Þjóðólfur - 17.03.1883, Blaðsíða 3
37
Herra ritstjóri!
í nr. 11 af þessa árs f>jóðólfi, sem út
kom 3. þ. m., stendur ávarp til mín, undir-
skrifað : »Fjöldi kjósenda«. í ávarpi þessu
er skorað á mig í nafni lands og bæjar, að
afsala mér þingsetu svo tímanlega, að ann-
ar hæfr þingmaðr verði kosinn f minn
stað áðr en næsta þing komi saman«, en
skyldi eg eigi verða við áskorun þessari, að
ég »þáí tæka tíð kalli saman almennan kjós-
endafund, svo að kjósendum mínum gefist
færi á að láta í ljósi skoðanir sínar bæði um
þingmennsku mína og þá stefnu, sem þeir
vilja að ég fylgi á næsta þingi«.
Ég skal als eigi fara að rekja hugsun
ávarps þessa, tilgang nó upptök, en einungis
skora á yðr, herra ritstjóri, að skýrafráþeg-
ar í næsta blaði fþjóðólfs, hversu mörg nöfn
kjósenda minna stóðu undir ávarpi þessu,
þá er það barst yðr í hendr, og hverjir þeir
voru, sem undir það höfðu skrifað; því að
þótt undir áskorun þessa sje ritað : »Fjöldi
kjósenda«, þá get ég eigi tekið hana til
neinna greina, meðan ég veit eigi, hversu
fjölmennr þessi »fjöldi« er, og hverjum mönn-
um hann er skipaður.
Inni síðari áskoruninni svara ég að eins
að þessu sinni með orðum 31. gr. stjórnar-
skrárinnar 5. jan. 1874, er þannig hljóða:
»Alþingismenn eru eingöngu bundnir við
sannfœringu sfna, en eigi við neinar reglur
frá kjósendum sínum«.
þetta bréf mitt verð ég að beiðast að þér
takið upp í næsta blað þjóðólfs.
Eeykjavík, ð. d. marzm. 1883.
H. K. Friðriksson.
Ef þeir kjósendr, er rituðu ávarpið, hefðu ætlað
að nafngreina sig að sinni, hefðu þeir gjört það
þegar undir ávarpinu. Vér ætlum ekki að nafn-
greina þá að sinni; en haldi þingmaðr Reykvíkinga
fund með kjósendum sínum á hentugum tíma (þá
er fjöldi kjósenda, sem nú eru syðra I veri, eru
aftr heim komnir), þá skulum vér sjá til að hann
verði var við höfunda ávarpsins. Oss þykir því
slðr þörf á að fræða hr. Halldór K. um fjölda höf-
undanna, sem vér vitum til að hann hefir haft
hr. skrifstofustjóra1 Kr. 0 J>orgrímsson og annan
unglíng á þönum fyrir sig um bæinn með bréf,
sem menn hafa verið pressaðir með sárbænum til
að undirskrifa, þess efnis, að þeir, er undir rituðu,
treystu Halldóri karlinum enn þá, hvað sem „þjóð-
ólfr“ segði. þegar bænastaðr skósveina Halldórs
hefir eigi dugað, hefir hann ' sjálfr heimsótt
viðkomandi kjósanda og Ibeðið hann að skrifa
undir slcjalið um að biðja sig (H. K.) að segja
ekki af sér þíngmensku2. Hefir oss sagt verið að
hann muni hafa getað krælt út eitthvað 70 nöfn
undir áskorunina3; mun hann þá geta tálið sér svo
til, að af öllum kjósendum þessa umdæmis muni
þó vera allt að 7o, sem ekki hafi ritað undir á-
varpið í þjóðólfi, því vér viljum ekki gjöra ráð
fyrir að neinn hafi ritað undir bæði ávörpin.
Undanfærsla hans undan að halda fund finst oss
vera svar út i hött. þó hann virði kjósendr um-
dæmisins viðtals á fundi, leiðir eklti þar af, að
hann þurfi að binda sig við sannfæring kjósenda.
Ef þingmaðrinn er ekki sá þrákálfr, sem aldrei vill
sannfærast láta í neinu máli af ástæðum, og efhann
lítilsvirðir eigi svo alla kjósendr umdæmisins, að
hann þykist viss um, að enginn þeirra geti komið
fram með ástæður, er breytt gæti skoðun hans í
1) Vér leyfum oss að nefna svo þann mann, er
heldr svo margar skrifstofur, án tillis til hvort
hann er skrifandi sjálfr eða eklci.
2) Reyndar höfum vér heyrt suma af undirskrif-
endum segja að þeir bæri ekki traust til hans sem
þingmanns, en þeir hafi ekki getað staðið af sér
bænir karlsins um að ljá nafn sitt.
3) Sumum kynni nú að virðast sem nöfn, sem
þannig eru til fengin, muni ekki ávallt vera vísasti
vottr um sannfæringu þeirra, sem undir rita.
neinu máli, þá virðist oss auðsætt, að ekki er ó-
hugsandi, að það sé ekki þýðingarlaúst að eiga
tal við kjósendr. J>að má auðvitað fá menn i tal
með ýmsu öðru móti, en fundahöldum, t. d. með
þvi að ganga toddý-snikjandi hús úr húsi kvöld
eftir kvöld árið um í kring. En með því að slíkt
hæfir bezt fólki, sem lifir á rógi og óhróðri, og all-
ir vita, hve ólíkt það væri Halldóri K. að
velja þá eða þvílíka aðferð, til að hafa tal af kjós-
endum sinum, þá hefði mátt lá kjósendum, ef þeir
hefðu heimtað slíkt að honum; en hitt virðist þeim
full vorkunn, þótt þeir óski, að þingmaðrinn haldi
fund með þeim, svo að allr fjöldi þeirra geti á
einhvern hátt átt orðastað við fulltrúa sinn.
Ritstjóri „þjóðólfs11.
Úr öllum áttum.
Skriðudal, Suðr-Múlasýslu 18/j 83.
Heilsa manna in bezta, það af er vetr-
inum. Hér var orðið slæmt útlit þegar
hlákan kom, því hér var búið að vera hag-
lítið og haglaust rétt að segja yfir allar
Múlasýslur alt að mánuði, og að því komið
að menn færu að skera skepnur af heyjum,
enda voru einstöku menn farnir til þess. Nú
er hér vel hlánað og í sumum lægri sveitum
orðið öríst. Fjárhöld manna munu vera í
meðallagi. I dag frétti ég að farið væri að
aflast í Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði. A
tveim bœjum á innsveit Eeyðarfjarðar hefir
nú aflast síld, og er það góðs viti; má telja
víst að með henni fylgi góðr afli.
Eskifirði, Suðr-Múlasýslu 25/j 83.
Mokafli af síld og fiski nýkominn í Fá-
skrúðsfjörð og hér orðið vel vart, en gæftir
eru stopular; mikil blíðviðir, en heldr rign-
ingasamt.
Nesjasveit, Austr-Skaptafellss. 3/2 83.
Tíðarfar hér nú ið ákjósanlegasta.
— Að norðan fréttist bezta tíð, svo út lítr
fyrir að menn sleppi vonum betr við vetrinn.
— Hér syðra sama einmunaveðrátta, sem
verið hefir.
— Afli kominn góðr syðra, og hér innra
hafa allir fiskað vel síðustu daga.
Auglýsingar.
Boðsbréf.
það er orðið viðrkennt með öllum
þjóðum, hve góð áhrif að SYNINGAR hafi
á verknað og alla framleiðslu (production).
Sýningin gefr þeim, sem annaðhvort eru
sérlega hagir menn, eða hafa fundið eitt-
hvað nýtt upp, tækifæri til að gjöra hand-
bragð sitt öðrum kunnugt; hún gefr kost á
að sjá, á hverju stígi hver iðngrein er á
þeim stöðum, sem munir eru frá sendir,
og hún veitir færi á að kynna sér aðferðir
og annað, sem menn ættu torveldlega, kost
á með öðru móti. Sýningarnar eru spegill,
þar sem bóndastéttin eða iðnaðarstéttin
eða listamennirnir o. s. frv. geta skoðað sig
sjálfaí.
Viðrkenningin um nytsemi sýninga
virðist enda að vera farin að ryðja sér til
rúms hér á voru landi, sem annarstaðar, og
hafa Norðlendingar orðið fyrstir til að rlða
á vaðið með að byrja dálitlar sýningar.
IÐNAÐARMANNAFÉLAGINU í
REYKJAVIK hefir nú þótt æskilegt, að á
gæti komizt ALMENN SÝNING FYRIR
ALLT LAND á smíðisgripum allskonar,
tóskap, hannyrðum, verkfærum, veiðarfær-
um og jafnvel matvælategundum, — að svo
miklu leyti, sem þær eru lagaðar til að koma
fram á sýningu — og yfir höfuð á öllum þeim
hlutum, sem með handafli eða vélum eru
gjörvir eða tilreiddir, og hagleikr eða hugvit
er í fólgið, og að öðru leyti svo lagaðir, að
þeir með hægu móti verða sendir hingað og
sýndir hér. Af hlutum, sem of stórir þykja
til að senda, þykir æskilegt að fá eftirlíki í
minni stíl, en að öllu eins, bæði að lögun og
stærðarhlutföllum.
Sýning þesaa hefir félagið hugsað sér
að halda 1 Reykjavík, um þingtímann 1883,
og í því skyni hefir það valið oss, sem hér
ritum nöfn vor undir, í nefnd til að annast
um sýninguna, veita móttöku gripum þeim,
sem sendir verða, raða þeim niðr, og yfir
höfuð að sjá um allt, er að sýningunni lýtr.
Svo er til ætlað, að þeir gjörendr hlut-
anna, sem þess eru verðir, samkvæmt áliti
sérstakrar nefndar, sem til þess verðr valin,
verði eftir maklegleikum sæmdir heiðurs-
peningi úr silfri, og úr málmblendingi
(bronce), og prentuðu heiðrsskjali.
Hvað snertir fyrirkomulag með send-
ingar á munum þeim, er nefndin væntir eft-
ir, að Islendingar muni senda til sýningar-
innar, þá hefir hún hugsað sér það þannig,
að sá, sem sendir hluti til sýningarinnar,
borgi, borgi flutningseyrinn til Reykjavíkr,
en nefndin aftr á móti borgi flutningseyrinn
frá Reykjavík, fyrir þá hluti, sem kynnu að
verða endrsendr af sýningunni. Með hverj-
um hlut, sem sendr er til sýningarinnar,
þarf að fylgjafullt nafnog heimili sendanda,
og sömuleiðis nafn og heimili þess, sem
hlutinn hefir gjört, sé það eigi sendandi
sjálfr. Einnig ætti að fylgja nákvæm lýs-
ing á notkun þeirra hluta, sem nýir eru eða
með öllu óþekktir, og einnig þeim hlutum,
sem endrbættir væru, og alþýðu því ekki
kunnir. En fremr verðr hver sá, sem ínuni
sendir til sýningarinnar, að gefa nefndinni
til vitundar ina lægstu verðhæð, er hann
gæti selt þá fyrir, hvort sem þeir eru falir
eða ekki.
Nefndin áskilr sér fullan rétt frá eig-
endum hlutanna að mega selja muni þá,
sem til kaups eru falir og á sýninguna
verða sendir, með því verði, sem á þá er
sett, um leið og þeir eru sendir, og einnig
að taka 5°/« af andvirði þess, er selzt, frá
hverjum einum. Vonumst vér þes, að
menn eigi setji meir en sanngjarnlegt verð á
hluti sína, því það gæti orðið þeim skaði, er
eiga, að setja það svo hátt, að enginn vildi
eiga þá sökum verðhæðar; og loks áskiljum
vér oss heimild til að senda til baka aftr
þá muni, sem ekki ganga út meðan á sýning-
unni stendr.
Vér leyfum ossj að taka það frain, að
vér óskum að fá að vita með marzpóstinum
1883, hverju vér eigum von á, og enn fremr
að hlutirnir komi með strandferðaskipinu,
og með póstum, eigi seinna en með júníferð-
inni s. á., sökum þess að undirbúningr sýn-
ingarinnar hlýtr að hafa töluverðan tíma og
umsvif í för með sér.
En fyrirtæki þetta getr því að ein3
komizt á og náð tilætluðum notum, að þér,
heiðruðu landar! hver um sig, og allir í senn
eftir hvers vilja og hæfilegleikum, bregðizt
vel við þessu, og styrkið oss á þann hátt
er að framan er getið. Efumst vér alls eigi
um, að þér í þessu efni gjörið allt, sem f
yðar valdi stendr, til þess að sýningin geti
orðið hlutaðeigendum og þjóð vorri til gagns
og sóma.
Reykjavík, 8. maí 1882.
I umboði iðnaðarmannafélagsins í Reykja-
vík:
Arni Gíslason. Helgi Helgason. Jðn
Borgfirðingr. Páll porkelsson. Sigfús
Eymundarson.
Thorvaldsensfjelagið hefur í hyggju að
halda ókeypis sauma- og prjónaskóla fyrir
fátæk stiilkubörn frá 1. apríl til 1. júli 2 tíma
á dag frá kl. 5—7 eptir miðjan dag ; börnin
mega eigi vera yngri en 8 ára, og eigi eldri
en 14 ára. þeir, sem vilja sæta þessu
boði, geta snúið sjer til einhverrar af oss
undirskrifuðum innan 24. marz. þess skal
getið, að skólinn verður því að eins haldinn,
að 24 stúlkubörn beiðist inngöngu.
E. Sveinsson. E. Stephensen.
L. Bernhöft. C. Jónassen.
þ. Jónassen.