Þjóðólfur - 12.08.1884, Síða 3
123
í innganginum, sem er nálega jafnlangr
textanum, eru nákvæmar rannsóknir um
heimildarrit sagnanna. f>ar er og lýst hand-
ritunum og greinilega skýrt frá aðferðinni
við útgáfuna. Bönd og skammstafanir eru
prentaðar með sama letri sem það, ér ritað
er með fullum stöfum, og hefir útgefandinn
tekið fram, að þetta hafi verið gert sökum
prentkostnaðar, sem hefði orðið miklu meiri,
ef skammstafanir og bönd hefðu verið prent-
uð með breyttu letri. Að vísu hefði það vór-
ið œskilegra að lesarinn hefði átt kost á að
sjá, hvað ritað er fullum stöfum í handrit-
unum og hvað skammstafað er eða bundið ;
enn þó má ætla að rétt sé uppleyst bönd
og skammstafanir, því að útgefandinn hefir
fylgt þeirri réglu, að rita ið bundna eða
skammstafaða orð eins og ávalt eða oftast
er gert, þar sem ið sama orð er ritað full-
um stöfum. Útgefandinn hefir í inngangin-
um gert nákvæma grein fyrir aðferð sinni í
þessu tilliti.
Ið elzta og bezta handrit er eins og
áðr var sagt, alstaðar lagt til grundvallar,
enn orðamunr tekinn vir öðrum handritum,
og þar sem óvanalegar eða miðr réttar orð-
myndir standa í textanum, eru þær víðast
livar skýrðar ineð athugasemdum neðan-
máls. |>ó kunna fáeinir staðir að vera at-
hugaverðir, sem eg eigi finn að útgefaudinn
hafi gert neina athugasemd við, t. d. 33g7:
«at Ubbi hafi yfir sokn leiði hans», sem virð-
ist eiga að vera : «að Ubbi hafi yfirsókn y/-
ir leiði hans. 3664' «Ok er Rögnvaldr varir
sizt, þa ser hann». Mun eiga að vera: »ok er
Rögnvald varir sízt, þá ser hann«. Vara er
ópersónuleg sögn, sem hefir með sér per-
sónunafnið í þolfalli. Hér á því að standa
Bögnvald, enn eigi Rögnvaldr. 37 a—4: »|>ar
ertu, Karl keisari!« segir hann, »ok mun
ecki þar at ríða«. Hér vantar e k fyrir
framan e c k i : ok mun e k ekki þar at
ríða. 51r—8: því at sva hafa inir beztv
kavpmenn okinir merkvztv oss fra sagt,
at þeir hefði engi senn honum (iam) v e N
í né einu landi«. Fyrir v e N á að standa
v renan : at þeir hefði engi ( = engan) sénn
honum jamvænan. 74»—7: »þannig þotti
honvm solar lios bera, sem þetta land
mvndi liGia a enum yztvm heims iorðum«.
Fyrir io r ð vm virðist eiga að standa
j ö ð r u m : á enum yztum heims jöðrtim.
Jaðrar (=útkjálkar) heimsins er eðlilegt
orðtak ; en mér finst tæplega verða sagt:
inar yztu jarðar heims. 81si: »En
liann riðr a veisv eiNi eða diki«. Hér finst
mór eiga að stauda a t fyrir d, þvíað Kon-
ráðr roið aðeins at veisunni, en reið eigi d
veisunni eða yfir veisuna. 8526—27: »þv
lieríir rantekið boanda rnins«. Sögnin taka
stjórnar eigi eignarfalli, heldr þolfalli. Sögn-
in rántaka, sem að minni vitund að eins
hefir fundizt á þessum stað, stjórnar því að
líkindum einnig þolfalli. Hér hefir því lík-
lega eitthvert orð fallið út milli orðanna
rdntekit og bóanda, t. d. ríki eða lönd: þú
hefir rántekið lönd bóanda míns. Sbr.
1228 6 : »þa er þv tókst lond boanda minns#1.
123a8: »engi ma langa fagnað af illv fa.
Hér á líklega að standa langaw fagnað.
Útgáfa þessi, sem geysimiklum tíma og
fyrirhöfn hefir verið til varið, ber vitni um
mikla kunnáttu og mikla vandvirkni og ó-
þreytandi eljan útgefandans. Sami frœði-
maðr hefir áðr gefið út önnur íslenzk forn-
rit: Bandamanna sögu 1874, Geisla 1874,
Jómsvíkinga sögu 1875, Clarus sögu 1879.
f 84. JÓN þOEKELSSON, Dr. ph.il.
— í fyrra vor sendum vér undirskrifaðir
ýmsum málsmetandi mönnum áskorun um
að safna dálitlum samskotum í því skyni
að verja þeim til að kaupa fyrir einhvern
kjörgrip eða á einhvern annan hátt til sæmd-
ar landa vorum meistara Eiríki Magnússyni
í Cambridge, og skyldi það vera lítill þakk-
lætisvottr fyrir framgöngu hans og hvað
hann lagði í sölurnar fyrir land vort 1 hall-
ærismálinu. þessar áskoranir hafa til þessa
borið þann árangr, að nú eru til vor komn-
ar liðugar 300 kr. utan Reykjavíkr og
nærsveita; þetta virðist oss helzt til lítið úr
meginhluta landsins, sem svo mjög hefir
orðið aðnjótandi hallærisgjafanna; og eftir
að síðasta alþingi ekki lánaðist að taka í þá
lánbeiðslu meistara Eiríks, sem kunnugt
er af blöðunum, að fyrir því lá, öðruvísi
en svo, að þegar lánið loksins var veitt,
þóttist hann ekki geta verið þektr að því
að þiggja það, þá sýndist oss tvöföld nauð-
syn til bera, að sá þakklætisvottr, sem lands-
menn með þessum samskotum auðsýna
honum, verði sem sæmilegastr.
því viljum vér nú gjöra heyrum kunnugt,
að vér ætlumst til að þessum samskotum
verði lokið í haust og varið tilganginum
samkvæmt, og eru það því tilmæli vor, að
þeir, sem ætla að taka þátt í þessu, gjöri
það.áðr en október-póstskip fer héðan.
|>etta er inn komið til þessa dags:
1. til séra J>ór. Böðvarssonar : Kr, A.
úr Staðar-hreppi . 20 kr. » a.
úr Grímsnesi . . 14 —15 - 34 15
Flyt: 34 15
1) í handriti . einu af Bæringssögu í liandrita
safni ins islenzka bókmentafélags (í Sögusafni B
nr. It> a, 1^7. bl.) stendr: pú hefir meó röngu
tekið ríki bónda mins; i öðru handriti (Sögus.
B nr. 27, 160. bls.): þú hefir ránlega (ranglega ?)
tekið riki bónda míns.
2.
3.
Flutt:
til Stgr. Thorsteinssonar:
úr Gaulverjabæjar og Stokks-
eyrarhr. (Guðm. ísl.)30kr. »a.
úr Undirfellss. (H.E.) 7— »-
af Akrevri (Havsteen
amtm.) . . . 25 — »-
úr Svínadalshr.(J.P.) 7— »-
úr Reykholtss.(tf>.|>.)25— »-
frá Guðm.ísleifss.(aftr)2— » -
safnað af séra jporvaldi
á Melstað . . . 30 — »-
safnað af séra Svb. í
Holti ... 4 — »-
safn.af séra ArnaáRíplG— »-
til ritstjóra »|>jóðólfs« :
frá sr. Egg. Brím . 5—50 -
fráEinariáHöskuldsst.38 — »-
frá Finni á Kjörseyri 86 —69 -
Kr. A.
34 15
146
130 19
Samtals 310 34
Görðum og Reykjavík í ágúst 1884.
pórarinn Böðvarsson. Steingr. Tfwrsteinsson.
Jón tílafsson.
Nokkrar skálar,
sungnar í skógarför íslendingafélags i Khöfn
6. júlí 1884.
þey, þey, hér er alþing háð,
Munum nú umfram alt, í oss «þegnlega» syngi;
því að einskær öðlings náð
Okkur safnar á «löggjafar þingi».
Fjárlög fyrst vér semjum þá,
Flotann vér aukum ei og vor landher er
Gömlum góðkunningjum hjá [góður,
Geymast enn skal vor viðlagasjóður;
Olfusá fær ekki baun,
Eina krónu Svínahraun ;
Hér á hvert orð skylt við Njál.
Húrra, þetta sje fjárlaga skál!
f>ví næst það vor skipun er:
Nú skal brátt birta til bæði’ á landinu’ og
Bita feitan færum vér : [sjónum
Fjóra amtmcnn með 6000 krónum.
þegar amar ís og bál
Lífið þeir eiga í íslands börnum að teygja,
Lands- og laga-skólamál
Lifi örkumslað — bankinn skal deyja.
Svo er endað þetta þing,
það fæst engin framlenging.
Svei, svei! hálfrædd hundrað mál,
Hálfa þess vegna drekkum við skál.
Sfðast hér er öíþing háð;
Drekkum fast órfiöl, yrkjum hjartnæmar
Eftir barn af buðluugs náð [bögur
Borið andvana ’74;
Hér var holdi niður sáð1
I) Sbr. grafið í nefnd (þingmans orð).