Þjóðólfur - 14.06.1884, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.06.1884, Blaðsíða 1
# Kemr út d laugard.morgna. Verð árg. (50 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. PJÖÐÓLFR. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komi til útg. fyrir I. október. XXXYI. árg. Reykjavík, laugardaginn 14. júní 1884. M 28 XJtsölumenn og utanbæj arkaupendr blaðsins leyfum vér oss aðminna á, að borgun fyrir þennan árgang á að vera send svo tímanlega, að hún sé koinin til afgreiðslumanns blaðsins hr. Sig- hvatar Bjarnasonar fyrir 15. júlí. Sökum inna miklu sekta, sem á oss hvílir að borga í næsta mánuði, auk annars kostnaðar, leyfum vér oss vinsamlegast að mælast til, að menn gjöri oss sem greiðust skil á andvirði blaðsins. Útg. ,,þjóðólfs“. Yfirlýsing. í ÍO. blaði af ,,8tiðra" þ. á. standa brír bréfkafiar fra Kaupmaruiahöfn, og ]>ar ©r rneðal annars ritstjóra ,,Suðrac<, berra Gesti Pálasyni, „trúað fyrir því, að hann hafi ‘stemninguna* meðal landa hér í iíöíh svo ‘afgert' fyrir sór í deilum laans við Jón Ólafsson ritstjora þ.ióc)ó 1 f3, að bréfritarinn, sannast að segja, aldrei hafi heyrt landa vera eins samdoma um neitt‘‘. Eq vór undirskrif- aðir „viljum sannast að segja" gjarnan vera lausir við þennan aburð, og lýsum því yfir, að þessi ummæli eru með öllu ástæðulaus og ósönn að þvi, er oss stúdentum við kemr. Annar bréfritari segir og, „að hann hafi engann (o: her 1 Höfn) heyrt mæla Jóni ritstjóra Ólafssyni nokkura bót“. Vór vilj- um als eigi þrátta um, hvað bréfritarinn hefir e kk i lieyrt, en látum oss nægja að geta þess, að Gestr Pálsson mun ekki vera öfundarverðr af þeirri bót, Sem vér höf- um heyrt honum hér mælda. Að öðru leyti látum vór þetta mál oss engu skifta. Kaupmannahöfn, 24. maím. 1884 M. Halldórsson Friðriksson. Valtýr Guðmundsson. Klemons Jónsson. . Gísli Brynjolfsson. Pdlmi Pdlsson. Sújiorðr Briem. Guðm. Magnússon. Finnr Jónsson. Pdll Briem. Sig. Thoroddsen. porleifr Jónsson. Emol Schou. Jón Jakobsson. Jon Stefánsson. porsteinn Brlingsson. Jón porhelsson. Bókmentir. 9 Alit þýzks merkisblaðs um Helga-postillu. Um Helgapostillu er farið svofeldum orð- um 1 þýzku blaði frægu, sem heitir Magazin fhr die Htterattcr des in- und auslandes: «ísland gerir inni nýju prédikunarbókfræði kinnroða. í Beykjavík eru komnar út á forlag Kr. Ó. þorgrímssonar prédikanir yflr alla sunnu- og helgidaga í kyrkjuárinu eftir Helga G. Thordersen. það eru fáar pré- dikanir, sem komast til jafns við þessar. :iað, sem gerir þær að snildarverki, er fagrt og fullkomið ytra form, kraftr, djúpar og nýj- ar hugsanir, heit tilfinning, sem kemr frá hjartanu og talar til lijartans». „Njóla“. 3. útg. Rvk. 1884. Önnurútgáfan af «Njólu» hafði veriðprent- uð 1 stóru upplagi (vér höfum heyrt um 2000), og er það góðr vottr um smekk og skynsemi landa vorra, að þriðja útgáfan skuli þegar vera orðin nauðsynleg, því «Njóla» er jafnan fögur og háleit í hugsun, þó hagmælskan sé ekki alstaðar að óskum. þessi nýja útgáfa er fallega prentuð í hand- hægu formi, en er lýtt af alt of mörgum prentvillum. Fæst hjá útgefandanum Jóni Árnasyni bókavérði. Friðþjófs-saga Tegnérs. þýðing séra Matth. Jochumssonar (2. útg. Rvik 1884). Séra Mattías hefir endrbætt alla þýðingu sína, og eru t. d. þau kvæði nú þýdd alveg um undir frumhættinum, sem áðr voru þýdd undir öðrum háttum. Yér erum að vísu þeirrar skoðunar, að sem varlegast eigi að fara í að breyta kvæðum, sem eru svo alþjóðleg orðin og á hvers manns vörum eins og Friðþjófskvæðin; en yfir höfuð eru flestallar breytingar séra Mattíasar frá inni eldri þýðingu hans um- bcetr; einstöku breytingar virðast oss miðr þarfar. En vór efum ekki að «Friðþjófr» verði cngu síðr vinsæll í sinni bættu mynd, en hann áðr var. (Fæst hjá kostnaðarmanni þessarar útgáfu Einari pórðarsyni, og hjá bóksala Kr. 0. porgrímssyni). För Tromholts tll tunglsins. (þýdd af E. F. Rvik 188 þ. Eg sit aleinn á skrifstofu minni og ætla að fara að geta um «Tunglförina» hans Trom- holts, en svo verðr mór á að slá upp þjóðvina- félags-almanakinu fyrir 1885, og hitti niðr í handraðann á þessari makalausu ruslakistu; «árbók lslands»; þar sé ég og les með helgum hrylliugi þann ógleyiqanlega merkisviðburð í sögu landsins, að 1883 árum eftir holdgan og hingaðburð drottins, þann 15. október «tók vetrarsetu í Beykjavík Sophus Trom- holt vísindamaðrn [!! I]. Svo veit ég þá nú það líka, að Sophus Tromholt er «vísinda- maðr». Beyndar hefir nú broddfólki hér í Vík, eins og í öllum smábæjum, jafnan verið gjarnt að dýrka hvern snáp, sem frá útlöndum hefir komið, en nú er þá svo komið, að ekki þarf ómentaðr veslings dansk- slésvíkskr semínaristi1, sem enga hugmynd hefir um lærdóm, annað en að koma hingað upp, til þess að verða vísindamaðr2. það er varla efi á að vér fáum heila farma af seminaristum (þessari mest óþolandi kyn- slóð als mannkyns) upp hér til landsins, þegar þeir heyra, hve létt er að verða hér að «vísindamanni». En—eitt er nú semínaristinn, og annað er þetta kver hans. það er engin frumsmíð, heldr samtíningr úr annara ritgjörðum um þetta efni (og af slíkum er ærið til). því er það ekki að undra, þótt miklu meira vit sé í bókinni, en í höfundinum. Kverið er réttvel samið og skemtilegt og fróðlegt fyrir þá, sem ekki vita áðr það, sem í því stendr. Almenningr mun hafa bceði skcmtun og fróðleik af að lesa það; það ór rétt vel þýtt, og óskandi og vonandi, að útgéfandinn (prentari B. M, Stefánsson) sleppi skaðlaus af þýðingunni. IJtrekstur riddarans. Herra ritstjóri! J>að hefir ekki verið svo háskalega að yður skrökv- að um „útrekstur11 lierra kaupstjóra og riddara Tryggva Gunnarssonar úr íslendingafjelagsstjórn. Orð yðar þar um vóru rétthermd; liið eina, sem að þeim hefði mátt finna, var, að þau væru van- (ekki: mis-) hermd, þvi að það var ekki riddarinn einn, sem vikið var úr tignarsessinum, heldur og allir samtsjórnarmenn hans, en yður mun hafa þótt hann miklu feitasta stykkið. Herra Tryggva 1) „Seminaria“ kallast skólar, er gjöra barna- kennara úr ómentuðum mönnum, sem kallast svo „semínaristar11 á eftir. 2) þeir, sem sjá hr. semínaristann á landsbólta- safninu, þegar hann sitr þar og er að snapa sam- an úr gömlum ferðabókum um ísland efni í ferða- bók þá, sem hann ætlar víst að skrifa um þetta land, sem hann als eigi hefir ferðazt um, kunna að verða „impóneraðir11 af að sjá semínaristann af og til fá í hönd latneskar og grískar bækr — en hann skilr ckki orð í þeim!

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.