Þjóðólfur - 12.08.1884, Qupperneq 1
Kemr út á laugard.morgna.
Verð árg. (50 arka) 4 kr.
(erlendis 5 kr.). Borgist í'yrir
15. júlí.
PJÓÐÓLFR.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komi til
útg. fyrir i. október.
XXXVI. árg. Reykjarík, friðjudagiim 12. ágúst 1884. Æ 31
Ávarp
til allra þeirra, sem vilja kaupa góða og ódýra
vöru. — Með því að ég hef gjört samband við einn
hinn esta og bezta klæðagjörðamann í Danmörku,
panta ég fatnað eftir teknu máli fyrir þá, sem þess
óska, og geta lysthafendr sjálfir valið efnið í fatn-
aðinn hjá mér, þar eð ég hef nægtir af sýnishorn-
um frá honum.
Fötin verða seld h.ér med sama verði og
í Danmörku ! Virðingarfylst.
Rvík 24/7. 84. oíóef
Pareð eg heíi komizt að pví, að menn
álíta að virðingu og trausti herra kaup-
manns Eggerts Gunnarssonar sé mis-
hoðið með greinum peim, erjeg ritaði um
hann í 6. og 9. tölubl. Þjóðólfs XXXVI.
árg., með pví par sé dróttað að honum
að hann hafi haft eðahaíi pann tilgang
að draga menn á tálar eða pretta pá í
viöskiptum, pá lýsi ég hérmeð yfir pví,
að sá var eigi tilgangr greina pessara,
pví ég hefi eigi ætlað Eggert Gunnars-
syni slíkt og ætla honum pað eigi enn.
Eg skal einnigtakapaðfram, að Eggert
Gunnarsson hefii' nú sýnt mér fullkomin
' skilríki fyrir, að ýmsar af sögum peim
um liann, erí téðum greinum standa,eru
hygðar á missögnum og ðsannar.
Tilgangr greina minna var sá einn,
að vekja athuga almennings á pví, að
mér virtist Eggert Gunnarsson sjálfr
reisa sér huröarás um öxl og almenn-
ingr setja ofmikið traust á megn hans,
en enganveginn sá, að rýra traust til hans
góða vilja og drengskapar, sem eg bæði
var og er sannfærðr um, og óska eg að
þessar greinir ekki spilli trausti manna
á heiðri hans eöa ráðvcndni.
Reykjavík 8. ágúst 1884.
f
Jón Olafsson.
Svar til Suðra.
---))«-
Ritstjóri Suðra hefr reynt dálítið til þess,
að andæfa grein minni um bókmenntafélag-
ið íslenzka, án þess að honum hafi tekizt að
hrekja neitt af því, sem þar var sagt, sem
heldr ekki var von til, þegar málstaðr-
inn er ekki betri, rökin ekki drýgri og per-
sónan ekki öllu beysnari að skoðanafestu og
sjálfstæði. Mér dettr ekki til hugar að
taka alla Suðragreinina fyrir, þótt það megi
tæta hana sundr og saman, heldr skal óg
leyfa mór að gera aðeins athugasemdir við
fátt eitt.
1. Ég skil mjög vel mun á tilgangi og
meðölum, og eins vel og Gestr Pálsson. En
hvort maðr segir, að tilgangr bókm.fj. sé að
menta alþýðu o. s. frv., með því að gefa út
þau og þau rit, eða tilgangrinn sé sá að
gefa út þau og þau rit, til þess að menta al-
þýðu, er í rauninni alveg það sama. Að
fjargviðrast út af þessu, er hólber hártogun,
til þess að geta þvaðrað eitthvað. En ég
ætla heldr að minna menn á það er í 1. grein
laganna segir um «mentun íslenzkrar þjóð-
ar» og heiðr hennar, sem Suðri talar ekkert
um. Með þessum heiðri, sem hér getr, hefr
ekki verið meint annað en heiðr hjá útlend-
ingum, en hvern heiðr félagið fái fyrir staf-
rófskver sín hjá þeim, þess hefir eigi orðið
vart enn. ELér getr ekki verið við annað
átt, en við þann heiðr, er vismdaleg rit veita;
það er eitt af frumtilgangi félagsins að vera
vísindalegt; því getr Suðri ekki neitað, eins
og allir sjá; en þó á þessi tilgangr ekki að
breytast (eftir síðustu orðum Suðra), og alt
f)Q að einsvera alþjóðlegt (0: óvísindalegt).
Hvernig Suðri kemst út úr þessari hugsun-
arkreppu, sem hann hefr alveg óvart flífkt
sig inn í, það getr hann hugsað um þangað
til næst. En það er ekki nóg.
2. Hr. Gestr er enn að tyggja upp «þá
gömlu og einföldu setningu», að alþýðlegt sé
ekki visindalcgt og vísindalegt ekki alþýðlegt,
og ræskir sig heldr en ekki út af því, að
geta sett hnykk á mig fyrir vanþekkingu
mína. En það eru til krókar á móti brögð-
um' stundum, og sumir falla enda á sjálfs
sín bragði, þótt glímnari só en Gestr. Setn-
ingin er auðvitað gömul, ón hún er meira—
hún er úrelt; hún er líka einföld, það er að
segja: heimskuleg. það ór sannleikrinn, og
hann hefr hr. Gestr þegjandi viðrkent, með
því að segjaekki eitt orð ámóti því dæmi, er
ég kom með til sönnunar, bók K. Maurers.
Og ég skal bæta þessu við. Rit eins ins
mesta heimspekings nú á tímum, Stuart
Mills, eru alþýðleg, þannig að öll alþýða
getr lesið þau sér til fulls gagns flest öll, og
það þarf meira mann en hr. Gest, til þoss
að neita því, að þau sé vísindaleg, þótt trú-
anda væri honum til þess. f>að er einmitt
nú komin sú skoðun á í «inum vísindalega
heimi» (sem hr. Géstr veit ekki af, því þang-
að hefr hann aldrei ómakað sig), að því al-
þýðlegra sem vísindarit er, því betra ór það;
að sameina hvorttveggja þetta, er sú stefna,
sem nú er ráðandi. Hinu neita ég als ekki,
að þau vísindarit geti verið til, sem ekki sé
við alþýðuhæfi, helzt í sumum einstökum
vísindagreinum, t. a. m. málfrœði.
3. Hr. Gestr segir enn, að «ekki þúsund-
asti hver maðr af öllum ísl. mönnum sé vis-
indamaðr»; hvaðan hefr hann þá speki? hvað
veit hann eða hver annar um slíkt? það eru
margir vísindamenn til í kotunum á Islandi,
sem aldrei hafa «lært»,sem lifa við fátækt og
andstréymi, og sem maðr veit ekkert um,
fyrr en löngu eptir lát þeirra sumra hverra;
ég gæti nefnt ótal slíkra manna.
4. Með tilliti til ástæðna minna með og
mót máli þessu, skal ég að eins skírskota
til greinar minnar, og skora á menn að bera
þær saman við Suðra orð, og rannsaka sjálf-
ir, hverjar sterkari og sannleikanum nánari
muni vera. Hver árangrinn af því muni
verða, er ég ekki hræddr um.
5. Hr. Gestr spyr mig, hvaðan ég viti,
að rnargir Islendingar þurfi œðri menntunar
við? Ég ætla öðrum eins sálarfrœðing og
Gesti, að vita slíkt, úr því að hann játar
sjálfr, að «íslenzk alþýða« (þar undir heyra
«lærðu mennirnir« líka) sé »in menntanar-
og fróleikfúsasta», En hvaðan veit hr. Gestr
það, að bókm.fj. mundi fá marga innlenda
félaga í stað útlendra, þótt félagið yrði nii
«alþýðlógt» í þeirri morking orðs þessa, er hr.
Gestr gefr því ? Er það sálarfræðisleg vissa
eða skáldspá eða hvað ?
6. Ekki fer betr fyrir herra Gesti með
tilliti til »vísindakraptanna«. Hann neitar
því nú, sem hann sagði áðr; það er líka
hægast, þegar 1 vaudann er komið; það er
að eins undir því komið, hvað undankoman
er heiðarleg með því móti, og þar um læt
ég lesendrna dæma. Ég hefi aldrei neitað