Þjóðólfur - 22.09.1884, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 22.09.1884, Blaðsíða 4
144 f>eim, sem ungir hugðu nú á bót, Og þeim eins, sem hvítir fyrir hærum Höfðu þrek að rísa kúgun mót. Hraustu drengir, vel er enn þá varizt! Von um sigur fylgir yðar skál, Og að hér sé ei um siði barizt, En það gildi bæði líf og sál. p. Erl. Reykjavik 21. sept. 1884. — LÁTiNNer 12. þ. m. Christensen kaup- maðr í Hafnarfirði, mjög vel látinn maðr; hafði rekið verzlun hór á landi síðan 1847. — Landsypibeéttaedómií féll 15. þ. m. í sauðaþjófnaðarmáli fyrrum hreppsnefndar- oddvita Jónathans þorsteinssonar á Háls- um í Borgarfirði. Mýkti landsyfirréttr betr- unarhúss-vist hans úr 18 mánuðum ofan í 12 mánaða. — Hebka Aethub Feddeesen, sem hefir ferðazt hér um í sumar á kostnað lands- sjóðs, til að kynna sér laxveiðar, fer nú aftr með þessu póstskipi. Hóf hann skoð- un sína við Mývatn og hélt svo vestr eftir norðrlandi, svo suðr í Borgarfjörð, síðast var hann á Beynivöllum og þingvelli. þjórsá og Olfusá leyfði tíminn eigi færi á að rannsaka að þessu sinni.— það höfum vér heyrt á hr. F., að hann álítr það einn aðal- galla á friðanlögum vorum, að þau ákveði takmörk friðunartímans söm um allt land, þar sem þau ættu að vera ólík í inum ýmsu landsplássum eftir afstöðu og veðrlagi. Vér höfum og spurt hann um álit hans um sela- friðun vora, og var hann hiklaust og ein-. dregið fullviss þess, að selafriðun öll vær1 ið mesta skaðræði. Að öðru leyti hefir hr. F. heitið oss síðar skýrslu-korni um ferð sína. Eins og kunnugt er, þá er hr. Feddórsen inn lang-fiskifróðasti maðr í Danmörku, ef ekki á Norðrlöndum. En hr. Feddersen er og inn eftirtekta-glöggvasti, hleypidóma- laus, fjöhnentaðr, mannúðlegr í dómum sín- um og hefir mikinn áhuga á rannsóknum sínum. Væri þvl mjög æskilegt, enda al- veg nauðsynlegt, svo að full not verði að rannsóknum hans hér, að Alþingi að sumri gjöri sitt til, að fá hann til að ferðast hér eitt sumar til. — Lík Laesens sál. faktors hefir rekið upp í Miklaholtshreppi í Snæfellsnessýslu alveg óskaddað. — Skifstkönd. Meðan póstskipið lá á Akreyri (12. þ. m.) brast þar á ógurlegr stormr á sunnan, svo að fjöldi norskra síld- veiðiskipa við Hrísey og þar í grénd rákust upp eða sukku. Inu á Akreyri var eigi fregn komin um tjónið, er skipið fór þaðan, en merkr farþegi sagði oss, að hann og skip- stjóri hefðu talið yfir 30 skip, er sum voru rekin í land, sum lágu með höggnum siglum, en sum voru sokkin. — Ap tíðabfabi norðanlands og austan (Múlas.) er ið bezta að frétta fram að höfuð- degi, en óþurkatíð síðan.—Vestanlands seg- ir »ísaf.« verið hafa »dágott sumar að öllu samtöldu«. Hér syðra var júní-mánuðr votviðrasamr fram að fyrstu dögum júlí- mánaðar. þá mátti heita nokkurneginn þurr kafli fram undir júlí-lok, en sífeldar rigningar úr því, sumstaðar með fárra daga hlé um höfuðdagsleytið. I Borgarfirði viðr- aði æði misjafnt, þó víðast, að því er oss er kunnugt, munum betr, en hér syðra. Um Kjósar-, Gullbringu-, Arness-, Rangárvalla og Skaftafells-sýslur eru in mestu vandræði með heybjörg manna. Úb álftaveei er oss ritað 13. þ. m. »Síð- an ég reit þjóðólfi síðast hefir fátt til borið. Um höfuðdag linti nokkuð mestu rigningun- um, svo almenningr náði miklu af því, sem búið var að slá, illa þurru í garð. En nú er aftr komið í sama horf með tíðina, stormar og rigningar dag hvern að heita má. Mýr- ar allar fullar, en sjaldan vinnuveðr; lítr þvi út fyrir að fénaðr verði að fellast til helminga, og hætt við þó, að fáir verði svo frekir af eyða fénaði sínum, sem þarf. Heilsufar manna allbærilegt; slysfarir hér engar, það ég viti». PóstÞjófnaðe. Magnús, sem lengi hefir verið vestanpóstr (til ísafj.), er orðinn upp- vís að því, að hafa um nokkur ár stolið peningum sumpart úr töskunni (hafði skrúf- að botnin úr koffortunum), sumpart fé, sem honum var trúað fyrir rnilli póststöðva. Als kvað hann vera búinn að meðganga um 1600 kr. og þó talið víst að meiru sé enn á von. Frá útlöndum engar fréttir með póst- skipi aðrar en þær, að vor fyrv. landshöfð. Hilmar Finsen kvað orðinn innanrikis-ráð- herra í Danmörku. Er það vonandi, að honum verði þá og falin forstaða íslenzka ráðaneytisins. Alvarleg áskorun til Islendinga. þar sem sú tíð fer í hönd, að sauð- kindum er slátrað, þá vil jeg alvai'lega skora á alla að gæta þess vamllega, að liundar nái eigi í sulli cða sollin innýfli. Hver, sem af hirðuleysi kast- ar sullum fyrir hunda, gjörir sig ef til vill sekan í dauða annars. Enginn ætti að liða að hundar séu við, þegar slátr- að cr. 2%’8i J. Jönassen Dr. Inir hoiðruðu ritstjórar hinna blaðanna éru beðnir að taka þessa áskorun í blöð sln. AUGLÝSINGAR tsamfeidumáli m. smálelri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orá 15 stafa frekast m. ö5ra lelri eða setning 1 ír, fvrir þumlung dálks-lengdar. Borgun úlí hönd, Uppboðsauglýsing. Mánudaginn h. 29. p. m. kl. 10 f. m. byrjar á þinghúsi bœjarins opinbert uppboð á miklum og góðum bókum, búkaskápum skrifborði, fatnaði 0. fi. tilheyr. dánarbúum Sigurðar Sigurðssonar adjunkts og L. Lar- sens faktors. Skilmálar fyrir þessu uppboði verða þá birtir á uppboðsstaðnum. Skrá yfir bœkurnar er til sýnis á skrifstofu bœjarfógetans viku á undan uppboðinu. Bœjarfógetinn í Beykjavík, 17. sept. 1884. 308% E. Th. Jónassen. Hér með auglýsi ég undirskrifaðr, að ég hér eftir fyrirbýð öllum að bera ofan í hverinn „Strokk“ án míns leyfis, þar eð ég finn það skyldu mína að sjá um, að þetta heimsfræga furðuverk náttúrunnar eyðileggist ekki fyrir skeytingarleysi mitt eða annnara. par eð ég hefi tekið eftir því, að hverinn gýs mikið verr, þegar borið er ofan í hann, hvað eftir annað, þá læt ég heldr ekki hér eftir bera ofan í hann oftar en einu sinni á sólarhring, og als ekki í mikilli rigningu. Að bera ofan í hverinn kostar 5 kr. fyrir þá, sem hafa hesta sína í vöktun hjá mér, en fyrir þá, sem hafa þá í vöktun annarstaðar, kostar það 20 kr. fyrir hvert gos. Hús, rúm og allan greiða, sem ég get i té látið, geta ferðamenn fengið keypt hjá mér með sann- gjörnu verði; einnig geta þeir, sem óska þess, feng- ið leigt stórt eða lítið tjald fyrir lágt verð. Haukadal, 29. ágúst 1884 3°9r-] Sigurðr Pálsson. Áð þar til fengnu leyfi amtsins sel ég framvegis ferðamönnum og öðrum gestum, er til mín koma og þess óska, mat og kaffi, öl og vínföng, alt fyrir sanngjarna borgiin út í hönd. Sömuleiðis sel ég ferðamönnum nætrgistingu, að svo miklu leyti sem húsrúm leyfir. Árbæ í Mofellssveit, 16. sept. 1884 310*] Eylí/'r Einarsson. Inæstkomandi fardögum fæst til kaups og ábúð- ar jörðin hálfir Óttarstaðir, liggjandi í Garða- hrepp ; hún hefir gott og mikið sauðland, skóg til eldiviðar, góða kálgarða og útrseði. þeir, sem vilja sinna þessu, geta snúið sér til undirskrifaðs. 311*] Kartöflur og lauk bjóðum vér að senda hvert sem óskað er, hvort heldr meira eðr minna afþessu, íyrir lægsta verð, sem hægt er að fá það fyrir í hvert sinn, móti borgun við móttöku (Efterkrav), og ábyrgjumst beztu vörur. 0. Hanscn, L. Kongensgade 39, Kjobcn- havn. [5—6483] r3i2r._ Nýkomið til þorl< Ö. Johnsens velsmíðuð hestajárn eftir íslenzlcu munstri frá porbirni Ólafssyni á Steinum í Borgar- firði. Gangrinn með niiglum 1 kr. [313r Eigandi og ábyrgðarm.: Jón Olafsson alþm. Skrifstofa: á Bakarastfg við hornið á Ingólfsstræli. Prentaðr í prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.