Þjóðólfur - 22.09.1884, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 22.09.1884, Blaðsíða 2
142 sig við stjórnmálum áðr; fylti Halldór flokk inna frjálslyndari manna, og það gjörði Jakob þá víst að mestu leyti líka, en þótti þó oft verða helzt tii fylgisamr læriföður sínum dr. Pétri, sem stundum virtist að villa sjónir fyr- ir honum, enda var dr. Pétr gáfumaðr og laginn, og tókst oft að dylja aftr- haldsskoðanir sínar og baráttu gegn frjáslegum hreyfingum undir hófsemd- arhjúpi. Nefnd þessi valdi aftr tvo menn í ritnefnd, þá Halldór og Jakob, og kom út undir ritstjórn þeirra „Undirbúnings- blað undir þjóðfundinn“ (Rvík ogKpmh., i—6. blað 1850—51). í 1. blaðinu lét nefndin prenta grein um neitunar- vald konungs, til að skýra málið fyrir mönnum, og fer hún því þar fram, að það gangi of nærri konungi, að tak- marka á nokkurn hátt með lögum neit- unarvald hans. (Undirb.bl. I, bls. 6.—8.). — Höfundr eða höfundar þessarar grein- ar (hún er nafnlaus) hafði nú enga reynslu við að styðjast og hefir þvl orðið að byggja ályktanir sínar á lík- indum. — J>annig segir t. d. höf.: »þegar þingið stingr nú upp á einhverju lagafrumvarpi .... en konungr neitar að samþykkja það, þá er nú fyrst og fremst ólíklegt, að konungr, sem sjálfr er ábyrgð- arlaus, þverneiti þannig vilja þjóðarinnar og ákvörðun þingsins, nema því að eins, að ráðgjafi sá, sem ábyrgðina hefir á hendi, leggi á móti samþykki konungs, svo þjóðin virðist hafa ástæðu til að láta í ljósi vantraust sitt á ráðgjafanum, og er þá konungr nokkurn veginn neyddr til, að víkja þeim ráðgjafa frá völdum, sem þjóðin ber ekki traust til, þar kon- ungr hlýtr að sjá, að hann muni ekki í neinu fá vilja sínum framgengt hjá þjóð- inni fyrir milligöngu þessa ráðgjafa, svo öll stjóm og stjórnarathöfn fer í ólestri. En skyldi nú ráðgjafinn mæla fram með vilja þjóðarinnar og ákvörðun þingsins við konung, en ekki fá samþykki hans að heldr, þá er ráðgjafinn neyddr til að segja af sér embættinu......Verði nú konungr að hafa ráðgjafaskifti, og inn nýi ráðgjafi fari fram inni sömu uppástungu, þá hlýtr hann auðsjáanlega eins og inn fyrri ann- aðhvort að víkja úr stöðu sinni eða að geta sannfært þingið, og þannig gengr það koll af kolli.....Vilji konungrinn ekki láta að vilja þjóðarinnar, þá neitar þjóðin hvers konar skattgjaldi í ríkisins þarfir og gjörir þannig konungi ina al- gjörðu neitun ómögulega«. Svona leit þá miðnefndin sáluga á þetta mál 18ö0. það er auðsætt, að höf. þess- arar greinar hetír annaðhvort haft hór upp ályktanir útlendinga, er um mál þetta höfðu ritað hjá sér, og ekki tekið neitt tillit til þess, að öðruvísi stóð á hér á landi en í flestöllum öðrum löndum, þar sem konungr sitr hjá þeirri þjóð, er hann stjórnar— eða þá að höf. hefir ályktað á eigin spýtur eftir högum annara þjóða, en eigi eftir vor- um högum. Hverju svarar nú reynslan þessum ályktunum? Hún svarar oss því, að þótt ályktanir þessar virðist að eiga við miklu betri rök að styðjast þegar um önnur lönd er að rœða, en þegar um Island er máli að skifta, þá hafa þær reynzt skakkar einnig f útlöndum, t. d. í Prússlandi, í Danmörku og enda víð- ar. Svo að ég haldi mér við Danmörku, þá sýnir reynslan, að ráðaneyti, sem þjóð- in hefir aftr og aftr, sífelt ljósara og ljósara látið í ljósi vantraust sitt á, getr setið að völdum í trássi við þjóðina ár eftir ár.—Hún sýnir, að konungr og ráðaneyti kæra sig ekki fjarskalega um það, þótt þau fái engu máli framgengt á þingi ár eftir ár, en álykta svo, sem vænta mátti, að þjóðin kenni sjálf harðara á þvl en konungr og ráðaneytið, ef engin lög ná fram að ganga ár frá ári á þingi.—Hún sýnir enn fremr, að neiti þingið fjárlögunum þá, gerir konungr og stjóm sér hægt fyrir og gefr út bráða- birgða-fjárlög án samþykkis þingsins og heimtar saman skattana eftir þeim. þetta kom fyrir í Danmörku 1877, eins og allir muna. — þotta og fleira sýnir nú reynslan. Ekki vantaði það, að aðrir væru glögg- sýnni þá þegar, en ritnefnd Undirbúnings- blaðsins eða miðnefndin. Ritgjörðin í Und- irbúningsbl. kom út 23. ágúst; í öðru blaði »þjóðólfs«, er út kom þar á eftir, 18. sept., byrjar ritstjóri »þjóðólfs« (Svb. H.) ágæta grein »um neitunarvald konungs«, þar sem hann sýnir fram á, að takmarkalaust neit- unarvald sé annaðhvort skaðlcgt eða þýð- ingarlaust: skaðlegt, ef konungr treystist til að beita því til að brjóta á bak einbeitt- an vilja þjóðarinnar ; þýðingarlaust, ef kon- ungi haldist aldrei uppi að beita því, eins og höf. í »Undirbúningsblaðinu« gefr í skyn að reynast muni.' Ritstj. sýnir fram á, að mikill munrsé á, hve oss Islendingum sé meiri þörf á að tak- marka neitunarvald konungs hjá oss, heldr en Dönum hjá sér. Konungr sé útlendr hér, og þegar hagsmunir vor og Dana falli eigi saman í einhverju máli, þá er hætt við að hann láti hagsmuni innar stœrri þjóðar, sem hann tilheyrir sjálfr og dvelr hjá, bera fyrir borð rétt vorn Islendinga. Hér standi eins á og í Noregi, þar sem Noregskon- ungr stýri og Svíþjóð; því hafi þótt þörf á að takmarka neitunarvald konungs einmitt í Noregi, en ekki í Svíþjóð. Síðan er sýnt fram á, að skynsömustu frelsisvinir Dana sjálfra, sem álitu takmörkun á neitunar- valdi konungs eigi nauðsynlega í Danmórku, kannist fyllilega við nauðsyn hennar og heillavænleik í Noregi. Er því til sönnun- ar til færð grein úr «Dansk Folkeblad» (V. árg., nr. 42., 6. des. 1839), sem var lang- merkasta blað, er kom út á sinni tíð í Dan- mörk, og var gefið út af merkustu forvígis- mönnum frelsisbáráttunnar þar í landi, er sumir urðu síðan ráðgjafar eða á annan hátt stórmerkir menn. Er þar fyrst talað almónt um takmörkun neitunarvaldsins, og bent á, að hennar muni varla þörf gjörast í Danmörku, en svo sagt um Noreg: »þar á móti gæti það hæglega komið fyrir í Noregi, þar eð konungrinn stjórnar líka yfir Svíaríki, að hann í þeim málefnum, þar er hagsmunum beggja þjóðanna lend- ir saman, liti meir á það, sem sú þjóðin vill, sem hann oftast sitr hjá, heldr en á hitt, hvað hollast er Noreg, sóm fjær er.— Beynzlan hefir líka sýnt það í þau 25 ár, sem Noregr hefir verið þjóðstjórnarríki [konungsríki með þingstjórn], að þessar skorður, sem settar eru valdi konungs, koma aldrei að neimm baga, en geta þvert á móti verið til mikils gagns fyrir land og lýð«. »þjóðólfr« barðist söðugt fyrir takmörkun á neitunarvaldinu í þessum og næstaárgangi, það er : alla undirbúingstíðina fram að þjóð- fundinum 1851. Andspænis honum stóðu Landstíðindin, sem börðust með hnúum og hnjám fyrir takmarkalausa neitunarvaldinu. Hvoru megin var nú þjóðin ? Hvora skoðunina’ aðhyllist almennings-álitið í þessu máli? Eins og ég gat um áðr, var það aðaltil- gangr «Undirbúningsblaðsins» að birta álit og tillögur «sýslunefndanna» um aðalatriðin í inni fyrirhuguðu stjórnarskrá. það er annaðhvort, að menn hafa verið svo daufir í sumum sýslum landsins, að þeir hafa ekki skeytt um, að taka neinn þátt í inum pólitisku hreyfingum eða láta skoðun sína í ljósi um ið mesta velferðarmál og á- hugamál þjóðarinnar, eða þá, að álit nefnd- anna úr þeim sýslum hafa borizt miðnefnd- inni of seint til þess að þau næðu að koma út í «Undirbúningsblaðinu,» sem hætti að koma út þegar komið var að «þjóðfundin- um,» eins og til stóð.—12.—ð.bl. «Undirb.bl.» birtist að eins álit nefndanna úr 8 sýslum (Vestr-Skaftafélls-s., Arness-s., Borgarfjarð- ar-s., Mýra-s., Dala-s., lsfjarðar-s., Húna- vatns-s. og Skagafjarðar-s.).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.