Þjóðólfur - 29.11.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.11.1883, Blaðsíða 1
ÞJÓIÓLFB. XXXY. árg. Reykjavík, Fimtudaginn 29. nóvbr. 1883. 42 Nýjar Ibækr. Collins’ Library Dictionary. 10 Kr. 50 Au. Websters Improved. Pron. Dict. 2 Kr. 50 Au. Collins’ Pronouncing Dict. 1 Kr. Websters Pocket Dict. 50 Au.—Allar í bandi. Bulver: Paul ClifFord 50 Au. — : Ernest Maltravers 50 Au. — : Alice. or Xhe Mysteries 50 Au. Allar — : Night and Morning 50 Au. kápu. — : Engene Aram 5O Au. — : Last days of Pompeii öo Au. Robin Hood 2 Kr. 50 Au. og I Kr. í glt. bandi. Robinson Crusoe. I Kr. 50 Au. gylt i sniðum. Marryat’s Novels. Compl. í 4 bíndum í skrautb. 10 Kr. J. Stuart Mill: On Liberty I Kr. 40 Au. gylt b. ..........— : On representative Government 2 Kr. Veggkort yfir allan heiminn, ferniserað á stokk- um b Kr. 50 au. ión Ólafsson. Frá útlöndum. Bretland og írland. — í byrjun septembermán. geysuðu feykistormar yfir írland, og eyddist við það mest- allr uppskeru-afgróði í syðri helming landsins. þ>ykir uggvænt, að af þvi muni leiða hallæri og hungr, og þá auðvitað vakna með þvi ný óöld og œsingar. — Snemma í sama mánuði andaðist prófessor Varley, er lagði inn fyrsta málþráð rmlli Englands og Ame- ríku.—Sunnud. 16. sept. hélt þjóðvinafé- lagið irska (national liga) mikinn alls- herjarfund, og voru þar saman komn- ar þrjátíu þúsundir manna. Var það fundarályktun, að krefjast þess að fá sérstakt þjóðþing í írlandi, alveg eins og Canada hefir nú. — 4 dögum þar á undan héldu áhangendr Bradlaughs fund með sér fjölmennan í Lundúnum. Var þar ótölulegr grúi fólks saman kominn, og var það í einU hljóði ákveðið, að þá er parlimentið kæmi saman næst, skyldi það ekki í rónni látið, fyrri en það hefði leyft Bradlaugh aðgöngu að sæti sínu á þinginu. — 24. sept. varð sá atburðr í vopnabúrinu í W’oolwich að kviknaði í rakettu- (0: flugelda-) smiðju og flaug húsið í loft upp, en rekettur héldu á fram aM' springa og fljúga t loft upp í nokkr^-klukkutíma á eftir úr rústunum ; flugV rúma mílu danska (5 míl. enskar). ’fí'leiri hús skemdust, og er tjónið metið als um 35 þús. krón.; auk þessa biðu tveir menn bana. — Snemma í október kom til Dýflinnar á írlandi víxilbréf upp á 62,558 kr.; var það tillag frá írum í Chicago til samskotanna handa Parnell, þjóðfrelsisskörungi íra. Samskotunum á að vera lokið í desbr. þ. 4.; og hefir þeim miðað svo vel á fram, að sam- skotanefndin væntir þess, að þau þá, með því sem vœntanlegt var frá Ástra- líu, muni mena um 750 þúsund krón- um. Spánn.—Frá uppreistinni þar er það að segja, að hún er nú með öllu kæfð. Meðan á henni stóð, voru friðhelgislög, svo sem títt er á ófriðartimum, úr gildi numin, en Alfonso konungr hefir nú lýst þau í gildi aftr um alt sitt ríki. fað er eftir honum haft, er hann var á ferð i Corunna'skömmu síðar, að ekki ætlaði hann í þetta sinn að gefa upp sakir þeim fyrirliðum úr hernum, er þátt hefðu átt í uppreistinni. Síðast er uppreist var, hefði öilum þeim fyrirliðum, er í henni höfðu átt þátt, verið gefnar sakir upp, og hefði það nú sýnt sig, að það hefði þann einn árangr borið, að þeir hefðu nú verið að fúsari til uppreistar aftr; en á það lagið skyldi nú ekki aftr gengið. í Septbr. lagði konungr í utanferð, þá er hann hafði vel friðað sitt ríki, og fór fyrst á fund Jóseps keisara í Austrríki. Fór Jóseppr keisari ásamt Rúðólfi keisaraefni og þrem erkiher- togum á móti honum til járnbrautar- stöðvanna , tók honum með inum mestu virktum, ókheimmeð honum til hallar þeirrar, er konungi var ætlað í að búa, meðan hann dveldi þar í borg, og fagnaði honum ið bezta. f>að var inn g. dag sept. að hann kom til Vín- arborgar, og sat hann þar viku fulla í miklu yflrlæti. J>aðan hélt hann svo sinnar leiðar til Berlinar á fund Vil- kjálms keisara. Var honum þar engu miðr fagnað enn í Austrríki, enda ætla menn það undir ferðinni búið haf að leita vinfengis við báða keisarana og tengja trygðir við ríkja-samband það, er J>ýzkaland og Austrríki eru fremst í talin og ítalia er með í, og er svo talið að Spánn sé nú i það bandalag genginn. En bandalagið er annars alt stofnað móti Rússum og Frökkum, þvi að Rússar eru jafnlitlir vinir Austrríkis- manna sem F'rakkar f>jóðverja. — Nú er þess að geta að sá er siðr konunga og keisara, þeirra er í vinfengi eru, að þeir veita hver öðrum foringjatign yfir flokki nokkrum í her sínum, og er það sæmdarmerki. Nú ber svo til, að riddara- flokkar þeir, er þjóðverjar kalla TJhl- ana1, eru í' þeirra liði. Sá er einn úl- anaflokkr J>jóðverja, er skipaðr er slés- víkskum mönnum, og liggr sá herflokkr í Metz, en sú borg er i Lothringen, er jþjóðverjar tóku af F'rökkum 1871, og á hann að halda landsmönnum í skefj- um, því að þeir una illa hernámi lands- ins og eru Frökkum sinnandi. Vil- hjálmr keisari gjörði nú Spánarkonung að foringja þessa úlanaflokks. En svo stóð á, að ferð Alfonsós konungs var til Parísar heitið, er hann fœri frá Ber- linni. Á vorum dögum flýgr hver við- burðr er tíðindum þykir sæta, í einu vetfangi á rafrmagnsvængjum út um heim allan, enda flaug fregnin um þetta til Frakklands samstundis, og ýfðust mjög blöð æsingamanna, og þó mest þau, sem minst er í varið; gjörðu af þessu geisan mikla og raus, og kváðu sýnt með þessu, að Aífonso hafði bund- izt í bandalag við erfða féndr Frakka þjóðverja, og hefði Vilhjálmr keisari sætt lagi þessu, að veita Alfonso for- ustu í liðsflokki, er hafðr væri til að halda í áþján frakknesku landi, er J>jóðverjar hefðu rænt F'rankaríki, og gjöra það nú, er konungr ætlaði til Frakklands, til þess að storka F'rökk- um sem mest og skaprauna þeim. In I) Ulanar netnast riddarar þeir, er vopnaðir eru byssu, kesju eða spjóti og sverðí; teljast í sumum herjum til léttvopnaðs liðs, en í öðrum til þung- vopnaðs. hygnari blöðin tóku þessu fjarri; sögðu sem var, að það hefði að vísu verið ónærgætið af keisara, að velja til þann flokk helzt, er væri að setuliði hafðr í Lothringen. En í sjálfu sér væri þetta altízka meðal höfðingja, enda væri það keisarinn, er um þetta væri að saka, ef nokkurn væri, en eigi Alfonso, því að honum hafði eigi annað hlítt, en að þiggja sœmd þá, er keisari bauð honum, ef hann vildi eigi óvingast við svo voldugan höfðingja. pá er Alfonso kom til Parísar, ók Grevy forseti a móti honum og ráð- gjafarnir allir, utan hermálaráðherrann Thibaudin, erjafnan hefir verið liðþægr æsingamönnum. Frá brautarstöðvunum ók Grevy með konunginum í vagni til hallar ins spánska erindreka. En á leiðinni gjörði skríllinn aðsúg að Al. fonso með ófögr læti, reiddu knefa og gjörðu óp að honum og köll með mörgum svívirðingarorðum. En blöðin in lélegri voru full æsinga og meið- yrða gegn konungi þessa daga. J>að var á laugardag (29. sept.) að hann kom til Parísar, og fór þaðan á mánu- dag aftr (1. okt.) og mun hafa þótt miðl- ungiskemtileg þarveran, sem von var til. f>ví höfum vér svo gjörla sagt af þessum atburðum, að af þeim leiddi ráðherraskifti í tveim stórríkjum. Spán- verjar voru, sem vonleg var, mjög stvggir við framferði Frakka og við- tökur konungs síns þar í landi.. Heimt- aði ið Spánska ráðaneyti af Grevy forseta, að hann gerði konungi afsök- un, en það hafði hann þegar gert með- an konungr var í París; en er ráð- herrarnir spánsku vissu það, heimtu þeir, að Grevy léti birta afsökunina op- inberlega i spánska „Stjórnarblaðinu11 („Journal officiel“), en því neitti Grevy. Var nú ágreiningr nokkur milli Alfonsós konungs og ráðgjafa hans. hversu í málið skyldi taka, er þeir fóru geist- ara að, en honum sýndist. En um sömu mundir fóru ráðherrar Grevys til hans allir, utan Thibaudin, og kváðu Thi- baudin hafa hneyksli gert með því, að skorast undan að vera með að fagna Spánarkonungi, og heimtu að Grevy ræki hann frá hermálastjórn. Varð það úr, að Grevy fékk Thibaudin til, og þó með tregðu, að segja af sér. Kvaddi hann Campenon hershöfðingja til her- málaráðgjafa í stað Thibaudins. Campe- non er inn nýtasti maðr, og hefir áðr verið hermálaráðherra undir forsæti Gambettu. Við þetta söfnuðust Spán- verjar og komust á heilar sáttir. En meðan á deilunni stóð, höfðu vand- kvæðin á að koma sáttum á valdið því, að alt ráðaneyti Spánarkonungs hafði sagt af sér völdum, en konungr tók sér nýtt ráðaneyti. — Inn nýi forsætiráðherra á Spáni er Ilerrara, er verið hefir for seti þingsins á Spáni. vitr maðr og stiltr og þó frjálslyndr. Er mælt. að hann hafi myndað svo ráðaneyti sitt, að taka í það menn úr þrem helztu þingflokkunum. Kvað hann hafa í hug að leggja fyrir þing í vetr frumvarp til laga um útfærslu kjörréttar til þings. Rúmenía. — Vér gátum hér að framan um sambandið, sem er á milli

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.