Þjóðólfur - 22.11.1884, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.11.1884, Blaðsíða 1
Kemr út á laugard.morgna. Verð árg. (5° arka) 4 lcr. erlendis 5 kr.), Korgist fyrir 15. júlí. P JÓÐ ÓLFR. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komi til útg. fyrir I. olctóber. XXXYI. árg'. Reykjavík, laugardaginn 22. nóvember 1884. J\?. 45 ÉG VIL, EN GET EKKI. ndismeyja engilfagra, bjarta, Bg vil faðma þig að mínu hjarta Og þór heita ástarkossa færa, En ég megna hvergi mig að hræra. Sæla’ og nautn er sálu fyrir mína, Svása mey I að skoða fegurð þína, En augum líta á þig ég ei megna, Undra meyja I hverju má það gegna? Kveða vil ég mína tungu móða Um munarfegurð þína, snótin rjóða, En áður, en fæðast, orð á vörum deyja — Ó, hve þú mig töfrar, hjartans meyja ! /*• f. Bankar, lán og bankaseðlar. Nokkrar barnalærdómsgreinar í þjóðmeganfræði. II. Bankaseólar. Sf-t-i/t' 5óvv ötafo^on. [Framhald]. XXVI.—Að það sé talsverðr hagr fyrir banka að gefa þannig út seðla, það liggr í augum uppi. Setjum t. d. að banki gefi út 200,000 kr. í seðlum. Hann lætr ekki einn seðil af þeim úti án þess að fá eitthvað í aðra hönd. Ef hann ver þeim t. d. öllum til að lána þá út gegn veði og t. d. 4°/° vöxt- um, þá hefir hann 8000 kr. í vexti. Hins vegar verðr hann að hafa 70,000 kr. í gulli liggjandi arðlausar til að tryggja innlausn- ina; vextir (eða vaxtamissir) af þeim er 2800 kr. ; verða þá þó eftir 5200 kr. 60,000 kr. skal ráð fyrir gjört að só trygðar með konunglegum skuldabréfum ; en með því' að þau bera arð sjálf meðan þau liggja í bankanum sem trygging, þá er bankanum enginn kostnaðr að því. Honum er þar bæði tryggingin sjálf arðberandi og eins seðlar þeir, er hann gefr úr gegn henni. þá væri eftir 70,000 kr., og mundi nægt að þær væru trygðar með víxlum, handfengn- um veðum eða öðrum veðum, ábyrgðum o. s. frv., er ávallt væri yfrið af í vörzlum bankans, því að hver sá, sem lán fær úr bankanum, lætr eitthvað slíkt eftir í honum í staðinu. XXVII.—Hér þá auðsýnn þessi hagr, sem bankinn hefir við að gefa út seðla. En hann hefir hag á fleiri vegu. Ef bátr ferst á kaupstaðarleið og 200 kr. í gulli eða silfri fara í sjóinn við það tækifæri, þá tap- ar eigi að eins sá, er átti þessar 200 kr., en rær, sem voru verðmætar í sjálfu ser, eru óaítrkallanlega tapaðar viðskiftaþörf lands- ins, og er það lands-tjón. f>etta sést á því, að ef viðskiftaþörfin helzt óbreytt, þá verðr að flytja á ný 200 kr. í gulli inn í landið frá útlöndum (og því borga þær með vörum), til að fylla upp það skarð, sem varð við þær 200 kr., er í sjóinn fóru.—Fari nú hinsveg- ar í sjóinu 200 kr. í seðlum þá er það að vísu tap fyrir eiganda þeirra, en það er þá jafnframt gróði fyrir bankann ; því að hann sleppr þar fyrir ekkert við 200 króna innlausnarskyldu. Til að bæta viðskifta- þörfinni innanlands upp það tjón, er hún beið við að missa þessar 200 kr. úr veltu, þarf ekki að flytja eyrisvirði af gulli inn frá útlöndum, því að gullforði landsins er ó- skertr eftir sem áðr. Gullið liggr í bank- anum, og það má gefa út 200 kr. í seðl- um til að bæta viðskiftaþörfinni missinn. Ilver seðill, sem fer í sjóinn, brennr eða glatast á einhvern hátt, er þannig vinningr fyrir bankann. XXVIII. — Hins vegar hefir bankinn kostnað þann af seðlunum, sem leiðir af að búa þá til; en hann er tiltölulega mjög litill. —Einnig bætist hér við háski sá, sem leiðir af því fyrir bankann, að falsaðir seðl- ar eru búnir tib og bankinn glæpist á að taka þá gilda. En bæði er það, að venju- lega er svo mikil gætni við höfð í bönkun- um, að þetta nemr að meðaltali sárlitlu, og svo er hitt, að það getr að eins átt sér stað þar, sem . myndgjörðarlist er í góðu lagi, og væri því naumast slíkt að óttast hér. þar að auki er nú seðlagjörð komin á svo fullkomið stig, að mjög er torvelt að stæla seðla svo vel, að eigi sé auðþektr munrinn á fölsuðum seðlum og bankans eig- in seðlum. XXIX.—Nú hefir sýnt verið, hver hagr það er fyrir bankann, að gefa út seðla. En það er hagr líka fyrir hvern mann, sem hefir þá í höndum, að hafa þá fremr en peninga. þeir eru t. d. miklu handhægri í meðferðum, léttari í flutningi og því ó- dýrra að senda þá, heldr en gull, hvað þá heldr silfr. þá er sá annar kostr við seðla fram yfir peninga í daglegum viðskiftum, að hver seðill er tölumerktr ; hafi eg því mikla upp- hæð seðla, t. d. svo eða svo marga 100 kr. seðla, þá get ég ritað upp hjá mér tölu- mark (númer) hvers seðils. Sé þeim þá t. d. stolið frá mér, þá gefr að skilja, að það er hægra að koma því upp og fá sína seðla aftr, þegar hver er merktr og ég hefi ritað hjá mér númerið, heldr en ef það hefði verið gull- eða silfrpeningar, því þeir verða aldrei þektir aftr. Hver 10 kr. gullpeningr t. d. er öðrum líkr að öllu. XXX. —þægindin við að hagnýta seðla, heldr en málmpeninga, í viðskiftum innan- lands, eru svo mikil, að t. d. á öllum Norðr- löndum (Noregi, Svíþjóð, Danmörku) má svo að orði kveða, ,að sárlítið af mótuðum peningum gangi manna á meðal í viðskift- um, nema rétt sem víxl-mynt (smámynt).— það er því tiltölulega lítið af gulli, sem þessi lönd slíta eða nota1, þar eð mest gull þeirra liggr í bönkunum eða er á annan hátt horfið úr daglegum viðskiftum. XXXI. —þegar land, sem áðr hefir hag- nýtt eingöngu góðmálm (gullpeninga eða silfrpeninga) í innanlandsviðskiftum sínum, tekr upp þá nýbreytni, að nota seðla í peninga stað í þessum viðskiftum, þá er auðsætt, að talsvert af góðmálmi, sem áðr var bundið innanlands, af því að það var nauðsynlegt fyrir iunanlandsviðskiftin, losn- ar, af því að hans þarf nú eigi með, og getr hann þá streymt út úr landlnu, þegar hann er þar ekki lengr nauðsynlegr. Setjum t. d. að innanlands-viðskiftin hafi bundið 200,000 kr. í gulli (og silfri). Nú eru seðlar gefnir út fyrir þessari upphæð, og þarf þá 70,000 kr. af góðmálminum til að tryggja seðilmagn þetta. En 130,000 kr. í góðmálmi losna, o: þeirra verðr ekki þörf innanlands, og þá leita þeir burtu með tímanum og til útlanda. En fyrir þá kemr eitthvað inn aftr, ýmis þau gæði og hlutir, sem fyrir þetta fó verða keyptir, og er þetta stór ábati fyrir kynslóð þá, sem uppi er þeg- I ar þessi skifti komast á, því að hún nýtr jþessa hags. Og noti hún þetta hyggilega, I 1) Einn er það af kostum seðlanna, að gullið ge.ymist fyrir ]>á í bönlcum, sem ella mundi slitna og eyðast við að ganga manna á milli.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.