Þjóðólfur - 12.08.1884, Síða 4

Þjóðólfur - 12.08.1884, Síða 4
124 Sálu því síðar mun senda upprisu dagur; Biðjum, birtist hann «af náð» Bjartur, heiður og ljómandi fagur — Að það hljóti heyrn og mál Heilskygn augu, vit og sál, Ósk þá hugur sendir heim, Húrra! skál fyrir unganum þeim. porsteinn Erlingsson. Svar til ritstjóra „Suðra“. þegar ég las greinarspotta þessa manns í 10. tölublaði 2. árgangs «Suðra», varð eg fyrst sannfærðr um, í hve léttu rúmi hann lætr sér liggja að bera fram fyrir lesendr sína óhróðr um menn og helber ósannindi, ég hirði ekki um að tilgreina öll þau ósann- indi og ranghermi, sem mannskaðagreinin í2. tölublaði »Suðra« hefir inni að halda, en ein- ungis geta þess, að þau mun mega finna 20 sinnum í nefndri grein, því bæði er það nú orðið alkunnugt mál, og að öðru léyti þarf ekki annað en bera saman Isafoldar og þjóðólfsfréttirnar um sama efni. Orsökin til þess, að þetta svar er ekki fyrir löngu út komið, er sú, að kunningi og skólabróðir rit- stjórans hefir dvalið hér á Akranesi í vetr, annars vil ég ekki eiga í blaðadeilum við nokkurn vandaðan mann, og naumast við ritstjóra »Suðra», um þetta efni. Vottorð áreiðanlegs manns máli mínu til sönnunar, fylgir hér með hvað viðvíkr heima- veru ritstjórans á þeim tímum er hann aug- lýsir í blaði sínu. Litla-Teig 3. júní 1884. Ólafr Bjarnason. Að ég undirskrifaðr hefi komið heim í hús það, er ritstjóri Suðra auglýsir að hann búi í, 3 sinnum, nefnil. 6., 7. og 11. febr. næstliðinn, án þess, að geta fundið harn heima á tímabilinu kl. 3—4 e. m., er ég reiðubúinn að sanna. Sjóbúð á Akranesi 3. júní 1864. Árni Magnússon, í 13. No. „J>jóðólfs“ þotta ár hefir einn greindr og fyndinn meðlimr Stokkseyrarhrepps fundið köllun hjá sér til að frœða landa sína um aðgjörðir hreppsnefndarinnar í téðum hreppi í greinarkorni nokkru, sem hann kall- ar : „Kosningarsaga úr Stokkseyrarhreppi’*. það er útlit fyrir, að greindarhöfundr |)essi hafi sjálfr viljað komast inn í nefndina, en hrugðizt vonin, og því fundið það snjallasta ráðið, til að svala gremju sinni, að gjöra að- gjörðir nofndarinnar som ískyggilegastar í aug- um almennings, og það ekki einungis gjörðir nefndarinnar, hcldr hreppsbúa yfir höfuð. Sök- um þess að grein þossi er svo troðfull af rang- færslum, getsökum og ósanninduiú, finn ég mig knúðan til, að biðja yðr herra Ritstjóri að tilkynna mér nafn höfundarins, jafnframt og þér taldð línur þessar í yðar heiðraða blað, svo mér gefist tækifæri til, að hreinsa mig og hreppsbúa mína frá þessum óhróðri. Stóru H&eyri 24. april 1884. G. lsleifsson (hreppstjóri). Reykjavík 12. ágúst. — Með skipi, sem kom frá Englandi í fyrri nótt, fréttist, að lcólera væri komin til Liver- pool (þó sagt að hún hafi þar engri útbreiðslu náð pnn). — í ísafoldarprentsm. er nú verið meðal ann- ars að prenta: Ljóðmœli séra Mattíasar Joehumssonar (á kostnað Kr. 0. þorgrímssonar). „Iöunni“ (tímaritið) 2. og 3. hefti. pýzka lestrarbólc með orðasafni eftir Stgr. Thorsteinsson. — í prentsm. Sigm. Guðmundssonar er vorið að prenta: Hugvékjur frá vetrnóttum til langaföstu eftir séra Jónas Guðmundsson á kostnað Kr. Ó. þor- grímssonar. Dönsk lestrarbók Stgr. Thorsteinssonar, 2. útg. mun vera um það leyti fullprentuð í sömu prentsm. á sama forlag. — Eptir því, sem vér höfum frétt, ltvað hr. Einnr Jónsson, málfræðingr í Khöfn, sem göð- kunnr er lesendum „Skuldar11 og „þjöðólfs“ hafa í hyggju að dispútéra fyrir doktors-nafnböt við háskólann; kvað ritgjörð hans liafa fengið inn bezta dóm hjá háskólanum, og vera nú í prent- un. Sagt er að háskólinn eigi von á bannfœr- ingu hjá Gesti og Magnúsi, ef hann dirfist að veita Finni vísindanafnböt. GrUfu -seglskij). í Ameríku hafa ný- lega verið gerðar tilraunir með seglskip, sem útbúin eru með skrúfu og gufuvél þannig að þau eiga að geta neytt gufukraptarins í logni eða þegar á liggr að bjarga sér. þau eru kölluð «Auxiliary steam vessels« og er til- gaugrinn með þessi skip að fylla út eyðu þá, sem orðin er á milli inna miklu gufudreka úthafsin's og inna algengu seglskipa. Að vísu hafa tilraunir þessar ekki enn þá tekizt fil fuls, en svo mikið þykir fullsannað, að slík skip megi útbúa án afar mikils kostn- aðar og þó með nægum gufukrapti til að ná inu fyrgreinda augnamiði. 1 Bath (Maine) hafa verið smíðuð tvö gufu-barkskip til lang- ferða, og af þeim hafa menn séð ófullkom- leika þá sem enn verðr við að gera, þriðja gufu-seglskipið hefir verið gert til skemri ferða til Vestindía, og kvað hafa gefizt all vel. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orí 15 slafa frekast m, ö3ru lelri eða selning 1 kr. [jrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd, Eftir skýrslu hlutaðeigandi sýslumanns hefr ýmislegt brak og tunnur, sumar með matvcelum, sumar tómar, frá skipi sem siikk við Vestmanneyjar aðfaranóttina hins 6. apríl p. á. borið á land þar á eyjunum cða verið bjargað á floti. Á vogrelcum þessum voru ekki önnr serstakleg einkenni, en að orðið »Bordea,ux« stóð á tveimur rauðvínstunnum og orðið «Dunkerque» á nokkrum brauðtunn- unum; en eftir því sem fram er lcomið ipróf- um er haldin hafa verið til upplýsingar um • áðrnefnda skiptapa, virðist vafalaust, að ið sokkna skip hafi verið frakkneskt fiskiskip, og nokkur líkindi til, að það hafi borið mark- ið D 84. Eigendr þessara vogreka innkallast hér með með árs og dags fresti samkvcemt lögum um skipströnd 14. jan. 1876, 22. gr. til þess að sanna fyrir amtmanninum í suðramtinu eign- arrétt sinn til vogrekanna, og taka við and- virði þeirra að kosfnaði frá dregnum. Islands suðramt, Beykjavík 26. júlí 1884. Magnús Stephensen, settr. Proclama. Samkvœmt opnu bréfi 4. janúar 1861 og lög. 12. apríl 1878 er her með skorað á alla þá, sem telja til skulda eftir faktor L. sál. Larsen, er druknaði 26. þ. m., að gefa sig fram og sanna skuldir sínar fyrir skifta- ráðanda hér, innan árs og dags frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Bœjarfógetinn í Beykjavík, inn 81. júlí 1884. 2-jzr.] E. Th. Jónasscn. Proclama. Samkvœmt opnu bréfi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hér með skorað á alla þá, er til skulda eiga að telja eftir skólakennara Sigurð sál. Sigurðarson, sem drukknaði 26. þ. m., að gefa sig fram og sanna skuldir sínar fyrir skiftaráðanda hér innan árs og dags frá síðustu birtingu þess- arar auglýsingar. Bœjarfógetinn í Beykjavík, 31. júlí 1884. 273r.] E. Th. Jónasscn. Her með cr iillum, að undanteknum lóðs- ínum, bannað að fara vt í skip, er hingað koma frá útlöndum, áðr en lögreglustjórinn hefir fengið vissu fyrir, að engin sóttncem veiki sé á skípinu. Hver sem brýtur þetta bann, verðr sektaðr. Bœjarfógetinn í Beykjavik hinn 9. ágúst 1884. 285r.] E. Th. Jónasscn. júní síðastliðinn týndist á veginum frá Kotferju fram að Óseyrarnesbrú gul olíukápa skósíð lítið brúkuð með þremur vös- um. Einnandi er beðinn að skila henni tíl undirskrifaðs gegn fundarlaunum. Flóagafli 4. ágúst 1884. 282*J Guðmundr Magnússon. Með gufuskipieu Romny 30. júlí hef ég feng- ið byrgðir af nýrri kramvöru af ýmsum tegundum, frá Englandi, og sel eg vörurnar með svo vægu verði, sem unt er. Komið sem fyrst og kaupið, tíminn sem ág ^el hér, er þeg- ar á enda, þar eð óg flyt héðan burtu. (lleymið eltki hinu ágæta Overheadsmjöli, sem hvergi fæst betra cn hjft mér, pd. kostar 11 aura. Reykjavik 5. ágúst. 1884. 283*) Finnr Finnsson. ýsilfurbúin svipa fannst fyrir nokkru á al- faraveginum nálægt Bústöðum; réttr eig- andi má vitja hennar til mín. •Tóh. Böðvarsson, trésmiðr 281*] á Vciðilæk i þverárhlíð. Eigandi og ábyrgðarm.: Jón Olafsson alþm. Skrifstofa: á Bakarastíg við hornið á Ingólfsstræti. Prentaðr i prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.