Þjóðólfur - 16.03.1885, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 16.03.1885, Blaðsíða 1
Kemr út á laugard„gsmorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist ryrir 15. júlí. PJÓÐÓLFR. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komi til útgefenda fyrir I. október. XXXYI. árg. Reykjavík, mánudaginn 16. mavz 1885. ,JY?. 11. Drátt þann, sem á útkomu! ]>essa númers er orðinn, er ronazt | tii að menn afsaki, ]>ar eð liann staf- ar af ]iví að prentsmiðja sú, er iilaðið kom ut í, brann. þeir, sem hafa í hug að gjörast nýir áskrif- endr að pessurn árgangi „pjóðólfs“, œttu að gjöra það sem fyrst, þar eð farið er að ganga hfyrstu hlöð árgangsins. j>j óðf r elsisfélagið. Félagsmenn hér í grend, sem ekki hafa fengið lög og félaga-skírteini, geta vitjað þess á skrif- stofu „ j>jóðólfs“. Xetja-iiskr og færa-fiskr. Af því, sem ritað hefir verið um samþykt sunnanmauna, og af tali við sjómenn höfum vór orðið þess áskynja, að allmargir œtla,að færafiskr só önnur tegund þorsks en netja- fiskr ; aftr eru aðrir, sem þetta vilja rengja. Oss finst sem það geti varla verið miklum Vandkvæðum bundið, að skera úr þessum á- greiningi, því að við nákvæma skoðun hlýtr að mega sjá, hvort mismunr sé á sköpulagi netjafisks og færafisks. En spurningin Virðist hins vegar að geta haft talsverða þýðingu; því að sé netja-fiskrinn sérstök fiskitegund og sé hann í ýmsum eðlisháttum frábrugðinn færafiski, þá er auðsætt, að sömu lög og sömu reglur geta ekki að öllu leyti átt við um báðar tegundirnar. Sé t. d. netja-fiskr sérstök tegund, er trauðlega veið- ist á færi, eða gangi hann nær botni, en færa- fiskr, þá er auðsætt hver áhrif það getr haft á ið mikla þrætumál um þorskanetog netja- bann. þetta þarf því að athuga, svo að eng- %nn vafi getí á því leikið. Hundar valda fjárpcst. Herra ritstjóri! — Merkr maðr hefir fiýlega skýrt mér frá þessu: „Á ein- htn bæ í Fljótshlíð kom það nýlega fyrir, að gemlingar bóndans fóru að hrynja niðr, er fram á vor og sumar kom, af vanka eða höfuðsótt, sve að öm haustið voru eigi eftir nema J/4 Partr af tólfræðu hundraði. Vetrinn '^ðr eða nokkurn tíma vetrarins hafði ^erið leyst hey handa gemlingunum á •^veldin og látið vera íaust i heyhol- unni og eigi látið í meysana fyr en morguninn eftir. Ábænum voru 3eða4 hundar og vildi bóndi eigi hafa hund- ana inni í bænum á nóttunni. Hund- arnir lágu þá allan vetrinn um nætr í lausa heyinu, sem ætlað var gemling- unum, og þannig hafa gemlingarnir étið í sig bandormseggin og bandormsliði °g þegar þetta komst upp, var auðráð- ið hvernig á vankanum stóð“. Eg er sögumanninum mikið þakk- látr fyrir að hafa skýrt mér frá þessu, og af þvi að ég get eigi ætlað annað en allir og jafnvel inir vantrúuðustu hljóti að sannfærast af þessu dæmi um, hversu skaðlegir hundarnir eru eigi að- eins fyrir skepnurnar, heldr og menn- ina, þá get ég eigi stillt mig um að biðja yðr, herra ritstjóri, um að ljá þes- um línum rúm i blaði yðar. íslendingar ! haýið vakandi auga d að láta hundana alrei ná í sull eða sollm innýfli; þaff er eini vegrinn til þess að upþrceta ina hryllilegu veiki, sullaveik- ina. Rvík 11. marz 1885. J. Jónassen, Dr. med. Um styrktarsjóð fiskiinanna. Nú fer vertíðin f hönd og nú er tími til að hugsa um, hvað gjört verðr til að tryggja sjávar-atvinnuveginn. Rétt eftir slysin miklu í fyrra vetr heyrðust þó raddir, er brýndu fyrir mönnum þörfina á að gjöra eitthvað til frambúðar til að tryggja eftirlifandi ekkjur og börn drukknaðra sjómanna. Sérstaklega minnist ég greinar um það efni i „þ>jóðólfi“ XXXVI, 4., sem mér féll vel í geð. Allir hljóta að sjá, hvað nauðsynlegt það er fyrir sjómenn að eiga styrktar- sjóð til að styðja eftirlifendr þeirra, er drukna. þ>að er stopul æfi að eiga líf sitt í hættu á sjónum á smáfleytum í vondum veðrum. Og það er ég alveg viss um, að engar ekkjur eiga bágra eða örðugra, en ekkjur sjómanna einatt eiga, þar sem eign er oft engin til nema einhver ferja og kannske hreysi, og þetta þá ef til vill mest í skuld hjá kaupmönnum; liggr því oft ekki ann- að fyrir, en sveitin, við fráfall mannsins. En þá er spurningin : hvernig eiga sjómenn að eignast svona sjóð ? þ>að er að minu áliti hægt, ef menn vildu vera samtaka. Samtök og góðr vilji er það, sem með þarf. Á fyrirlestri, setn dr. Jónassen hélt hér í vetr, var komið fram með tillögu um að allir formenn, sem róa héðan úr Reykjavikr sókn á vetrar-vertíðinni,hefðu samtök um að fá hlutar-eigendr á skip- um sínum til að að gefa 3 fiska af hlut hverjum einu sinni á vertíð. Ætti hver formaðr að veita móttöku fiskunum af skipi þvi, sem hann er fyrir, og verka þá, afhenda þá svo verkaða einum manni, sem kjörinn væri til að veita þeim móttöku ; hann ritaði vigt og tölu þeirra i bók (og gæfi formanni kvittun fyrir). Ef ráð er gjört fyrir, sem óhætt mun vera, að 200 ferjur gangi á vertíð hér úr sókninni, og 18 fiskar kæmi af hverri að meðaltali, þá yrðu þetta 3600 fiskar. Ráð mætti kannske gjöra fyr- ir, að af góðum vilja yrði þessi fiskr heldr vel úti látinn, svo að ekki færi mikið yfir 100 í skippundið. f>etfa yrði þá með 50 kr. verði á skpd. 16—1800 kr. á ári. f>essu væri safnað á léttbærasta hátt og gæti þó að miklu liði orðið. S. Hugvekja til almennings um styrktarsjóð lianda ckkjum og munaðar- leysingjum. (Eftir Árna Pálsson i Narfakoti). I. Háttvirtu bræðr! þegar fregnin um ið mikla manntjón barst út í byrjun f. á., hefir eflaust mörg. um gengið til hjarta neyð og vandræði ekkna þeirra og munaðarleysingja, er þá hlutu með sárum söknuði að sjá á bak ást- vinum sínum, margir létu það í ljósi með því, að skjóta saman peningum, til styrktar hinum nauðstöddu, og er slíkt mjög lofsvert, því það sýnir sanna mannelsku og inuilega hluttekning í kjörum þeirra er bágt eiga ; nokkrir létu það í ljósi með ágætum rit- gjörðum í blöðunum og hafa þannig komið

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.