Þjóðólfur - 27.05.1884, Side 2
78
fjörum, voru þeir nóg borgaðir með 3 kr.,
ef þeir hefðu átt að géymast þar nokkra
daga, því heimtirnar á því timbri, sem menn
áttu þar liggjandi árið yfir, munu hafa orðið
alt annað en góðar, hverjir sem að þeim
vanskilum eru valdir, það er ekki mitt með-
færi að rannsaka.
En ef «íbúar Eosmhvalaneshrepps» (að
fráskildum Keflavíkrmönnum) eiga jafnhægt
með að gjöra grein fyrir, að allar aðfarir
þeirra á Stafnesfjörum þessi ár hafi verið
leyfilegar og lögmætar, eins og mér veitir
hægt að sanna framanritaða sögu mína, þá
er of miklu upp á þá logið. Að þessir
piltar skuli vera svo fífldjarfir að minnast á
samvizku í plánkamálinu, það er hrein furða;
him hefir þó að líkindum ekki ónáðað þá
eða sveitunga þeirra suma hverja í undan-
farin 2 ár; en máske hún sé nú að bregða
blundi hjá einhverjum þeirra. Gott er ef
svo væri.
Mér kom ekki til hugar að rita nokkurt
orð um þetta mál að fyrra bragði, þó ég
hafi heyrt sannar sögur um ýmsar miðr sóma-
samlegar aðfarir manna þar syðra; en fyrst
að íbúar Bosmhvalanesshrepps hafa nú
gjört tilraun til að svívirða mig í 'augum
allra þeirra, sem ókunnugir eru málefninu,
þá get ég ekki verið að hlífast við að fletta
ofan af þeim að nokkru, en þó ekki í þetta
sinn að öllu leyti, eins og þeir hafa verð-
skuldað. Skal ég þá leyfa mér að spyrja
þá að, hverja skilagrein þeir hafi gjört fyr-
ir koparhúð þeirri sem þeir heimildarlaust
bæði nótt og dag rifu utan af skipsflekun-
um? Hafa þeir samkvæmt áskorun og
skipun þeirra manna, sem áttu koparinn
með þeim, skilað honum á þá staði, sem
þeim var boðið ? Ég efast um það, af því
engih skil hafa okkr Strandarmönnum verið
gjörð fyrir okkar hluta, og ekki var kopar-
inn seldr við uppboðið í fyrra haust. jpess
utan veit ég til þess, að fullervitt mun hafa
gengið að fá suma íbúa Bosmhvalaness-
hrepps til að segja frá eða meðganga, hvað
þeir gymdu af þessháttar vöru. Nokkrir
þeirra urðu nú reyndar að sleppa því aftr,
sem þeir höfðu aflað sór á óleyfilegan hátt,
af því fjelagsmenn sumir tóku af þeim áðr
en þeir komust með það burtu úr sýslunni;
en þó gátu nokkrir sent það í burtu og selt
bæði hingað inn í hreppinn og í aðrar sveitir.
Timbrhvarfið ætla ég sem minst að tala
um í þetta sinn ; það tekr svo út yfir allan
ósóma, að flestir, sem kunnugir eru því máli,
þykjast vissir um, að síðan suðrland bygð-
ist muni ekki hér í sýslu hafa verið framinn
annar éins stórþjófnaðr og sá, sem þessi ár
hefir átt sér stað þar syðra ; og ef íbúar
Bosmhvalanesshrepps vilja brýna okkr
Strandarmenn, þá er ekki víst að við þurf-
um að hafa mikið fyrir að týna saman tvo
eða þrjá »gemsa« þaðan úr hreppnum, sem |
yfirvaldið þyrfti og œtti að ná í Iagðinn á; I
það er ekki ómögulegt, úr því tveir eða þrír i
væru handsamaðir, að hóprinn kynni að
stækka. Samt ætla ég ekki í þetta sinn að
opinbera það, sem ég hef skrifiegt í höndum
frá heiðvirðum og kunnugum manni þar úr
hreppi, né heldr að auglýsa það, sem verka-
menn okkar Strandarmanna urðu varir við,
á meðan þeir voru að bjarga sameignar-
timbri okkar undan sjó, einmitt af þeim,
ribúum Rosmhvalanesshrepps«.
Svo mikið er víst, að borðin, sem okkr
innanmönnum hlotnuðust við skiftin, hafa
ekki orðið þung í höndum einhverra þar
syðra, en samt hefir þeim ekki verið »skot-
ið norðr fyrir Stapann#, því af hér um bil
120 borðum, sem okkr bar að fá, munum
vér ekki hafa fundið svo mikið, að þau hafi
náð 12.
þ>ó nú svo væri, að greinarhöfundarnir
séu saklausir af þeim óhróðri, sem borizt
hefir út um sveitunga . þeirra út af þessu
planka- eða timbrhvarfi, þá var það óhyggi-
lega og illmannlega gjört af þeim, þeirra
vegna, sem sekir eru, að hreifa við þessu
máli á meðan aðrir þögðu, því það mega
þeir vera vissir um, að hvenær sem við því
er hreift með nokkru afli eða alvöru, þá
verðr það fleirum en einum íbúa Bosm-
hvalanesshrepps (fyrir utan Berg) að fóta-
kefli; en óvíst tel ég að sýslumaðr við það
tækifæri þyrfti að leita upplýsinga hjá
hreppstjóranum þar, umþað, hverja þýðingu
hann ætti að leggja í hegningarlögin, þó að
höfundarnir treysti hreppstjóra sínum eins
vel eða betr en sýslumanni til að skilja rétt
fiskiveiðalögin af 14. desbr. 1877.
Miklir lögvitringar eru þeir orðnir fyrir
utan Bergið; þeir skilja fleira en »Skauta-
Ijóðn!!! Ég er nú svo fáfróðr í »Skauta-
ljóðum« að ég skil ekki það,. sem vitnað er
til í grein höfundanna, enda mun enginn
néma þeir hafa getað lagt þá þýðingu í það,
sem ég hefi ritað, að ég álíti sjálfan mig
»fullkominn og gallalausan«, því síðr »hei-
lagan og lýtalausan«.
Ekki vissi ég það fyrri en nú, að »Suðri«
kom, að fundrinn 1 Narfakoti hefir verið
kj'órfundr, því höfundarnir segja að ég hafi
viljað »koma nýa lækninum að kosningu«.
Hafi íbúar Bosmhvalanesshrépps verið
að ræða um kosningar (líklega til sýslunefnd-
ar), en Strandarmenn um fiskiveiðasamþykt,
þá er engin furða þó meiningamunr yrði.
Pleira er það, sem ég ekki skil í grein
höfundanna, þar á meðal er »vara-ársfcrð«
mín. það mun vcra nýgjörvingr í íslenzku;
má ske það sé útlegging yfir nýgjörvinginu
tiFowm í enskunni!!!
Skagadrauginn só ég að höfundarnir
þekkja betr en ég, því það er éins og þeir
hafi alizt upp með honum frá barnæsku;
það væri því ekki ólíklegt, að þeir einhvern-
i tíma hafi sungiðsaman »Skautaljóð«, »Gamli
1 Nói«, eða eitthvað annað, en væri söngrinn
i þeirra samboðinn greininni, þá held ég að
mætti um hvorutveggja segja: »Meira af
vilja en mætti kvað hann«.
Vilji íbúar Bosmhvalanesshrepps róta
betr upp í þeim saur, sem þeir nú eru
byrjaðir að moka, þá vildi ég með aðstoð
kunnugra manna vera þeim til liðveizlu,
en ekki get ég að því gjört, þó af honum
leggi fýlu.
Landakoti í maímán. 1884.
Guffm. Guð’mundsson.
Svar
upp á kosningasöguna úr Meðallandi.
(Niðrlag).
I sjálfri sér er grein þessi að vísu eigi
svaraverð, en af því að þjóðólfr er lesinnum
alt land, þá kynni margr sá, sem eigi er
kunnugt um mál þetta, að leggja trúnað á
framburð «Nokkurra kjósenda» í téðri grein,
og það er þess vegna, að ég verð að svara
þeim fáeinum orðum.—það er þá fyrst, að 1
greininni stendr, að inn fyrver. sýslunófnd-
arm., Ingim. á Bofabæ «hafi einróma hlotið
lof fyrir starf sitt í þeirri stöðu», og verið »að
flestra merkra manna áliti inn eini, er fær
var tilþess, þeirra er völ var á». — Já, já!
Ekki ér nú í kot vísað til Ingimundar á
Bofabæ ! Satt er það að vísu, að maðrinn
er gáfaðr og vel að sér um marga hluti; en
að hann hafi einróma hlotið lof í stöðu sinni,
þá er hann var sýslunefndarmaðr, er svo
fjarstætt inu sama, að fjöldi manna hér í
Leiðvallahreppi hefir einmitt lengi verið
mjög óánœgðr með frammistöðu hans í þeirri
stöðu; og hvað því viðvíkr, að hann að
flestra merkra manna áliti væri einn fær til
þessa starfa, þá skal ég að eins benda á það,
að inar síðustu kosningar einmitt sýna ið
gagnstæða, því að furðu má það gegna, að
Ingimundr skyldi eigi hljóta rneira en tæp-
an þriðjung atkvæða við kosningarnar, ef
hann hefði einn verið hæfr til að verða fyrir
vali. Eða hverjir eru þessir aflestu merku
menn», sem hafa álitið hann einan færan til
að vera sýslunefndarmann ? Og hvaðan er
þetta «einroma lof» komið ? Og hvernig verðr
þessum framburði «Nokkurra kjósenda»
komið saman við það, að tvéir þriðju partar
kjósenda lcusu ekki lugimund? — því næst
fræðir grein þessi menn á því, að ég hafi
verið «glaðr» þennan dag ; ég skil eigi betr,
en hér sé meint glaðr af víni, og verð því að
lýsa það hrein og bein ósannindi. Satt er
það að vísu, að ég kom úr kaupstaðarferð
þennan dag, eins og fleiri Meðallendingar;
en bæði var ég alveg ódrukkinn, enda hefi
ég aldrei fengið orð fyrir, að vera hneigðr til
áfengra drykkja, og vart mundi sýslumaðr
hafa tekið mig 1 kjörstjórn á þinginu, ef cg
hefði verið ölvaðr. — þá kemr nú aðalkafli