Þjóðólfur - 06.09.1884, Side 3

Þjóðólfur - 06.09.1884, Side 3
135 Prakka í þctta sinn sterkari, en ribbalda- skaprinn (»Chauvinism«), þá getr svo farið, að í stað niðrlægingar-tímabils Prakklands byrji niðrlægingar-tímabil Englands«. — Peakkae géngu 4. f. m. á alsherjar þjóðfund í Versölum, til að kljá á énda endrskoðuu stjórnarskrár sinnar. Gékk skrykkjótt í fyrstu, varð hávaði og þing- spjöll. 7. ág. byrjaði aðal-umræðan ; forseti var Leroyer. 420 atkvæði þurfti til gildrar samþyktar breytinganna. 11. ág. samþ. fundrinn 1. gr. innar endrskoðuðu skrár með 523 atkv. mót 139; en 13. ágúst sleit þjóðfundinum til fulls. þótti svo róstusam- lega hafa tilgengið, að eigi hyggja menn samkomu þessa verða mundu til að auka álit fulltrúanna í augum kjósenda þeirra. Frumvarpið náði þó að síðustu fram að ganga með 509 atkv. gegn 172. í meiri hlutannm voru 171 úr öldungadeild- inni og 338 úr þjóðfulltrúa-deildinni: þjóð- valdsstjórn er ákveðið að vera skuli stjórn- arskipun Frakka fyrir fult og alt órjúfanlega um aldr og æfi; allir prinzar af ættum þeim, er rikt hafa á Frakklandi, eru méð öllu úti- lokaðir frá forsetatign í inu frakkneska þjóð- veldi; kosning senatóra gildir eftirleiðis eigi æfilangt; bænahald við þingsetning fellr niðr; en senatið (öldungaráðið) heldr enn atkvæði sínu í fjármálum. Samningsleitun Frakka við Kínverja bar lítinn árangr. Frestr sá, er Kínverjum var veittr til umhugsunar, rann út 4. f. m. Höfðu Frakkar fært bótakröfu sína niðr í 80 milíónir franka, enn eigi gékk þó enn saman. þá tók Lespes aðmíráll höfnina og kolanámana við Ke-Lungs á eynni Formósa. þá er Frakkar höfðu skotið á hafnarbæinn, töldu menn styrjöldina vísa, og »Times« flutti enda þá fregn, að Iíínverjar hefðu sagt friðnum slitið. En síðustu fregnir báru það aftr, hvað sem réttast reynist. í Tonkin er hagur Frakka nú upp á ið bezta, og enginn mótþrói framar gegn þeim meðal Anams-manna. — Kóleean í rénun í Toulon og Marseille ; frá 4. til 10. f. m. dóu t. d. einir 30 menn (5 á dag) í Toulon, en 40 (6 á dag) í Mar- seille. En í framt að 20 bæjum smærri var hún enn í Frakklandi, og eins eða ámóta í Norðr-Ítalíu, en hvervetna mjög væg. Eun um „íslendingafélag“. þeir hafa þó verið að smá-tína úr sér dálít- inn skæting og skreytni um „íslendingafélag11, Fiinir Jónssen og einliverjir, som sammerkt eiga við hann, í hlöðum vorum í sumar, þar sem þeir liafa fengið að komast að. I 6. tölu- hlaði „Fjallkonunnar11 er greinarkorn eftir einn nafnlausan höfund, sem á að vera dœmalaust fyndin og vel skrifuð, og í 28. töluhlaði „þjóð- ólfs“ er grein eftir Finn Jónsson, sem þó ekki gjörir kröfur til að vera álitin það. Ég hefði húizt við mildu meiru. Ég hélt þeir mundu sjálfsagt koma með yfirlýsingar móti oss, við- víkjandi félaginu, með ótal undirskriftum, t. d. frá útróðrarmönnum út um alt ísland, sem ald- rei hefðu hingað komið, samkvæmt þeirri að- ferð sem þeir höfðu, þegar þeir létu alt að tíu mönnum greiða með sér atkvæði gegn bókan minni á fundi nokkrum, sem þessir menn aldrei höfðu komið á, ekki einu sinni verið í félaginu þegar fundrinn var haldinn. Aumíngja Finnr, ekki stóð það lengi. Ekki varð mikið úr öllu því erfiði og heilabroti, sem hann af veikum mætti hafði til þess að finna upp eitthvað, til að láta hjörðina sína samþykkja. Vesalingr! Á næsta fundi eftir að upphlaupsmennirnir voru roknir úr „íslendingafélagi11 fyrir fundar- spell og fundarbókarrán,var það alt dœmt dautt og ómerkt, og alt sem ég hafði bókað, sett aftr í staðinn. En þá var hann nú reyndar fjarri góðu gamni, því það var á þeim fundi, þegar mest var hlegið að honum fyrir þann skilmála sem hann setti, þegar hann skilaði formanni „íslendingafélags11, Tryggva Gunnarssyni, fund- bókinni sem hann tók aftr fyrir sáttanefndinni, að þeir „þrír“ (þeir voru reyndar fimm, en hon- um hefir víst fundizt tveir af þeim nokkuð magrir), þeir „þrír“ sem höfðu verið reknir úr félaginu, væru teknir inn í það aftr. Hans góða hjarta hefir ekki grunað, þegar hann var að láta bóka þetta í sáttinni, að stallbræðr hans mundu reynast honum svo illa, að senda Tryggva samdægrs yfirlýsingu um, að hann hefði ekkert umboð haft til þessa það er þá snerti, og hefði því talað út í bláinn, því að þeir þættust vera „íslendingafélag“, og játuðu ekki útrekstrinn. Hann hefir auðsjáanlega ver- ið búinn að gleyma þeim dögum, sem hann átti ekki kvæmt í „Lestrarfélagið“ fyrir vikið, þeg- ar hann var að skrifa greinina í „J>jóðólf“, og fór að reyna að hengja hatt sinn á, að Tryggvi hefði ekki uppfylt skilyrði sín. Hann hafði enga heimild til að setja nema alveg persónu- leg skilyrði. Og því hefir hann líka verið bú- inn að gleyma, að það er til útskrift af sátt- inni, staðfest af sáttanefndarmönnum, og á henni sést, að Tryggvi lofaði ekki, að kalla saman „alsherjarfund“, heldr að liann skyldi bera und- ir stjórnarneýndina, hvort ástæða virtist til að kalla saman fund (generalforsamling). J>að gjörðiliann. En við feldum það náttúrlega, sam- stjórnarmenn hans. Illmæli Finns virði ég ekki svars. J>að er ekkert vit i því fyrir Finn og þá, aö fara því fram, að við íslendingafélagsmenn, sem nú er- um, höfum eklri mælt á móti, þegar hann kom fram með afsetningaruppástunguna, eins form- laus eins og hún var. Ilann ve.it, að það kvað svo rammt að mótbárunum, að það var rétt að segja orðið handalögmál. Hann má fá eins mörg attest me’ð sér eins og hann vill, og frá hverjum sem hann vill. Samlcvæmt áðr um- getinni aðferð við fundarbókan mína., getr hann notað það eins og hann vill, að hans sinnar voru þá a.í atburði fieiri á fundi, af því að það átti als elcki að taka fólagsmálin fyrir þá, heldr halda fyrirlestr, en hann og hans menn höfðu haft í frammi gamla pukrið, og komu oss að óvörum með gauragang sinn og ólæti. Á næsta fundi, eftir að þeir allir voru farnir, og höfðu annað félag, sást hvort við vorum ekki fleiri í rauninni, því þá voru 53 á fundi okkar, en þeir höfðu liðuga 40, þegar bezt blés. Eins og hann veit, var „mistrausts-vottorðið“, sem hann svo smekkvíslega nefnir, ekki samþylckt á fundi, þó honum hafi orðið að segja það. Við feng- um ekki þá ánægju að hlæja að honum fyr en fundi var slitið; þá fyrst klifraði hann upp á stólinn. Veri Finnr nú sæll; nú svara ég honum ekki optar um þetta mál. Sá nafnlausi í „Fjallkonunni“ telr það ó- sóma mikinn, að Tryggvi hafi höfðað mál við danskan dómstól gegn 19 ísl. stúdentum, og um 30 ísl. leikmönnum. Mundi það ekki vera nær sannri sómatilfinningu, að skammast sín fyrir, að 19 ísl. stúdentar etc. skuli gjöra sig seka í slíkum ósóma gegn löndum sínum í öðru landi, að ekki sé hægt að ná rétti sínum nema við dómstólana ? Svo getr sami nafnleysingi þess í enda grein- ar sinnar, að við höfum smalað saman 30 vinnukonum víðsvegar úr bœnum. Jað kann að vera fyndið, en ósatt er það, því í félagi voru voru aðeins örfáar vinnukonur, er svo eru nefndar. En ég get þessa að eins til þess að sýna, hvað þessir frelsismenn eru langt á veg komnir. Fyrst ætlar hann að gjöra fólk hlægilegt með því, að það vinni fyrir sér, og 1 öðru lagi er hann svo langt kominn í því og viðrlcenna jafnrétti kalla og kvenna, að hann ekki að eins telr þær svo langt fyrir neðan þessa 30 leikmenn, sem hann nefnir, sem voru vinnumenn flestir, að þær ekki gæti borizt saman við þá, heldr líka yfir höfuð virðist telja það lfiægilegt, að kvennmenn njóti félags- réttar í íslenzlcu félagi. En hann má reiða sig á, að íslenzkir kvennmenn eru að fullu jafnburða íslenzkum karlmönnum, og íslenzkar vinnukonur að jafnaði fult eins góðar og is- lenzkir vinnumenn yfir höfuð, og þeir 30, sem fyltu flokk hans í vetr. Hannes Hafsteinn. pjóðólfr minn! F.g ætla að biðja þig að gjöra mér þann greiða: að láta Einar Einarsson á Strönd vita, að grein þeirri, sem frá honum standi í 19.—20. nr. pjóðólfs þ. á„ sem á að vera svar upp á kosn- ingarsöguna úr Meðallandi í 43. tölublaði sama blaðs frá f. á„ en i stað þess gengur einungis fram á að breiða út óhróðr um mig í augum allra þeirra sem fjóðólf sjá, lesa og heyra um allan inn mentaða heim, — svari ég engu; því jafn einfeldn- islega samdar illgirnisgreinir eru ekki svara verðar. |>að eru sýslumennirnir: Árni Gislason, Einar Thorlacíus, A. L. E. Fischer og Sigurðr Ólafsson sem stjórnað hafa sýslufundum þcim er ég hefi setið á og sem ég álít vel til fallna dómara i greindu efni, en ekki Einar. Enda ber ég ekki kvíða fyrir þvi að hreppsbúar mínir beri mér ó- hróðr, verði þeir fyrir rétti krafðir sagna um það. En sé svo að Einari sé nokkur greiði i því, að ég skýri frá honum til verðskuldaðs hrðss, hvað hreppsbúar hafa verið ljúfir á að kjósa hann i hrepps- og og sýslunefndir síðan þær komust á, að undan- teknum inum mikla upphefðar og auðnudegi lians, ' kosningardeginum II. júlí 1883, svo og hvernig

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.