Þjóðólfur - 13.12.1884, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.12.1884, Blaðsíða 4
192 Hitt og þetta. — Ráð við sjóveiki. Eftirfylgjandi lælcnis- ráð Dr. Soulés er talið ágætt við sjóveiki. Ó- brigðult er það að vísu ekki, en mýmörgum, sem ekkert annað hefir hjálpað, hefir ráð þetta hjálpað. Fáðu þér á lyfjabúðinni blöndu svona til búna: Brometri Natrici 16 grömm, Brometi ammonici 8 gr., Aquae Menthae Piperitae 250 gr. Af þessari blöndu skaltu taka 1 teskeiö á undan hverri máltíð og eina áðr en þú háttar á kvöldin þrjá nœstu dagana í röð, áðr en þú ferð á sjóinn. — Bifliu-fastr. Kaupmaðr einn var ný-trúlof- aðr og fór ferð í verzlunarerindum. Eyrsta bréfið, sem hann skrifaði kærustunni á ferð- inni, byrjaði svo: „Elskulega f>órunn! Eg er alt af með hugann hjá þér. Og í hvert sinn, sem ég ætla að gjöra eitthvað, sem rangt er, þá kemr mér undir eins þú í hug, og þá segi ég þegar við sjálfan mig: (Vik frá mér Satan!’“ — Hjálpsemin. í rauninni er hjálpsemi sú, sem fátæklingarnir sýna hver öðrum, miklu meiri en sú, sem auðmennirnir sýna þoim. (L. Halévy). — jj>að mætti reisa réttvísinni veglegt must- eri úr öllum þeim þungu steinum, sem rang- sleitnir menn kasta á saklausa. (O. M. Yaltour.) — Kvonfangið. í brúðkaupi Sigurðar sitja þeir saman á bekk vinir hans Pétr og Páll. „Hvort heldrðu nú að það sé skynsemin eða hjartað, sem hefir leitt Sigurð á brúðarbekkinn?11 hvíslar Pétr að Páli. „Hvorttveggja11, svarar Páll; „að því er konuna snertir sjálfa, hefir skynsemin ráðið ; en að því er peningana henn- ar snertir, þá hefir hjartað ráðið“. AUGLÝSINGAR í samíeláu máli m. smáletri kosta 2 a. (Jakkaráv. 3á.) Ivert orá 15 stala frekasl m. öðra letri eia setning 1 kr. tjrir (mmlung dálks-lenjdar. Borjun út í könd Mark á folanum í augl. nr. 408. í síðasta J>jóð- óiti var : biti a. v. [425* róla-auglýsingar, sem komast eiga í næstabl., ' er beðið að afhenda í tíma. Bitstj. Pjóð. A L M A N A K L M f y r i r hvern mann. Ritstjórar : A? ón Ólafsson. Stgr. Thorsteinsson. N A K Utgefandi: Kr. Ó. þorgrímsson. Verð 45 au. I 8 8 5 *: 1 8 8 5 [423* Uppboðsauglýsing. Aff undangengu fjárnámi eptir dóm- um verða viff opinbert uppboð, er haldið verffur i Grjóta hjer í bænum mánudag- inn kl. 12 m, d. 22. p. m„ boffin upp og seld hœslbjóffendum, ef viðunanleg boð fást 1) bœr sá í Grjóta er Eiríkur Ás- mundsson býr í; 2) svonefndur Helga- bær i Grjóta ; 3) timburhús í Grjótagötu tilheyrandi nefndum Eiríki; ásamt lóff- um peim, er húseignum pessum fylgH og fylgt hafa, 4) hjallr í Grjóta tilheyr- andi áffurnefndum Eiríki.—Söluskilmál- ar verffa birtir par á staðnnm á undan uppboffinu. Skrifstofu bcejarfógetans i Rvík 8I121884. E. Th. Jónassen. [4iðr. Til ahncimiugs! Læknisaðvörun. f>ess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt um „bitter-essents11, sem hr. C. A. Nissen hefir búið. til og nýlega tekið að selja á Islandi og kallar Brama-lífs-essents. Eg hefi konii/.t yfir eitt glas af vökva þessum. Ég verð að segja, að nafnið Bramma-lífs-essents er mjög vill- andi, þar eð essents þessi er með öllu ólíkr inum ekta Brama-lífs-elixir frá hr. Mans- feld-Bullner & Lassen, og því eigi getr haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn egta. jþar eð ég um mörgár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lifs-elixír frá Mansfeld- Bullner & Lassen er kostabeztr, get ég ekki nógsamlega mælt fram með honúm einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Káupmannahöfn 30. júlí 1884. E. J. Melchior, læknir. Einkenni ins óekta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egta Brama- lífs-elixir eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sést blátt Ijón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir búa til inn verðlaunaða Brama-lífs-elixir. KAUPMANNAHÖFN. [415r. rndirskrifaðr hefir nú talsvert af tilbúnum nýjum skófatna ði, svo sem karlmanns-skó, kvenn-stígvél og bárna-slcó, og sel ég hann með mjög væguverði á móti borgun út í hönd.—Vinnustofa min er í húsi fangavarðar Sigurðar Jónssonar, Skóla- vörðustíg. 422.*! Evík, 12. des. Lárus Lúðviksson. Hraðfrétt. jþar eð ég hefi heyrt þvi fleygt, að ég ætti að vera trúlofaðr vissri ung- frú(!) hér í bænum, þá lýsi ég það ósatt, Og gef ættingjum, vinum og vanda- mönnum til kynna, að ég ekki enn hefi lofað nokkurri stúlku liér í hæ eiginorði. íteykjavík 10. des. 1884. [420* Georg D. E. Ahrens. Brúnsokkótt hryssa með hvítanblett á bóg og stjörnu í enni, með miklu faxi og tagli, stygg og als óbandvön, 5—8vetra gömul, pieð mark: tvístýft eða blaðsýft fr, biti aptan vinstra. Hryssa þessi sást hér í Byskupstungna- hreppi snemma á næstliðnu vori og hefir verið hér á flækingi i sumar. Ef réttr eigandi verðr ekki búinn að gefa sig fram og borga á fallinn kostnað fyrir næstu árslok, þáverðr liryss- an sold við opinbert uppboð. Auðsliolti í Biskupstungna-hrcppi 15. nóv. 1884 417r] T. Guðbrandsson. Seldar óskilakindr í Hrunmanna-hreppi næstl. haust: hvit gimhr 1 v.: sneitt fr., biti a. h., gat v.; á vinstra horni: A 7.; annað horn og brm. óglögt,—Hv. geldingslamb: stýft, hiti aft. h., blaðst. a. vinstra. 20/n- 84- B- Einarsson. [418* Iréttum næstl. haust var mér dregið lamb með mínu marki, sem er st. fjöðr aft. h., st. fjöðr fr. v., en eg á ekki lamhið. Eigandi semji við mig um markiö og lambiö. Hlíð i Hruuam. hreppi 20/n ■ E. Olajsson. [419* Undirskrifaðan vantar hrúna hryssu, 12 Vfetra ; mark: sneitt aft. vinstra, og (mig minnir) undirbon á sama evra. Auðkenni : mikil síðu- tök á báðum síðum, moira þó á vmstri. Hryss- an ættuð frá Háu-þvorá í Fljótshlíð. Hvorn, er var verðr við hryssuna, bið ég aðvara mig það fyrsta. Litla-Hólmi, Leiru, e/12 1884 Sigurðr Andrésson. [421* Eigandi og ábyrgðarm. : Jón ÖÍafsson alþm. Skrifstofa: á Bakarastig við hornið á Tngólfsstræti. Prentaðr í prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.