Þjóðólfur - 13.12.1884, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.12.1884, Blaðsíða 3
19i einhverjar inar gildustu úr, skulum vér fús- lega ræða þær við hann. „Með því, sem að framan er sagt, hefi ég viljað leiða athygli manna að því, hverjar sén helztu orsalcirnar til þess, að ýmsum lagafrum- vörpum frá alþingi hefir verið synjað staðfest- ingar“, segir hr. O. St.-—Yér höfum nú reynt að sýna fram á, hve gildar þessar »orsakir« só. Yér vonum að oss hafi tekizt að sýna, að þær sé einskis virði, alveg fdnýtar og ógildar. VÚr erum hr. etazráðinu einlæglóga þakk- látir fyrir það, að hann hefir gefið oss svo gott færi á að sýna þetta, — að hann hefir styrkt svo vel málstað vorn gegn stjórninni í ásökunum þeim, er vér veittum henni í sumar fyrir lagasynjanirnar, styrkt málstað vorn með því, að færa svona veikar ástæður fyrir stjórnarinnar aðferð, og kannazt þann- ig óbeinlínis við, að gildum rökum til varnar stjórninni sé eigi völ á. Grein hans verðr oss ósegjanlega mikill styrkr í baráttu vorri og eitt ið hárbéittasta vopn gegn stjórninni, sem unt var að fá. þetta ber oss þakklátlega að viðrkenna. þeim heiðr, sem heiðr heyrir! Vér óskum og biðjum þess af alhug, að hr. etazráðið væri sem oftast við látinn að halda uppi slíkri vörn fyrir misferli stjórn- arinnar! Opið hróf til Tryggva Gunnarssonar, riddara, alþingismanns og margt fleira. [niðrlag]. En þér talið um, að vér hefðum haft mis- jafnlega fenginn meirahluta (43 á móti 38), og kynni af orðum. yðar að mega sýnast svo, sem vér þannig hefðirm haft rangt í frammi. það er því enginn óþarfi að skýra þetta hér, úr því að þér hafið gerzt svo djarfr að fara út í það mál. Hvernig voru þá yðar 38 atkvæði tilkom- in ? Ef þér hafið gleymt því, skal ég minna yðr snöggvast á það. þegar yðar menn sáu, að vér mundum hafa betr í atkvæðagreiðslu þeirri, er framm átti að fara á fundinum þeim, er lýst var yfir mistraustinu (ótrúnni) við yðr, þá tóku þeir það til bragðs, sem ég gat um í grein minni inni fyrri, að gera alla þá kvenn- menn að atkvæðisbærum félögum, sem þeifi höfðu yfir að ráða. þctta átti að fara leynt, en kvisaðist þó til okkar. Vórum vór tregir td að trúa þossu óriddarlega tiltæki; en þótti það þó hollast, að vera við öllu búnir og fengum því svo marga í lið með oss, sem lcostr var á. Og þegar á fundinn kom, reyndist það satt, sem kvisazt hafði um kvennmannasmöhmina og höfðu yðar monn 40 atkvæði, en vér—42. Yðar kump- ánum brá heldr en elcki í hrún, og sérstak- lega man ég að kvennfólkið var fremr niðrlútt og upplitsdeigt, það sem eftir var kveldsins. það sem vér því gerðum, var þanníg ekkert nema sjálfsagðr krókr á móti bragði. A næsta fundi höfðuð þér og yðar 38 atkv. en vér 43, einu fleira en á næsta fundi á undan. Sjáið þér nú ekki, herra riddari, hvorir það vóru, er fyrstir slengdu inn í þetta mál mönnum, sem als ekkert vóru við málið riðnir í upphafi, og hefðu aldrei átt að verða, enda hafa líklega ekki alveg skilið, hvað um var að vera. En að láta yðr og kumpána yðar komast að svo léttum og ómaklegum sigri, gat ekki komið oss til hugar, en vér neyttum að eins þess bragðs, sem þér og yðar flokkr hafði kennt os$. Afleiðingarnar af öllu þessu eru kunnar og of- kunnar orðnar. En hvorum megin séu ófrels- ismennirnir, og hvorum megin „hrekkvísir ó- friðarseggir“ (ef um slíka menn getr verið að ræða), það legg eg óhræddr undir dóm lesand- anna. Og svo kom málið. En það ætla ég alveg að hlaupa yfir og taka ið síðasta, er gerzt hefir í þessu máli nú í haust. Félag vort gerði fyrsta skrefið til þess, að fá félögin sameinuð og fór þess á leit við yðr af hálfu félags vors maðr einn, sem ekki er neinn svarinn óvinr yðar, eins og þér vitið bezt sjálfr; voru boðnir þess konar kostir, að þér gátuð sjálfr ekki óskað þeirra betri; enda tókuð þér fyrst glaðr undir þessi boð, og kváðust fús til þess að styrkja það af alefli, og hétwð því. petta var nú fyrsta daginn. Svo kom sami maðrinn daginn eftir til yðar til þess að leiða það mál til lykta, en á meðan hafði ráðgjafi yðar auðsjáanlega komið yðr á aðra skoðun, tjáð yðr, að þetta væri ófært, hér væru brögðítafli o. s. frv.,'.og eftir sömureglu sem vindhaninn snýst um möndul sinn horfðuð þér nú í aðra átt. Nú þaut öðruvísi í yðr, uú tölduð þér á þessu öll tormerki, nú sáuð þér alstaðar grýlu. Á fundi í klikkufélagi yðar sögðuð þér, að yðr væri persónulega ekkert um sameining (nei, nú hafið þér það líka náðugt!) en landsins (!!) vegna vilduð þér það (?!). Á fundi hjá oss höfðu kostirnir verið samþykktir, á fundi í yðar félagi var þeim hrundið mest fyrir fylgi Hannesar frænda yðar ; þávarð ljóst hvaðan aldan var runnin. Nú hafið þér og kumpánar yðar neitað þessum boðum, er yðr sjálfwm gazt mjög vel að í fyrstu. f>ér og þeir ala enn þá úlfbúðina, halda enn fram því verki, sem þeir hafa svo efnilega byrjað, þér og þeir erwð öfriðarseggirnir, og engvir aðrir. Vér höf- um fyllilega sýnt, að vér getum vel verið i félagi með mönnum, þótt annarar slcoðanar sé; þér og yðar klikka hefir sýnt deginum ljósara övæga drottnunargirni, óþolandi ráðríki, ljós- hrætt ófrjálslyndi og svo nú seinast hemjulausa ósáttgirni. Og svo bitnar alt á yðar broiða baki; það megið þér sjálfum yðr um kenna. Eftir tilgerð- um fara atte.iðingarnar. Svona er ‘nú mál þetta vaxið. Og nú hefi ég svarað grein yðar yfir höfuð, að þvi er til mín tekr. En þaö eru einstöku atriði, sem ég vildi enn fremr dropa lítið eitt á.—Eg ætla ekki að minn- ast á orð yðar um útlit mitt á sáttafundinum. ý>au hefði ég betr trúað að kæmi frá heldr ó- feimnum götustrák, en manni, sem er dubbaðr af konungi til riddara; krossinn á brjóstinu ætti að verja hvern mann fyrir þess konar freistingum. ý>ví að ég veit það, herra riddari, að þér vit- ið, að þau orð yðar eru ósönn; og ég get vel skilið, að þér blygðizt yðar fyrir þau, og vilduð víst gjarna að þau væru óskrifuð, nú, er þér hugsið rólega um, hvað þér hafið að hafzt. Orðin: „Hefði átt að kjósa formann í torf- fllagi, efast ég ekki um að Einnr hefði fengið nær því öll atkvæði11 ganga hreint fram af allri skynsemi. Yðr lætr satt að segja ekki vel fyndni, og ekki betr en „frænda" yðar Hannesi, og því skylduð hvorki þér né hann vera að streitast við hana. ý>að er reyndar ef til vill stundum hlegið að yðr, en það er í alt öðrum skilningi en þér ætlizt til. Hann „frændi“ yð- ar gat þess einhvers staðar, að ég væri ekki fyndinn, en þér segið honum ef til vill í bróð- erni frá mér, að ég hafi aldrei ætlað að ég væri það og aldrei heldr reynt að vera það, en þess vegna hefi ég heldr ekki reist mér neinn hurð- arás um öxl. Nú getið þér litið hýrlega yfir torfflagið yðar og brosað ánægjulega, en það er heldr enginn annar, sem gerir það, jafnvel ekki Hannes; til þess er liann þó of skynsamr. jpykir yðr nú hetr farið, en heima setið,herra Tryggvi riddari ? fér getið engu’af þessu neit- að, sem hér er sagt að framan, og nú mega allir sjá, hvern heiðr þér hafið af málum þess- um öllum, einkum því allra síðasta. Hvort þér vinnið málið fyrir réttinum, skal ég ekkert hér um segja, en það veit ég, að þótt þér vinnið bókarskriflið með dómi, eruð þér engu bættari. íslendingafélag verðr ekki framar undir yðar forstjórn, sem betr fer. J>ér eruð búinn að vera þar ! Verið þér að svo mæltu vinsamlegast kvaddr, herra riddari, af Finni Jónssyni. P. S. Jóni Ólafssyni ætla ég sjálfumað svara fyrir sig, ef honum þykir það þess vert. En als ó- maklega hafið þér ráðizt á hann með götudóna- hrakyrðum, þótt hann hafi tekið grein mína sem svar á móti „frænda“ yðar, sem líka sárn- ar það, að hr. Jón Ólafsson var svo frjálslyndr blaðamaðr og skyldurækinn, að taka grein mína á móti honum (Hannesi). ý>að er, sem ég sagði fyr, ekki frjálslyndið eða frelsið, sem þérfrœndr hafið mestar mætrnar á. Og svo skal ég að endingu taka það fram, að það er hvorld ég né neinn af þeim flokld, sem ég heyri til, sem höfum hafið þetta mál í íslenzkum blöðum; það eru yðar kumpánar, yð- ar flokksmenn, sem hafa byrjað á því, og svo eruð þér frændr svo frjálslyndir, að því, sem yðar flokks menn hafa skrifað um oss, sem er mest alt rangt og snúið við, því viljið þér að íslenzkir blaðamenn skuli ekki leyfa oss að svara. Jú, þér frændr eruð ekta frjálslyndir—alveg eins og Estrúpsmenn í Danmörlcu. F- J-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.