Þjóðólfur - 02.05.1885, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.05.1885, Blaðsíða 1
Kemr út á laugarda^smorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. PJÓÐÓLFR. XXXVI. árg. Rcykjavík, laugardaginii 2. maí 1885. JVs. 18. Bréf til Friðbjarnar á Eyri. Herra Friðbjörn ! J>ér hafið ritað »|>jóð- ólfi« 4 bréf í vetr, sem birt eru í nr. 9. og 10. þ. á. (^8- og £). 1., 2. og 4. bréfið skal ég ekki hér um ræða; en við III. bréfið (í nr. 10., 7. marz) er sitthvað að athuga. |>að er svo margt í því bréfi, sem bendir til þess að þór séuð mjög ókunnugr máli því, er þér ræðið þar um ; hafið þér að líkindum haft óáreiðanlegra og óskilvísra manna sagn- ir fyrir yðr, og mun yðr því og eins lesend- um blaðsins vera þægð í að leiðrétt sé það, sem skakt er, og skýrt frá inu rétta. f>ér segið í bréfi yðar (37. bls., miðdálki): »þ>annigvar ástatt 1882, þá vildi eigandi Hvanneyrar selja þá jörð«. þetta er rétt. Svo haldið þór áfram: »Björn jarðyrkju- maðr Bjarnarson réðst þá í að kaupa hana« .... #hann skrifaði þá sýslunefndunum og amtsráðunum oggaf þeim til kynna, að jörð- in stæði til boða, ef bæði ömtin sameinuðu krafta sína til að stofna þar öflugan búnað- arskóla« o. s. frv. Hér fer nú þegar að muna talsverðu frá því, sem rétthermt ætti að kalla. Eftir þessu lítr svo út, sem Björn hafi fyrstr verið í framkvæmdum um að kaupa jörðina til þess að þar kæmist upp búskóli. En sýslunefnd Borgarfjarðarsýslu hafði þegar áðr en Björn kom til sögunnar af ráðið að fá leyfi amtsráðsins til að kaupa jörð þessa. En þar til það leyfi fengist vildi hún og fleiri, að einhver góðr drengr stæði fyrir kaupunum hennar vegna, og voru margir í Borgarfjarðarsýslu færir um það. Hálfnafni yðar bú- fræðingr var þá hér og hafðist lítið að; bauð hann sig fram til að standa fyrir kaup- unum, ef menn vildu ljá honum nægilegt fasteignarveð fyrir peningum þeim, er til þeirra þyrfti. Léðu þá nokkrir menn veð með þeim skilmála, að jiirðin Hvanneyri yrði keypt undir opinbara búnaðarshlla-stofnun; fór þá Björn að kaupa hana undir nafni d- búenda, en þeir gáfu honum eftir kauprétt sinn með sama skilorði1. I bréfi yðar berið þór, herra Eriðbjörn2, okkr Borgfirðingum á brýn stefnuleysi f 1) Af því að þeir trúðu Birni, þá var sá skilmálii þvi miðr, ekki skrifkga gjör. 2) Heyrt heli ég þá tilgátu, að prentvilla mundi vera í nal'ni yðar og mundi vanta „Ó-“ framan við. Þykjast sumir mundu geta betr áttað sig á persón- unnt, éf svó væri. þessu máli. En þetta lýsir, eins og annað fleira í bréfi yðar, ókunnugleika yðar á öllu, sem að Hvanneyrarmálinu lýtr; því ég veit með vissu alla vera á sömu skoðun nu sem þá í máli þessu, þeirri nefnilega, að koma upp á Hvanneyri búnaðarskóla svo full- komnum sem unt er. Mundi yðr vera þjóðráð, herra Friðbjörn, að reyna að fá hálf-nafna yðar á Hvanneyri til að skrifa um mál þetta; hann er bæði pennafær vel og ólatr á pennann, og hann ætti að vera svo kunnugr Hvanneyrar-málinu, að hann ætti að geta skrifað satt og rétt um það. Ef yðr tækist það, þá munduð þér skjótt ganga úr skugga um, ef ekki af frásögn hans, þá að minsta kosti af leiðréttingum annara á henni, að þér farið hér með alveg ósatt mál. Niðrlagi þessa III. bréfs yðar sýnist mér réttast að vísa heim aftr í ættina, því að »þar munu sæmst eyru, sem uxu«. Borgfirðingar láta sér eigi liggja Hvann- eyrar-málið í léttu rúmi, sízt eins og það er nú komið; og af því ég veit einhverja þeirra ætla að rita um málið, vil ég ekki eyða meira rúmi í blaðinu undir það að sinni. En dóm yðar um Borgfirðinga met ég einskis; þeir munu sýna sig að vera meiri framfara-menn, en ég hygg að þér hafið sýnt yðr enn, ef af ávöxtunum skal dæma. Andrés Fjéldsted. Uni netalagna-málið (Niðrl. frá No. 14). Höf. (B. A.) segir það ástæðulaust að efast um að þorskrinn stöðvist við netin fyrir það hann vanti æti; „allir viti“ að hann hafi ár eftir ár „lagzt við netin“ í Harðsjó, þótt ekki sé þar borið niðr. Fiskr taki oft eigi beitu framan af vertíð og fáist því eigi á færi; alt um það sé netjafiskr og færafiskr eitt og sama kyn. En þar sem þorskrinn veiðist svo þrá- faldlega dag eftir dag í net vikum saman á djúpmiðum, þá sé það næg sönnun fyrir því, að hann staðnæmist á þeim. Hinsvegar liggi djúpmiðin yzt í Garðsjó svo að segja út í opnu hafi og fyrir sem mestum áhrifum storma., brims og strauma. þegar storma gjöri, keyri netin saman í hnúta og svo burt og tapist, og sé þá þess dæmi, að fiskrinn liafi horfið með þeim, og megi því helzt ímynda sér að hann elti glætuna af fiskinum, sem í netjunum er; etida sé það kunnugt að þorskr bænist áð glætu í sjónum, sem sjá megi af því, að oft fiskist vel í kringum ísjaka, sem standa á grunni í sjónum. Æskilegast álítr höf. að banna alla netjabrúk- un með lögum ; en fáist það eigi, þá að tak- marka netjalagnir við grunnin; svo vill hann og láta bera niðr hrogn. þá vekr hann og at- hygli að því, að þara-þyrsklings veiði sú, sem menn sé nú alt of mjög farnir að tíðka, sé skaðvænleg; „þaraþyrsklingrinn er óþroskaðr þorskr, sem á sínum tíma verðr að fullorðnum þorski, ef hann er ekki veiddr of ungr“. Hann vill því láta alþingi friða þyrsklinginn með lög- um. Lóðina álítr hann skaðlegt veiðarfæri að því leyti, sem hún dregr upp óþroskaðan „smá- þorsk á hraunmiðum“, enda sé oft rýr afli, sem á lóðir fæst, þótt nokkuð sé að tölu til. Hin greinin, sem vér gátum, er stutt, og hljóðar hún í heild sinni svo : Vegna þess að sunnanmenn og Akrnes- ingar hafa rætt og ritað um fiskiveiðasam- þykkt hér við Faxaflóa, en vór Eeykvíking- ar höfum ekki látið til vor heyra, mætti svo virðast sem vér álitum þetta mál oss engu skipta, eða oss þætti það einskisvert. Jón Ólafsson frá Hlíðarhúsum hefir reyndar rit- að um þetta mál, en vér verðurn að álíta að með þeirri grein hafi hr. J. O. ekki gjört sér mikinn sóma. Að vísu var það eigi ætl- un vor, að færa að Jóni og það því síðr, sem honum hefir verið svarað annarstaðar, heldr vildum vér sýna með línum þessum að fiskiveiðasamþykktin er oss éigi síðr á- hugamál, en öðrum, sem stunda fiskiveiðar við flóann. Vór erum vissir um, að meiri hluti Reykvíkinga er á sama máli og Akr- nesingar og Sunnanmenn að því er snertir fiskiveiðasamþykkt hér við flóann, en þó vildum vér gjöra nokkra viðauka við tillögur þeirra. Vér ætlum að heppilegt mundi, að taka upp aftr inn gamla sið að taka upp öll þorskanet að morgni1 þegar þvi yrði komið við sakir storma og ógæfta. Enn þetta yrði að gjöra öllum að skyldu. f>á væri alt í ró annað dægrið og mundi fiskrinn spekjast við það. Sömuleiðis væri nauðsynlegt að mönnum yrði gert að skyldu að róa á sama tíma, einkum væri það nauðsynlegt hjá oss á vorvertíðinui, þvi vér erum vissir um, að það róðrarlag, sem tíðkazt hefir spill- ir mjög afla um þann tíma. 1) þessu vnrðr náttúrle’ga ekki komið við nemá öll nét séu, á grunni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.