Þjóðólfur


Þjóðólfur - 07.04.1884, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 07.04.1884, Qupperneq 2
50 vérsi, en 11. versið í 10. sálminum hefir hann ekki þózt þurfa að hafa í huga við þetta tækifæri. Landakoti í marzmán. 1884. Guðm. Guðmundsson. [Aðsent] Iðjuleysi og slæpingsskapr. það má oft heyra mikið gumað um fram- farir Eeykjavíkr að stækkun og fólksfjölgun síðustu 10—-15 árin; og auðvitað er það, að rnikið hefir á því tímabili fjölgað húsum og mönnum hér í bæ, og hafa sumir af þess- um mönnum haft nokkra velmegun eða þó í öllu falli verið vel vinnandi og atorku- samir; en miklu fieiri hafa hinir verið, er streymt hafa inn í bæinn sem örsnauðir aum- ingjar ár eftir ár, og sem út lítr fyrir að als ekkert vilji eða nenni að gjöra, utan að temja sér þann viðbjóðslega ósið að hanga í biiðunum aðgjörðalausir. það er meðanmkunarsjón að ganga hér niðr á plássið, ekki sízt í Strandgötunni, og líta inn í sölubúðirnar og sjá þarstanda tug- um saman fullorðna menn iðjulausa, oft svo troðfult í sumum búðum af þessum fáráð- lings-slæpingum, að sá, sem inn kemr og hefir erindi, á oft fult í fangi með að brjót- ast gegnum þenna víggarð. þó kaupmaðr- inn biðji þennan búðar-lífvörð að þoka til fyrir þeim, sem erindi eiga, þá má einatt heyra jpsvífnis svör. »Má ég spyrja: er þetta ekki sölubúð ? Eg held ég hafi leyfi til að standa hérna eins og aðrir!« þetta og því um likt er einatt viðkvæðið; þetta má kaupmaðr og skiftavinir hans heyra á allan daginn auk als konar drykkjuláta, sem allan dag suða fyrir éyrum manna í búðun- um. f>að er eiús og þéssir slæpingar haldi, að kaupmenn hafi ekki fylsta rétt til að halda reglu í húsum sínum—að sölubúðir sé ekki eingöngu reistar til að geyma í vörur og kaupa og selja. f>að, sem meira er, það er eins og kaupmenn gleymi þessu stundum sjálfir eða kinoki sér við að beita rétti sín- um til að reka slæpingana á dyr. Hvernig ætli færi um þessa hjörð, ef kaup- menn einn góðan veðrdag tækju rögg á sig og rækju allt slæpinga-stóðið á dyr ?—Bæj- arstjórnin mætti líklega til að slá upp byrgi handa þessum iðjuleysingjum til að hjúfra sig í, einsí og fjárbændr í sveit gjöra fyrir fénað sinn. Ókunnugir kynnu máske að hugsa, að þetta sé harðr dómr, því að þessir menn standi þarna í búðinni einungis til að vera til taks að ná í vinnu, sem bjóðast kynni. f>etta hugsaði ég, er eg sá þetta fyrst fyrir nokkrum árum. En reynslan hefir sýnt mér, að þetta var ekki svo. Ég hefi marg- oft farið ofan í búðir og boðið mönnum vinnu, og oft engan fengið, þótt allar búðir væru fullar af iðju%jisum mönnum. Og því hefi ég tekið eftir, að þegar ég stundum á end- anum hefi fengið menn, þá hafa það venju- lega verið menn, sem ekki hanga að jafnaði í búðum, sem gefa sig að vinnu, þegar hún býðst. Sumir kynnu að ímynda sér, að þessir menn, sem hanga svo iðjulausir Ifrá morgni til kvölds, séu menn svo efnaðir, að þeir þurfi ekki að vinna ; en því er nú miðr, að það ei heldr ekki, eins og líka nærri má geta, því að það eru ekki slíkir menn, sem í efni komast. Margir hverjir af þessum biiðar- draugum eru bláfátækir menn, sem má ske hafa að morgni dags farið frá bjargarlausri konu og börnum, til að reyna að sarga út til láns svo sem ^ skeffu af einhverju mat- artagi, en hafa gleymt heila erindinu af inni unaðsamlegu værð, sem á þá hefir komið við að nugga sér upp við búðarborðið, þang- að til lokað er að kvöldi, og ráfa svo heim með þungan hattinn, en léttan malinn. Að slíkt eigi sér helzt of oft stað, er því miðr víst. I einu orði: örbirgð og bágindi hér í Reykjavík eru að talsverðu leyti að kenna búðarslæpingsskap með Jannari þar af leið- andióreglu; og mikið gæti sá aragrúi iðju- leysingja unnið sér og öðrum til gagns alla þá tíma, er þeir hanga sér til tjóns og skammar og öðrum til andstyggðar við búð- arborðið. íhugum sanngjarnlega, hve mörgum dags- verkum spilt er með búðarstöðum, og tök- um ekki hátt til. Vér skulum gjöra, aö í 16 búðum hér hými til jafnaðar 20 menn í hverri í 4 mánuði, og telji maðr svo 25 virka daga í hverjum mánuði og gjöri hverjum af þessum að þeir hefðu getað unnið sér inn 2 kr. á dag, þá verðr þetta 64,000 kr. En gjörum miklu meira: sláum helmingnum af þessari upphæð, og verðr samt eftir 32,000 kr., sem enginn mun kallað geta of í lagt. j>etta er dáfallegr skildingr, og þó að mér ói við, þá mundi með allri sanngirni mega fimmfalda þetta til að sýna, hve miklu á glæ hefir kastað verið á þennan hátt síðustu fimm árin, og yrði það þá 160 þúsundir króna. Fyrir 32,000 kr. árlega mætti sjálfsagt fæða 64 fátækar fjölskyldur; að minnsta kosti mun mörg fátæk fjölskylda hér í kot- unum ekki hafa meira af að lifa en 500 kr. um árið. það mætti seðja margan svang- an maga, skýla mörgum hálfnöktum aum- ingjaog þerra margt armæðutár. fyrir 32,000 kr. um árið. j>að ættu þeir að hugleiða allir, sem hér eiga hlut að máli. Stór framför væri það fyrir bæinn, ef þessarar upphæðar sæi einhvern stað í öðru en að slíta búðargólfum kaupmanna. Og víst er um það, að yrði þessum búðarstöðum af komið, mundi margr fá tíma, þófit ekki væri til annars en að laga stígspotta heim @.ð kofanum sínum, en heimta það ekki gjört á bæjarins kostnáð, sem þeir nú gjöra, þótt þeir viti að þeir greiði lítt eðr ekki til bæjarþarfa, og sumir hverjir énda falli hon- um beinlínis til byrði. I sambandi við þetta er vert að leiða athygli lögreglustjórnarinnar í bænum að þessum nýju snapsa-pröngurum, sem eru að þjóta nú upp í bænum eins og gorkúlur á haugi, og sem varla virðast stunda aðra at- vinnu en ólöglega sölu á svikinni 4—5 gráða brennivíns-vatnsblöndu. 2. Reykjavfk, 4, april 1884. — 2. Þ. m. kom hingað gufuskip frá Mandal, nBergljoU að nafni; það kom af Seyðisfirði (eystra) hiugað, en hafði farið frá Noregi 24. f. m. A skipinu var hr. Otto Wathne, framkvæmdarstjóri ins sunnl. síldveiðifélags ; einnig bróðir hans hr. Hcr- man Wathne ; á hann timbrfarm á skipinu, er hér verðr lagðr upp og seldr. — Hb. Herm. Wathne hefir í hug að reisa hér hús og hefja hér fasta verlzun með timbr, þar sem fáanlegar verði árið um kring helztu viðartegundir þurrar og vel um hirtar. Virðist það hyggilega ráðið, þar sem mikil þörf er á slíku hér. — Aflabrögð hafa verið ágæt á þessu ári í Suðr-Múlasýslu, einkum suðr-fjörðunum, bæði síldarafli og þorskafli. í Fáskrúðsfirði er einkum látið vel af þorskaflanum, var þar gjörþrotið alt, sem til hafði verið, af salti. —- A Reyðarfirði og Eskifirði fengnar yfir 4000 tn. af síld síðan á nýári, mesta ajbragðsvara að því er Norðmenn segja. Aflann (síldar-) fengu bæði innlendir og Norðmenn. — 4 gufuskip norsk voru als búin að koma til Austfjarða nú í vor. — Fiskikaupaskipinu enska hefir til þessa gengið illa. Fyrst voru sjómenn vorir svo blindir, að vilja ekki selja þeim fiskinn fyrir 5 au. pd., sem þó er langt fram yfir það verð, sem nokkur von er til að fiskr komist í á þessu sumri, og má segja að landar vorir hafa með skammsýn- um þrákálfaskap gjört alt sitt til, að drepa í fæðingunni þessa tilraun, sem sjálfum leim yrði þó til ins ómetanlegasta hags, ef hepnaðist. Síðan hafa gæftaleysi og fiski- leysi hamlað; þó fengu Englar keypt nokk- uð í gær. — Frá útlöndum höfum vér séð norsk blöð bil 22. f. m. og er fátt nýjunga i þeim.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.