Þjóðólfur - 18.08.1884, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 18.08.1884, Blaðsíða 4
128 hann ekki svo mörgum dropunum. En aum- kunarverðr yrði hann þá fyrst, ef hann þyrfti að fá „vikadrenginn11 til þess að þerra af sér svitann. Svo framarlega, sem mér hefir sýnzt rétt í því og sýnist rétt 1 því enn, að fátækri alþýðu stæði voði af því að fleygja tryggingarlaust eign- um sínum að láni í hendr Eggerts, sem virðist ganga þvi næst að vera öreigi og sýnir að hann getr ekki upp fylt skuldbinding- ar þær, sem hann tekst á hendr — svo sann- arlega var það skylda mín sem blaðamanns, að aövara almenning, eins og ég gjörði. En svo framarlega, sem ég var sannfærðr um, að brigðmælgi hans í skuldaskiptum staf- aði af ráðleysis-braski hans og getuleysi, en als ekki af hrekkvísi — svo sannarlega var það skylda mín sem ærlegs manns að tortryggja elcki drengskap hans eða ganga ekki prívat- persónu hans of nærri. Og ef eitthvað í grein- um mínum um hann var svo ófimlega eða gá- lauslega ritað, að það yrði skilið á pann veg (ög blaðagreinar hafa þeir, sem mikið hafa að starfa, sjaldnast tíma til að lesa yfir aftr, hvað þá heldr að vega hvert orð), þá var það sjálf- sögð skylda mín bæði sem blaðamanns og manns, bæði við sjálfan mig, Eggert og lesendr mína, að lýsa yfir því, að sá hefði ekki verið tilgangr minn. 'þetta er alt og sumt, sem ég hefi gjört. J>eir, sem láta sér um munn fara, að ég hafi misboðið virðingu blaðs míns með þessu, sem ég áleit vera að gjöra skyldu mína, þeir hafa aðrar hugmyndir um sóma og ósóma, en ég hefi. En hversu sem það er; ég er nú orðinn heldr roskinn til að fara að læra alveg nýtt siðalögmál, og að minsta kosti mun ég seint fara að ganga í skóla til þess hjá þeim, sem aldrei hefir kunnaö aö skammast sín. 16/8. Jón (Mafsson. Rvík 17, ágúst. Ný ey við íteykjanes. Yit.avörðrinn á Reykjanesi, herra Jón Gfunnlaugsson skipstjóri, hefir skrifað ísafold 1. þ.m.: „Inn 26. f. m. (júlí) gékk ég Kér upp á svo kallað bæjarfell með kíki og var að skoða sjó- inn, mér til skemtunar, og sýndist mér ég sjá skip norðvestr af Eldey (Melsækken), en sýnd- ist það furðu stórt; dró ég sundr kíki minn, og sá fljótt, að þotta or eyja, stærri en Eldey, á að gizka hér um bil 3 mílur norðvestr af Eld- ey. Hefi ég skoðað hana á hverjum degi og er hún alt af mcð sömu ummerkjum og þegar ég sá hana fyrst. Jetta hafa einnig séð kunn- ugir menn í Höfnum hjá mér í kíki“. J>að hefir borið oft við áðr, að landi hefir skotið upp fyrirReykjanesíí eldgosum,sem hafa verið þar alltíð. Sálmabókarnefndin hefir nú lokið starfi sínu að mestu. Von til að ný sálmabók komi út næsta ár. Tíðarfar. Síðustu viku hefir gengið hér mikil rigning yfir, og veldr vafalaust miklum spilli á heyjum manna. Yfir höfuð hefir þessi mán. verið óþurkasamr allr hér. Austan fjalls hefir sumarið verið vætusamt síðan fyrstu vikur túnasláttarins. Undir Eyja- fjöllum (og þar austr af?) hefir verið megnasta óþurka-tíð, svo að til vandræða horfir með hey- nýting manna. Norðan úr Vatnsdal er ritað í bréfi dags. í fyrri viku, að nýting hafi verið og sé þar góð, en grasvöxtr afbragð,verði því heybirgðirþarmeð mesta móti. Kvarta menn þar mest undan skepnufæðinni og því, að hvergi fáist kind keypt. Móðir á leiði barns. Lag : Jag vet en halsning mera kár. Mitt elsku barn, minn ástkær son, sem unni óg svo heitt, mín hjartans unun, ást og von, mitt auga stanr þreytt, en sér ei nema sorg og böl, þig snerti dauðans kalda hönd, :|: svo þú varst lagður lík á fjöl við lága marar-strönd. :|: Ég kent hefi oft á kulda lífs og kvala sárum harm og beiskann drukkið hikar kífs og borið votan hvarm ; ei lífið hefir látið mér ég lífsins þekti svik og tál; :|: en heimsins vizku hulið er, hve heitt min brennur sál. :|: Við frostél lífsins fækka tár, en feginn vildi eg nú af veikum ki'öftum væta brár með viðkvæmni og trú. Ég deili ei við drottinn minn, því drottinn sá nú hentast þér :|: að hefjast strax í himininn, en hrekjast ei hjá mér. :|: Ó, kæri son, ég kveð þig nú með klökkum ástar róm, á legstað þinn ég lít með trú og legg þar þetta blóm, en þegar endar æfin mín ég aftur vona þig að sjá; :|.: mér aldrei gleymist elska þín, ég ætíð mun þig þrá. :|: AÚGLÝSINGAR í samfeldu málí m. siuáletri tosta 2 a. (fakkaráv, 3a.) hvert orá 15 stata frekasl ia. öðru letri e5a setninj 1 kr, Ijrir Iminlunj dálks-lengdar. Borgun út i hönd. Eftir skýrslu hlutaðeigandi sýslumanns hefr ýmislegt brak og tunnur, sumar með matvœlum, sumar tomar, frá ski/pi sem sökk við Vestmanneyjar aðfaranóttina hins 6. apríl þ. á. borið á land par á eyjunum eðaverið bjargað á floti. Á vogrekum þessum voru ekki önnr serstakleg einkenni, en að orðið nBordeauxu stóð á tveimur ratiðvinstunnum og orðið «Dunkerque« á nokkrum brauðtunn- unum ; en eftir því semfram er komið ípróf- um er haldin iiafa verið til upplýsingar um áðrnefnda skiptapa, virðist vafalaust, að ið sokkna skip hafi verið frakkneskt fiskiskip, og nokkur líkindi til, að það hafi borið mark- ið D 84. Eigendr þessara vogreka innkallast hér með með árs og dags fresti samkvœmt lögum um skipströnd 14. jan. 1876, 22. gr. til þess að sanna fyrir amtmanninum í suðramtinu eign- arrétt sinn til vogrekanna, og taka við and- virði þeirra að kostnaði frá dregnum. Islands suðramt, Beykjavík 26. júlí 1884. Magnús Stephensen, 264u] settr. (Leiðrétting). Jeg hefi við nánari athugan orðið þess var, að þar sem gefið er skyn í grein minni um þetta efni í síðasta „f>jóðólfi“, að ummælunum f Rithöfunda- talinu um útgáfur „Lilju“ hafi verið breytt frá því, sem í handriti minú stóð, án mins vilja og vitundar, þá er þetta ekki rétt. Jeg hafði af vangá litið í annað handrit hjá mérafþessum kafla ritsins heldr en það sem prentað var eftir. Handritið, sem ég lét prenta eftir, þaö var alveg samhljóða því, sem prentað stendur í Ríthöfundatalinu á áminztum stað þ. e. orðið „rétt“ vantaðí inn í og eins stóð þar „síðustu“ fyrir „fyrstu". Mér þykir illa farið, að ég hefi haft saklausa fyrir rangri sök i þessu efni, og bið þá afsaka vangá mína. Reykjavík 9. ágúst 1884. Jön Borgfiröingr. Til fríkyrkjunnar í Reyðarfirði er enn fremr inn komið á skrifst. „J>jóðólfs“ frá Guðm. Guðmundssyni á Auðnum.................10 kr. Erá Sveinb. fórðarsyni, Sandgerði . . . 10 — Samt. 20 kr. Með þeim áðr innkomnu ........... . . 122 — Als innk. á skrifst. Jtjóð. 142 kr. Alpýðu- og gagnfræðaskólinn í Flenshorg. þeir, sem cetla sjer að koma piltum á alþýðu- og gagnfrœðaskólann i Flensborg við Hafnar- fjörð á komandi vetri, eru beðnir aðsækja um skóla handa þeim til undirskrifaðs eða skóla- nefndarinnar í seinasta lagi fyrir 20. sept. næstkom. Flensborg við Hafnarfjörð 11. ág. 1884. 286r.] Jón j»órarinsson. Det kongelige octroierede Brandassu- rance Compagni i Kaupmannahöfn tek- ur dhyrgS á vörum og innbúi (Meubler) alstaðar d íslandi, og svo húsum, nema í Reykjavík við J. P. T. Brydes-verzl- un i Bcykjavík. ___________ 287^] úmgóður bær fæst til sölu eða leigu eftir þv* sem um semur. Ritstjóri þessa blaðs vísar á[z88* Aveginum frá Öskjuhlið inn a<V Bústöðum hefir fundizt beizli og svipa; iná eigandi vitja þess til leturgrafara Árna Gíslasonar í Reykjavik, gegn hæfilegum fundarlaunum og auglýsingarborgun.[289* Eortepiano gallalaust, nokkuð brúkað, er til sölu hér í Rvík. Ritstjóri vísar [29or. Xjeiðrótting: í síðasta bl., 123. bls. 3. dálki stendr: „safnaö af séra Sveinbirni í Holti“, en á að vera: „ffjöf frá sr. Svh. í II.“ Eigandi og ábyrgðarm.: Jón Olafsson alþm. Skrifstofa: á Bakarastíg við hornið á Ingólfsstræti. Prentaðr í prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.