Þjóðólfur - 13.10.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.10.1883, Blaðsíða 2
118 ið að prenta hann í Isafoldarprentsmiðju. A þingtíðindunum öllum að vera lokið fyr- ir nóvemberlok. (Eftir ísafold). — Latínuskólinn var settur 1. október. Tala lærisveina nú 118. Fjórir nýsveinar teknir inn í haust. Nokkrir, sem í skólan- um voru í fyrra, lesa nú utanskóla. Ut- skrifaður íþ. m. f>orsteinn Erlingsson, með 1. einkunn, 84 stigum. Nýir tímakennar- ar við skólann þeir cand. theol. f>órhallur Bjarnarson og cand. philol. Geir Zoéga. Jóni Ólafssyni alþingismanni synjað um tímakennslu af stiptsyfirvöldunum, þvert á móti mjög eindregnum tillögum rektors. — Veðrátta var hin blíðasta allan síðara helming septembermánaðar. Um mánað- armótin næstu brá til rigninga og hefir ver- ir storma- og hryðjusamt síðan lengst af. — Dáinn sagður N. Weywadt, fyrrum verzlunarstjóri á Djúpavog lengi, merkis- maður aldurhniginn. Lýsing á HyítárTatni' og svæðinu kringum það. Eftir Sigurð Pálsson i Haukadal. Hvítárvatn er annað stærsta stöðuvatn í Árnessýslu : það liggr norðarlega á Bisk- upstungna afrétti, og er þangað ekki full dagleið frá bygð. Lengst er vatnið frá norðri til suðurs, en beygist þó lítið eitt til landsuðurs. Hvítá rennr ár suðrenda þess. Vestan við það er löng grjótalda, sem köll- uð er Skálparnes ; en norðast liggr jökull fram á hana : það er skriðjökull sem gengr af Vatnajökli og steypist hann ofan í vatnið fyrir vestan norðrenda öldunnar; brotnar þar jafnóðum framan af honum; jökulstykk- in berast fram í vatnið; en eftir stendr geysi-hár jökulhamar, sem gnæfir yfir vestr- horni vatnsins. Fyrir norðrhlið vatnsins liggr hátt fjall, sem heitir Skriðufjall, það er alþakið eintómri skriðu sunnanmegin, of- an frá brún og niðr í vatn, en norðanmegin liggr Langijökull fram á það, og hylr þá hlið þess. Vestan við það er skriðjökull- inn, sem áðr er getið ; en austan við það er annar skriðjökull, hinum líkr, þó með þeim mismun.að jökulhamarinn stendr á þessum staðnum upp yfir hárri og brattri grjót- brekku; steypast þaðan feikistór jökulbjörg niðr í vatnið. Svo mikið djúp er í norðr- hluta vatnsins, að jökulbjörgin festa sig þar ekki; en þegar þau koma á suðrhlute þess, fara þau að standa botn, er þar þó víst 5— 6 faðma djúp, og mörg standa þau 2—3 faðma, eða meira, upp úr vatninu. Austan við skriðjökulinn er aftr hátt fjall, sem liggr að norðanverðu fast í jöklinum; það er mikið ummáls og beygist nokkuð austr með vatninu. Út úr landnorðrshorni vatnsins gengr skálmynduð hvilft inn í fjallið; mynd- ast þar vogr út úr vatninu, mjór í mynnið, en nokkuð víðr fyrir innan og hér um bil kringlóttr. Alstaðar upp frá honum—nema útsunnan, er að vatninu veit—eru brekkur hvilftarinnar bæði háar og snarbrattar; víðast eru þær grasi vaxnar, hvönn og ýmsu blómgresi. Undirlendi er þar lítið, nema dálítil malar eyri við vogsbotninn, þar sem lækr fellr úr hlíðinni ofan í hann. Vogr þessi kallast Karlsdráttr. Sunnan megin vogsins gengr höfði fram í vatnið úr fjallinu. Af honum er mjög fagrt og einkennilegt útsýni og þó nokkuð stórskorið. Skriðjökl- arnir blasa þar andspænis við, með sínum ógnandi brúnum, alþaktir hroðalegum sprungum og geigvænum gjám. Ef hiti er eða regn heyrir maðr iðulega skelli og skruðning, því þá eru jökulhjörg við og við að hrapa ofan í vatnið, en þau sem komin eru langt niðr í vatnið líta út til að sjá eins og út þanin segl á hafskipi. |>au eru ýmist fieiri eða færri eftir veðráttu, því ekki eru þau alllengi að bráðna þegar hlýtt er. — Sunnan í höfðanum er fögr grasbrekka með margskonar blómgresi. Fram með honum kemr Fróðá og fellr í vatnið sunnan undir honum. Hún kemr fram úr Fróðárdal, sem liggr milli fjalls þess er nýlega var get- ið og Hrefnubúða, — svo heitir fjall eigi all- lítið. Dalrinn er grösóttr, og gengr hann alveg fram að vatni. Fróðá er bergvatn. Hinumegin við Hrefnubúðir kemr fram Fúlakvísl, það er jökulvatn, og kemr úr Langajökli í 2 kvíslum, er önnur fellr um Miðdali en hin um fjófadali, og koma sam- an fyrir ofan f>verbrekkur. Báðum megin Fúlukvíslar eru allmiklir mýraflákar fram að vatninu. Mýraflákinn fyrir sunnan hana heitir Hvítdrnes; það er mikið víðlendi, norðan frá Fúlukvísl suðr að Tjarná og ofan frá Kjalhrauni fram að Hvítárvatni. Víða er Hvítárnes ilt yfirferðar vegna bleytu, en víða er þar gras mikið, og ágætt hag- lendi einkum fyrir stórgripi, enda engi ið bezta ef í bygð væri; sér í lagi með fram Tjarná. Tjarnir eru þar víða og ósar úr þeim; þar er mikið af álftum. Tjarná er ekki stór; hún kemr úr mörgum tjörnum og fellr í vatnið sunnarlega; Svartá þó nokkru sunnar, og eru mestmegnis þur og blásin hrjóstr milli þeirra. Svartá verðr úr tveim kvíslum ; kemr önnur upp austan undir Kjalfelli, en hin fyrir hraunið sem gengr fram að Gránunesi. Kjalfell er hátt fjall á fjórðungamótum. Skammt frá þvl sér enn staðinn þar sem Eeynistaðar-bræðr urðu úti; sézt þar stór hrúga af sauða og hrossa beinum. Frá útfalli Svartár er eigi alllangt þangað sem Hvítá fellr úr vatninu. Leifar sjást af fornvirkjum á þessu plássi. Fyrir austan Tjarná, ofanvert má sjá rúst- ir af talsverðum tóftum; raunar eru þær mjög niðr sokknar, en þó má sjá nokkurn- veginn fyrir sex tóftum ; ætla jeg það hafi hlotið að vera bær, þó ekki gæti ég gjört mér ljósa hugmynd um húsaskipun. A öðrum stað fyrir framan Svartá hefi ég einnig séð leifar af byggingu; þar er raun- ar örblásið, þó sór þar til tófta; aska er þar og beinarusl, og ýmsir smáhlutir af járni hafa fundizt þar. Ekki er ólíklegt að víðar finnist þar fornleifar ef vel er eftir tekið. í Karlsdrætti, vestanvert við lækinn, sjást rústir af allstórri hústóft, víst 20 álna langri, en víddin sést ógjörla. f>að er varla efi á að þar hefir verið veiðiskáli. Svo segja gömul munnmæli, aðtil forna hafi þótt eins gott að eiga mann við Hvítárvatn eins og í góðri hlutarvon við sjó ; og önnur munnmæli segja að nafnið Karlsdráttr sé svo til komið að þegar menn hættu að stunda veiðiskap í vatninu, þá hafi karl einn haldið henni lengst áfram. Hann lagði net í vogarmynnið; en af því hann hafði ekki bát, þá hafði hann það ráð, að leiða folaldsmeri yfir fyrir voginn en ljet folaldið bíða í bandi öðru megin við mynnið. Jpegar merin kom þar á mótsvið, batt hann vað við hana, og slepti henni svo; svam hún þá yfir um til folaldsins og dróg vað karlsins með sér. Hann gekk svo yfir fyrir aftr og dróg út netið á vaðnum. (Niðrlag síðar). Auglýsingar. Eftir skýrslu sýslumannsins í Bangár- vallasýslu hefir tunnu með steinolíu í rek- ið á Nýjabæjarfjöru undir Eyjafjöllum sumarið 1881, en á henni voru engin sér- stakleg einkenni. Eigandi þessa vogreks innkallast með árs og dags fresti sam- kvæmt lögum um skipströnd 14. jan. 1876, 22. gr., til að sanna fyrir amtmanninum yfir Suðramtinu eignarrétt sinn til þess og taka við andvirði þess að kostnaði frá- dregnum. íslands Suðuramt Beykjavík 6. okt. 1883. Magnús Stephensen settr Oútgengin bréf á póststofunni 1. októbr. 1883: Madama E. Einarsdóttir 1 Beykjavík, Fröken Elín Jónsdóttir í Beykjavík, Herra Eggert Johnson í Beykjavík, Jómfrú f>óra Jónsdóttir í Beykjavík, Yngismey Steinunn Bjarnadóttir í Bvík. Hr. f>órarinn f>órarinsson Selslóð, óborgað. 0 Finnsen I óskilum er í Seltjarnarneshreppi skol- grár foli óvanaðr óaffextr á að giska 2. v. mark stíft gat hægra. Hver sá er sannar þennan fola eign sína getr vitjað hans til tmdirskrifaðs mót borgun ef hann gerir það fyrir lok Oktober mánaðar þ. á. en upp frá því verðið til næstkomandi fardaga. Seltjarnarneshrepp 8. októebr, 1883. Ingjaldr Sigurðssou. hreppstjóri, ~Týnzt hefir vasaúr á leiðinni fra Brydes- búð vestr að Garðbæ. Finnandi beðiun að skila mót fundarlaunum til Oruðm. Guðmundssonar á Garðbæ við Rvík. Dökkgrá hryssa, mark : biti aft. hægra, biti fr. vinstra, 9—10 vetra, vökr, aljárnuð, hefir tapazt úr vöktun í Laugarnesi. Beðið að balda til skila til Sigf. Eymundarsonar í Rvík. Með póstskipinu fékk ég: Als konar nýjan Þýzkan fatnað (með nýjasta lagi), vindla, cigaretter o. fl. Jóel Sigurðsson. GILLESPIE & CATHCAÍ^T verzlunarumboðsmenn í Leith, Skotland, annast um að selja alls konar íslenzka vöru, og serxda aftr andvírðið, hvort heldr í peningum eða vörum, sem um er beðið. x Haf" Hérmeð ítrekast yfirlýsing ,,. sú, sem stóð í 30. M. fcjóðólfsp. á. ,.„ um, að GESTR PÁLSSOK sé ÓSANN- INDAMAÐR að par tilgreindum um- d; mælum. t* Ritstjóri: Jón Ólafsson, alþingism. Prentaðr i prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.