Þjóðólfur


Þjóðólfur - 06.09.1884, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 06.09.1884, Qupperneq 4
136 TJt af aðvörun þeirri, sem oss fannst nauðsyn bera til, að senda almenningi, um að rwgla ekki saman við vorn eina egta verðlaunaða Brama-lifs-elixír þeim nýja bitter-tilbúningi, sem Nissen kaupmaðr reynir að læða inn manna í milli á íslandi, í líkum glösum og elixir vor, ogkallar Brama-lífs-essents, hefirhr. Nissen þótt við þurfa, að sveigja oss í27. tölublaði af „ísa- fold“ og ef til vill öðrum blöðum. |>að er eins og hr. Nissen kunni illa rétthermdum orðum vorum, þykir, ef til vill, fjárráð sín of snemma upp komin, og hann reynir nú að klóra yfir það allt saman með því, að segja blátt áfram, að allt, sem vér höfum sagt, sé ekki satt. Yér nennum ekki að vera að eltast við hr. Nissen. Skyldi ekki einhverjir menn, er viðskifti eiga við menn í Kaupmannahöfn, vilja spyrja sig fyrir um bitter-búðina hans Nissens? Oss þætti gaman að því, ef þeir kynni að geta spurt hana uppi. Fyrir oss, og öllum mönnum hér, hefir honum tekizt að halda huliðshjálmi yfir henni og „efnafræðislegu fabrikkunni“ sinni hingað til. J>ar þykir oss hr. Nissen hafa orðið mislagðar hendr, og slysalega tiltekizt, er hann hefir klínt á þennan nýja tilbúning sinnlækn- isvottorði frá einhverjum hömópata Jensen, sem 8. maí 1876 er gefið um Parísarbitter hans, sem hann þá bjó til í Randers, úr því að hann nú 1884 stendr fast á því, að Brama-lífs-essents sinn, með þessu Parísarbitter-vottorði éklci sé Parísarbitter. Oss finnst þetta benda á, að hr. Nissen sé ekki svo sýtinn þótt smávegis sé ekki sem nákvæmast orðað ef lipurt er sagt frá ; þaðværi annars eigi ófróðlegt, að vita, hvaða gaman hr. Nissen hefir af því, að vera að krota þessa 4 óegta heiðrspeninga á miðana sína, enþað ferfjarri oss, að vilja vera að eltast eðr eyða orðum við mann, sem svo oft þarf að bregða sér bæjarleið frá braut sannleikans; vér höfum hingað til látið oss nægja, vegna almennings, að vara við að rwgla vorum egta Brama-lífs-elixsír saman við hans nýju eftirlíláng. Oss þykir hæfa vegna inna mörgu skiftavina vorra, að láta ekki sitja við orð vor ein, og höfum því selt tilbúning hr. Nissens í hendr reyndum og dug- legum lœkni, sem bitter vor er mjög kunnr, og dóm hans leyfum vér oss að prenta hér sem þýðingarmest skýrteini fyrir almenning. J>ess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt um „bitteressents11, sem hr. Nissen hefirbú- ið til, og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lífs-essents. Ég hefi komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Ég verð að segja, að nafnið: Brama-lifs-essents er mjög villandi, þar eð essents þessi er með öllu ólíkr inum egta Brama-lífs-elixír frá hr. Manfeld-Bulner & Lassen og því eigi getr haft þá eiginleika, sem ágæta inn egta. [;>ar eð ég um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama- lífs-elixsír frá Manfeld-Búlner & Lasson er kostabeztr, get ég ekki nógsamlega mælt fram með honum einum um fram öll önnur bitterefni, sem ágætu moltingarlyfi. Kaupmannahöfn, 30. júlí 1884. ]? ] Melchior Lœknir. Einkenni á vorum eina, egta Brama-lífs-elixír eru: Ljósgrœnn miði, á honum skjöldrmeð hláw Ijóni og gull-hana, á tappanum í grænu lakki MB. & L. og „firma“ nafn vort inn- brent á eftri hliðina á glasinu. Hverju glasi fylgir ókeypis ritlingr eftir Dr. med. Groyen um Brama-lífs-elixsír. Mansfeld-Búllner & Lassen, (Eigandi Mansfeld-Búllner) 291r.] sem einir kunna að búa til inn verðlaunaða Brama-lífs-elixír. Vinnustofa: Nörregade Nr. 6. Kaupmannahðfn. hann hefir leyst stjórnarstörfin af hendi sem hrepps- nefndar-oddviti, þá er mér það innanhandar. Rnfabæ, 14. ágústmán. 1884. Ingim. Eiriksson. Reykjavík 6. sept. Málaflutningsmaðr við yfirdóminn var 27. f. m. settr kand. júr. Franz Siemsen frá 1. þ. m. í stað Skúla Thóroddsens. Laust brauð: Borg á Mýrum, er Morten Han- s en hefir eftir ósk hans verið leystr frá aftr. Embættispróf við prestaskólann: Arni Jóns- son hlaut I. eink., Jón Sveinsson I. eink., Kristinn Danielsson I. eink., Stefán Jónsson 2. eink., Pétr Máck þorsteinsson 2. eink., Jón Thorsteinsen 2. eink., Halldór Bjarnarson 2. eink. Einn prestlingr stóðst eigi prófið. Heiðrsgjaíir úr styrktarsjóði Christians konungs hins níunda þ. á. hefir landshöfðinginn veitt 29. ágúst Ólafi Sigurðsyni í Ási og Sæmundi bónda Sæ- mundssyni á Elliðavatni, 160 kr. hvorum, báðum fyrir framúrskarandi dugnað 1 búnaði. Slysfarir. I f. m. drukknaöi isl. stúdent íHöfn, Gísli Guðmundsson. Var á ferð frá Jótlandi til Hafnar á gufuskipi og féll útbyrðis. — jþorsteinn bóndi Guðbrandsson á Kothúsum í Garði drukkn- aði við 3. mann 27. f. m. Lík Sigurðar adjunkt Sigurðarsonar hefir fundizt á floti á Lambhússundi við Akranes. Fer jarðar- för hans hér fram innan fárra daga. AUGLÝSINGAR 1 samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a, (þkkaráv. 3a.) hveri orð 15 stafa irekasi iu. öSru letri eða setning 1 kr. ijrir jiumlunj dálks-lengdar. Borgun útí hönd. JgJgpP' í fjarveru ritstjóra „J>jóðólfs“ verðr mig að hitta á skrifstofu blaðsins í nokkra daga. Valdimar Ásmundarson. Lœkningabók Dr. Jónassens fæst [294r- til kaups hjá höfundinum og hjá: Herra bóksala Kr. Ó. J>orgrímssyni. — póstmeistara O. Finsen. — prentara Sigurði Kristjánssyni. — Factor Chr. Zimsen, Hafnarfirð. — bókhaldara |>órði Jónssyni, Keflavík. — Hallgrími hreppstjóra Jónssyni, Guðrúnarkoti. — Páli lækni Blöndal, Stafholtsey. — Hinriki Jónssyni,verzlunarmanni í Borgarnesi. — Ó. Thorlacius, Stykkishólmi. — Factor Wendel, Dýrafirði. — jþorvaldi lækni Jónssyni, Isafirði. — J. Thorarensen, kaupmanni í Reykjarfirði. — |>orvaldi presti Asgeirssyni í Hnausum.1 — Pjetri verzlunarmanni Bjarnarsyni,Sanðárkrók. — Frb. Steinssyni, bóksala, Akureyri. — Birni Jónssyni, prentara á Akureyri, — Factor jþ. Guðjohnsen, Húsavík. — Einari óðalsbónda Guðmundsyni á Hraunum. — Einari lækni Guðjohnsen, Vopnafirði. — Sigfúsi Magnússyni, Vestdalseyri. — kaupm. Tulinius, Eskifirði. — bóksala G. Guðmundsyni, Eyrarbakka. — jþorsteini lækni Jónssyni, Vestmannaeyjum. í~miðjura september eða 1. október fæst til leigu á hentum stað hér í bæn- um í nýju og vönduðu húsi 3 herbergi með eldhúsi ásamt kjallara undir. Lysthafendr snúi sér til kaupm. þorl. Ó. 'Johnsons. [295^- auðstjörnótt hryssa, 3. vetra, með mark : blað- stýft aftan vinstra, hefir verið hér í Móum í óskilum í sumar. — Hafi réttr eigandi ekki leitt sig að téðri hryssu og borgað áfallinn kostnað fyrir miðjan næsta mánuð, verðr hún seld, og getr eig- andi síðan vitjað andvirðis hennar til undirskrifaðs. Móum, 25. ágúst 1884. 29ðr.] pórör Runólfsson. egar við áttum sem erfiðasta stöðu, urðu þau heiðrshjónin Tómas Gíslason og Elín þor- steinsdóttir á Eyvindarstöðum til að taka af okkr 3 ára gamalt barn, sem þau hafa upp allið sér til sóma án nokkurs endrgjalds úr neinni átt. Við foreldrarnir, sem ekki erum fær að launa þetta góðverk, biðjum guð að endrgjalda það fyrir okkr. Deildarkoti, 2. september 1884. 297’''] Pétr Jónsson. póra Hróbjartsdóttir. Det kongelige octroierede Brandassu- rance Compagni 1 Kazipmannahöfn tek- ur ábyrgð á vöntm og innbúi (Meubler) alst.aðar á íslandi, og svo húsum, nema i Reykjavík við J. P. T. Brydcs-yerzl- unj Rcykjavík. OgSr. Mynd af Jóni heitnum Sigurðssyni forseta, steinprentuð, stór og vönduð, tilbúin áEng- landi f sumar, er til sölu hjá Kr. Ó. jjor- grímssyni bóksala, Sigfúsi Eymundarsyni ljósmyndara og jporláki kaupmanni Ó. John- sen, fyrir að eins 1 kr. [299r. Eigandi og ábyrgðarm.: ,Jón Olafsson alþm. Skrifstofa: á Bakarastíg við hornið á Tngólfsstræti. Prentaðr í prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.