Þjóðólfur - 14.06.1884, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 14.06.1884, Blaðsíða 2
90 « Gnnnarssyni (og meíísljórnarmönnum hans) var vikið frá völdum fyrir mörg áður framin stjórnar- glöp og lagabrot, og það var gert með töluverðum ineira hluta, enda höfðum vjer er til mótflokksins heyrðum, stöðugt stýrt meiri hluta atkvæða á und- farandi fundum; þennan meira hluta hafði hann aldrei hirt um, aldrei viljað verða við óskum hans, heldur jafnan haft i frammi alls konar víiilengjur og þvermóðsku, og kvað svo rammt að þvi, að honum var gefið dynjandi mistrausts vottorð á næst síðasta fundi mótmælalaust. j>annig var það Tryggvi Gunnarsson og flokkur hans, sem jafnan lá undir, og það enda þótt þessi riddaralegi flokkur.fengi kvennfólk til þess að verða „borgandi meðlimir11 fjelngsins, til þess að' greiða atkvæði með sjer. Kvennfólk hefir nefnilega leyfi til þess að gerast fjelagar jafnt sem karlar, en það hafði Tryggvaliðum aldrei dottið í hug, að fá kvennfólk sitt til þess að gerast fjelagar, og þannig auka tekj- ur fjefagsins og verða þvi að liði, fyrr en Tryggvi þurfti á atkvæðum að halda til þess að verja rang- lætið úr sjer ; svona var nú umönnun þess flokks fyrir fjelagsþörfum. En að kvennfólkið ljet notá sig svo, kvað hafa komið til af þvi, að heimilis-kvenn- þjóð riddarans taldi ekki eptir sjer sporin til þess að tala við kollinn á þvf og prjedika um j)á hina miklu hættu, er hinn góði (!!) málstaður var í. þetta hefi jeg orðið að setja hjer til þess að gefa mönnum dálitla hugmynd um bardagaaðferð ridd- arans og hans þjóna, úr þvf að þessu máli hefir verið hreyft á annað borð. j>að, sem jeg hefi fleira að athuga við „leiðrjett- ing“ hr. H. H. er, að það er alveg ósatt, að „hinn flokkurinn“ hafi mælt „mjög á móti“ afsetningu stjórnarinnar; hið sanna var, að hann gat ekkert sagt, og fundarstjóri (Tr. G.) var f standandi vand- ræðum, og hann ljet ekki ganga til atkvæða, sem þó var skylda hans ; hann hafði nefnilega gert sjer það að reglu bæði á þeim fundi og áður, að neita að láta ganga til atkvæða, ef líklegt var, að atkvæði gengi í mót honum og hans liðum. Vjer fengum ekki af honum atkvæðagreiðslu, og svo er hr. H. H. svo ósvffinn að hafa þetta sjer til varn- ar, sem fundarstjóri ljet ógert, en var þó skyldur til að gera. Veit H. H. ekki, hvað slík aðferð er kölluð ? F.ða heldur hann, að sjer leyfist að segja allt, hvort sem jrað er ósatt, hálfsatt, undið eða skælt, án þess að það verði tekið f lurginn á hon- um fyrir viðvikið ? Hafi hann ekki vitað það fyrr, veit hann það nú. Svona er og um alla hans fram- setningu á málaferlunum, þar er sama aðferðin, fleygt burtu þvf, sem móðurbróðurnum gat til van- sóma verið (t. a. m. að hann [Tr. G.] hefir ekki sýnt lit á því enn, að halda þá sátt, sem hann gerði, eða fullnægja þeim skilyrðum, er honum vóru þá sett og hann skrifaði undir; og er slíkt ekki talið sem heiðarlegast), eða á annan hátt brenglað og úr liðum leikið, og ætla jeg ekki að eltast við ham- skiptinginn meira í þetta sinn, en að eins biðja menn að lesa skýringu hans og skilning á orðinu „stjórn" og hlæja svo. Jeg skal lykta þessar fáu lfnur með því, að lýsa yfir þvf, að allt þetta mál er herra Tr. G. einum að kenna, talhlýðni hans við nánustu frændur sína og frænkur, vanþokkingu á almennum fund- arsköpum, og algerðum skorti á hæfi- legleikum til þess að stjórna fundi, og út af „leiðrjetlingu“ systursonarins vi! jeg minna riddarann, honum til aðvörunar, á forna málsháttinn: „Ekki er hjeranum borgnara, þótt hænsnið beri skjöld“. Khöfn 2ii/6—1884. Finnur Jónsson. Reykjavík 13. júnf 1884. Landshöfðingjaembættið veitt 7. viaí settum landshöfðingja, amtmanni Bergi Thorberg. Landritaraembættið veitt 7. maí settum landritara, cand. juris Jöni Jenssyni. Amtmannsembættið yfir norður- og austurumdæminu veitt 7. maí settum amt- manni, cand. juris Julíus Havsteen. Lögum um afnám amtmannaem- bættanna og landritaraembættisins, sem og um skipun íjórðungsráða, frá síðasta alþingi, synjað konunglegrar staðfestingar. Embættispróf frá læknaskólanum. þorgrímr þórðarson ór Eeykjavík ð. júní með 1. einkunn. Póstskipið „Laura“ kom loks að morgni 8. þ. m. Hafði það verið svo seint í förum af því, að eim-vélin biljaði milli Skotlands og Jfæreyja; gútu því eigi haft hálfa ferð, og vart fram komizt er á móti blés. þeir gátu kákað við hana á sjónum og svo aftr í Færeyjum og loksins hér, með- an skipið stóð við; en það var engin að- gerð, og ekki við öðru að búast, en að alt gangi seint og seigt þar til skipið kemst út aftr.—«Laura» fór héðan austr að morgni 11. þ. m. —Með póstskípinu komu ýmsir kaupmenn upp (Fr. Fischer, Aug. Thomsen, Smith konsúll, Jóel Sigurðsson, þorl. Jónsson; Zöylner, og ekki að gleyma gullriddaranum), þrír stúdentar (Hannes Thorsteinson, Jón þorkelsson, þorl. Jónson, þrír enskir ferða- menn; einnig v egagjörðamaðr nor- rænn, sem landsh. hefir látið stjórnarsend- ilinn Tr. G. útVega, samkvæmt því, sem tvö síðustu þing höfðú ráðið, þótt fyrst fengist framkvæmt nú; á hann að segja fyrir um vegagjörð hjer á landi, helzt einhverstaðar þar, sem viðskiftamenn Gránufélags eiga yfir að sækja. —Síðar í sumar ör von á tveim lax- fróðum mönnuhi, ér annar danski fiski- fræðingrinn alkunni Arthur Feddersen, en hinn sænskr maðr. —Stórþj ófnaðrinn í Rosmhvalanes-! hreppi. Amtið hafði brugðið við á dögun- um, er «í>jóðólfr» var út kominn, og boðið sýslumanni að hefja rannsókn í þessum mál- um. Ekki mun sýslumaðr samt vera byrjaðr á því enn. Samkv. landsrcikningnnni fyrir 1882, sern nú er fullger, liefir afgangr- inn eftir dr.ið’ orðið 118,593kr. 36au., í stað þess að fjárlögin höfðu áætlað að eins 49 þús. kr. afgang eftir bceði árin 1882 og 1883. — Veldr þessu mest inn mikli gróði á útflutningsgjaldinu, og hefir hér í einu og öllu sannast spá vor á þinginu 1881. (Meira síðar). — Með /postskipiim fóru austr um 60 manns héðan til fiskiveiða á Austfjörðum ; ámóta margir Færeyingar voru og með í sömu erindum. — Ailaiaust syðra, en vel vart hér innra. — Dáinn erlendis (á geðveikra-spítala) Gunnl. Blöndal sýlumaðr. —- Frá Ameríku kom hingað fiski- skiita (schooner)» Goncord«, Capt.John Daygo frá Gloucester, Mass., U. S.; hafði farið frá (had left) Gloucester 12. maí; kom til Bvíkr (arrived here) 8. júní. — A öðrum tveim er von enn, ætla að veiða heilagfiski og ekki annað. — Daglega von á ensku lysti-gufuskipi iFothem», er fara átti frá Skotlandi norðan- verðu 9. þ. m. Fór héðan aftr út eftir skamma (viku ?) dvöl. — Verzlunlnnl er ilt eitt af að frétta. Ull 8 d. (60 a.) í hæsta lagi í Fmglandi. Fiskr í hraklega lágu verði. Ekki útlit fyrir, að neitt verði úr Spánarsamningnum, sakir þrályndis stjórnarinnar við ríkisþingið; en alt um það mun gullriddarinn vonandi finna innri girnd hjá sjer á þingi 1885 að senda stjórninni enn eitt þakkarávarp fyrir ráðdeild hennar og fraxnkvæmdirí þessu máli. Frá útlöndum er enn sem fyrri mjög fátt, er að nokkru sé vert í fréttir að setja. Frakkar hafa nú unnið þann sigr i Tonkín, að þeir höfðu náð öllu landinu á sitt vald. Kínverjar höfðu áðr lát- ið digrmannlega um afskifti sin af því máli og höfðu þegar her í landinu móti Frökkum. En er þeir sáu, hvað setti, dróg úr þeim kjarkinn, og sömdu þeir í f. m. frið við Frakka. Lofuðu þeir (Kínv.) að draga alt sitt lið burt úr Topkfn (og voru þeir búnir að því eða um það bil í mal-lok), lofuðu enn fremr að viðrkenna samninga þá, er gjörðir yrðu milli Anam-ríkis og Frakka. Einnig lofuðu Kfnverjar, að verzlun milli Frakka og Tonkfns-manna á aðra hlið og íbúa Kfnversku héraðanna Junnan, Quangsi og Quangton (sern liggja við Tonkin) á hina, skyldi frjáls og qhindr- uð. Að þessu þykir svo mikil hagsvon fyrir Frakka.að þeir hafi rnátt vel við una

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.