Þjóðólfur - 06.09.1884, Page 2

Þjóðólfur - 06.09.1884, Page 2
134 Er það gleðilegr vottr um að vorir færeysku brœðr sé að vakna til sjálfstœðara mann- dóms, er þeir hafa haft manndáð og einurð til að ganga nú í andvígislið innar leiðu stjórnar er ná húkir að völdum í Dan- mörku. Eru það þá als 19 hræður, sem ráðaneytinu fylgja nú á ríkisþinginu, og hafa þar af einir 17 atkvæðisrétt, er þingið kemr saman 1 haust þar til er útkljáð er um gildi inna tveggja kosninga, er rengdar hafa verið. Vér höfum áðr getið þess, að Sver- drúp stjórnarforseti frá Noregi var á ferð í Danmörku og hóldu danskir frelsismenn honum mikla og veglega fagnaðarveizlu 6. f. m. (sama dag sem þjóðhátíðin var á þing- velli 1874). Voru þar nær allir þingmenn af andvígisfiokkum stjórnarinnar, svo og sendir fulltrúar úr fiestum héruðum í Dan- mörk og fjöldi Norðmanna og Svía, er þang- að sóttu af þessu tilefni. Mátti þar kalla samankomið mikið mannval af öllum Norðr- löndum, og var mikið um dýrðir og ræðu- höld snjöll; tjáðu menn þar Sverdrúp holl- ustu sem fremsta afreksmanni frelsisins á Norðrlöndum.—Islenzkir stúdentar sendu honum svo hljóðandi þráðmáls-ávarp : „pess viljurn vér fullvissa yör, aö einnigvorri fámennu þjóö hafa glaöar vonir glœözt viö fregn- ina um, hvaö þér hafiö áorkaö á voru forna œtt- landi, og óskum vér undirritaöir í nafni hér- verandi íslenzkra stúdenta, aö votta yör, tigni herra, einlœgt fylgisþel vort og hjartanlegar ham- ingju-óskir á þessum degi, er jafnan mwn veröa fríör minningar-dagr í frelsis-sögu inna nor- rœnu þjóöa". Fengu þeir aftr svohljóðandi bréflegt svar með eiginni hendi Sverdrúps : „Inum íslenzku stúdentum, sem sf/nt hafa mér þann heiör, aö ávarpa mig, óska ég aö votta þakklæti mitt. Heillaóskir þeirra eru mér því kærkomnari, sem þær eru nálega sem rödd heim- an frá œttjöröu minni. Ilvert norskt heimili kannast viö frœndsemi sína viö sögulandiö, og in sameiginlega svipmikla fornöld hefir vakiö hjá oss hlýleik þann, er aldrei mun bregöast, til þeirrar frændþjóöar vorrar, er ncest oss stendr allra. paö veit ég fyrir víst, aö ég jmœli hug allra landa minna, er ég tjái yör, herrar mínir, þá ósk, aö feöra-ey yöar megi bjarta framtíö fyrir höndum eiga og ávalt skipa soemdar-sœti meöal norörlanda, er öll sé frjáls, samþykk sín á meöal og þannig sjálfstœö og voldug. Joh. Sverdrup“. — Inum alþjóðlega læknafundi í Kaup- mannahöfn var slitið 16. f. m. og hólt Wir- chow frá Berlín prófessor skilnaðarræðuna. Fyrirlestra höfðu meðal ýrnsra annara hald- ið Pasteur frá Frakklandi, Wirchow ogpróf. Panum (danskr). Næsta læknafund allra þjóða er ákveðið að halda 1887 í Washing- ton, höfuðborg Bandaríkjanna í Vestrheimi, enda sýndu læknar þaðan þá eindæma rausn af sér, að bjóða ókeypis far um Atlantshaf aftr og fram þeim Norðrálfu-læknum, er fund þann sœtti. jpykir þetta sýna sem flest annað, að »enginn sé Kára líkr» þegar um stórlæti og risnu Bandaríkja er að tala. England. — Ríkjafundrinn mikli í Lund- únum (konferenzan) endaði svo, að alt sam- komulag fór út um þúfur. Eýikum var það fulltrúa Engla (Granvillé) og Frakka (Wad- dington), sem lenti þar saman. Studdu þjóðverjar að sögn kröfur og málstað Frakka, og þótti flestum undarlegt. Mikil gremja er í alþýðu allri á Englandi yfir því tiltæki lávarðanna (efri málstofu) að hafoa rýmkun kjörgengislaga. Hafa misþykkjufundir verið haldnir um alt land út af því. Gladstone kvað nú hafa af ráðið, að nefna út 50 lávarða nýja af flokki frelsis- manna, ef á þarf að halda. Er sagt að Breta-prinz (pr. af Wales) sé þess mjög eggjandi. Ef það verðr gjört, þá eiga lögin víst fram að ganga í lávarða-deild þingsins. Northbrooke lávarðr, sjómálaráðhérra Engla, er nú skipaðr fulltrúi Englands í Egiptalandi með fullu umboði stjórnarinnar til að fjalla um fjármál landsins og ráða fram úr þeim vandræðum öllum. Frá þessu skýrði Gladstone undirhúsinu (neðri mál- stofu) skömmu áðr en þingi var slitið (í á- gúst). þykist Gladstone nú frjálsari hendr hafa, síðan er Lundúna-fundinum sleit við erindisleysu. Northbrooke er sagðr maðr ágætr. Á sama fundi veitti þingið (neðri málst.) 300,000 pd. til herferðar til Sudan, til lið- veizlu við Gordon hershöfðingja. — Annars eru fregnir þar sunnan að ekki góðar. Mah- díanum verðr gott til liðs; Cartum og Sennaar verjast reyndar enn þá, en Gordon hefir einar 8 þúsundir manna. Cartum er um setin af 16,000 manns. Búizt er í Kai- ró til leiðangrs og verða í þeirri för 4000 af ensku og egipzku liði. þjÓÐVBBJAB o. fl. — Nihílista-samsærið, er upp komst í Warschau í Póllandi kvað vera mjög margþætt. það er sagt, að það só samsæri þetta, sem tilefni hofir gófið til þess, að stjórnin í Berlín eftir undirlagi Rússastjórnar eða áskorun hefir vísað burt úr borginni eitt- hvað um 1800 Rússum, er þar voru búsettir, og gjört þá útlæga, fyrir engar sakir aðrar, en að þeir hafa þótt á einhvern hátt tor- tryggilegir. En í Berlín voru als um 15 000 Rússa. Meira en helmingr inna brott reknu eru rúsneskir Gyðingar. Sem orsök til þessarar útvísunar ber stjórnin þýzka það fyrir sig, að Rússum sé mikið um að kenna slæmt ástand og óreiðu ýmsa, í verzlun og viðskiftum manna, svo að þörf hafi verið að hreinsa ögn til. þýzkalands-keisari og Austrríkis hafa fundizt í Ischl (í efra Austrríki), og er það ætlun manna að erindið hafi verið að tryggja sína vináttu og samheldi ríkjanna. — Að eitthvað hafi undir búið fundinum, hefir og þótt styrkjast við það, að 15. ágúst átti Bismarck mót við Kalnaky utanríkismála ráðherra Austrríkisí Yarzín; er þetta hvort- tveggja sett í samband við Lundúna-fundinn og aðra misklíð, sem nýlega er upp komin milli Engla og þjóðverja, sem senn skal sagt verða. Stjórnin í Gap (syðst á Afríku) hefir eftir heimild ensku stjórnarinnar lýst yfir því, að hún hafi kastað eign sinni á Hvalvík á vestr- strönd Afríku fyrir norðan Cap-land. En stjórðarblað Bismarks lýsir aftr yfir því, að þessa eignartöku eða landnám Engla viðr- kenni þjóðverja-stjórn ekki. En svo er mál með vexti, að |>jóðverjar eiga nýlendu þar í nánd í Angra Pequena, og leikr þýzku stjórninni grunr á, að Englar muni spilla vilja uppgangi hennar. f>etta gjörir það skiljanlegt, að jpjóðverj- ar á Lundúnafundinum fylgdi að málum erfða-féndum sinum Frökkum. England ætlaði að bera hlut Frakklands fyrir borð, en það tókst ekki, og á Frakkland það mest því að þakka, hvernig þjóðverjar snérust við í þessu máli. England hefir reynt á ýmsa lund að skilja Italíu út úr friðarsam- bandi Mið-Evrópu-ríkjanna, því að Englar munu ætlað hafa meðal-djúpt og ekki meira á því góða milli ítala og Frakka (út af Af- ríku-viðskiptum); en ekki lítr út fyrir að það muni takast. —- Bismarck hefir ritað Mancini, ráðherra utanríkis-mála á Italíu, þakkað honum fyrir, að Italía hafi á Lun- dúnafundinum styrkt tillögur þýzkalands fulltrúa, og látið í ljósi gleði sína yfir sam- heldi og eindrægni Italíu við in þýzku stór- veldi. Á fundi þeirra Bismarks og Kalnokys í Varzín var inn þýzki goneralkonsúll á Egiptalandi viðstaddr. í einu inu merkasta þýzka blaði stendr meðal annars: »þ>að var ið gáfulegasta snjallræði af Bismarck, eigi að óins að gera þýzkaland óhult íyrir hefndarhug Frakka, heldr og jafnvel að hætta á að komast að sáttum við þá með jafnaðarbótum. þessi sáttgirnis-pólitík náði vel að þróast og í bar- áttunni gegn stjórnmálastefnu Gladstones (»das System Gladstonó«) varð hún til að bera eldneista í opna púðr-námu. Veldið og frægðin mundi á ný geisla um nafn Frakklands, ef því auðnaðist að buga inn enska þrætudólg........ Frakkland stendr nú svo að vígi, að það getr náð aftr stöðu sinni og áhrifuin á Egiptalandi án þess að neyta vopnanna. ■— Verði nú ættjarðarást

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.