Þjóðólfur - 21.09.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 21.09.1883, Blaðsíða 2
108 4. Fjáraukal. 1882 — 83. 4135 kr. veittar í viðbót; þar af 1125 kr. Olafi Sigvaldas. lækni fyrir l^ árs þjón- ustu í 5. lækn.hér. — 2200 kr. til bráðab. uppbótar fátækum brauðum (þar í 700 kr. eftirgjöf á árgjaldi af Odda). 5. Lög um samþ. landsreikn. 1878 — 79 . (Samhljóða því, sem þingið samþ. 1881, nema settar inn upphæðirnar til Fejlbergs, og til Konráðs próf. Gíslas. fyrir íslenzku- próf. Svo og viðbætt 97 kr. til dómgæzlu og lögreglustj. Arangr af aðgj. þingsins f hitteðfyrra í þessu máli er þó orðinn sá, að stjórnin er hætt að láta landssjóð borga prófin í íslenzku; nú borga þeir þau, er undir þau ganga. 6. Lög umafnám aðflutn.gjalds af iitl. skipum. »Aðflutningsgjald það skal úr lögum numið, er hingað til hefir hvílt á útl. skipum, sem keypt eru af dönskum þegnum, er heimilisfastir eru á Islandi«. 7. L. um fiskveiðar hlutafélaga og einstakra manna ílandhelgi við Island. «1. Að eins búsettir menn á Isl. og inn- lend hlutafélög hafa rétt til að fiska með opnum bátum í landhelgi ; þó er hlutafél. heimilt að reka þar síldarveiðar, ef meir en helmingr félagsfjárins er eign þegna Dana- konungs og stjórn félagsins hefir aðsetr sitt á Islandi og er skipuð mönnum, er hér á landi eru heimilisfastir».— 2. Samþyktir fél. sýnist lögreglustj., áðr það tekr til starfa o. s. frv. — 3. Brot varða 20—2000 kr. sekt. 8. L. um breyt. á 1. gr., 2. lið í tilsk. handa íslandi um skrá- setnig skipa, %5- 1869. «Til þess að skip, sem er, eign hlutafé- lags, geti með skrátetning á Islandi öðlazt rétt til að hafa danskt flagg, verðr hlutafé- lagið að vera háð ísl. eða dönskum lögum. Auk þ. verðr stjórn þess að hafa aðsetr á Isl. eða í Danm. og vera skipuð félagsmönn- um, er fullnægi skilyrðum þeim, er sett eru í tilsk. 25. júní 1869, 1. gr. 1. lið». 9. Um bygging, ábúðogúttekt j a r ð a. 1. Hver sem á jörð og nýtir ei sjálfr, selji hana á leigu. Ella greiði öll lögboð- inn gjöld af henni. — 2. Jörð skal byggja með bréfi frá fardögum til fard. Sé eigi ákveð. byggingartími, álízt bygging æfi- löng, nema landsdr. sanni annan samning. Ekkja heldr ábúðarrétti bónda síns, en missir hann, ef giftist aftr. — 3. Yanræki landsdr. að gefa byggingarbréf, álízt jörð bygð með þeim skilmálum, er leiguliði við kannast, nema landsdr. sanni annað. 7. |>á er leiguliðaskifti verða, má viðtak- andi taka til voryrkju, þá er hann .vill, en eigi flytja bú fyrr en í fardögum. Sé hvorki viðtak. né umboðsm. hans til jarð- ar komnir 7 vikur af sumri (forfallalaust) og hvorugr gjört ráðstöfun til að hirða og nýta jörð, fyrirgjörir viðtak. ábúðarrétti, en lúki þó 1 árs landsk. og leigur.—9. Eigi má af jörð flytja hey, áburð, eldsneyti né byggingarefni, er sú jörð gaf af sér, nema viðtak. eða landsdr. vilji hvorugr kaupa eftir mati. — 10. Hús sin má fráfar. rjúfa og flytja, ef ekki viðt. né landsdr. vilja kaupa matsverði. — 11. Fráfar. flytji á- burð á tún, áðr frá fer. Afnot eggvarps á viðtak. öll það vor, er hann flytr á jörð ; reka eftir miðjan föstud. í fardögum. — 18. pó að leiguliði svíkist algjörlega um skilyrði byggingarbréfs um áburðar-not, um að vinna upp tún og engi og að spilla eigi jörð um skör fram, er hann notar hlunn- indi hennar, þd er honum alt þetta vítalaust, ef hann svíkst eigi um skilmála meira en annaðhvort ár, en útbyggingarsök, ef hann svíkst um fleiri ár í samfellu ■ og lætr eigi líða ár í milli1 — 19. Sama er um jarða- bætr, nema landsdr. getr þar heimtað bætr fyrir vanunnar jarðab.— 20. Yilji landseti vinna jarðabætr um skyldu fram, getr gjört landsdrottni kost að vinna þær að hálfu mót sér, en greiði aftr hækkun á eftirgjaldi eftir mati. Ella gjörir hn. jarða- bót á sinn kostnað, en er hann fer frá jörð, fær hann endrgjald eftir mati, þó ei meira, en 12 sinnum það, er jörðin hækk- ar að eftirgjaldi fyrir jarðabótina. •— 21. Yilji landsdr. gjöra jarðabót á jörð án samþykkis leiguliða, getr hn. það, en greiði leiguliða spjöll í leiguliðanotum, er af leiða, en getr aftr krafizt hækkunar á eftirgjaldi jarðar eftir mati. — 33. Fráfar. greiði álag til viðtakanda að aflokinni úttektargjörð. Greiði hann eigi þegar álagið, gjöri ú t - tektarmenn lögtak til lúkningar því í munum, sem fráfar. á á jörðinni. Grœnlandsför Nordenskiölds. (Eftir ísafold). Af Grænlandi hefir ekki annað kannað orðið til hlítar til þessa en vesturjaðar landsins. Upplendið allt ókannað, og aust- urströndin sömuleiðis. |>að var erindi Nordenskiölds í þessari ferð, að verða nokk- urs vísari en áður um þetta tvennt. Um upplendi Grænlands hefir það lengi verið haldið óyggjandi vissa, að það væri eintómur jökull. En þaðhefir Nordenskiöld orðið til þess að rengja, af ýmsum vísinda- legum rökum, sem honum er manna bezt til trúandi, og hjer yrði oflangt upp að telja. Hann hafði lika trú um Grænlandsóbyggðir og vjer Islendingar um Ódáðahraun og Vatnajökul: að þar kunniað vera grasi vaxn- ir dalir og jafnvel byggð útilegumanna; en sá er munurinn, að hann byggir ekki þessa trú sína á þjóðsögum, heldur á djúpsettum vísindalegum líkum. Að reyna til að skera úr þessari þrætu var eitt með öðru erindi í þessari ferð, og jafnvel aðalerindið. Annað ágreiningsefnið Grænlandi viðvíkj- andi er það, hvar Austurbyggð hin forna hafi verið, hvort heldur á austurströnd Grænlands, eins og nafnið bendir til, en flestir vilja nú rengja, af því að þar sje nú óbyggilegt með öllu og svo hljóti jafnan að hafa verið — eða á vesturströnd landsins sunnan til, og hafa fiestir fræðimenn lengi verið þeirrar skoðunar. En Nordenskiöld fullyrðir, að Austurbyggð hljóti að hafa verið austan á landinu. Sagði þó, sem hon- um er eiginlegt, jafnmiklum framkvæmdar- manni : þrætum eigi, látum reynsluna skera úr. Svo hafði hann ogíför með sjer marga vísindamenn, náttúrufræðinga, er áttu að gera ýmsar merkilegar rannsóknir og athug- anir, hver í sinni fræðigrein, svo sem um steinrunnar jurtir í jörðu, til sannindamerk- is um loptslag og jarðargróður í landinu á fyrri öldum jarðar vorrar; um loptsteina; um jökulgróður o. s. frv. Enn fremur um mararbotn í Grænlandshafi, og um hafísinn þar.— f>eir Nordenskjöld Ijetu í haf frá Bvík 10. júnf og sigldu í vestur útnorður (V.N.V.). Sáu land 12. að morgni. f>að var Ingólfs- I) 18. gr. orðrétt: „Leiguliði skal ár hvert flytja á tún og i garö; ; Ih.u þ; iin ál;; i ð, i r fellr til á leigujörð hans, og \inn. upp trn cg engi svo að hún sé í fullri ra-ki, ; vo s'cal iiann og nota hlunnindi hennar á þann h..tt, að stm niinst spjöll verði að. Bregði hann af þessu lengr, en I ár i Senn, raissir hann ábúðarrétt sinn“. fjall á Grænlandi. Ekki var þar ís að sjá tilsýndar, en er örskammt var til lands, ekki kl. stundar sigling, var þar fyrir lítil ísræma, og urðu því frá að hverfa. Hjeldu síðan suður með alla leið suður fyrir Hvarf (Cap Farvel) og fór allt af & sömu leið um lendingu. Veður var bjart og sá vel til lands. Komu til Julianehaab 17. júní; fengu töluverðan íshroða á innsiglingunni. Yar það hin fyrsta sigling þangað á því ári. f>ar dvöldu þeir 1 dag. Hjeldu síðan áleiðis norður með þar til þeir komu í Auleitsi- vikfjörð, á 68° n. b.; komu þó við í Ivigtut og tóku þar kol, í Egedesminde og víðar. Hleyptu síðar Dr. Nathorst jarðfræð- ing og 2 öðrum í land við Waigattsund, til að rannsaka þar jarðlög með steinrunnum grasaleifum. Að Auleitsivikfirði komu þeir 4. júlí. f>aðan hóf prófessor Norden- skiöld ferð sína upp á land og inn á jökla, við tíunda mann : Dr. Berlin grasafræðing og 8 háseta. f>eir lögðu á stað frá skipinu 4. júlí, inn fjörðinn, á grænlenzkum bátum, og fylgdi nær öll skipshöfnin þeim á leið, og þar með forstöðumaður hinnar græn- lenzku verzlunar, Hugo Hörring, er hafði slegizt í förina í Egedesminde. Fjörðurinn er um 16 mílur á lengd. Upp frá fjarð- arbotninum tekur við jökullinn. Af jökulgöngu þeirra fjelaga er það að segja, að þeir hittu fyrir miklar torfærur fyrst framan, botnlausar jökulsprungur o. s. frv.; en smámsaman varð jökullinn nokkurn veginn sljettur og komust þeir 17 mílur vegar austur eptir honum, allt á sleðum. f>á tók við svo mikil lausafönn, að ekki var auðið að halda lengra á þann hátt. f>á gengu Finnar tveir, er voru með í förinni, á skíði, og komust þeir 30 mílur danskar austur þaðan á að gizka; sneru þar aptur, með því að hvergi var annað að sjá en eintóman jökul. Var víðsýni mikið þar, er þeir sneru aptur, hæð lands ins 7000 fet yfir sjávarmál. Finnar þessir voru afburðarmenn að hvat- leik og karlmennsku, valdir fyrirfram til þessarar farar fyrir þeirra hluta sakir. Ann- ar þeirra frægur bjarnveiðimaður: hefir unnið um dagana ekki færri en 25 birni alls. f>etta hafa menn lengst komizt á land upp á Grænlandi, margfalt lengra en nokkru sinni áður, samtals 47 mílur dansk- ar inn frá lengsta fjarðarbotni, og mun þar eiga að vera hálfnað austur yfir eða vel það. Fyrir meira en 130 árum, eða 1751 hafði danskur kaupmaður, Lars Dalager að nafni, komizt 2 mílur vegar austur á jökla, en miklu sunnar, og þótti vel gert. f>ví næst komst Nordenskiöld sjálfur árið 1870 við annan mann 7 mílur inn á jöklana við- líka norðarlega ög nú; var þá lítt viðbúinn slíkri för, og varð því að snúa aptur, enda höfðu Skrælingjar þeir, er fylgdu honum,- yfirgefið hann og snúið aptur, er skammt var komið á leið. Loks gerðu danskir vís- indamenn tveir, Jensen og Kornerup, sams konar tilraun 8 árum síðar, 1878, og komust viðlíka langt. Má af þessu sjá, hve stórum hjer hefir á unnizt að því leyti til við það sem áður hafði framast tekist. En hins vegar hefir Nordenskiöld ekki tek- izt að sanna með þessari tilraun sinni, að fótur sje fyrir trú hans á grasi vaxið land eia snjólaust í Grænlands-óbyggðum. En þessi tilraun, segir hann, nær ekkinema til þessa eina staðar, þessa örmjóa beltis,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.