Þjóðólfur - 22.11.1884, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 22.11.1884, Blaðsíða 2
178 þá getr hún unnið margt þarft með styrk þess fjár, svo að einnig komandi kynslóðir hafi gagn af. Með öðrum orðum : ef ein þjóð getr á fult svo hagkvæman hátt rekið öll innanlands- viðskifti sín með 70,000 kr. í gulli eins og með 200,000 kr., þá er það auðsæ eyðslusemi að binda meira gull í landinu, en þörf er á, og beinn sparnaðr hins vegar að verja þeim 130,000 kr., sem án má vera innanlands, til þarfra kaupa. þennan hag getr hver sú kyn8lóð trygt sér, sem tekr upp seðla í peninga stað. XXXII. — Nú þó þetta sé ofur einfalt og ljóst, þá get ég þó hugsað mér að einhver kynni að segja: Ef 130,000 kr. í gulli flytj- ast burt af landi og ekki verða nema 70,000 kr. eftir í því, í stað þess að áðr voru 200- 000 kr., þá get ég að vísu skilið, að seðlar göti gjört sama gagn í viðskiftum, en þar sem þeir eru ekki verðmætir í sjálfu sér eins og gullið, þá finst mér að landið sé þó sannarlega orðið 130,000 kr. fátækara, en það áðr var, við það að farga þessari upp- hæð í gulli. En þessi hugsun er að óins sprottin af skakkri hugmynd um, hvað auðr er. Gull er að vísu góðr hlutr, en þó því að eins að nokkru nýtt, að það er verðmið- ill, sem ég get keypt mér nytsemdir fyrir eða þægindi. Ég skal skýra þetta með dæmi. Ég er bóndi skepnulítill og amboðafár, einvirki, en á allgóðu jarðnæði. Engu að síðr er ég í vissum skilningi ekki svo blásnauðr, því að ég á að vísu ekki nema eina hrífu í eigu minni, en hún líka forláta-gripr, sú hrífa, því að hausinn er úr silfri og tindarnir flassa-stórir úr góðu gulli. Ef ég sé að brenni er eigi að eins jafn-gott, heldr betra í hrífu-haus, heldr en silfr, og brúnspóns- tré miklu betra í hrífu-tinda, heldr en gull, þá sel ég silfrhausinn með gulltindunum, kaupi mér aftr nokkra brennihausa og fjölda af brúnspónstindum; en afganginum af verði haussins dýra fleyi ég ekki í sjóinn ; nei, honum ver ég til að kaupa mér fleiri amboð, nokkragripi, og svo til að kaupa mór meiri vinnukraft, t. d. halda vinnu- mann og vinnukonu árið um kring og kaupa- hjú á sumrin. þetta fólk heyjar fyrir grip- unum, bætir jörðina o. s. frv. Er ég nú fátækari fyrir þetta, þótt ég hafi fargað silfr-hausnum með gu 11-tindunum ? Sú þjóð, sem tekr upp seðla ípeninga stað í innanlands-viðskiftum sínum og sparar sér þannig óþarfa gullmergð í landinu, hún selr silfr-hausinn sinn með gull-tindunum og kaup- ir aftr brennihaus með brúnspónstindum — og hún tapar vissulega ekki á því, svo framar- lega sem hún fieygir ekki afganginum í sjóinn. XXXIII. — það liggr í augum uppi, að landstjórnin getr ráðið því, hvort hún vill gefa einhverjum banka, sem er eign einstakra manna, leyfi til að gefa út seðla eða ekki, og eins því, hverjum skilyrðum hún vill binda þetta leyfi og hver hlynnindi hún vill veita slíku fyrirtæki — eða þá að hún kýs heldr að stofna banka sjálf, er sé landseign. Ef hún kýs ið síðara, þá er sjálfsagt að hún taki seðlana gilda í öll gjöld og tolla og gjöri þá að löglegum skileyri manna á meðal. En þetta getr hún að vísu alt einsgjört, þótt bankinn væri einstakra manna eign eðr ein- staks félags. En um þetta skal síðar talað nánara, Ég hefi nú reynt á svo ljósan og auðskil- inn hátt, sem mér var auðið, að skýra fyr- ir almennimgi eðli bankaseðla og þýðing seðilbanka, svo að lesendr gætu haft nokk- urn veginn hugmynd um, hvað bankaseðlar eru og hversu seðilbönkum er varið. í þerri von að þetta hafi tekizt að nokkru leyti, vil ég nú snúa mér að því að fara fám orðum um víxilkaup (discontering) banka. Síðan skal ég í sérstakri grein tala um bankastofnun hér á landi. [Framhald.] Um Safarmýri. --»«- þ>að er þegar mikið búið að ræða og nokkuð búið að rita um jarðabót þá, sem nú um undanfarin sumur hefir verið gjörð á Safarmýri. þetta mikla og þarfa verk hefir sætt sömu forlögum, sem mörg önnur góð og gagnleg fyr- irtæki, að það hafa vakizt upp menn, sem hafa lagt fram krafta sína til þess að spilla fyrir því á sem flestar lundir. Menn hafa spáð því ástæðulausum hrak- spám, og kastað á það heimskulegum: sleggjudómum, ámælt í pukri stjórn landsins, sem veitt hefir fé til þess, já reynt til að koma mönnum, sem átt hafa að vinna skylduverk að því, til þess að prettast um að leysa af hendi skylduverk sín. Heima í héraði hafa menn þannig orðið til þess með miðr vönðuðum meðölum að reyna að spilla fyrir, og ef unnt væri að eyða verki þessu, og út í frá hafa aðrir aftr orðið til þess, að reyna að gjöra það hlægi- legt í augum almennings. En — sem betr fer — ið gagnlega cg þarflega hefir hér unnið fagran sigr. Garðr sá, sem um er að ræða, er þegar kominn vel á veg, og hefir þegar sýnt, að hann bæði muni þola vatnsmegn það, sem á hann legst, og enn fremr gjöra alt það gagn, sem til hefir verið ætlazt afhon- um. Laun inna óhreinlyndu andvígis- manna og heimsku háðfugla eru því ekki orðin önnur en makleg óvirðing. Sumarið, sem leið, var sannarlega vel fallið til þess, að sýna mönnum áþreif- anlega, hve ómetanlegt það gagn er, sem garðrinn gjörir. Hefði Safarmýri í sumar verið í inu gamla horfinu, þá hefði vatnið flóað yfir megnið af henni, fært alt i kaf, sópað burtu öllu lausu heyi, verkfærum manna og öllu laus- legu og flutt það alt fram á þjórsá, sem þá mundi hafa greitt för þess til til sjávar. Vér búendr í þ>ykkvabæ, og margir fleiri, hefðum þá náð litlu einu af útheyi og hefðum hlotið að fella mestan hluta fénaðar okkar, og hvað svo hefði á eftir farið, sjá víst flestir. En í stað þessa flaut als ekkert vatn inn í mýrina, strax fyrir innan garð- inn lágu flekkirnir ómakslausir og ekki ein tugga mistist úr henni fyrir vatns- flóðs sakir. Landsstjórnin á þvi miklar þakkir skildar fyrir það, hve vel hún hefir stutt þett i þarfa |verk, og sömu- leiðis allir þeir, sem lagt hafa sitt til að því yrði framgengt, því það verk er hér þegar unnið, sem um eftirkom- andi tíma mun bera margfaldan ávöxt, viðhalda lífi margra skepna, sem ann- ars mundi ekkert fóðr fyrir, og auka þannig björg og efni fjölda margra bú- enda hér í sýslu, sem sækja yfirborð af heyforða sinum í Safarmýri. Vér höf- um ekki getað leitt það hjá oss, að bera sannleikanum vitni í þessu efni, þar sem svo margir hafa orðið til þess að drepa honum niðr bæði ljóst og leynt, og þvi höfum vér ritað þessar línur til maklegrar viðrkenningar þeim, sem fyrir því hafa barizt og að því hafa stutt, að þessi stórkostlega bygging, sem, með nauðsynlegu viðhaldi, hlýtr að verða til varanlegra ómetanlegra hagsmuna, er nú svona langt komin. Ritað í oktobermánuði 1884. pykkbæingar. f Magnús Þórarinsson snikkari. (Dó 1 Englandi 1884). Ctz-j) ^jjjSegst þú í ljóði ljúft á mínar varir, ó, mitt heilaga móður-mál, sungið svo geti’ eg sáran um trega, —um harm, sem nístir hjarta’ og sál.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.