Þjóðólfur - 29.09.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.09.1883, Blaðsíða 1
WÓÐÓLFR XXXV. árg. Reykjavík, Laugardaginn 29. sept. 1883. M 36. Nokkur bréf um fátœkrastjórn. v. H. . , 30. júní 1883. —--------Jeg held að spá þín ætli að rætast. Nú hefir f>. á ný borið sig upp við oddvitann okkar, og sagt honum að hann gæti ekki gengið í skiprúm í vetr, nema hann væri gjörðr út að mötu og skinn- klæðum ; hefir ml oddviti beðið mig að á- vísa honum 20 kr. af óútlögðum útsvörum frá því í haust, og eiga þær að gjaldast í skinnum og feiti. Auk þess hefir húsbóndi hans gjört okkr reikning fyrir tveggja vætta virði í húsaleigu o. fl., er f>. hafði, sam- kræmt samningi, átt að greiða fyrir jól; og sveitarútsvar hans, 10 kr., verðum við að borga til N.hrrepps. Nú verð ég að biðja þig að greiða honum þær 10 kr. er geymdar voru hjá þór, helzt í feiti. Ávísun fylgir hér með til Jóns vinnum. þíns uppá 10 kr. er honum var gjört að svara til sveitar, og á f>. líka að taka við þeim. f>etta mun hér þykja harðr kostr; en hvernig á öðruvísi að fara að því ? annars sitr maðrinn heima, aðgjörðalaus, og heldr áfram að skulda; en fremr kann hann að lifa ef hann fiskar í vetr.------------ f>inn vin S. VI. L. ., á f>orraþrælihn 1883. Heiðraði vinr ! Fyrir nokkru síðan hefi ég meðtekið tvö bréf frá þér, dags. 10. og 30. f. m., og hefi ég ekki fyr en nú treyst mér til að skrifa þér uppá þau með rólegum geðsmunum ; svo mikillar gremju ollu þau mér, einkum ið síðara, sem ég vil nú fyrst svara fáorðlega, að því leyti sem það snertir ið umtalaða fátœkramálefni. Kröfur þær, er þú getr um, komu mér ekki á óvart; en gjarna vildi ég fá að vita, á hvaða rétti það er bygt að leggja 10 kr. útsvar til fátækra á öreiga, sem ekkert á til að lifa af og sjálfr þiggr fátœkrastyrk. Ef sveitarútsvari á að jafna niðr eftir efn- um og ástœðum, og hafi þeirri reglu ver- ið fylgt í N.hreppi, hlýtr f>. að hafa efni og ástæðr til að lifa sjálfr, ef hann getr styrkt aðra til þess, eða að öðrum kosti hefir honum verið gjört ranglega útsvar (sem tómthúsmanni er ekkert tíundar), og skilst mier því að mótmæla megi annað- hvort styrktarkröfu f>., eða þessu 10 kr. útsvari hans sem sem þurfamanns.—Hvað snertir útsvar Jóns vinnum. míns, er alveg sama, hvort það er lagt á hann eða mig; því fyrir útsvars-álöguna verðr hann mér þeim mun kaupdýrri. Ég get annars eigi álitið að leggja megi útsvar á vinnuhjú sem engar tekjur hafa. Kaup Jóns gengr með móður hans að mestu leyti. Að gjöra vinnuhjúum mínum útsvar er því ið sama sem að þynga á mér útsvarið fyrir hvert vinnuhjú, er ég neyðist til að halda, til að að vinna fyrir mínum og annara ómög- um. Bétt getr þú til; já, þú mátt vita að mér þykir harðr kostr að svelta mig, börn mín og hjú fyrir það að viðhalda ístr- unni á honum f>.; en hvernig fara ætti með hann og hans líka, stfo þeir sitji ekki að~ gjörðalausir og skuldi upp á annara reikn- ing, skal jeg bráðum segja þjer. f>ú heldr að aflinn kunni að verða f>. til lífs; en ég efast um að það verði fremr hér eftir en hingað til, nema miðr, ef hann kemst áfram með að heimta af öðrum allt sem hann þykist þurfa. Hvað fyrra bréfi þínu viðvíkr, þá kann- ast ég vel við lýsingu þína á inu núverandi sveitarstjórnarástandi her um svæði, að því er viðvíkr afskiptum sveitarstjórnanna af utansveitlægingum; og uppástungu þína um, hversu það verði lagfært, kynni að mega nota þar sem sýslunefndir hafa gótt traust á sér, en hér er nú ekki því að heilsa; held jeg því að betra væri prívatnefnd; en — þá er félagsskaparleysið-; ég held að þetta sé annars ilt við að eiga. Alþingi"— hvers er von af þvf ? Ef nokkuð er hæft í orðrómi þeim, að þingmenn noti traust þjóð- arinnar til að jafnkíta og munnhöggvast, til að vega hver annan niðr og spilla mál- efnunum hver fyrir öðrum af Iéttúð eða af persónulegum hvötum ; þá er að búast við að þingið tapi trausti. Eeynandiværi þó, fyrst að leggja málið fyrir sýslunefnd, dugi hún ekki, þá prívatnefnd. Nefndin ætti þá að búa málið til alþingis, ef henni litist ráð- legt að fátækralöggjófin væri tekin til endr- skoðunar, annaðhvert öll, eða einstakir kafl- ar hennar. Eg held -að auka ætti vald sveitarnefnda og sýslunefnda í fátækramál- um. Mér hefði þótt tilhlýðilegt af þér að minnast dálítið nákvæmar á innansveitar- stjórnina, þ. e. afskipti sveitarstjórnarinnar1 af þeim fátæklingum, er henni einni við koma. Sem hreppsnefndarmaðr ættir þú þó að vera fróðr í þeim efnum. f>ar gengr margt átréfótum. Ef annars nokkur sveitar- stjórn á sér stað, á hún að sýna af sér stjórnsemi; en til þess sé ég hér sjaldan önnr merki en þau, að mér er skipað að láta þetta eða hitt 4ti í »sveitarþarfir«. Fátæk- lingar og ráðleysingjar, sem hanga á heljar- þröminni, eru látnir afskiptalausir meðan þeir hafa eitthvað fyrir sig að leggja, og ekkert hirt um, hvernig þeir eyða því; en þegar þeir segjast vera komnir á þrot með hey, mat eða eldivið, og ekkert hafa til að kaupa það fyrir, þá fyrst rís sveitarstjórnin upp við alnboga með stírur í augunum og sér því allt í þoku ; því ekkert veit hún um ástandíð, og verðr þá fyrst að fara á stúf- I) Með „sveitarstjórn" er hér meint til hrepps- nefndar, hreppstjóra og prests, og afskipta þeirra af almenn^m málum sveitarfélagsins (o. hreppsfé- lagsins). ana til að gá að, hvar byrgðirnar séu|minst- ar og mestar. Síðan heldr sveitarstjórnin ráðstefnu, og ályktar, að eyðslubelgirnir og ráðleysingjarnir skuli eta upp ávexti ráð- deildar og sparsemi annara; og ef þessir ergjast eðakynoka sér við aðtaka sérímein, þá gella við slíkar úrræðaleysis-spurningar: »hvernig á öðruvísi að fara að ? annars eyátt- leggst bjargarstofn þeirra og þeir koma á oss með öllum þunga«. En — ef þeir fara eins og sagt er um Faraós-kýrnar, hver a þá að taka við nöllum þunganum« þegar allir eru orðnir jafnvesalir? Egsvara: Ef sveitar- stjórnin er skyldug að taka við vandræðum fátæklinganna þegar í þau er komið, þá er hún líka skyldug, eða í ið minnsta hefr rétt til, að hafa eftirUt með byrgðum þeirra og lifnaðarháttum, og að gjöra í tima ráð- stafanir til að hindra vandræðin ; hún er þá skyldug |að líta eftir byrgðum manna á haustin, og hlýtr að hafa rétt til, að taka þá þegar ákvarðanir, er þurfa þykir, og vald til að framfylgja þeim ; annars er það eug- in stjórn að mínu áliti. Mér skilst að hver stjórn þurfi að hafa vald og rétt með skyld- um ; en hér virðist mér það vera þurfaling- arnir og ómagarnir, sem hafa því nær ótak- markað vald yfir oss, og rétt til fjár vors, en engar skyldur, nema að nota sér þetta vald og þennan rétt, sem þeir heldr ekki spara ; en þá fer sveitarstjórnin eins og hús- stjórnin þar sem dálætisbarnið er húsbóndi; hún verðr forsjálaus. f>á vík ég aftr til f>. — I enda bréfs þíns segir þú, að hann hafi verið talinn duglegr; það mun hann vera þegar hann nennir að vinna, álít ég að hann ætti því fremr að komast af hjálparlaust; fötluðum mönnum og ónytjungum er þó fremr vorkunn. En ég læt það nú vera með f>., ef hann væri sá eini, sem sveitarstjórnm okkar hefði tekið til náðar á þenna hátt ; en það er nu öðru nær : f>essi 9 ár sem ég hef búið í sveitinni hafa 5 þurfam. — auk hans verið þannig styrktir. Af þeim áttu tveir 3, en hinir 1, 2 og 6 börn i ómegð hver, þegar þeim var lagt af sveitinni; hafa þó flest hjónin verið fullhraust. Sumir af þeim hefðu, ef tilvill, þurft auk eftirlits, lítils styrks, en flestir ekki nema bráðabirgðahjálp og svo aðhald ; eins álít ég að sé með f>. enn. — f>ór þyk- ir hart að útiloka letingjana; það er þó biflíukenning, að sá sem ekki vilji vinna, eigi heldr ekki mat að fá. f>ú vilt láta út- vega fátæklingum atvinnu og halda þeim til vinnu; það getr verið gott, og, ef til vill, fullnægjandi, þegar viljamaðr á í hlut; en við suma letingja, sem ekkert vilja hafafyr- ir lífinu, duga góðmótlegar leiðbeiningar ekki, og verðr neyðin að kenna þeim. Gáðu að dæmi ins Iata sjómanns : hann ber sína ár afllaust á borði og lætr meðskips- menn sína hafa allt fyrir framdrættinum ; hann er seinn að reisa, klaufi við seglreiðzl- una og stirðr til austurs, en fyrtist við á- minningar og leiðbeiningar formannsins; en ef skipinu hvolfir, skaltu sjá að hann þrífr

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.