Þjóðólfur - 24.01.1885, Blaðsíða 2
14
En aðalatriðið i öllu þessu máli er nú ekki svo mjög Helga-
kver og salan á þvi; það er nú komið, sem komið er með það.
Aðalatriðið er, að láta þau víti, sem reynslan hefir nú kent mönn-
um að þekkja, sér að vamaði verða framvegis, fyrst og fremst þá
er um útg. nýju sálmabókarinnar verðr að ræða. Það er mál, sem
allan almenning varðar, og sem almenningr á réttláta heimting á
að landsstjómin gangi nú ekki sofandi að eftir að vakið hefir verið
athygli á því. Bitstj. „Þjóö.“
Búfræðingar og Ómerkingar.
„Það er venjulega mjög óþakklátt verk, að verða fyrstr til þess
að láta menn heyra óþægileg sannindi; þess vegna sleppa menn
því einatt annaðhvort alveg framaf sér ellegar draga það í lengstu
lög“. Þessi orð, sem ég hefi skrifað i ritgjörð minni: „Fátt er of
vandlega hugað“, ætla nú að fara að rætast, eins og ég hjóst við
strax í fyrstu. Það er venjulega svo, að þegar menn segja öðrum
„beiskan11 sannleikann, þá mun almennast að þeir, sem hafa mestan
óhag af því, reyni með öllum leyfilegum og óleyfilegum hætti að
gera sannleikann að ósannindum og ljós heilhrigðrar skynsemi að
villuljósi; þeir reyna til þess, en til allrar hamingju tekst þeim það
sjaldnast, enda þótt þeir sjálfir séu svo einfaldir að imynda sér
slíkt.
Og samkvæmt þessu læt ég nú almenning dæma á millum okk-
ar: mín og minna mótstöðumanna, i máli því, sem hatrsgreinamar
um mig eru sprottnar útaf.
Það er vist mörgum kunnugt, að ég hefi skrifað ýmislegt um
búnaðarmálefni og búnaðarksóla hér á landi, og hefi ég þózt hafa
fulla ástæðu til þess eigi síðr en hver annar, þar eð ég hefi kynt
mér það málefni að mörgu leyti bæði utan lands og innan. Eg hefi
jafnan álitið og álít eins framvegis að búnaðrinn og framfarir hans
sé eitt af inum þýðingarmestu málefnum landsins. Eitt af því, er
ég áleit að mundi verða til mestra framfara fyrir landbúnaðinn, var
stofnun búnaðarskóla, einsog eðlilegt var og reynslan hafði sýnt
erlendis. Eg hafði þess vegna vakandi auga á búnáðarskólamál-
efninu. Skoðanir manna voru þá mjög á reiki um stærð og fyrir-
komulag skólanna, því að þetta var nýtt fyritæki hér á landi; en
helzt var það þó almennast álitið, að hezt myndi að stofna sem
flesta búnaðarskóla, t. a. m. einn í hverri sýslu, og heyrði ég marga
halda fram þeirri skoðim. Eg þekti til, hvaða útreið norsku hún-
aðarskólarair höfðu fengið, lagði niðr fyri mér, hvað góðr búnaðar-
skóli myndi kosta hér á landi, og mér var fullkunnugt um það,
hvað kenna þyrfti á slíkum skólum. Eg sá það fyllilega, að þessir
mörgu smáskólar munduverða til tjóns og töpunar, en lítils gagns;
að afleiðingarnar yrðu þær, að vér töpuðum miklu af því fé, er vér
legðum til skólanna; að vér fengjum marga búfræðisfúskara og að
alt þetta yrði til að draga úr áhuga manna og trausti á framförum
búnaðarins. Þetta var sannnfæring mín og hana hefi ég oft látið í
ljósi í samræðum við aðra. Eg skrifaði þar næst alllanga ritgjörð
um þetta í „Andvara“ árið 1881, og i ritgjörð minni í „Andvara,,
1882 held ég inu sama fram, að heppilegast mundi vera að stofna
einungis einn eða tvo búnaðarskóla fyrir alt landið, en útbúa hann
eða þá sem hezt mætti verða. Skólinn i Ólafsdal var þá nýlega
stofnaðr, búnaðarskólinn á Hólum var um þetta leyti á prjónunum
og skólinn á Eyðum var í undirhúningi 1882. Eyfirðingar og Þing-
eyingar höfðu við orð að stofna skóla út af fyrir sig og Dalamenn
vildu líka einn hafa hjá sér o. s. frv. Það leit þess vegna helzt út
fyrir, að þeir ætluðu að koma sínu máli fram, sem héldu með smá-
skólunum. Eg hafði heyrt að menn hefðu í hyggju að bera fram
bænarskrá fyrir alþingi um Ijárveitingu fyrir alla þessa búnaðarskóla
sumarið 1883,
Til þess að koma í veg fyrir að alþingi færi að veita fé til svo
gagnslausra fyrirtækja samdi ég þetta áðrnefnda rit: „Fátt er of
vandlega hugað“ og sendi það til alþingismanna. Ég endrtók þar
aftr mínar fyrri ástæður fyrir að háskalegt væri að stofna marga
smáskóla, en þar við hætti ég enn þá einni þýðingarmikilli ástæðu,
nefnilega þeirri, að okkr vantaði menn, er vœru hæfilegir til þess
að vera yfirkennarar á þessum skólum; ég hafði „dregið það í
lengstu lög “ að koma frarn með hana með berum orðum,
en óbeinlinis hafði ég bent á þetta i inum fyrri ritgjörðum. Og nú
skal ég taka orðrétt þá kafla, er mótstöðumenn mínir hafa mest
hneykslazt á i þessu riti: „En ofan á alt þetta (mínar fyrri ástæður)
bætist þó nokkuð annað, sem er enn þýðingarmeira, og það er það,
að enginn af þeim búfræðingum, sem lært hafa einungis á Stend,
duga til þess, eða hafa neina þekkingu til þess, að vera forstöðu-
menn og yfirkennarar (yfir húnaðarskólum) svo að nokkur mynd
verði á“.------„Það var siðr á mörgum af inum norsku skólum í
fyrstu, að fara yfir heilmikið, sem ekki var kent nema að nafninu
til og að hálfu leyti; þetta var nú og siðr á Stend, þvi að kennar-
inn var litt mentaðr, svo að þeir, sem einungis hafa lært þar,
kunna ekki i bóklegri búfræði nema eintóman graut. Hvað slíkir
menn duga til að vera yfirkennarar á skólum, geta menn sagt sér
sjálfir11. Ég færði lika nægileg rök fyrir þvi, að vitnisburðirnir á
Stend voru að verða glæsilegri ár frá ári, eins og mörgum af inum
fyrri búnaðarskólum í Noregi, og ég sýndi fram á afleiðingarnar
af því. —
Mótstöðumenn minir, sem höfðu þagað eins og steinn hingað til
og ekkert hirt um búnaðarskólamálefnið, fengu nú snögglega málið
og áhugann þegar komið varvið skrokkinn á þeim sjálfum, og risu
nú öndverðir upp, ekki til að gefa neinar upplýsingar um skólana, heldr
til þess að lýsa yfir því, að þettaværu altsaman ósannindi, sem ég
segði um kensluna á Stend og mentun þeirra sjálfra. Ég hafði á
öðrum stað í sama pésa komizt þannig að orði urn búfræðingana
frá Stend: „Þótt ég hafi þannig álasað mínum heiðruðu samverka-
mönnum, búfræðingunum, þá hefir mér ekki þar með komið til hug-
ar að segja, að þeir væri ekki nýtir til margs annars (en að vera
yfirkennarar) og að þeir hefðu ekki lært töluvert i verknaði til
gagns á Stend. Til að vera búfræðingar og ferðast um kring, og
til að vera forstöðumenn fyrir fyrirmyndarbúum, tilþess duga þeir“. —
En með þetta vilja þeir ekki láta sér nægja, eða taka neitt tillit
til þess. —
Hvað sem öðru líðr, þá er þó þetta málefni nú komið í það horf,
að trautt mun þurfa að óttast að fleiri smáskólar verði stofnaðir að
sinni hér á landi; ég vona að þessar ritgjörðir hafi gert sitt til þess
að afstýra því, og þá er ég ánægðr; þá hafa þær náð tilgangi sinum.
Að ég hefi komið nokkuð óþægilega við ýmsa með þessu, að því
get ég ekki gert; ég get þó ekki séð að ég hafi gert þeim neinn
órétt.
En þessir búfræðingar sumir hverjir hafa þar á móti gert mér
órétt og sjálfum sér þar að auki svivirðingu, með því að brúka
þann rithátt, sem enginn mentaðr maðr leyfir ser að nota1. G-reinar
þessar bera það með sér, að þær eru hnoðaðar saman úr grunnhygni,
vanþekkingu og blindum hroka, svo að ég hefi ekki séð slíkt áðr í
íslenzkum blöðum2. Um þetta hafa líka höfundarnir sjálfir haft
óljósa hugmynd, því að enginn þeirra (og þeir eru að minsta kosti
3) hefir haft hug né þor til að skrifa nafn sitt né hemili undir
greinarnar, svo að menn gætu vitað, hverjir þeir væru3. Menn
1) Hr. Sveinn þykist víst ekki ókurteis sjálfr; hann segir þó um
kennara sinn, að hann sé „lítt mentaðr‘j og um alla aðra búfræðinga
frá Stend, en sjálfan sig, að þeir „kunni ekki nema emtóman graut“
í búfræði. Hr. Sveinn mælir kurteisi annara ekki á sama kvarða,
sem sina eigin. Vér tökum þetta fram, án þess vér að öðru leyti
blöndum oss i málið, af því, að ásökun hans um ókurteisan rithátt
snertir blað vort, sem hefir tekið sumar greinirnar upp, sem um
er að ræða. Bitstj.
2) Hr. Sveinn les vafalaust ekki islenzk blöð að jafnaði. Bitstj.
3) Þetta er ósatt; höf. greinarinnar i „Þjóðólfi11 XXXVI, 38. hefir
sett nafn sitt undir greinina. Bitstj.