Þjóðólfur - 11.10.1884, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.10.1884, Blaðsíða 2
154 leitað, var ófús á að gjörast aðstoðarmaðr Fensmarks til að kara allar hans óþvegnu flíkr. Svo fór landshöfðinginn vestr. Og er hann kom aftr, þá loksins er hr. Fens- mark vikið frá embættinu um sinn, og ann- ar settr til að taka við. En hr. Fensmark fer að selja hús sitt og muni og — hypja sig burt af landinu. Hver á nú að borga þann halla, er landssjóðr, ómyndugir, sýslusjóðr (að líkind- um) og aðrir biða við vanskil hr. Fensmarks og líklega sjálfsögð gjaldþrot hans? Eiga allir þessir að hafa skaða sinn óbætt- an? Hafi alt það eftirlit verið haft með Fens- mark af hálfu yfirboðara hans, sem sjálf- sagt var að til mátti ætlast af þeim og sem það var embættisskylda þeirra að hafa, þá er líklega engin uppreistar von fyrir þá, er tjónið bíða hér. Én hafi hér verið eftirlitsleysi, aðhalds- leysi, »skálkaskjóls«-miskunn af hendi þeirra yfirboðara hr. Fensmarks, sem eftirlit eiga að hafa með embættisfærslu sýslu- manna—er þá ekki einsætt að þeir borgi að nokkru eða öllu þann skaða, er þeir kynnu ella að hljóta, er Fensmark hefir sóað pen- ingum fyrir ? Yér segjum als ekki, að hór hafi átt sér stað vítavert eftirlitsleysi; en vér segjum það, að útlitið er svo fyrir þeirra augum, er standa fyrir utan þetta, sem ástæða væri til að rannsaka, hvort svo hafi verið eða ekki. Alþingi mun standa næst að taka hér í strenginn. En þangað til getr landslýðrinn virt fyrir sór röggsemi og embættisárvekni amtmanns- ins setta sunnan og vestan í þessu máli, og skoðað hana sem fróðlega mynd til textans í inni nafntoguðu »amtmannsræðu« hr. Magnúsar Stephensens. |>að er ótrúlegt, hvað góðar myndir eru oft skýrandi torskilinn texta. f Benidikt Benidiktsson, skólapiltr í Ólafsdal; drukknaði í Grilsfirði 1884. Mitt hjarta beygir harmur sár og þungur, þú hneigst, minn vin, í kaldan dauða-sjó, —þú varst svo góður og þú varst svo ungur, og ást og dygð í hjarta þínu bjó. fig grætur faðir, grætur ástrík móðir, því guðleg ástin vætir þeirra brá; og vinir, frændur, allir hljóta hljóðir með hryggðar-tárum nú á bak þér sjá. Ég sé í anda engil drottins stíga nú o’n á jörð;—ó hvílík dýrðar-sýn !— og þar sem bárur þutigar dauðans hníga, hanh þangað stefnir, til að leita þín. Og augun hans,—þau tindra’ af gleði-tárum, hann tekur þig svo ljúft í faðminn sinn og með þig svífur létt frá bólgnum bárum og ber þig svo í himin drottins inn. Æ lyftu þér nú, Ijóðið mitt ið smáa, æ lyftu þér nú sorg og tárum frá, æ lyftu þér nú guðs í himin háa, minn hjartans vin þar muntu finna þá. Og sjá! þar mun í sælu’ og dýrð hann skína, þar sorg og tár hann eigi þekkir meir ; þá inn þú honum ástarkveðju mína —þá ástarkveðju’, er mér á vörum deyr. Og grát ei, faðir ! grát ei mög þinn, móðir ! Nei, móðir, faðir ! þerrið tár af brá; og sjáið ! allir englar drottins góðir nú ykkar syni fagna himnum á. Sœm. Eyjúlfsson. mw ww. ----■'A/wWWW' [Niðrlag frá No 36.]—fað mun nú vera óhætt að álíta þá Halldór Friðriksson (nú þingm. Beykvíkinga) og Jakob Guðmunds- son (nú þingm. Dalamanna) höfunda að greininni um neitunarvaldið, er fram kom í 1. nr. »TJndirbúningsblaðsins« annaðhvort í allrar miðnefndarinnar nafni, eða þó að minsta kosti í nafni ritstjórnar blaðsins (H. Kr. Fr. og J. G.). þegar litið er nú á grein þessa, sér í lagi kafla þann, sem tilfærðr er úr henni hér á undan, þá er það auðsætt, að höfundar hennar, eins og yfir höfuð allir formælendr ins takmarkalausa neitunarvalds, hafa verið samdóma mótmælendum sínum, er mæltu fyrir takmörkun neitunarvaldsins, um það, að auðvitað væri, að þingið ætti í rauninni að vera löggjafi þjóðarinnar og að konungr og ráðgjafi hans gætu aldrei borið betra skyn á þarfir þjóðarinnar, en þingið, og að atkvæði þeirra ætti því að lúta í lægra haldi fyrir atkvæði þjóðarinnar. þeir eru sam- dóma hinum um það, að ófært sé, að kon- ungi og ráðgjafa haldist uppi að neita til lengdar samþykkis til laga þeirra, er þjóðin einbeittlega vill fram hafa. Munrinn er sá einn, að þeir vilja ekki svipta konunginn með lögum inum formlega rétti til að neita svo oft sem hann vill; en þeir vilja gjöra honum ómögulegt að beita þessum rétti i framkvcemdinni. |>cir vilja með öðrum orðum gjöra inn takmarkalausa neitunarrétt að nafninu ein- tómu, tómum mdlamyndar-rétti. það sést á því, að allar ástæður þær, sern þeir færa moti því, að takma/rka neitunarréttinn, miða ekki til annars, én að sanna, að það sé óparft, að takmarka neitunar-réttinn með lögum, því að það liggi í eðli þingbundinnar stjórnarskipunar, að konungsvaldinu (eða ráðgjafa) sé ómögulegt að neyta þessa réttar nema um stund. þetta kemr af því, að þeir ganga að því vísu, að þingbundinn konungr eigi að kann- ast við það sem skyldu sína, að hafa ráða- neyti, sem sé í samræmi við meiri hluta þingsins; að ráðgjafi slíks konungs álíti sér skylt að leggja niðr völdin, þá er hann kemst í berhögg við þingið; og loks, að þingið hafi næg ráð í hendi sér, til að knýja konung eða ráðgjafa eða báða þá til, að láta undan þinginu. Ef að þeir »vilja ekki láta að vilja þjóðarinnar, þá neitar þjóðin hvers konar skattgjaldi í ríkisins [landsins] þarfir og gjörir þannig konungi ina algjörðu neitun ómögulega«. |>etta er það, sem kallað er þingrœði (»parlamentarismus«). Höfundarnir eða rit- stjórar Undirbún.bl. eru því auðsjáanlega iihangendr þingrœðis-reglunnar. Höfundunum var nú því meiri vorkunn, sem hver danskr maðr um þetta leyti á- leit, að þingræðisreglan lægi að sjálfsögðu í grundvallarlögum Dana og væri vafalaust innleidd í ríkinu með þeim og viðrkend af konungi og stjórn, eins og það er vafalaus sögulegr sannleiki, að þingræðisreglan mátti viðrkend heita alla stjórnartíð Friðriks sjö- unda og alt þar til á stjórnarárum Kristjáns 9., þá er vinstri menn höfðu náð ótvíræðum meiri hluta á þingi. En nú hefir sú raunin á orðið, að grund- vallarlög Dana, sem þó ákveða, að eigi megi skatta saman krefja, fyrri en fjárlögin sé »samþykt«, hafa eigi getað hamlað því, að stjórnin byggi til fjárlög upp á sitt eindæmi, þó að þingið hefði engin fjárlög »samþykt«. Hvórs mun þá von um alþingi hér ? Hvað ætli það fengi áorkað með því að neita fjár- lögunum ? — I vorri stjórnarskrá er engin ákvörðun um, að ekki megi heimta saman skatta og tolla, hvað sem fjárlögunum líðr. Og auk þessa eru allir skattar og tollar, svo og laun embættismanna og flest önnur nauð- synleg útgjöld, er til þess þarf að reka stjórn landsins, fastákveðin með sérstökum lög- um. jpar á ofan er fast ákveðið í stöðu- lögunum, að af árgjaldi ríkissjóðsins skuli fyrirfram mega taka kostnaðinn til innar æðstu innlendu stjórnar. Afleiðingin er, að stjórnin gæti hér stjórnað ár frá ári hindr- unarlaust, þó engin fjárlög væru til. Reynslan héfir nú ótvíræðlega sýnt og sannað hjá oss; 1. að það er ekki nema ástæðulaus hugar- burðr, að konungr og ráðgjafi muni hika við að risa öndverðir á móti vilja þjóðar og þings, nema því að eins að hagsmunir Isands og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.