Þjóðólfur


Þjóðólfur - 06.12.1884, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 06.12.1884, Qupperneq 2
186 Hann gæti eins vel sagt oss, að það hafi jafn- vel komið fyrir í Énglandi, að konungr hafi synjað lagaboðum staðfestingar, enda þótt það hafi eigi fyrir komið þar síðan 17071.— Bn látum nú þetta vera ; hr. O. St. viðr- kennir, að lagasynjanir komi ekki fyrir »á seinni árum«, og segir svo : „Bn orsökin til þessa er engan veginn sú, að stjórnin hafi ekki dirfzt að heita neitunarvald- inu, heldr eingöngu sú, að þess hefir ekki þnrft. þingin hér fylgja nefnil. þeirri skynsömu [skyn- samlegu ?] reglu, að þegar stjórnin (hlutaðeig- andi ráðgjafi) hefir lýst því yfir eða gefið það nægilega í skyn, að hún geti ekki fallizt á eitfc- hvert lagafrumvarp eða einstakar greinir þess, þá lætr þingið, eða þingdeilclin sem í hlut ú2, málið niðr falla eða breytir því, sem ágreiningr- inn er um, eftir samkomulagi við stjórnina, af því það veit, að til einskis er að halda því til streitu vegna þess að frumvarpið getr ekki orðið að lögum nema samþykki konungs komi til“. Hér verðum vór að setja langt þanka- stryk og hugleiða nokkuð betr það, sem hr. etazráðið segir, því að hér er margt við að athuga ; »í fyrsta lagi« er hér nefniléga sumt »ekki rétt hermt«, og í öðru lagi eru ósann- aðar og ósannanlegar setningar fram settar sem sjálfsagðar (postúlöt); í þriðja lagi dregr hr. O. St. hór alveg rangar ályktanir; í fjórða lagi vanhermir hann, og í fimta lagi ber hann saman tvent, þar sem sameigin- legt samanburðar-skilyrði vantar. Fyrst segir hr. O. St. að stjórnin hafi í Danm. ekki beitt neitunarvaldinu af því, að pess hafi ekki þurft.—|>ví trúum vér dá- vel. Bn hjá oss hefir hún beitt neitunar- valdi sínu þó að þess hafi ekki þurft. það er allr munrinn! Svo skýrir hann oss frá, fyrir hverja sök þess hafi ekki þurft í Danmörku. Byrst fræðir hann oss á, að það sé skynsöm (á líkl. að vera: skynsamleg) regla, að lög- gjafarþing láti hvert mál (undantekningar- laust, hve mikið áhugamál sem það er) niðr falla, ef stjórnin skýri frá, að hún vilji ekki fallast á það.—En ef þingið er sannfært um, að lög þau, er það vill fram hafa, sé eink- ar þarfleg eða jafnvel nauðsynleg til heilla og framfara þjóðinni, og að það só ómetan- legt tjón, að þau nái eigi fram að ganga; og ef stjórnin að eins af heimskulegum þráa og þrjózku, af skærri vanþekking á högum lands og öllu eðli máls og ástandi, af hégóm- legum sérþótta eða jafnvel enn verri hvöt- um setr sig upp á aftrfótum móti slíku máli — er það samt skynsamlegt (og vér viljum 1) Holberg: Engl. Parlamentarisme. Kbh. 1884, bls. 95. 2) þessi orð höfum vér auðkent. Eitstj. bæta við : samvizkusamlegt) að »fella« þeg- ar »niðr« málið, í stað þess að halda því einmitt til streitu ár eftir ár, þar til er sannleikans sigrafl að lokum sigrar mót- þróa stjórnarinnar ? Yér segjum hiklaust: nei! og vér vonum að hr. O. St. verði oss samdóma.—þá tökum vér heldr undir með Dr. Grími Thomsen, er hann sagði: »það er yfir höfuð úrelt skoðun og samkvæm ráð- gefandi þingi, að vera að fást um, hvað stjórnin muni staðfesta eða ekki; ég fyrir mitt leyti læt mér sllkt liggja í léttu rúmi og get ekki farið eftir því ... Báðgjafinn getr ekki í 300 mílna fjarlcegð vitað eins vel og þingið, hvað haganlegast er fyrir landið. Yér eigum að samþykkja það, sem er al- menn ósk landsmanna, búa lögin svo vel út sem vór getum og láta svo drottin ráða úrslitum«....»Hvað stjórnin gjörir við frv., get ég ekki tekið tillit til; ég verð að fara eftir vilja þjóðarinnar og sannfæringu minni. ...Stjórninni mun líka leiðast að synja til lengdar, enda hefir það sýnt sig, að hún hefir þó loks staðfest frumvörp, sem hún oftlega hefir verið búin að synja staðfestingar, þegar þingið hefir haldið sinu máli til streitu og samþykt frumvarpið (t. d. frv. um undir- skrift konungs undirísl. texta laganna) fieiri þing í röð. ... Knýið á, og mun fyrir yðr upp lokið verða«. (Alþ.tíð. 1883, B., 323. og 324.). þetta köllum vér þingmannlega mælt og drengilega. — þegar þingið ér sannfært um að það hafi rétt fyrir sér og að það sé nauðsynlegt, sem það fer fram á, en stjórn- in hafi á röngu að standa, þá er bæði skyn- samlegra og samvizkusamlegra að trúa því, sem sálmaskáldið1 segir: „það skulum aldrei efa, þótt örvænt þyki’ um hríð, að sigur guð mun gefa æ góðu máli’ um síð“— heldr en að fylgja reglu hr. O. St. — Vér verðum að treysta sigrmagni sannleikans ! Hr. O. St. segir, að »þingið eða þingdeild- in, sem í hlut á«, láti málið falla niðr, ef stjórnin felst eigi á það.—En þetta er ekki rétt hermt. Lét kannske fólksþingið í fyrra- vetr skatta-frumvarp Monrads niðr falla, af því að stjórnin lýsti yfir því, að hún gæti ekki að því gengið ? Bkki bar á því! Og þó var fólksþingið þar »þingdeildin, sem í hlut átti«. Yfir höfuð liggr það í hlutarins eðli, að þegar fólksþingið berst ár eftir ár fyrir, að hrekja Estrúps-stjórn frá völdum, þá mundi það ekki hika við að samþykkja þörf lög fyrir það, þótt stjórnin setti sig á móti þeim. þvert á móti mundi það grípa 1) Séra Ólafr Indriðason. t. : 1 .. , % hvert færi fegins hendi, til að samþykkjfc slík lög og láta stjórnina auka óvinsældir sínar með því, að hafna þeim. það er þannig alveg ósatt, að ríkisþing Dana fylgi reglu hr. O. St. Folksþingið fylgir henni ekki, sem eðlilegt er. Landsþingið fylgir henni að vísu, en það er og ofr-eðlilegt, því að það (sem er efri deild ríkisþ.) fylgir stjórninni nú í öllu—gégnum þykt og þunt — í baráttunni gégn fólksþinginu (neðri deild). Samanburðrinn við alþingi á hór því alls ekki við. það er enginn, sem láir stjórninni það, að hún staðfestir ekki frum- vörp þau, sem neðri deild samþykkir, en efri deild hafnar. það, sem vér láum henni, er það, að hún setr sig á móti báðum þing- deildum. pað gjörir hún ekki í Danmörku. það er nefnilega vanhermt hjá hr. O. St., að 1 Danmörku er þingræðið viðrkent að hálfu leyti, en hór að engu leyti. í Dan- mörku segja ráðgjafarnir: vér teljum oss skylt að láta undan, ef báðar þingdeildir eru á móti oss. þá víkjum vér sæti, segja ráð- gjafarnir; en fyrri teljum vér oss það heldr eigi skylt. Báðar þingdeildir eru jafn-rétt- háar, og meðan önnur er með oss, er oss eigi skylt að láta undan hinni. Hór á landi gengr ráðgjafinn í berhögg við baðar þing- deildir, og dettr ekki í hug að víkja úr sessi að heldr. Yér lifum hér eins langt fyrir ut- an allar þingræðislegar reglur, eins og þó vér værum austast í Síberíu undir rússneskri stjórn. 1 löndum þar sem þingræðisreglan er að fullu viðrkend, eins og í Englandi, þar kemr það auðvitað trauðlega fyrir, að þingið sam- þykki nein lög móti vilja ráðgjafans. En þetta kemr blátt áfram af því, að ráðgjaf- arnir eru þar ávalt forsprakkar þess flokka, er fjölmennnastr er á þingi, og enginn flokkr vill flæma fyrirliða sína frá völdum. Undir eins og flokkaskipunin breytist svo, að rneiri hluti þings snýst öndverðr ráðgjöfunum, þá hafa þeir ekki um noma tvent að velja : annaðhvort að víkja þegar úr sessi og selja völdinn f hendr þess flokks á þingi, er þá hefir ofrliði borið,—eða að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga, þ. e. skjóta máli sínu undir dóm þjóðarinnar (kjósenda). Gangi þeim -kosningar þá á móti, fara þeir óðara frá. f>að er auðvitað, að þjóðin (þingið) hlýtr þannig ávalt til lengdar að bera hærra hlut af konungsvaldinu, ef í hart fer. En það verðr nú svo að vera, að annaðhvort verðr að verða sterkara, ef á milli ber, konungs- valdið (stjórnin) eða þjóðin, og í öllum frjáls- um löndum kemr mönuum saman urn, að það eigi að vera þjóðin, því að stjórnin á

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.