Þjóðólfur - 06.06.1885, Blaðsíða 1
Kemr út á laugardagsmorgna.
Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. júlí.
I
Uppsögn (skrifieg) bundin við
áramót, ógild nema komi til
útgefanda fyrir 1. október.
PJOÐÓLFR
XXXVI. árg. Keykjavík, laugardaginn 6. júni 1885. JVp. 23.
llödd frá fríkyrkjuuianni.
--»«--
Alkunnugt er það orðið, að vér Reyðfirð-
ingar vorið 1881 sögðumst úr lögum við rík-
iskyrkjuna. Gjörðum við það í trausti til
þess, að ákvæði stjórnarskrárinnar um rétt-
inn til að stofua félög til guðsdýrkunar,
hefðu verulega þýðingu. þ>á um leið fór-
um vér því fram við alþingi (í bréfi 1. júní
s. á.), að það serndi lög tii verndar inu
myndaða félagi voru, sem söfnuði alveg laus-
um við ríkiskyrkjulög og umráð hennar
geistlegu þjóna; því vér álitum oss ein-
ungis háða löggjafar- og dómsvaldiuu. Að
alþingi mundi leiða málið hjá sér, þótti oss
eigi hugsanlegt, og kom það oss því mjög
á óvart; og vór álítum að það hafi með
því vanrækt brýna skyldu sína. það hefir
''jíka bakað alþingi ámæli, en félagi voru ó-
metanlegt tjón. Með þessu tómlæti í að
veruda rótt eins safnaðarfélags í þjóðfélag-
inu, hafa þjóðfulltrúar þeir, sem feldu mál-
ið, gefið þjóðinni fulla ásbæðu til að van-
treysta þeim til að vernda þjó(j>róttindi sín
y*r höfuð ; því hver einn einstakr söfuuðr
hlýtr að eiga heimtingu á vernd laganua, og
finni alþingi eigi skyldu sína f að fullnægja
eins þeirra rétti, getr það eins vel hafnað
rétti þeirra allra ; en það hlyti að vera að
misskilja skyldu sína, og vera vanbrúkun
á trausti þjóðarinnar. En það er þessu
tómlæti alþingis að mestu eða öllu leyti að
kenna, að ið unga safnaðarfólag vort hefir
orðið fyrir svo píslarvættislegri meðferð.
Alþingi hefir synjað því sem safnaðarfélagi
um vernd sína, útskúfað því, og gefið það á
vald ofsóknanna, eins og ungbarn yfirgefið á
eyðimörku ineðal ólmra hrædýra. pað hefir
verið aðþrengt og þjakað í andlegu og meg-
anlegu tilliti, og einstakir meðlimir þess fé-
flettir af þjónum ríkiskyrkjunnar, sem það
að öðru leyti hefir verið óháð. Vór höfum
útvegað söfnuði vorum prest og hús til
guðsþjónustugjörðar, og gjört aðrar nauð-
synlegar ráðstafanir til að viðhalda uþp-
fræðingu í kristindómi og glæða kristilegt
trúarlíf í söfnuðinum, og höfum vér með þvi
lilotið að baka oss lítt bærilegan kostnað.
En þá kemr stjórnin1 (ráðgjafinn á gráskjótt-
um) og ónýta alt þetta fyrir oss. Ríkis-
kyrkjuprestur sá, er fengið hafði prestakall
það, er vér áðr heyrðum til, fær skipuu til
að lögkrefja oss um gjöld til sín og kyrkju
sinnar. Hann lætr eigi skipa sér það oft;
fer til tafarlaust að taka fé vort með aðstoð
lögreglunnar; hefir hann þó fengið orð fyr-
ir að vera samvizkusamr maðr. Hon-
um var að sönnu veitt prestakallið með
skyldum og kvöðum þeim, er því höfðu
fylgt; en vér aðvöruðum hann í tíma um,
að vér ætluðum eigi lengr að hlíta þeirri
einokunarverzlun með andlega nauðsynja-
vöru sem tíðkazt hefði að undanförnu; vér
gjörðum honum kunnugt, að vér mund-
um eigi skipta við hann sem prest. Og oss
virtist stjórnarskráin veita oss slíkt verzl-
unarfrelsi1. Ríkiskyrkjuprestinum í Reyðar-
firði hefir virzt annað, og þess vegna notar
hann sór leyfi yfirboðara sinna, eða skip-
un þeirra, til að taka með valdi af oss gjald
fyrir vöru þá, er vér þágum eigi af honum.
I viðureign sinni við oss kemr ríkiskyrkju-
prestrinn miklufremrfram sem verzlegrverzl-
unarmaðr með einkarétti, enn sem kristi-
legr vandlætari. Hann hefir (líkl. með
bréfi, sem alm. eigi ér gefinn kostr á að
sjá) gjört fyrirspurn beint til ráðgjafans um/
hvert gildi verk kjörprests vors hafi, o. fl.;
og svar til þess er ráðgjafabréfið merkilega.
það er eins og ríkiskyrkjupr. tjái sig fúsan
til að gjörast hirtingarvöndr ins ólögvarða
safnaðarfélags vors. Og hann lætr heldr
eigi bíða að halda vöru sinni að oss nauðug-
um, og minna oss á, að sekt sé við því lögð
að hiudra hann í því. Svo er um barna-
uppfræðinguna og húsvitjanirnar, sem ríkis-
kpr. hefir sókt svo kappsamlega síðan, en
hefir þó eigi verið álitinn mjög skyldurækinn
í því efni áðr, þar sem honum hefir borið að
gjöra það (sjá Eirík Halldórsson í Norð-
anf.).
Ráðgjafabréfið lítr annars út fyrir að vera
vandræðasvar, og er vandséð, hvort það er
fremr stílað til að eyðiléggja safnaðarfólag
vort (söfnuð frávíkjenda í Reyðarf., frí-
kyrkjusöfnuðinn) enn til að þagga niðr nöldri
andmælenda þess; því það er in öflugasta
sleggja á málstað þeirra. T. d. uppfræð
ingarskyldan án staðfestingarskyldu; hneyxl-
unar (ó)reglurnar fyrir greftrun fríkyrkju-
safnaðarfélagsmeðlimanna, sem að sönnu
má grafa í, grafreit ríkiskyrkjum. og sem
ríkiskpr. má ausa inolcju, ef hann vill, en frí-
I) Skaði að nú skuli eigi vera uppi annar Jón
Sigurðsson, til að berjast fyrir verzlunarfrelsinu i
andlegum efnum. Hö/.
kpr. als eigi og enginn fríkkm. má halda
ræðu yfir líki félagsbróður 3Íns.
Svo eg snúi aftr að inu fyrra: f>að
hefði mátt álíta mikið eðlilegra, að hefðum
vór gjört lagabrot með fráviki voru, hefðum
vór verið kærðir fyrir það (hvað sem það
hefði verið látið heita, líkl. kyrkjuráð; sbr.
landráð !), og að landssjóðr hefði bætt ríkis-
kpr. tekjumissinn, en aftr lögkrafið oss um
skaðabætr, ef slíkt væri mögulegt. En sú
aðferð, sem höfð hefir verið viðoss, má virð-
ast óeðlileg, með því hún blekkir málstað
andmælenda vorra, ríkiskyrkjutalsmann-
anna, rírir álit ríkiskyrkjunnar í augum al-
mennings, egnir meðlimi fríkyrkjusafnaðar-
félagsins enn meir til mótstöðu og gjörir
samkomulag milli þeirra og ríkiskpr. Reyðf.
ómögulegt; því aðferðin er ómannúðleg,
ókristileg.
f>að er að mínu áliti löggjafarvaldið eitt,
sem átti og á að hlutast til um þetta kyrkju-
fráviksmál vort. En alþingi hefir nú þegar
með tomlæti sxnu á 2 undanförnum þingum
valdið oss svo miklu tjóni, að sanngjarnt
mætti virðast að heimta skaðabætr fyr-
ir fjártjónið; annað tjón er eigi hægt að
meta til skaðabóta. En það er nú hvort
um sig, að ekki eiga margar frelsishetjur sæti
á löggjafarþingi voru — þó Jón Ól. og ein
stöku þingm. aðrir fylgdu máli þessu—enda
munum vér eigi þurfa að vænta svo hlýrrar
hluttekningar af því, og mætti gott þykja,
ef það léti oss eigi lengr laga og verndar-
lausa sæta ofsóknum af brjóstmylkingum
ríkiskyrkjunnar. En þjóðin ætti að gæta
sín við næstu alþingiskosningar, að hafna
römmustu aftrhaldsmöununum, sem standa
i vegi fyrir hennar andlegu og verzlegu þrif-
um. Allar þær ofsóknir og sú aðþrenging,
sem fríkyrkjusöfnuðr Reyðf. heér orðið fyr-
ir, og þar af leiðandi fémissir og fjárhags-
hnignun er að kenna lagaleysinu, sem lög-
gjafarvaldið hefir alla sök á. það hefir þar
með veikt eitt safnaðarfólag sem lim þjóðfó-
lagsins, bakað einstökum mönnum stórtjón
bæði í andlegu og fjárhagslegu tilliti, hindr-
að að nokkru leyti framfaralega hreyfingu
í kyrkjustjórninni, með því að fyrirlíta inn
litla vísi til að hnekkja einokun og ófrelsi í
kyrkjustjórninni og bægja gömlum kaþólsk-
um kreddum og öðrum ómerkilegum og sum-
part hneykslanlegum mannasetningum og
þýðingarlausum vana—scrimoníum í kyrkju-