Þjóðólfur - 21.06.1884, Blaðsíða 2
94
fari í þetta sirrn líkt og vant er, að ráðgjaf-
inn ráði konungi til að staðfesta súm, en
sum ekki. Meðal þeirra mála, er ekki var
útséð um, þegar ég frótti síðast til, hvort
staðfest yrðu eða synjað staðfestingar, voru
nokkur, sem almenningr álítr mjög þýðing-
armikil og almenn, svo sem um afnám
amtmanna-embœttanna og um kosningu
presta1. það eru að sönnu fleiri af inum ó-
3taðfestu málum, sem hafa talsverða al-
menna þýðingu og eru mikils verð ; en mér
kemr samt til hugar að vekja sérstaklega at-
hygli manna á þessum tveimr málum, af
því óg efast fremr um staðfesting þeirra, en
sumra annara mála.
Má vera sumum þyki þessi efi minn á
litlum rökum bygðr, þegar litið er til þess,
að frv. um afnám amtm.emb. var samþykt
fyrst í neðri deild með 17 atkv. gegn 4, f
efri d. með 6 atkv., og aftr í n. d. með 18
atkv. gegn 4.— þeir 6, er gáfu atkv, með
frv. í e. d., munu verið hafa allir inir þjóð-
kjömu þar; því að sá eini konungkjörni,
sem mælti með afnámi amtm.embættanna,
féll frá á tíma freistingarinnar, þeg-
ar landshöfð. brýndi fyrir honum sérstak-
lega, að stjórnin væri enn sem fyrri mótfall-
in þessu afnámi: — Og sjá ! hann afneitaði
afnámi amtm.embættanna þrisvar, og er þó
maðrinn íðal-frjálslyndr, en hjartveikr eins
og Pótr; — og þegar menn enn framar at-
huga, að frv. um kosning presta var samþ.
í e. d. með 6 atkv. móti 5, í n. d. með 15
atkv., og aftr í e. d. með 7 atkv. gegn 3, og
að einn af þeim 7 var inn 3. konungkj. þingm.
(J. P.).—þeir sem greiddu atkv. mót afnámi
amtm.emb. í n. d., voru þeir: þm. Evk.,
þm. Barðstr., 1. þm. Eyf. og 1. þingm.
Gullbr.- og Kjósars.
Mörgum mundi nú ólíklegt þykja að ráð-
gjafinn skorist undan að útvega staðfest-
ingu konungs á lögum, sem meginþorri
allra þingmanna gefr atkvæði sitt og sem
hafa við að styðjast bænarskrár úr nál. öll-
um kjördœmum landsins, þó að 5 konung-
kjörnir og 4 þjóðkjörnir þingmenn sé þeim
mótfallnir. En það hefir oinatt litið svo út,
sem stjórnin segði við sjálfa sig : »Ponder-
andum, non numerandum /« (o: »Vegum,
en teljum ekki!«) og að þá hafi þeir kon-
ungkjörnu orðið ærið þungir á metunum,
og get ég fyrir mitt leyti 'ekki talið stjóm-
inni það svo mjög til ámælis, þegar óg lít
á málið frá hennar sjónarmiði2. En þetta
1) f»etta er ritað í janúar þ. á. Nú er báðum
þessum lögum synjaö staðfestingar. Kitstj.
2) Á þá stjórnin að hafa annað „stjórnarmið11
en alþingi ? Á ekki landsins gagn að vera það
sjónarmið, er bæði þing og stjórn skoðar málin
frá ? Og cr líklegt, að útlendr maðr, sem ekki
skilr mál vort og er öllum landsháttum ókunnugr
ætti sannarlega að vera in brýnasta hvöt
fyrir ina konungkjörnu þingmenn, til að
fylgja ætíð af alefli hverju því máli, sem
miðar til að efla sannarlegt þjóðfrelsi og
hagsæld þjóðar vorrar, þegar þeir vita, hvað
atkvæði þeirra vega mikið. — þess era að
vísu dœmi, en þó sárafá, að stjórnin hafi fall-
izt á mál, sem þeir konungkjörnu hafa ver-
ið mótfallnir; en hins man ég engin dæmi,
að stjórnin hafi til lengdar neitað nokkru
máli, sem allir inir konungkjömu hafa verið
meðmæltir ásamt inum þjóðkjörnu1.
En það er og önnur ástæða til, að ég ef-
ast um samþykki stjórnarinnar á þessum
málum í þetta sinn, einkum amtmannamál-
inu; hún er sú, að óg óttast að stjórnin
muni skoða mál þessi, einkum amtm.málið,
í svo nánu sambandi við það stjórnarform,
sem nú er, að henni þyki ógjörlegt að þess-
ar sérstöku breytingar verði samþyktar,
nema að stjórnarskránni verði breytt um
Ieið, og þá jafnframt að nokkru leyti nú-
verandi stjórnarformi2. Qg þótt ég væri
einlægr meðhaldsmaðr þessara frumvarpa á
þinginu, þá get ég ekki neitað því, að þessi
skoðun hafi við talsverð rök að styðjast frá
sjónarmiði stjórnarinnar3; og því gat ég
ekki láð landshöfðingja, þótt hann sem
stjórnarfulltrúi væri þeim eigi meðmæltr,
einkum afnámi amtm.embættanna, þegar
hann hafði fengið eindregna yfirlýsingu
stjórnarinnar um það, að hún væri því mót-
fallin.4 * * Landshöfð. vissi líka eins og aðrir,
(ráðgjafinn), þekki betr landsins sanna gagn, en
fulltrúar þjóðarinnar ? Að ráðgj. fari eftir skoðun
konungkjörinna þingm., getr víst ekki sagzt, ef það
reynist svo, eins og höf. bendir til í atkv. greiðsl-
unni um amtm.málið, að þessir herrar skilji svo
stöðu stna, að þeir álíti skyldu sína- að greiða at-
kvæði—ekki eftir því. sem þeir sjálfir álfta heilla-
vænlegast, heldr eftir því, sem þeir halda að sé
vilji stjórnarinnar. Ráðgjafinn fer svo eftir þeirra
skoðun (!), sem ekki er þó önnur, en atlcvæðajátning
á hans eigin skoðun !! Ritstj.
1) En finnr inn háttv. höf. þess nokkur dæmi i
þingsögu íslands, að „allir inir konungkjörnu“ hafci
nokkru sinni fylgt neinu þvf máli fram, er ætla
mátti að stjórninni mundi miðr geðfellt ? Ritstj.
2) í almennum orðum er þetta all-áheyrilegt, en
æskilegt væri að höf. hefði viljað benda á, í hverju
breytingin er ósamþýðanleg „stjórnarformi" þvf,
sem nú er-—benda á það f inum cinstöku atriðum
í starfa-hring amtmannanna, en ekki í tómum
almennum orðatiltœkjum. Ritstj.
3) Hver eru þau rök helzt ? Eða hvernig getr
hún haft við rök að styðjast „frá sjónarmiði stjórn-
arinnar", ef hún hefir við engin rök að styðjast
„frá sjónarmiði11 þings og þjóðar ? Eða i hverju
eru þessi sjónarmið ólík ? Og eiga þau að vera
ólík ? Ritstj.
4) Engum dettr í hug að lá landshöfð. það. Sem i
að stjórnin hafði einnig neitað um sam-
þykki á prestakosningarlögunum; en mér
fanst þó að landsh. hafa á móti því máli
með mannúð og liprleik, eftir hans skoðun1
frá þjóðlegu sjónarmiði, fremr sem varasamr
maðr, sem hræddr er við breytingar, heldr
en sem eindreginn erindsreki stjórnar-
innar2.
þótt óg sé sannfærðr um, að prestakosn-
ingar séu, eins og og nú stendr, eitt af aðal-
skilyrðunum fyrir því, að kristilegt safnaða-
líf geti glæðzt og þróazt í landinu, þá déttr
mér ekki í hug að ámæla þeim, sem láta í
ljósi efasemdir sínar um happasælar afleið-
ingar af slíkri breytingu, einkum meðan
ekki fæst talsverð breyting á sambandi inna
eiginlegu kyrkjulegu mála við þau málefni,
sém að eins við koma inu ytra, efnalega á-
standi kyrkjunnar, eða á meðan ekki fæst
grundvallarbreytiug á stjórn kyrkjunnar yfir
höfuð.
II.
þegar menn hafa séð þingtíðindin og les-
ið þau rækilega og séð þar meðferð og af-
drif málanna á þinginu, þá eiga menn með
tilliti til þeirra mála, sem þingið hefir sam-
þykt, en stjórnin synjað staðfestingar, að
spyrja sjálfa sig: Á nú þjóð og þing að
umboðsmanns stjórnarinnar (þ. e. ráðgjafans) er
það skylda hans að bera fram skoðun ráðgjafans,
og ber hann enga ábyrgð á henni. Sjálfr getr
hann vel haft gagnstæða skoðun, en hana má hann
að eins koma fram með sem þingmaðr. par á
hann að fylgja sannfæring sinni. En vér ætlum
að hann hafi aldrei talað neitt um þessi mál frá
þingmanns-sæti sínu i efri deild; svo að vér vit-
um als ekkert, hver hans eigin skoðun er á mál-
unum. það hlýtr að geta komið fyrir, ef umboðsm.
stjórnarinnar á framvegis að vera þingmaðr, að
hann sem samvizkusamr þingmaðr verði að greiða
atkoœði gagnstœtt því, er liann tal'ar sem umboðsm.
ráðgjafa, því sem sjálfstæðr maðr hlýtr hann að
geta háft aðra skoðun. Alt öðru máli er að gegna
þar sem ráðgjafi sitr sjálfr á þingl, þvf hann hlýtr
ávalt að hafa sömu skoðun, hvort heldr liann tal-
ar sem þingm. eða ráðgjafi. — Öll þessi umboðs-
menska er annars mesta ómynd og aflægi. Ritstj.
t) Höf. blandar hér saman uniboðsmanni ráð-
gjafans og inum 2. konungkjörna þingmanni, sem'
alls ekki er vist að hafi sjálfr þá skoðun, er hann
verðr að hafa sem umboðsm. ráðgjafans. Sem slíkr
má hann ekki fara eftir sinni skoðun, heldr um-
bjóðanda síns; hann er' hans málsfærslumaðr og
ekki annað. Rit.stj.
2) Oss finst það vera hrein móðgun við svo
samvizkusaman og s'kyldurækinn mann, sem allir
vita að hr. landshöfð. er, að láta í ljósi, að hann
í þessu máli fremr en öðrum hafi brugðizt þeirri
embættisskyldu sinni, zð koma fram einmitt sem
„eindreginn erindsreki stjórnarinnar“. J>að cr
svo langt frá, að hann sé ámælisverðr fyrir það, að
hann gegni þessari skýlausu embættisskyldu sinni,
I að eininitt ið gagnstæða væri ámælisvert. Ritstj.