Þjóðólfur - 18.08.1884, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.08.1884, Blaðsíða 1
Kemr út á laugard.morgna. Verð árg. (50 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. PJÓÐÖLFR. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komi til útg. fyrir I. október. XXXVI. árg. Reykjavík, Mánudaginn 18. ágúst 1884. Æ 82 Svar til „Suðra“ um kyrkjumál. í io. tölubl. af öðrum árgangi Suðra stendr grein með fyrirsögninni: Svar upp á grein séra Lárusar Halldórssonar í 119. og 120. bl. Fróða. Áðr en ið eiginlega „svar“ byrjar eru alllangar inngangshugleiðingar, þar sem mér meðal annars er brugðið um útúrsnúning og að ég hafi ekki þann tilgang með greinum mínum að leiða sannleikann í ljós í kyrkjumálinu. J>etta og þvílíkt eru venjuleg vopn annara eins höfunda eins og Suðra-höfundar- ins; en mér gjörir það als ekkert, í hvaða tilgangi hann telr greinir mínar ritaðar; ætla og, að hver sem ber sam- an þessa nýju Suðra grein við það, er ég hef ritað í Nf. og Fróða, muni finna eigi færri útúrsnúninga, eigi minna af „hnútukasti“ í henni en í greinum mínum. Ég ætla að Suðrahöf. muni vera æfðari enn ég bæði 1 að kasta hnútum og naga hnútur; ég ætla als eigi að reyna mig við hann í þeirri grein, en með fáeinum athugasemdum skal ég sýna, að þótt hann kunni að hafa ritað svar sitt í þeim tilgangi að „leiða sannleikann í ljós“, þá hefir það gjörsamlega mistekizt, enda virðist greinin eigi „bera með sér“ neinn slík- an tilgang. þ>að má sjá, að höf. hefir gramizt að ég skyldi gjöra gys að lögfimi hans 1 setningunni: segja sig úr lögum við lögin nema með nýjum lögurn, en til að fá þau lög hefir ekkert verið gjört á löglegan hátt. En hann rangfærir, þar sem hann segir, að ég hafi kallað það „djörfung eða réttara að segja fífldirfsku11 að komast þannig að orði (eða að „slá um sig“ með lögun- um). f>að sem ég kallaði djörfung o. s. frv. var, að' telja þýðmgarlaust að segja sig úr þjóðkyrkjunni, en jeg tók skýrt fram í grein minni, að það væri sitt hvað að ganga úr þjóðkyrkjunni og „að segja sig úr lögum við lögin“. Ég get ekki gjört að því, þó Suðri á- líti það vera ið sama; þann reyk get ég ekki vaðið með honum, á því hundavaði get ég ekki farið með hon- um (svo að ég hafi hans eigin orða- tiltæki). fað er annars merkilegt að Suðri, sem virðist vera ið stjórnhollasta af blöðum landsins, skuli enn halda fram annari eins vitleysu eins og þeirri, að Reyðf. hafi ekki með löglegu móti get- að sagt sig úr þjóðkirkjunni, og geti ekki („als ekki“!) heimfært til sin 47. gr. stjórnarskráarinnar (um óskert borgaral. réttindi), þar sem hann þó hlýtr að vita, að ráðgjafi konungs hefir gefið gagnstæðan úrskurð; eða hefir hann ekki lesið stjórnartíðindin ? En þetta er þó ekki merkilegra heldr en sumt annað í grein Suðra, t. a. m. þar sem hann vill fræða menn um, að i 47. gr. stjórnarskráarinnar sé með orðinu „réttindum11 als eigi áttvið eignarréttinn! Honum verðr ekki ílt fyrir hjartanu af öllu, þeim sem hefir hug til að bjóða lesendum annað eins og þetta. Mun nokkur telja sig hafa „Adgang til den fulde Nydelse af borgerlige og politiske Rettigheder11 (svo að ég hafi orð danska textans, er Suðri byggir á), ef hann hefir ekki óskertan eignarrétt? f>ar þykist Suðri ná sér niðri, er hann getr komið við setningunni: „Eng- inn má neins í missa af þjóðlegum eða borgaralegum peningum o. s. frv.!!!“, er hann gefr út sem minn skilning á 47. gr. stjórnarskrárinnar. (Enginn má neins í missa af þjóðlegum og borgara- legum réttindum o. s. frv.). Ekki vant- ar háðsmerkin á eptir þessari klausu; en því miðr mun flestum öðrum en Suðra sjálfum finnast hún harðla busa- leg. Hér lendir saman hjá höf. mis- skilningi og álappalegum útúrsnúningi. Misskilningrinn er þar í fólginn, að hann þykist geta eignað mér þá hugs- un, að peningar séu réttindi; útúrsnún- ingrinn kemr fram í því, að þó ég hefði sagt, áð peningar væru réttindi, þá gefr það enga heimild til að setja orðið „peningum11 í stað orðsins „rétt- indum11 í inni umræddu grein stjórnar- skráa'rinnar. Eg er höf. samdóma um að peningar séu ekki réttindi, því síðr = réttindi eða réttindi, eins og hann vill láta skiljast að ég hugsi mér („Geti nú séra L. eigi skilið annað en peninga við orðin „þjóðleg og borgara- leg réttindi o. s. frv.“), með hvaða rétti getr hver sá séð, sem les orð mín í Fróða. Sú hugsun, er ég „vildi gjöra hlægilega11, var eigi orðin sem Suðri tilfærir, heldr ályktunin í heild sinni, sem var þannig: 1. stærri forsetning (propositio major): enginn má neins í missa af þjóðl. og borgaralegum rétt- indum, 2. minni forsetning (propositio minor): peningar eru ekki réttindi. Báðar þessar setningar hefir Suðri rannsakað og réttar fundið, og álítr því að hann gjöri rétta ályktun með orðunum: f>eir mega gjarnan missa peninga sína þessir góðu fríkyrkjumenn. f>essa ályktun þarf ekki að „gjöra hlægilega11; hún er hlægileg. En hvað kemr til að ályktunin verðr röng, þó báðar forsetningar séu réttar? þ>að kemr af, að forsetningarnar eru ósam- kynja; þær þurfa ávalt að vera sam- kynja, að öðrum kosti stoðar eigi þó báðar séu réttar út af fyrir sig. Á þessu vara klaufar sig ekki ætíð, og búa því stundum til aðrar eins álykt- anir eins og þessa, er ég lét „vaka fyrir þessum forvígismönnum þjóð- kyrkjunnar11. En þótt peningar séu ekki rétt- indi, þá eru það réttindi að mega afla peninga.eiga þá, ráða þeim (atvinnuréttr, eignarréttr)l, auk þess sem peningar eru bæði skilyrði fyrir réttindum og nauð- synlegt meðal til að geta hagnýtt sér réttindi. Ég hafði sagt í Fróða, að það væri ótilhlýðileg takmörkun á eignar- réttinum, ef menn væru skyldaðir til að gjöra fjárframlög til félags (í þessu tilfelli þjóðkyrkjunnar), sem þeir vilja ekki vera í. þ>essu svarar Suðri með tvennu móti; fyrst á þann veg, sem ég hef áðr áminnzt, að í 47. gr. stjórnar- skráarinnar sé með orðinu „réttindum11 1) Eins ei* t. a. m. atvinna, hjónaband, skóli, embætti ekki réttindi; en að mega leita sér atvinnu, ganga í hjónaband, fara i skóla og fá embætti, það eru réttindi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.