Þjóðólfur - 19.05.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.05.1883, Blaðsíða 1
7T' K/(. ÞJÓÐÓLFl. XXXV. árg. Reykjavík, Laugardaginn 19. maí 1883. M 21. Enskunámsbók handa byrjöndum. Eftir Jón Ólafsson. Kostar í Dandi 1 kr. 50 au. — 5 bcekr bundnar fyrir 6 kr. út í könd.— Inníheldr framburðarreglur, orðmynda- frœði, leskafla og orðsafn. Áreiðanlcgasta bók á fslenzku um enskari framburð—kennir enga Möðru- vellu, heldr ensku! Uppi á Halakletti1. (Úr bréfi til séra Stefáns Tónssonar á Kolfreyjustað). i. Háum Halakletti hef ég dvalið á þegar þýðri ljetti þoku tindum frá fyrst að morgni fjallablær; niðri' í þoku-djúpi dimmt dundi' inn blái sær. 2. Fjöllin upp úr óðu o'ní miðja hlið svéipuð sumarmóðu, sveitin mín var frfð, þokan svöl og silfurgrá lagðist yfir lagardjúp lengra' en augað sá. 3. Reis af Ránarbeði röðull geislaskær; líf og ljós og gieði loftið, jörð og sær og fög-nuð sinn í ljósi ljet; fönnin jafnt og fjallahlíð fegins-tárum grét. 4. Sá ég, blærinn svali og sólgeislarnir þá mynduðu djúpa dali, dýrðleg fjöll og há, hóla, bala, björg og hlíð; þetta var alt úr þoku gjört, þó var sjónin fríð. 5. Niðrr í djúpum dölum dökkvan leit ég mar, hvein í reiðar-hvölum, hver við aðra þar reykjarstrókan lagði' í loft, skygðu fyrir fagrahvel fuglabreiður oft. 6. Hverful skemtun hætti, en hætti smátt og smátt; eins og andardrætti að sér loftið blátt I) Halaklettr. Milli Reyðarfjarðar og P"á- skrúðsfjarðar Hggr fjall það, ér Reyðr eða Reyðar- tjan Witir, og í.wn taka nafn af því, að fjalls- brúnin er til að sjá víð himin sem sjái á bak leyðarfiski, er slær upp sporðinum ; en sporðrinn |s?ti °g yzti hnjúkrinn og nefnist Halaklettr. er víðsýni mikið og fagrt, en ekki hvers manns færi að ke-roast upp á hann. J. Ó. þoku-fjöll og dali dróg; nú kom annar unaðsblær yfir land og sjó. 7. Skrautleg fleyin flutu fram með strqndum lands, boðar á skerjum brutu, blasti eyjakrans augum móti út um sjó. Skrúður grœnn með björginbrött bar af öllu þó. 8. Minnar œsku yndi ekkert meira var, en sitja' á svölum tindi og sjá inn bláa mar, skip og eyjar, firði' og fjöll, út um hafið heyra' og sjá hvítra bo^ föll. 9. Langt er síðan liðið leit ég þessa sýn, en œsku sjónar-sviðið sálin geymir mín, eins og eg sæi það alt í gær, þó aldrei á þér festi' eg fót framar, tindur kær. 10. Lífið er leiðsla' og draumur, logn og boðaföll, sker og stríður straumur, stormar, þoka' og fjöll; svo eru blóm og sólskin með; en bak við fjöllin himinhá hefur enginn séð. 11. Heill sé hverjum tindi og hlíð í minni sveit, fylgi ást og yndi og auðsæld hverjum reit, bœ og eyju, báru' og strönd. Kæra Fáskrúðsfjörðinn minn fel ég drottins hönd. * * * Yrkisefni þrýtur ástvin gamlan þinn. Fyrir hærum hvítur á Halaklettinn minn seztu' á réttri stund og stað; þú verður ungur annað sinn ef þú gjörir það. Páll, Olafsson. Um eftirlaun embættismanna á Is- landi. Eins og kunnugt er bjó alþingi 1879 til lög um eftirlaun presta, og staðfesti konungr lögþau 27. febr. 1880. Eftir 2. gr. téðra laga á uppgjafaprestr- inn að fá i eftirlaun 10 kr. fyrir hvert þjónustu ár, og er hann er sjötugr, hefir hann rétt til að fá lausn frá embætti með efti'rlaunum. í 3- gr. er sú á- kvörðun, að ef prestrinn slasast ósjálf- rátt eða tekr þau vanheilindi, er hann er að gegna embætti sínu, að hann verðr að hætta prestskap, fær hann í eftirlaun 250 kr. ef hann annars eftir embættisaldri hefir ekki rétt til slikra eða hærri launa. í 6. gr. er svo fyrir mælt, að sé brauð það, er prestrinn resignerar, metið 1200 kr. eða minna eftir síðasta brauðamati, fær hann eft- irlaunin úr landssjóði. En það, sem brauð er fram yfir 1200 kr. að mati," gengr upp f eftirlaunin, að svo miklii leyti sem það þarf eða þá hrekkr tií', það sem á kann að vanta af brauðiriö, borgast úr landssjóði. Eftirlaunin eru því svo margir tugir króna á ári, sem prestrinn hefir þjónað mörg ár. Hafi hann t. d. þjónað 20 ár, er hann resignerar, fær hann 200 kr., hafi hann þjónað í 30 ár, fær hanh 300 kr., og . sé hann búinn að þjóna í 40 ár, fær hann 400 kr. Sumum hafa þótt eftir- laun þessi of lág, enn sá prestr sem resignerar eftir 40 ár, — og oft munu prestar hafa heilsu til að þjóna svo lengi, að minnsta kosti á hægum brauð- um, — hann fær 400 kr. árlega i elli sinni, og gott mundi handverksmanni eða bónda þykja, þó hann ekki fengi nema hálfan þann styrk árlega, er hann er uppgefinn orðinn, og rétt sýnist mér það, sem síra Arnljótr sagði við 1. umræðu þessa máls í neðri deildinni er hann var að færa ástæðr fyrir þvi, að nefndin hefði ekki haft eftirlaunin hærri. Hans orð eru svo: „Bæði er líklegt, að sá prestr, sem lengi hefir þjónað, hafi nokkuð fyrir sig að leggja, og annað hitt, að þegar maðrinn er gamall orðinn, þá eru þarfir hans minni; þá er hann búinn að koma upp börn- um sínum, og er horfinn frá æskumun- aðinum og búinn að læra að lifa í hófi og með sparsemi" (sbr. Alþingist. 1879 bls. 616). Finnist prestum eftirlaunin samkvæmt lögum þessum of lítil, sem raunar mun nú ekki vera almennt, þá mun það koma til af því, að þeim finn- ist að of mikill og ósanngjarn munr sé á eftirlaunum sínum og eftirlaunum inna verzlegu embættismanna, og skal ég nú reyna til að sýna, hvort sú til- finning sé á rökum byggð. Skömmu eftir þjóðfundinn eða árið 1853 lagði stjórnin fyrir alþingi dönsk eftirlaunalög frá 5. jan. 1851, en lét þingið jafnframt skiija, að eftir þessum lögum mundi framvegis farið á íslandi, hvort sem þau yrðu þar lögleidd eða ekki. Alþingi féllst orðalaust á lög þessi, og komu þau því út sem „til- skipun 31. maí 1855, er lögleiðir á ís- landi lög 5. jan. 1851 um eftirlaun", og hefir þessi danska löggjöf - síðan gilt hér á landi. Eftir 1. gr. tilsk. á sérhver embættismaðr á íslandi, sem konungr hefir veitt embætti og „launaðr er af

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.