkseyrar- hreppi eftir það hann kom að Stóruháeyri árið 1842 og hélt hann því embætti í það sinn 25 ár. það má óhætt fullyrða, að hann stóð ágætlega í þessari vandasömu stöðu og auðgaðist hrepprinn stórum á þeim árum. Ekkert lýsir heldr betr trausti því, er hreppsmenn hans báru til hans, og jafnframt velvild hans til hreppsins, en það, að hann eftir 6 ára hvíld tók hrepp- stjórnina aftr að sér fyrir almenna ósk sveitarmanna, þá orðinn 74 ára gamall, og hélt henni til dauðadags ásamt oddvita- störfum, sem hann jafnframt hafði á hendi frá þvl hreppsnefndir komust á, og mun það eins dæmi, að sami maðr hafi haft bæði þau störf á hendi fram á níræðisaldr. Enn fremr var hann kosinn sáttanefndar- maðr í Stokkseyrar prestakalli árið 1857 og hélt því til dauðadags eða 25 ár; rækti hann þetta þýðingarmikla starf með mestu samvizkusemi, enda var hann sjálfr stakr friðsemdarmaðr. Húsbóndi var hann góðr bæði á sínu eigin heimili og ekkert síðr inna mörgu landseta sinna, sem hann átti víðsvegar á seinni árum; hann var mjög umlíðunarsamr við þá og inn sanngjarnasti í öllum viðskiftum. Konum sínum var hann góðr maki og börn sín elskaði hann sem góðr faðir, og lét sér ant um, að þau fengi gott uppeldi og sparaði ekkert þeim til mentunar, enda sást lán hans á því sem öðru, að hann eignaðist góðar og honum eftirlátar konur, góð og mannvænleg börn. Auk alls, sem þegar hefir verið minzt á, ávann hann sér virðing og þakklátsemi hreppsbúa sinna með þeim höfðinglegu gjöfum, sem hann sumpart ánafnaði eftir sinn dag í jörðum, sumpart afhenti í lifanda lífi bæði til hreppsins í heild sinni, til búnaðarframfara og vegabóta, sem og til barnaskóla hreppsins, sem hann örlátlega styrkti frá fyrstu stofnun hans með árleg- um peningagjöfum og þess utan jörð eftir sinn dag. Fyrir alt þetta til samans, hans margra ára opinberu störf og hans miklu gjafir til félagsþarfa, var hann af konungi vorum Kristjáni 9. sæmdr í elli sinni með krossi dannebrogsmanna tæpum 2 árum fyrir dauða sinn, og var hann þess heiðrs maklegr fyrir margra hluta sakir. það, sem einkanlega einkendi þOKLEIF sál. KOLBEINSSON, var framúrskandi friðsemi, hreinskilni og auðsæld, enda var það hans vanalega orðtak um sjálfan sig, að hann elskaði hæði fé og frið. Hann var engu að slðr trúmaðr, og lýsir það sér bezt í ljóðmælum hans, sem flest voru andlegs efnis og bera með sér óbifanlegt traust til forsjónarinnar; en hann var réttvel hag- orðr maðr. Jarðarförin fór fram 26. marz og voru yfir 700 manns viðstaddir; var útförin af hendi hlutaðeigenda in rausnar- legasta og sómasamlegasta í alla staði. 20. janúar 1883. 9+2. Auglýsingar. Ársfundr í Reykjavikr - deild ins íslenzka bókmentafélags verðr haldinn föstudaginn 9. marzmán. 1883, kl. 472 e. m., i kenslustofu prestaskólans. Eftir skýrsiu hlutaðeigandi sýslumanns hafa í síðastliðnum maímánuði þessir munir borizt á land í Vestmannaeyjum : Tunna með rauðvíni, með þessu auð- kenni: Bordeaux—Libour. 3 tómar tunnur stórar, með þessum stöfum á: B. L. Réttir eigendr innkallast því hér með, með árs og dags fresti samk.væmt lögum um skipaströnd i+jan. 1876, 22. gr., til að sanna rétt sinn til þessara vogreka fyrir amtmanninum yfir suður- amtinu og meðtaka andvirði þeirra að kostnaði frádregnum, en missa ella rétt sinn í þessu tilliti. íslands suðramt, 15. febr. 1883. Bergr Thorberg. pað hefir lengi verið rætt um, hver þörf á þvi væri að ljós væri kveikt á Valhúsinu hér á Seltjarnarnesi, til leiðbeiningar opnum skipum. En með því að hvorki sveitarfélagið né almenningr hafa haft framkvæmd á að koma þessu í gang, þá höfum við undirskrifaðir menn tekið oss saman um að setja ljósker á Valhúsið, sem við ætlum eft- irleiðis að kveikja á á vorn kostnað, meðan oss þykir þörf á til leiðbeiningar sjómönnum á opnum skipum, og munum vér kveikja í fyrsta sinn síðari part þessarar. viku og svo fyrst’um sinn áhverju kveldi. Sigurðr Ingjaldsson, Ingjaldr Sigurðsson, Olafr Ouðmundsson, pórðr Guðmundsson, Guðm. Einarsson. Auglýsing- frá Reykjavíkr |Apóteki. Hér með leyfi ég mér að að auglýsa, að þeir, sem óska að hafa fastan reikning á apótekinu, verða í sjálfra sín hag að gæta þess framvegis, að reikningar þeir, sem ég gef út hvert missiri, verði borgaðir í tæka tíð; því að upphæð reikninga þeirra, sem eigi verða borgaðir hér um bil mánuði eftir að þeir eru meðteknir, verðr færð upp um 5 af hundraði, og sá, sem í hlut á, fær þá eigi framvegis vörur nema móti borgun út í hönd. Framvegis verðr eigi úti látið í reikning, minna en 25 au. virði af neinni vöru; en fyr- ir þá upphæð verðr þá úti látið 3 sinnuui 10 aura virði af vörunni. Sama afslátt fá og þeir, er borga út í hönd. þeir, sem hafa fengið leyfi til að láta inn- skrifa við verzlanir kaupmanna skuld sína til mín, verða sjálfir að annast um að þetta verði gjört svo fljótt, sem unt er, eftir að þeir fá reikninginn frá mér. Sveitamenn, sem ég ekkert þekki, geta þvi að eins feng- ið í reikning hjá mér, að þeir fái ábyrgð ein- hvers kaupmanns hér eða annars áreiðan- legs manns, sem ég þekki. í febrúarmánuði verðr þeim, sem eiga mér ógoldnar eldri skuldir, stefnt til að greiða þær. Verðugir fátæklingar, sem eigi þiggja sveitarstyrk, hvort heldr hér úr bæ eða úr sveitum, geta framvegis innan vissra tak- marka fengið nokkuð af meðulum ókeypis hjá mér; en að eins eftir resepti frá einum af inum 3 hér verandi læknum. Keykjavíkr apótek, 31. jan. 1883. N. S. Kriiger. ~ Við Verziun P.C. Knudtzon & Söns i Reykjavík fæst: Gott f'óðrnijöl 18 kr. 200 pd., ódýrra móti peningum út í hönd. Gott franskt rauðvín, 1 króna 15 aur. flaskan með flösku. Niðrsoðið íslenzkt sauðakjöt, nauta- kjöt og rjúpur. Als konar kornvara, kaffi, sikr og als konar aðrar vörur eru seldar með mjög vægu verði móti peningum út í hönd. iV. Zimsen. Ungr og duglegr vinnumaðr getr fengið góða þjenustu, annaðhvort strax eða frá 14. maí. Sá, sem vill sækja um starfa þennan getr snúið sér til undirskrifaðs, sem gefr frekari upplýsingar. N. Zimsen. — þeir, sem eiga óbundnar bækr, geta fengið band á þær hjá H. þ>órðar- syni, bókbindara í Reykjavík, nú í húsi Olafs Sveinssonar gullsmiðs. Næsta blað laugard. 17. marz. Ritstjóri: Jón Ólafsson, alþingism. Prentaðr í prentsmiðju Isafoldar. Sigm.Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.