Þjóðólfur - 21.04.1884, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 21.04.1884, Blaðsíða 2
53 hún mundi þá brátt læra að vanda kosningar sínar. þ>ess er nú fuli þörf, að kjósendr hvers kjördæmis. er þykir þingmaðr sinn hafa brugðizt beztu vonum á þingi, krefji slíkan þingmann reikn- ingsskapar. þ>eir eiga að heimta af honum skýlausa yfirlýsing um það, að hann vilji styðja að endrskoðun stjórn- arskrárinnar á næsta þingi, í þá átt, að trygt verði svo sem unt er sjálfs- forræði þjóðarinnar, en ofrvaldi ráð- gjafans vísað á bug. þ>eir eiga að heimta af honum ský- lausa yfirlýsingu um skoðun hans á öðrum stórmálum vorum, svo sem af- námi beinna skatta, stofnun banka, sparneytni á landsfé til embættlinga, frelsi í atvinnumálum og kirkjuroálum. Og þeir eiga, ef þingmaðrinn getr eigi fylgt þvf. sem þeim þykir þörf og rétt- vísi krefja, að skora d hann að leggja niðr umboð sitt, og tjá honum og allri þjóðinni, að hann hafi mist traust þeirra. þ>etta er þjóðarinnar réttr og skylda við sjálfa sig. Ekki svo að skilja, að vér ætlumst til að neinn þingmaðr, sem sannfæringu hefir, gangi á móti henni. En vér ætl- um hverjum sómakærum þingmanni að kannast við það, að þá er hans alit gengr þvert ofan í álit hávaða kjós- anda hans í aðalmálum landsins, þá sé það siðferðisleg skylda hans að leggja niðr umboð sitt. Einurð og sannfæring á þingmannabekkjunum. Naumlega mun nokkur þvi neita, að það sé fremsta skylda hvers þing- manns, að framfylgja sannfæringu sinni, eðr því einu, er hann álítr satt og rétt. Enginn mun neita því, að það sé að svíkja helga köllun sína og misbjóða stöðu sinni, að greiða atkvæði af óvild við flutningsmann máls eða öðrum per- sónulegum hvötum gagnstætt sannfær- ing sinni og gagnstætt því, sem þing- maðr vill vera þektr að, ef hann á að verða kunnr að atkvæði sínu. f>að ætti því að vera óhugsandi að þingmaðr greiði öðruvísi atkvæði, þá er atkvæði eru greidd með nafnakalli, heldr en hann mundi gjöra, ef ekki sæist í tíðindum þingsins, hverju megin hann hefði verið í málinu. Að slíkt komi fyrir á alþingi þorum vér þó að segja. f>ví að það getum vér sagt, að nafnakallið hefir þar svo mikil áhrif á suma þingmenn, að þegar það er við haft, skifta peir sannfœringu á */„ mí- nútu, og greiða atkvæði þvert ofan í sjálfa sig. í fríkirkjumálinu kom við framhald i. umræðu, eftir að málið hafði verið í nefnd, sem að flestra dómi hafði leyst starf sitt óvenjulega vel af hendi, fram sú uppástunga, að setja nefnd á ný í málið eða auka meira en lielmingi í ina gömlu nefnd. f>etta var fram borið af þeim, sem vildu drepa málið með drætti og láta það verða óútrætt. Nokkrir þingmenn, er málinu vildu vel, höfðu krafizt nafnakalls um þessa tillögu; en forseti hafði í ógáti gleymt því, og bar tillöguna upp á venjulegan hátt. Var þá tillagan um að auka nefndina (og þarmeð draga málið) saruþykt nieð 11 akv. gegn 9. (Alþ- tíð. 1883, B, 254).—f>á stóð upp jón Ólafsson og mælti: „Eg verð að krefjast þess eftir þing- „sköpunum, að nafnakall sé viðhaft, „eins og við 6 þingmenn höfum beð- „ið um; á þvi' þykist ég eiga rétt, „að þjóðin fái öll að sjá nöfn þeirra „þingmanna, sem veita máli þessu „banatilræði“. „þ>á var“—segja tíðindin—„að beiðni 6 þingmanna viðhaft nafnakall, og uppástungan [sú, sem áðr var samþykt] Jrá feld með 11 atkv. gegn 10“. Vér skulum hér ekki fleirum orðum um fara, en lofa landsmönnum sjálfum að draga sínar ályktanir út af þessari litlu þingsögu. Að eins viljum vér benda á, að þeir, sem vilja slá upp alþ.tíðindunum, B-deildinni (1883) á 254. dálki, geta sjálfir sannfært sig um, að sagan er bókstaflega rétt hermd i alla staði. Úr ýmsum áttum. Arsessýslu, 10. apr. — Nú eru hæstir hlut- ir milli Ölfusár og þjórsár orðnir frek 11 hundruð, mestpart ýsa.—I þorlákshöfn, sem er þó aðalveiðistöðin austan fjals, eru orðnir 5 hundraða hlutir. þar í veiðistöðunni á sér stað þvergirðingr með veiðarfæra- brúkun; hafa menn nýlega tekið upp það veiðarfærið, er bezt dregr fiskin austanfjals, en það er lóðin. Eftir því sem kunnugir áætla, mundi í þesari veiðistöðu hafa aflazt samtals meira eða minna á 2. hundrað þús- unda, hefði lóð verið brúkuð strax í byrjun vertíðar, eftir því sem dæma má af saman- burði við brim-veiðistöðurnar milli ánna. — Iieyndr sjómaðr. — Vestmannaeyjum, 16. marz. — það, sem af er þessum vetri til þorraloka, hefir að öllu leyti verið aflalaust af sjó ; alla- jafna verið fyrirmunun með gæftir sökum umhleypinga, og varla orðið fiskvart þá róið hefir orðið. Sökum þessa langvinna fiski- leysis mundi á þessum vetri hafa orðið hér mjög almennt bjargarleysi, ef eigi hefði að notið ins mikla gjafastyrks. sem Vestmann- eyjum var veittr síðastliðið sumar. — Skagafirði í marz. — þjóðólf biðjum við að skila til amtmanns-skrifstofublaðsins, að með þeirri skilsemi, sem á útsendingunni sé, og þef þeim, sem af efninu leggi, þurfi ekki blaðið að ómaka sig hingað til lang- frama; það er orðið hvimleitt hvérjum manni hér fyrir löngu. Bangárvallasýslu, 26. marz.— Ágæt tíð hér síðan 23. febr.; sképnuhöld góð alment. Undir Austrfjöllum róið um mánaðamótin, og við Jökulsá; 20 til hlutar. í gær réri hér undir Út-fjöllum 1 skip; gat að eins setið 2 tíma sakir storms ; 4 í hlut af þorski. — Sömu sýslu, í marz.—Illan orðstír er nHundapóstrinn» búinn að fá hér um slóðir, og þykir varla húshæfr, enda mun hann ó- víða fá húsaskjól eftir árslok. — Borgarfirði, í marz. — Til munu þó enn þeir menn í þverárþingi inu forna, er hafa kunna hug á að sýna ritstjórn amt- manns-skrifstofublaðsins, að ið pólitíska líf er þar ekki eingöngu undir þeim mönnum einum komið, sem um ekkert hugsa annað, en að stumra yfir gjafa-kornpokunum . . . . .1 — Hrútafirði, 28. marz.—Góð tíð. Eng- inn afli, hvorki af fiski né hákarli hér í Strandasýslu. Keyltjavík ig. apr. Skipströnd. Aðfaranótt ins 5. þ. m. strandaði franskt fiskiskip við Lambeyri á Reykjanesskaga sunnanverðum. Menn komust af allir. Strandið selt við uppboð 9. þ. m., fyrir eitthvað 4000 kr.; þar á með- al töluvert af fiski. Um sama leyti, eða 4. þ. m., rak annað franskt fiskiskip á land á Krossfjöru í Landeyjum. þar varð og mannbjörg. Uppboð þar á morgun. þriðja strandið franskt er sagt úr Mýrdal í Skaftafellssýslu. Menn komust þar einn- ig af. I) það, sem í bréfi þessu var sagt síðar um sýslumanninn í Borgarfj.sýslu og embættisfærslu hans, er svo lagað, að vér getum ekki tekið það upp og boríð ábyrgð af því, heldr verðr höf. að rita undir sínu nafni, ef hann vill koma því að f blaðinu. RitBtj.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.