Þjóðólfur - 19.07.1884, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.07.1884, Blaðsíða 3
111 eftir miðjan dag 24. f. m. hafði Sverdrup fullmyndað ráðaneytið. 25. júní samþykkti konungr ið nýja ráðaneyti um miðjan dag, og var það út nefnt þann 26. kl. llf- f. m. Johan Sverdrup er forsætisráðherra og ríkisráðherra í Kristíaníu; Bichter (sem var general-konsúll í Lundúnum) er ríkis-ráð- herra íStokkhólmi; séra Jakob Sverdrup (bróðurson Joh. Sv.) og Stang ("býréttar- dómandi) skulu ásamt Bichter sitja í Stokk- hólmi, þá er konungr er þar. Sjálfr stýrir Joh. Sverdrup sjóliðs-málum og póstmálum að sinni, og svo til bráðabirgða endrskoðun- armálum (»revisions-departement«). /lrc-^ tander er innanríkis-ráðherra, Blix (pró- fessor í hebresku) kyrkju- og kenslu-mála ráðherra, Haugland (bóndi) fjármála-ráðh., Serenssen (héraðsdómari) dómsmálaráðh. og Daae (héraðsdómari) hermála ráðh. Bitt ráðherr-sæti var óskipað enn. Hafði það verið boðið Gade konsúl í Björgvin, sem er frjálslyndr vinstri-maðr, ágætismaðr og auð- maðr mikill, en hann hefir færzt undan,— Eins og nærri má geta eru hægri menn æfir og velja nú sumir konungi miðlungi kurteis- legar kveðjur.—það er á orði haft, að kon- ungi finnist mikið til um Sverdrup, Og þykir hann nú, er hann hefir kynzt honum, næsta ólíkr því, er hann hafði hugsað sér hann meðan hann þekti hann ekki nema af bak- tali ófrelsis- manna. jpað getr engum dulizt, að þau tíðindi, sem nú eru orðin í Noregi, eru in þýðingar- mestu, sem þar hafa til borið síðan 1814. það er nú orðið að úrslitum á stjórnarbar- áttu Norðmanna, að þingræðið er nú að fullu viðrkent þar í landi af stjórn og þjóð og mun svo verða upp frá þessu. Enginn maðr á þessari öld hefir haft slíka þýðing fyrir þjóð sína og slík áhrif á sögu hennar (og ef til vill allra norðrlanda), sem Joh. Sverdrup. Yér fjölyrðum hér ei meira um hann, en vísum til æfiágrips hans, er vér rituðum í þjóðv.fél. almanakið fyrir ár- ið 1882. Frumvarp Livius Smitts um þingsetu ráð- gjafanna er nú að lögum orðið (samþ. af þingi og staðf. af konungi). Danmörk. f>aðan er þau tíðindi að segja, sem miklu sæta, að nýjarkosningar til fólks- þingsins áttu sér stað 25. f. m., og höfðu þann árangr, er stjórnin og hennar sinnar munu vart hafa við búizt og sem henni koma ver en allt annað. 1 stuttu málier það að segja, að út um land standa flokkarnir eins og áðr: mótstöðu- menn stjórnarinnar mistu tvær þinghár, er þeir höfðu áðr haft (aðra með 16 atkv. mun af liðugum 1200 atkv.), en aftr unnu þeir aðrar tvær þinghár í staðinn.—En í Kaup- vtannahufn, sem hingað til hefir kosið tóma stjórnarsinna að kalla, brást nú ráðaneytinu fylgið fyrsta sinn. Kaupmannahöfn er 9 þinghár og Friðriksberg 1; af þessum 10 þinghám höfðu Estrúplingar 9 á sínu valdi (C. Hage í 7. þinghá var í mótfiokki stjórn- arinnar). En við kosningarnar nú náðu vinstri menn Friðriksbergs-þinghá og 4 af Hafnar-þinghánum, svo að andvígismenn stjórnariunar voru kosnir í 5 af 10 höfuð- borgar-þinghám. Mótflokkr stjórnarinnar hafði áðr 79 atkv. á þingi, en hefir nú 82; stjórnin hefir 19. TJm Færeyjarvita menn enn ekki. Mestr missir þótti hægri mönnum í hæstaréttar- assesor Rimestad og prófessor Goos. Rime- stad varð undir í 1. kjördæmi fyrir H. Trier, kandídat, en Goos í 5. kjörd. fyrir Holm skraddara-meistara; hann er sósíalisti. I 9. kjörd. var Hördum sósíalisti valinn, svo að sósíalistar hafa nú 2 fulltrúa á þingi, og er það í fyrsta sinni að þeirra flokkr hefir get- að kosið þingmann. —Nyhotm hæstaréttar- assessor (mótstöðumaðr stjórnarinnar) sigr- aði nú Steflénsen, »eyrnagizur« (»audit0r«) í kjöri á Friðriksbergi. Dr. Edv. Brandes endrkosinn á Langalandi með mörg hundr- uð atkvæða mun. Dr. Pingel kosinn í Ár- ósi í stað Ingerslevs. Bjornbak ritstj.kos- inn í Odder (í stað Dr. Winters). Mikið var um að vera í Höfn kjördaginn. Mitt undir kosningunni kom málþráðarfregn frá Noregi, að Sverdrúp væri orðinn forsæt- isráðherra, því að þetta varð sama daginn. Jók það ekki lítið á fögnuð vinstri manna. f>að munu eins dœmi nú heimsendanna á milli á hnetti þessum, að finna þingfrjálst land, þar sem stjórnin hefir eina 19 fylgis- menn f neðri málstofu þings, en 82 á móti, og ráðgjafarnir leggi ekki samstundis niðr völdin.—þetta á sér stað í Danmörku, og þá ekki að kynja þó sú stjórn, sem virðir þingræðið svona heima hjá sér, gjöri alþingi voru ekki hátt undir höfði. llolland. Ríkiserfinginn, prinzinn af Or- aníu, er dáinn, og þar með útdáinn karlleggr konungsættarinnar þar, nema konungrinn fjörgamall og heilsuþrotinn kominn að fót- um fram. Næst til yfirráða stendr nú son- ardóttir konungs, 4 ára barn. En sá er hængr á, að í hertogadæminu Luxemburg geta ríkiserfðir eigi gengið í kvennlegg. Frakklaild. f>ar er komin kólera til lands, bæði í Toulon, Marseille, Aix og fleiri borgum. Einnig hefir hún stungið sér niðr í ýmsum borgum í ítaláu. Hægt fer hún enn þá og mannalát af hennar völdum er enn lítið; en talið er víst, að ef hitar þeir haldist, sem nú gengu, muni hún breiðast út til flestra höfuðlanda álfunnar. — Kín- verjar hafa á ný rofið frið á landamærum Tonkins, og hafa Frakkar þegar átt þar or- ustur við þá, eigi allsmáar. En hvort úr þessu verði meiri ófriðr milli Frakka og Kínverja, eða það hjaðni niðr aftr, þykir enn óvíst. Látillll er í Danmörku norska skáldið A. Munch; hann var ekkert stórskáld, og aftrhaldsmaðr í skoðunum öllum ; var hann að mörgu sem lifandi fornmen frá liðinni öld. Reykjavík, 19. júlí 1884. ,— Á aukafundi í Bókm.fél. var í stað Dr. Jóns þorkolssonar kosinn forseti Björn rit- stjóri Jónsson (32 lögleg atkv.; Stgr. Thor- steinsson fékk 31, og að auki varð fyrir formgalla ónýtt eitt atkv. með Steingríms nafni; B. Olsen fékk 6 atkv. — 70 voru á fundi). Endrskoðunarmenn eru engir kosn- ir enn þetta ár. — Sóra Skúli á Breiðabólsst. endrkosinn í amtsráðið sunnlenzka; séra ísleifr á Arn- arbæli kosinn vara-amtráðsmaðr. •— »Craigforth« (skip Slimons) kom frá Skotlandi í fyrra dag; fór aftr í gær. Camoéns strandaði við Orkneyjar. Mönn- um og vörum bjargað; skipið ónýtt. — Enskt lystiship (eimsk.) frá London, 2200 tons, með 82 manns, skipstj. Lunham, kom hér frá Noregi í gær. Fer aptr 22. þ. m. AUGLÝSINGAR * samfeldu máli m, smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert ori 15 stata frekast m. öðru lelri eía setning 1 kr. tjrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd. Q júlí fann ég netahnút á svokölluðum vest- c'* urköntum, í hnútnum eru á að gizka 11 til 12 net, 4 stjórar, þar af einn merktur B. tvær kúlur merktar S.v. SELI og S. B. S. Réttir eigendr geta vitjað þessa til mín mót fundar- launum og borga þessa auglýsingu. Oseyri við Hafnarfjörð 14. júlí 1884. 248*] Grísli pórbarson. rá ensk regnkápa borin hvarf nýlega heim- an að frá mér. Sá, sem kynni hafa tekið hana í misgáti eða vita hvar hún er niðr kom- in, er beðinn að gjöra mér aðvart sem fyrst. Ártúnum, 14/7 84. 249*] Jón pórbarson. sem hefir tekið til handargagns sjal álands- kJ höfðingjatúngarðinum 15. þ. m. er beðinn að skila þvi í ísafaldarprentsm. mót þóknun. [250* "IJýsilfrbúinn tóbaksbaukr merktr á stéttinni J-4 E. I. (öfugt sem á signeti) týndist á Mos- fellsheiði frá Eellsenda austr að Keldum. Skil- ist til Eyvindar ísleifssonar, Skálholti, Biskups- tungum. [251* 3 hundar af íslenzku kyni, einlitir, verða keyptir á sunnud. 20. og mánud. 21. og vel borgaðir 253*] á skrlfstofu kjóðólfs. 252r.] Ágrip af reikningum sparisjóðs í Reykjavík, (frá stjórn sjóðsins). frd 11. júní 1881 til 11. desember 1881. Tekjur. 1. Eptirstöðvar 11. júní 1881: a. konungleg skuldabréf 72,000 „ b. skuldabréf einstakra manna ........... 146,155 „ c. sent til kaupa á kgl. skuldabrófum . . . 6,000 „ d. peningar .... 19,144 10 243.299 10

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.