Þjóðólfur - 22.12.1883, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.12.1883, Blaðsíða 3
143 unni, til þess að geta misskilið þessi orð, þá hefir þó, að því er útl. blöðin votta, hr. Nellemann orðið bónþægr Færeyingum, sem ávalt kveina og klaga yfir meðferðinni á sér hér. þ>eir sigldu upp hvern fjörð, er þeim sýnd- ist og sýndu eða afhentu sýslumanni engin skipsskjöl, en fiskuðu sem fara gjörði. f>etta vildi sýslumaðr eigi láta þeim haldast uppi, sem eðlilegt var. Og þá var hiaupið i Nellemann með kærurnar. Hlustin þá mjúk á honum að vanda, og hann kvað hafa látið það boð út ganga, að Færeyingar þyrftu ekki að afhenda sýslumanni skipskjöl sin, og enga tilkynning honum að gjöra. Nellemann segir, að með orðinu „lög- reglustjóranuni“ („Politimester" i dönsku þýðingunni) sé átt við hreppstjóra (!!!) eins vel og sýslumenn. Jæja! Einu sinni koma þó hreppstjóratetrin til upp- hefðai hjá stjórninni, er Nellemann gjörir þá alla að lögreglustjórum ! Auðvitað sk.ilja ekki allir hreppstjór- ar okkar, ef til vill færri hlutinn þeirra, útlend mál, sizt til þeirrar hlítar, að þeir skilji skipskjöl, enda er enginn þeirra skyldr að skilja slikt. þ>að gæti því hæglega komið fyrir, að hrekkjóttr skipstjóri styngi hreppstjóra, sem ekk- ert orð skildi í útlendu máli, út bréfi frá einhverri kærustunni i stað skips- pappira. Onnur eins aðferð og þessi sýnist stefna beinlínis að því, að fara kring um lög þau, sem þingið hefir nýlega samið og hr. Nellemann sjálfr undir- skrifað ásamt með konungi, og sem hann ætti að hafa æztu umsjón á að hlýtt sé og í heiðri höfð. Einnig hér virðist oss full ástæða til fyrir þingið, að láta skera úr þvi með dómi, hvort slík framkvæmd eða réttara framkæmd- arleysi á lögunum sé eigi svo vitaverð, að það geti varðað hr. Nellemann á- byrgðar. , * * * Vér nefndum í upphafi það gjör- ræði hr. Nellemanns er hann sýniriþess- um Færeyingamálum, í sambandi við stöðú hans sem eins í ráðaneyti Est- rups, sem er orðið svo hvimleitt inni dönsku þjóð og illa þokkað, að þess fáu áhangendr fara nú dagfækkandi. Sumum kann að virðast, sem lítið sam- band sé þar á milli og að ástæðulaust sé fyrir oss, að blanda framkomu hr. Nellemanns gagnvart oss í nokkru saman við stöðu ráðaneytisins danska yfir höfuð. — Má vera svo sé. En vér erum þó eigi svo vissir um það. Við hverjar nýjar kosningar í Danmörku missa hægri menn fleiri og færri kjör- dæmi, er falla í hendr vinstri manna og annara andvigismanna Estrúps-ráða- neytisins. þ>að erþví auðsætt, að ráða- neyti, sem eins og Estrúps hefir ein- sett sér, að sitja meðan vært er að völdum í trássi, og óþokka við hávaða þjóðarinnar, slíku ráðaneyti hlýtr að vera mjög umhugað um, að halda í þáu fáu kjördæmi, sem enn fylgja merkjum þess, og er eðlilegt eða skilj- anlegt að minnsta kosti, að ráðgjafi í slíku ráðaneyti sé Ijúfr og fús á að gjöra tryggum fylgismönnum alt það til geðs, er hann með góðu móti sér sér fært. En slíkt kjördæmi eru Fær- eyjar. f>að mun vart vera til í Dan- mörku annað kjördæmi, sem svo ein- huga fylgi Estrúps-stjórn í gegn um þykt og þunt, sem Færeyjar. Vér getum því eigi varizt þeim grun, að fylgi hr. Bærentzens, sem er blindr áhangandi stjórnarinnar, hafi mátt sín helzt til mikið hjá hr. Nelle- mann í máli þessu. — Vér vitum vel, að hr. Nellemann er sagðr vandaðr og heiðvirðr maðr, en vér getum eigi að því gjört, að vér óttumst að ið lang- varandi flokkadráttastríð hafi blindað hann hér. Slíkt er mannlegt; en skyld- an býðr oss engu að síðr, að halda rétti vorum fram ið ýtrasta gegn ráð- gjafa vorum. Annars er alt þetta mál enn einn nýr vottr þess, að það er örðugt tveim herrum að þjóna, hagsmunum dansks kjördæmis og hagsmunum íslands, þar sem þeir verða hvor öðrum öndverð- ir. þ>að er svo margreynt, hve ótækt það er, að ráðgjafi íslands sé jafnframt lögstjórnar-ráðherra Danmerkr. Vér verðum að fd sérstakan ráð- gfafa ■' ======== Samkvæmt nýlega iföllnum landsyfir- réttardómi verðr að fara fyrir sátt.anefnd með mál, sem höfðuð eru samkvæmt landamerkjalögunum. þ>eir, sem í slík- um málum þurfa að eiga, gjörðu vel í að gæta þessa og spara sér þar með óþarfan málskostnað og frávísun. Nóttina milli mánudags og þriðjudags gjörði hér útsynnings-ofsaveðr. Keyrði stormrinn hafið svo inn í Faxaflóa, að sjór gekk á land hér hærra en elztu menna muna. Tók sumstaðar út skip og braut og^gjörði ýmsar aðrar skemd- ir, og er þó ekki hvervetna til frétt enn. Einar gamli prentari heldr enn á fram að selja ölföng um messutímann og láta drekka þau inni hjá sér. Bœj- arfógetinn hefir nú kallað hann fyrir í annað sinn út af þessu. Einar gamli gengr nú á milli þeirra, sem hafa keypt hjá honum, og reynir að tæla þá til að gefa sér ósönn vottorð, til að leggja fram í réttinum. Eins og kunnugt er, þá er nú loks- ins búið að brúa Elliðaárnar. Vér höfum nýlega skoðað brýrnar. Stein- stöplarnir, sem brýrnar hvila á, virðast óbilugir og vamdaðir að allri gjörð. Brýrnar sjálfar (úr timbri) virðast all- sæmilegar, en grindrnar til hliða eru ótækar eins og þær eru, og þurfa að- gjörða þegar í stað. þ>að er svo vítt á milli rimla í þeim, að ef fjárhópr er rekinn yfir brýrnar, þá hlýtr féð að falla út af brúnum og í árnar, ef nokk- ur þrengsli verða í rekstrinum. Eins þurfa rimlagrindrnar að ná lengra en með fram sjálfum trébrúnum ; þær verða að ná upp fram með brúarsporðunum, svo að fé hröklist eigi út af þeim. í inu mikla norðanveðri, er gjörði í byrjun aprílmánaðar hröktust skipin „Gylfi“ og „Reykjavikin“ (bæði eign þeirra Geirs lcaupm. Zoega og Krist- ins bónda Magnússonar í Engey) til hafs og misti „Gylfi“ stýrið 25 mílur útsuðr af Reykjanesi; sjór tók fokku- stagið og stagsegls-stagið, braut skonn- ortbómuna og stýrið og tók út vatns- fötin af þiljunum. Eftir 7 daga hrakn- ing björguðust skipverjar þó inn hing- aðáskipinu; bar veðr þá fyrst að landi og stýrðu svo inn með segiunum. Skip- stjóri á „Gylfa“ var inn alkunni dugn- aðarmaðr Markús skipstjóri Bjarnason. „Reykjavíkin“ misti í sama veðrinu bátinn og þoldi mikinn hrakning. enda var veðr ið versta. Skipstjóri á því skipi var Sigurðr Símonarson (föður- bróðir Markúsar). — Til menja og þakkar fyrir dugnað skipstjóranna í þessum háska hafa eigendr skipanna gefið Markúsi skipstjóra gullúr með gullfesti, vandað mjög og inn bezta grip, en Sigurði skipstjóra 100 kr. í gulli. — þ>essa þykir vert að geta til verðugs sóma bæði skipstjórunum og skipa-eigendunum. þegar ég kom hingað í miðjum septem- bermúnuði 1881, tókst ég á hendr fyrir til- lögur og beiðni prófasts E. Kúld, að reyna til að fá alla formenn í Óla^svík til að gefa einn fisk af hverjum róðri til barnaskóla þess, er lengi hefr verjð fyrirhugað að stofna hér. Jeg áleit mér óhætt að takast þetta á hendr. af því að ég þekti menn hér að svo miklu góðu, að þeir ekki mundu láta sitt eft-ir liggja, þegar um svo mikið velferðar- mál þessa héraðs væri að ræða, þó að ég að hinu leytinu sæi, að sllkt tillag frá þeim fáu mönnum, sem hér róa, væri næsta lítilfjör- legr styrkr til slíks fyrirtækis, nema því að eins að aðalveiðistöðurnar, sem eru í Nes- hrepp ytri, þar sem um 30 skipa róa bæði vetr og vor, styrktu fyrirtæki þetta á sama hátt. En þar eð prófastr hafði ugglausa von um að geta fengið inu sama framgengt í Neshrepp ytri, og kvaðst sjálfr mundi styðja að þessu mikilvæga fyrirtæki, eins og sér væri unt, þá tók ég fúslega að mér að fá fiskgjöfinni framgengt í Ölafsvík eins og að reyna að styrkja stofnun þessa ásann- an hátt. — Ég ætla eigi hér að útlista, hversu nauðsynleg og gagnleg barnaskóla- stofnun væri fyrir báða Neshreppa, því um það ætla ég þeim að rita, sem hljóta að vera enn kunnugri inu bágborna mentunar- ástandi ungmenna hér, heldr er sá tilgangr minn, með þessum llnum að sýna opinber- lega inn óllka áhuga beggja hreppanna á þessu máli. Meðan Ólafsvíkrbúar einir gáfu stofnun- inni f fyrra saltfisk fyrir 122 kr. og aðrar veiðistöður í Neshrepp innri fyrir 9 kr., á- skotnaðist henni, þrátt fyrir aðgjörðir pró- fastsins, úr öllum veiðistöðum í Neshrepp ytri einar 46 kr. í gjafafiskum. Éins og Olafsvlkrbúar strax voru fúsir á að gefa þennan eina fisk af róðri, þegar er ég fór þess á leit í fyrra haust, hafa þeir og sýnt drenglyndi sitt með því, að halda þessu fram til þessa dags og inunu eigi gjöra það endaslept, á meðan ég er hér; fiskgjafir þeirra frá næstliðnu hausti og vetri munu nema að verði 2 skpnd. af hörðum saltfiski. En ég veit eigi til, að Neshreppingar ytri hafi eftir ina áminstu litlu fiskgjöf í fyrra vor gefið nókkurn fisk, þrátt fyrir þeirra góðu og fögru loforð við prófastinn og sókn- arprestinn. Auk inna umgetnu fiskgjafa f fyrra og nú í ár átti stofnun þessi inni við Olafsvíkr- verzlun frá fyrri tímum, er fyrst var tekið að hreifa þessu máli, 74 kr., við það bætist með innkomnum gjöfum og lofoi’ðum frá Neshrepp innri og þar söfnuðu frá aðkomu- mönnum um 250 kr.j en frá Neshrepp ytri að eins rúmar 50/ kr. Framkvæmda þeirra ogt áhuga á þessu mikilvæga máli, sem báðir Neshreppar hafa látið í té, eins og hér að framan er bent á, finn ég mér, sem hefi haldið fram þessu máli eftir megni, skylt að geta, Neshrepp ytri til upphvatningar og eftirdæmis framvegis, Ólafsvíkrbúum til verðskuldaðs lofs og heið- urs, og því vil eg biðja yðr, herra ritstjóri, að ljá línum þessum rúm í blaði yðar. Ólafsvík 30. apríl 1883. T. J. Thorgrimsen. Messur í dómkirkjunni um hátíðirnar, Aðfangad.hvöld, kvöldsöngr kl. 6 : Séra Eiríkr Briem. Jóladagr, hámessa kl. 11 : Séra Helgi Hálfdánarson. —»«— (dönsk messa) kl. l^: Dómkirkju- prestrinn. Annar í jólum, hámessa kl. 12 : Sami. Sd. milli jóla og nýárs (kl. 12) : Sami. Gamlaárskvöld, kvöldsöngr kl. 6: Kandidat Halldór Jónsson. Nýársdagr (kl. 12) : Dómkirkjuprestrinn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.