Þjóðólfur - 20.12.1884, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.12.1884, Blaðsíða 2
skulum vér ráðgjöra að Friðbjörn bóksali á Akreyri hafi keypt að Kristjáni bóksala í Keykjavík 125 Helgapostillur á 6 kr. = 750 kr.; en þar frá dragast sölulaun 20%, og verða þá réttar 600 kr., sem Priðbjörn á að borga Kristjáni. Nú er það auðsjáan- léga hreinnóþarfi, að Priðbjörn sendi Kristj- áni frá Akreyri 600 kr. í gulli og borgi undir burðargjald og ábyrgðargjald, en Oog- hill sendi aftr 600 kr. á sama hátt norðr til Oddeyrar-verzlunar. Hitt er kostnaðar- minna og einfaldara, að Priðbjörn fer með 600 kr. til Oddeyrar-vörzlunarstjórans og biðr hann að selja sér fyrir þær víxil upp á mann í Keykjavík; hann fær þá 600 króna víxil upp á Coghill, og skrifar svo á bak honum (aftan á hann): #Fyrir mig að borga hr. Kristjáni bóksala þorgrímssyni í Keykja- vík. Prb. Steinsson«.—og sendir svo Kristj- áni víxilinn, en hann fer með hann til Coghills, sem svo borgar Kristjáni pening- ana. þannig hefir Oddeyrar-verzlun fengið sitt og Kristján sömuleiðis, án þess einn eyrir hafi farið norðr eða suðr milli þeirra, er upphafiega áttu skuldaskiftin saman; hlutaðeigendr hafa þannig haft víxl áskulda- kröfunum og jafnað þær með því; þar af nafnið víxill. XL.—jpannig höfum vér nú séð, hversu víxlar spara peninga-sendingar frá einum stað til annars; og voru þeir upphaflega fundnir upp og leiddir í tízku 1 þessum til- gangi. En er menn sáu hægð og eðli víxla, kom brátt önnur ástæða til, sem gjörði þá enn almennari.—það er alvenja í kaupum og sölum að gefa lengri eða skemri gjald- frest á keyptum vörum, t. d. þrjá mánuði, sex mánuði eða enda ár, alt eftir tízku og ástæðum. Nú hefir þorlákr kaupmaðr t. d. selt Andrési bónda vörur fyrir 600 kr. með sex mánaða gjaldfresti; en hins vegar þykir honum mikið í varið, að fá peningana fyrri, því að hann getr haft mikinn hag af þeim á annan hátt, t. d. að kaupa hesta fyrir þá og selja þá aftr til Englands, kaupa þar aftr vörur fyrir andvirðið og selja þær aftr hér. þannig gæti hann á þessum sex mánuðum fleirum sinnum keypt og selt fyrir þessar 600 kr. og haft jafnan dálítinn hag í hvert sinn. Hvernig á hann nú að fara að hafa not af þessum 600 kr., sem hann á hjá Andrési bónda, þangað til And- rés borgar þær? Hann gefr út víxil stýl- aðan upp á Andrés, og í honum er svo á kveðið, að Andrés skuli borga Sigurði, sem hefir selt þorláki hesta, 600 kr. eftir 6 mánuði; en Sigurðr, þótt hann sé auðugr maðr, vill fá peninga sína þegar. Hann er þá ráðalaus, ef enginn banki eða bankari1 er I) Bankarar kallast einstakirmenn, er verzla með peninga og verðbréf. til, og villþá eigi víxilinn, og verðr ekkert af kaupunum. En ef bankinn er til, þá fer hann með víxilinn í bankann og kaupir bankinn víxilinn af honum fyrir peninga (eða seðla). En bankinn fær ekki peninga þessa aftr fyrr en eftir 6 mánuði hjá And- rési, en hins vegar vill hann hafa vöxtu af peningunum þennan tíma. Setjum að út- lánsvextir hjá bankanum sé 6°/> p. A, (sex af hundraði um árið), eða 3/» um sex mánuði, þá borgar bankinn Sigurði að eins 582 kr. fyrir víxilinn, sem hljóðaði upp á 600 kr. Hafi hestarnir, sem Sig. seldi þorláki, verið meira virði, verðr þorlákr að borga Sigurði mismuninn, því Sig. hefir í öndverðu ekki tekið víxilinn fyrir meira, þar eð hann vissi, hverja vexti bankinn mundi draga frá. Eða tökum annað dæmi: Blaða-póststof- an í Khöfn er áskrifandi að 25 expl. af »jþjóðólfi«, sem kostar 5 kr. hvert erlendis. Askrifendr hennar borga henni fyrir fram, en hún borgar útgefandanum í árslok, og þá verðr útgefandinn að hafa umboðsmann í Höfn, sem veitir peningunum móttöku fyrir hans hönd og kvittar fyrir. þessi maðr heitir August Wolf og hefir auglýsinga-um- boð fyrir ótal blöð utanlands og innan. Hann tekr við auglýsingum til þjóðólfs frá útlöndum og tekr við borgun jafnframt, en borgar útgefanda við árslok. I júlí-byrjun er útg. þjóðólfs búinn að birta margar aug- lýsingar fyrir hann og sér fram á, að hann á að minnsta kosti 150 kr. hjá Wolf um nýár næstkomandi. Hins vegar fær hann um þetta leyti frá pappírssala í Skotlandi pappír í blaðið, sem hann þarf að borga innan 4 mánaða. Hann gefr þá út víxil á Aug. Wolf að upphæð 150 kr., er borgast skal við nýár, og sendir pappírs-salanum. Pappírs-salinn sendir umboðsmanni sínum í Höfn víxilinn og biðr hann að sýna Aug. Wolf hann, en Wolf ritar á víxilinn að hann samþykki (acceptéri) víxilinn. Sendir svo umboðsmaðrinn pappírssalanum aftr víxil- inn með árituðu samþykki. Pappírs-salinn fer með víxilinn til banka; bankinn kaupir hann og dregr frá ý'/° fyrir hvern mánuð, sem eftir er, þar til er víxillinn fellr í gjald- daga. Á Skotlandi hafa ýmsir menn við- skifti við Danmörku, og einhver, sem þarf að sénda þangað borgun, kaupir víxilinn aftr af bankanum og sendir hann í peninga stað til skiftavinar síns í Danmörku, sem aftr selr hann banka þar, og svo koll af kolli, unz einhver í Höfn kemr með hann í gjald- daga til Wolffs og fær hann borgaðan. Auð- vitað stendr nú ýmislega á með viðskifta- jöfnuð landanna (eins og bent var á í XII. gr. hér að framan). Stundum er í Skotlandi eftirspurn eftir fleiri víxlum upp á Danmörku, en til eru. Stundum aftr eru fleiri vfxlar til í Skotl. upp á Danmörku, heldr en þörf er fyrir. Eigi ið síðarnefnda sér stað, senda bankarnir í Skotl. víxla sína til Danmerkr og verðr þá að leysa þá inn þaðan með gulli. þó eru fleiri útvegir til. Til dæmis getr verið, að Skotland hafi of- mikið af víxlum á Danmörku (þ. e. Dan- mörk hefir of lítið af víxlum á Skotland til að jafna með), en þá getr verið að Danmörk hafi of mikið, en Skotland of lítið aftr, af víxlum á Amsterdam (Holland), og geta þá víxlar á Holland jafnað viðskifta-mismun Danmerkr og Skotlands o. s. frv. XLI. — Nú getr staðið svo á, að ég þurfi á peningum að halda, og fer ég þá til kunningja míns, án þess að hann hafi feng- ið vörur hjá mór eða skuldi mér neitt, og bið hann að leyfa mér að gefa út þriggja mánaða víxil upp á hann, ritar hann frarn- an d hann1, að hann samþykki hann, og er hann því skyldr að borga hann á gjalddaga. En svo er af talað okkar á milli, að ég hafi sjálfr leyst hann inn áðr, eða þá borgað honum upphæð víxilsins innan þess tíma er hann fellr í gjalddaga. þennan víxil sel ég eða borga með honum eitthvað, er ég þarf að borga. Kunningi minn á ekki að þurfaað hafa neinn kostnaðafvíxlinum; hann hefir með lánstrausti sínu stutt lánstraust mitt, svo að ég hefi haft not af upphæð víxilsins í þrjá mánuði.— Sömuleiðis get ég gefið út víxil upp á sjálfan mig og fengið tvo áreiðanlega vini mína til að skrifa nöfn sín á bakið á honum. Get ég svo selt víx- ilinn. Svo er nefnilega ákveðið í víxillögum, að eigandi víxils getr, ef vanskil verða á borgun hjá samþykkjanda (eða útgefanda), snúið sór til hvers, er hann vill, eins, fleiri eða allra, af þeim, er á bak víxils hafa rit- að á undan honum, og á aðgang að hverj- um þeirra, sem hann vill (eða öllum í einu) með borgunarkröfu sína. þeir, sem aftan á víxil rita, kallast wndossentam eða á ís- lenzku i>ábekingar«2. Af þessu er auðsætt, að því efnaðri og skilvfsari sern ábekingar eru, og því fleiri slíkir sem eru, því tryggari og öruggari er víxillinn. Bankar kaupa sjald- an víxil nema minst tveir góðir ábekingar sé á hann komnir, og er það fyrir varúðar sakir, því að bankanum ríðr mjög mikið á, að alt sé sem tryggilegast. XLII. — En hver er goðr ábekingr eða öruggr ? Til þess, að ábekingr geti góðr metzit, er ekki nóg, að hann eigi miklar eigur (þótt það só hinsvegar nauðsynlegt skilyrði líka, að hann sé svo efnum búinn að vissa sé fyrir,að auðið verðiað fáfullnægju 1) Samþykkjandi vfxils (sem vixill er stílaðr á) ritar ávalt nafn sitt (samþykki) framan á vixilinn. 2) Séra Arnljótr nefnir þá svo. „Endossent11 af in dorso — á bakinu (a: á víxlinum).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.