Þjóðólfur - 17.03.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.03.1883, Blaðsíða 2
36 til greina, einkum fjallabaksvegrinn, sem má víst verða vel fær, ef hann fær viðgjörð á litlum kafla. Eg er orðinn nokkuð langorðr um þetta samgöngu- mál, af því að það er, að minni hyggju, eitt af helztu velferðarmálum Skaftfell- inga, en snertir þó jafnframt Múlasýslu- búa, sem hafa mörg viðskifti við Austr- Skaftfellinga. þ>ess vegna er það þá fyrst komið á réttan rekspöl, þegar það er orðið sameiginlegt áhugamál Austfirðinga (o: allra íbúa fjórðungsins), en það verðr miklu síðr, meðan Aust- firðingafjórðungr er sundrslitinn í stjórn- legum efnum, og norðrhlutinn fylgir Norðlendingafjórðungi, en suðrhlutinn Sunnlendingafjórðungi. þessi sundr- skifting hefir leitt margt ílt af sér, og meðal annars alið ríg á milli þessara tveggja hluta (Múlas. og Skaftafellss.), svo að Skaftfellingar eru gjarnir á að tortryggja Múlasýslubúa, en þeim hættir aftr við að lítilsvirða Skaftfellinga, sem þeir ávalt telja með Sunnlendingum1, en kalla Múlasýslurnar einar Austrland, enda gjöra Skaftfellingar það líka, fog og er það reyndar ekki mikil furða, þegar þess er gætt, að Austfirðinga- fjórðungr er mjög afskektr að lands- lagi frá meginhluta landsins2 3, en and- legr sjóndeildarhringr almennings er jafnan æði takmarkaðr, og flestum hættir við að líta eingöngu á það, sem næst liggr, eins og sýnir sig í því, að í Húna- vatnssýslu og um Vestrland, þar sem eg þekti til í ungdæmi mínu, voru ekki aðrir kallaðir Sunnlendingar, en Borg- firðingar og íbúar Kjalarnesþings, en Árnesingar og Rangæingar austan- menn^, og sýslur þeirra taldar til Austr- lands, jafnvel þótt Árnessýsla sé beint í suðr frá Húnavatnssýslu, en Aust- firðingafjórðungr var eins og enginn væri til. (Niðrlag í næsta bl.) OJ afir til bágstaddra á íslandi. 9. þ. m. kom hér gufuskipið „Neptun“ 400 tons, fermt 3600 hálfsekkjum af rúgi og 362 stórböggum af heyi, er 1) J>ótt Múlasýslubúar séu talsvert fremri Skaftfell- ingum og Sunnlendingum í fjárhirðingu, þá eru þeir samt ekki búnir að gjöra búskap sinn svo óháðan veðráttufarinu, að þeim farist að láta eins drembi- lega og austfirzki brjefritarinn í „Fróða“ í sumar er leið, sem vildi kenna hirðuleysi Sunnlendinga um allan fjárfellinn næstliðið vor, en gætti þess ekki, hvílíkr fjarskalegr veðramunr var fyrir sunn- an og norðan fjöll vetrinn 1881-82. þar sem sami höf. er að bregða Sunnlendingum (líkl. helzt Austr- Skaftfellingum) um hestaprang, þá mætti spyrja hann, hvort Múlasýslubúar hafi ekki lagt fölur á hesta Skaftfellinga, og fyrstir komið þeim í það háa verð, er þeir hafa verið í. 2) þingeyjarsýslur, Múlasýslur og Skaftafellssýsl- ur eru nærfelt helmfngr landsins að vfðáttu, en f- búar þessara sýslna eru ekki fjórði hluti lands- manna, og íbúar Austfirðingafjórðungs ekki fimti hluti. 3) Svo ramt kveðr að þvi, hvað mönnum er þetta innrætt, að jafnvel lærðr og mikilhæfr andans maðr (síra M. J.), sem er Yestfirðingr að ætt og uppruna, en búsettr á Rangárvöllum, telr sig eiga heima íyr- ir austan i bréfum sínum til eyflrzka blaðsins „Fróða“, og liggr þó Rangárvallasýsla fyrir vestan miðju landsins, og vestar en Eyjafjarðarsýsla. samskotanefndin í Kmhöfn sendi hing- að til bágstaddra. Skipið hafði verið 14 daga á leiðinni frá Höfn, þar af legið 3 daga við Hjaltlandseyjar og tekið kol.— Góð tíð í Danmörk; hafnir ólagðar. — Skipið átti að fara norðan um land, en varð að hleypa hingað til að gjöra að gufuvélinni og fá kol. þ>að fór héðan 11. þ. m. áleiðis til Borðeyrar. þ>ar á það að leggja upp 1200 sekki af rúgnum og 162 hey- bagga; þaðan á það að fara á Reykj- arfjörð, leggja þar upp 600 sekki af rúgi og 80 heybagga ; þaðan til Olafs- víkr, leggja þar upp 600 sekki og 80 bagga; þaðan til Stykkishólms og leggja þar upp 1200 sekki og 100 bagga. — 19. febrúar námu samskotin, sem komin voru inn til nefndarinnar í Höfn, 299 þúsundum króna. Frjettir af Snæfcllsnesi, dags. 19. febr. 1883. Tíðarfarið hjer hefur verið þennan mánuð yfir höfuð fremur gott, hagar optast nógir en óstöðug veðurátt. Bág- indi eru fremur manna á milli, en hefðu þó orðið meir tilfinnanleg, hefði ekki fjársala til Coghills hjálpað, og svo gjafakornið, þó mörgum hafi fundizt illa skipt, þar eð ríkismennirnir fengu næstum því eins mikið og þeir fátæk- ustu, og sýnir það bezt, hvernig sveita- stjórnirnar eru vel hugsandi sumstaðar^ bæði ósanngjarnar og eigingjarnar. Kornlánið Snæfellinga held jeg verði þeim fremur til falls en viðreisnar, nema ef landssjóður gæfi það, og það ætti hann að gjöra. þ>á er verzlunin eitt meinið Snæfellinga, eins og fyrri, t. d. mætist núna í Olafsvík hálfpottur af rommi og 10 pund af fiski, en á Búðum mætist steinolíupotturinn og smjörpundið. í Stykkishólmi er nóg matvara til, en ekki eru kaupmenn ljúfir á að lána. Að hausti verða sjá- anleg mestu vandræði fyrir fólki, því nú er sá litli fjárstofn farinn, vegna þess að margt af fje var látið á mark- aðinn í Hólminum í haust, sumt var látið í ýmsar skuldir, svo sem í leigur og landskuld, því ekki varð goldið í vor vegna fellis og málnytumissis, enda var nú hentast að setja varlega á, því hey voru með langminsta móti, en ó- víða komu fram mjög miklar skemdir. Jarðirnar eru nú víða að leggjast í eyði, einkum í Kolbeinsstaðahreppi, þar eru yfir 10, sem engin von er á að byggist, enda eru jarðeigendur ekki góðir á að lina afgjöldin við leiguliða sína. Svo alt verðr nú samtaka að eyðileggja þetta hjerað: mennirnir, hallærið og óblíð veðrátt, þvf tún eru víða stórskemd af grjótfoki og upp- barin af veðrum. í kring um Jökul- inn er mjög ískyggilegt vegna fiski- leysis, sem er og hefir verið núna undanfarin nokkur missiri, nema í O- lafsvík. Aftr á mót er háfsgengdin einlægt að aukast, sem hefir ætíð þótt óholl, eða jafnvel banvæn fæða, það sýndi sig líka í fyrra vetr í Staðar- sveit og Breiðuvík að 5 urðu þar bráð- kvaddir, og vissu menn, að þeir höfðu lifað mikinn part eða mest af háfi. Alþing, sem haldið verðr í sumar, ætti að taka þessa sýslu sérstaklega til í- hugunar í tilliti til ástands hennar. En einkum ættu ekki vorir eigin lands- menn að gjöra of lítið úr bágindum og bjargarskorti í mörgum héruðum lands- ins, og því síðr gjöra þá aftrreka, sem af mannelsku og meðaumkvun vilja rétta oss hjálparhönd. Fjárfækkunin í suðr- og vestr-umdæmunum. (Góðfúslega látið J>jöðólfi í té af amtm. í suðr- og vestr-umd.). Eftir skýrslum sýslumanna var tala lausafjárhundraðanna, er greiða átti gjald af til jafnaðarsjóðanna í suðuramtinu og vesturamtinu, sú er nú skal greina: I. í suðuramtinu: haustið haustið 1881 1882 1. í Skaftafellssýslu . 4154 • 2743 2. - Rangárvallasýslu 4858 . 3282 3. - Vestmannaeyjasýslu 111 . 101 4. - Árnessýsu .... 5362 • 3722 5. - Gullbringu- og Kjósarsýslu 2018 . 1636 6. - Borgarfjarðarsýslu 1767 • 1237 18270 12721 II. í vesturamtinu: 1. í Mýrasýslu .... 2178 • 1295 2. - Snæfellsness- og Hnappadalssýslu . 1628 • 789 3. - Dalasýslu 2137 . 1198 4. - Barðastrandarsýslu 1488 • 875 5. - Strandasýslu. . . 1428 . 879 6. - ísafjarðarsýslu. . 2IIO • J534 10969 6570 J>annig hefir lausafjártíundin, sem í báðum ömtunum haustið 1881 var sam- tals 29239 hundruð, að eins verið 19291 hndr. haustið 1882, það er: minkað um 9948 hndr. eða um rúman þriðj- ung (34 pC.). J>essi rýrnun tiundar- stofnsins hefir í suðramtinu verið 5549 hndr. eða numið rúmum þrem tíundu- hlutum (30,4 pC.), en í vestramtinu 4399 hndr. eða numið fjórum tíundu hlutum (40,! pC.). J>egar litið er á einstakar sýslur, þá hefir í suðramtinu rýrnunin verið mest í Skaftafellssýslu, því þar hefir hún numið tveim fimmtu hlutum eða 40 pC., en þegar Vest- mannaeyjum er slept, verið minnst í Gullbringu- og Kjósarsýslu, þar sem hún hefir að eins numið tæpum einum fimta hluta (18,9 PC.). Næst Skaftafellssýslu kemrí suðramtinu Rangárvallasýsla með 32,4 pC., þá Árnessýsla með 30,6 pC. og Borgarfjarðartýsla með 30 pC. í vestramtinu hefir rýrnunin verið mest í Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu og numið 48,5 pC. (48,46 pC.), þá í Dalasýslu 43,9 pC., þá í Barðastranda- sýslu 41,2 pC„ þá f Mýrasýslu 40,5, þá í Strandasýslu 38,4 pC„ þá í ísafjarð- arsýslu 32 pC.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.