Þjóðólfur - 16.03.1885, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.03.1885, Blaðsíða 2
42 miklu góðu til leiðar, þá var oss leitt fyrir sjónir, að inar mannskæðu styrjaldir í út- löndum—sem oss, að vonum virðast svo mjög óttalegar—éru ekki inum fjölmennu þjóðum tilfinnanlegri, en vorri fámennu þjóð sú endalausa barátta, er vór heyjum við sjó og vind, að því er mannfall og þar af leiðandi vandræði snertir (sjá 5. bl. Isa- foldar f. á.). Auðvitað má sá, sem gengr út í stríð—hvar ótal kúlur æða alt í kring með óstöðvandi ferð—, á hverju augnabliki búast við dauða sínnm ; en sá sem fer út á 8jóinn—einkanlega á vorum veiku og smáu bátum-— á heldur aldrei víst að ná landi aftr. f>essi hryggiléga samlíking ætti því iðulega að minna oss á þá hættu, sem vér svo oft erum staddir í, þó ekki til þess, að gjöra oss huglausa, heldr til þess, að kenna oss að búast sem bezt undir hana. þá var oss einnig kunngjört, að til er »styrktarsjóðr handa ekkjum og börnum drukknaðra manna í Kjalarnesþingi«, stofn- aður 18401, og hefir nokkrum sinnum ver- ið brýnt fyrir oss, hve nauðsynlegt er að styrkja hann sem bezt, svo hann geti orð- ið að tilætluðum notum. En þeir sem mest hafa rætt og ritað um þetta, eru ein- mitt þeir, sem sjaldan eða aldrei leggja út á djúpið, og sjá' því ekki þær margvís- legu háskasemdir, sem því eru samfara, nema eins og í þoku, og eiga þeir því inni- legra þakklæti skilið fyrir það, sem þeir auð- sjáanlega hafa ekki gert það í neinum eigin- gjörnum tilgangi, heldur af kærleiksfullri hluttekning í sorg og söknuði inna nauð- stöddu. En vér, sem daglega göngum á hólm við ina ósigrandi kappa sjó og vind, og sjáum þá oft og tíðum miða sínum geig- vænlegu fallbyssum á oss, og megum því á hverri stund búast við að falla fyrir þeirra óttalega afli—, vér látum ekki eitt orð til vor heyra um það málefni, er gæti þó orðið vorum nánustn ástvinum til mésta hjálp- ræðis á þeirra mæðustundum; þetta gegnir því meiri furðu, sem vór árlega sjáum fleiri og fléiri bræðr vora burtkallast, ef vér nokk- urntíma setjum oss alvarlega fyrir sjónir ið aumkvunarverða ástand þeirra eftir lif- andi ástvina. þ>ví ættum vér nú að taka til með nýjum dug og almennum áhuga að hug- leiða þetta mál, áðr en straumr tímans máir minninguna um ið mikla manntjón í fyrra úr hjörtum vorum. Látum það eigi bíða, þar til nýtt sorgartilfelli kúgar oss til l) EHaust hafa margir áðr vitað af þessum sjóði; en lítið hefir almenningr hirt um að efia hann. Ég t. d. hef róið hér við Faxafióa á hverri vetrar- vertið síðan 1875 og man ekki til, að ég heyrði hann nefndan fyrr en eftir mannskaðann í fyrra. þannig mun hann hafa verið mörgum hulinn (sjá „Eftirlifendr drukknaðra“ í 4. Nr. „þjóðólís“ f. á.). þess. Höfum jafnan í fersku minni þessa alvarlegu áminningu, eins og hún væri dag- lega til vor töluð: «Eáðstafa þínu húsi, því þú hlýtr að deyja». Opt kvörtum vér um mæðu og mótlæti þessa lífs, og er það eðlilegt, því margr á við bág kjör að búa meðal vor. En hverjir virðast þér aumkunarverðastir, kæri bróðir ? Eru það ekki fátækar syrgjandi ekkjur og munaðarlaus börn ? Eðlilega hlýtr það að vera óumræðilega sárt fyrir vorar veik- bygðu systr, að sjá á bak mönnum sínum, er þær elska af öllu hjarta; en hitt mun þó vera enn þá tilfinnanlegra, fyrir þær, að verða þar á ofan að slíta sín ástkæru börn úr faðmi sér, sjá þau flækjast manna á milli, og geta sjálf enga hjálp þeim veitt; þetta held ég að særi mest af öllu ið við- kvæma móðurhjarta; einmitt þetta mætti þó koma í veg fyrir, oftast að nokkru—og stundum að öllu leyti, ef til væri öflugr styrktarsjóðr handa ekkjum og munaðar- leysingjum» og með því væri vissulega mik- ið unnið, ekki einungis fyrir þá, er styrks- ins nytu beinlínis, heldr einnig fyrir mann- legt félag yfir höfuð. Til þess að innræta oss þetta enu betr, skulum vér fmynda oss eitt dæmi, og athuga það nákvæmar. Hér suðr með Faxaflóa eru fullorðin hjón allvel efnum búin; þau eiga eina dótt- ur, er þau unna hugástum, og gera því alt sem þeim er unt, til að menta hana og gera henni alt til eftirlætis; mærin er ynd- islega fögur, flestum kostum búin og hvers manns hugljúfi; líta því margir ástarauga til hennar; meðal annara er þar sjómaðr t. d. austan af austrsveitum; hann er laglegr, duglegr og myndarlegr maðr, en nokkuð hneigðr til svalls og víndrykkju. Hann neytir allra bragða til að þóknast henni, en það er lengi árangrslaust; eptir margra ára baráttu tekst honum þó að vinna kærleik hennar; þetta er foreldrum hennar mjög á móti og leiða þau henni oft fyrir sjónir hans hættulega ráðlag, en þó forgefins; það verðr sínu fram að fara. Nokkru síðar andast faðir hennar; þá gift- ast þau og taka við allri bústjórn; fer svo vel fram um hríð ; en innan skams fer hann að leggjast í meiri óreglu og vanrækir þess vegna atvinnuvegina til sjós og lands og fer því búið brátt að hallast; eptir 5 ár eru þau orðin mjög fátæk, svo nú verðr hann að vinna baki brotnu til þess að hafa nægilegt við að lifa. Hann hugsaði aldrei um að «ráðstafa sfnu húsi» meðan efnin voru nóg og nú «hlýtr hann að deyja». Hún, sem áðr lifði í foreldrahúsum inu unaðar- fyllsta lífi, sem unt er á vorri jörð, er nú orðin ekkja ; hún á eitt barn, og gengr rneð annað. Nú koma skuldakröfur úr öllum átt- um, svo alt verðr að selja, er hún á, og gerir það lítið betr en að kvitta þær, því verður hreppsnefndin að ráðstafa ómögun- um ; fyrst verðr að setja móður hennar niðr, þat næst að taka barnið og flytja það austr á sína sveit. Alt þetta hefir svo skaðleg áhrif á hana, að hún verðr veik bæði á sál og líkama og í þeim eymdarskap elr hún barnið; við fyrsta tækifæri verðr einnig að tíytja það á sveitina og loks hana sjálfa eftir miklar hörmungar. þegar hún er þangað komin, hvar hún engan mann þekk- ir, eykr það mjög hugarangr hennar, að sjá sín ástkæru börn vera að flækjast bæ frá bæ, og vera nokkra mánuði í hverjum stað. Að vísu er víðast farið vel með munaðar- laus börn, en dæmi munu þó finnast til þess, að það hefir í einstaka stað verið miðr en skyldi; en þó svo væri, getr hún ekkert að því gert, aldrei hjúkrað þeim, aldrei þerrað þeirra sorgartár. Er ekki þessi ekkja sann- arlega aumkunarverð ? Hlýtr ekki alt þetta að særa óumræðilega hennar viðkvæma hjarta? þar á móti hefði faðir hennar og maðr «ráðstafað sínu húsi» meðan þeir höfðu tíma til; með öðrum orðurn : hefðu þeir gengið f lífsábyrgð, eða lagt árlega nokkrar krónur í sjóð, er síðan hefði veitt ekkjum þeirra árlega styrk, þá hefði hún að líkindum fríazt við öll þessi vandræði og getað lifað rósömu lífi með móður sinni og börnum. Og hefði það ekki verið ómetan- leg gleði og ánægja fyrir þær og mikill léttir fyrir viðkomandi sveitarfélög ? Sem betr fer, verða fáar ekkjur fyrir svona margvfslegu mótlæti, en ótal sorglegar raunasögur fátækra ekkna og munaðarlausra barna mætti þó rekja og dagleg reynsla sýnir oss ljóslega, að þær eiga oft við margvísleg mæðukjör aö búa. Að sönnu verðr margr til að rétta þeim örláta hjálparhönd á hryggðarirmar tíma, en hvernig getum vér ætlazt til þess, að óviðkomandi menn leggi fram mikið fé, til aðstoðar ekkjum vorurn og börnum, ef vér viljum ekkert gjöra til þess sjálfir ? það ætti oss þó aldrei að dyljast, kæru vinir, að þetta getr komið fyrir unnusturnar okkar, sem vér erum reiðubúnir að leggja alt, jafnvel sjálft lífið í sölurnar fyrir, þegar vér verðum hrifnir af elsku til þeimi—að þetta getr komið fyrir konurnar okkar, sem vér eigum að bera umhyggju fyrir, eins og vorum eigin líkama og elska eins og vora eigin sál—að þetta getr komið fyrir börnin okkar, sem vér hljót- um að elska heitar en alt annað í þessum heimi. Um hvað ætti oss þá að vera meira hugað, en að afstýra þeim vandræðum, er á hverri stundu geta að borið fyrir þeim ? Hvað ætti oss að vera kærara? Hvað er oss skyldara? jpað er einmitt in háleit- /

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.