Þjóðólfur - 04.07.1885, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.07.1885, Blaðsíða 1
Kemr út á Laugardagsmorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. PJÓÐÓLFR. XXXVII. árg. Kcykjavík, laugardagiini -8-7. jiiiLi-1885. iL M 26. pingvalla söngur. Við lag eptii’ Hclya Helgason. Oxar við ána Árdags í ljóma Upp rísi þjóðlið og skipist í sveit, Skjótum upp fána, Skært lúðrar hljóma, 1 Skundum á þingvöll og treystum vor heit. ; Fram, fram, aldrei að víkja, Fram, fram, bæði menn og fljóð, Tengjumst trygða böndum, Tökum saman höndum, Stríðum, vinnum vorri þjóð. Fjallhaukar skaka Flugvængi djarfa, Frána mót ljósinu hvessa þeir sjón; þörf er að vaka, þörf er að starfa þjóð sem að byggir hið ískalda Frón, Fram, fram, o. s. frv. Guð gaf oss vígi; Grand ógnar lýði,— Geigvænt er djúpið og bergveggur hár, Ódrengskap, lygi, Ijandsvika níði, Lævísi, tvídrægni hrindum í gjár. Fram, fram o. s. frv. Varinn sé stáli Viljinn, og þreytum Veginn, sem liggur að takmarki beinn, Hælumst í máli Minst eða skreytum, Mál vort er skýlaust og rétturinn hreinn. Fram, fram, aldrei að víkja, Fram, fram, bæði menn og fljóð, Tengjumst trygðaböndum Tökum saman höndum, Stríðum, vinnum vorri þjóð. Stgr. Th. þingvallafundur. þrátt fyrir talsvert óveður og illa færð var allmikið fjölmenni saman komið á þingvelli við Öiará að morgni hinn 27. f. m., eptir fundarboði al- þingisforseta Jóns Sigurðssonar frá Gaut- löndum, er setti fundinn tveim stundum fyrir hádegi, með rúmum 30 kjörnum full- trúum úr flestutn hjeruðum landsins. Voru auk þess viðstaddir nokkuð á annað hundr- að manna, þar á meðal allmargir alþingis- túenn. Fundurinn var haldinn í tjaldi, er tók rúmlega 100 manns. Áður en fundur væri settur, var sungið kvæði það, er hjer fer á eptir, eptir Stgr. Thorsteinsson, og leikið á lúðra af Helga snikkara Helgasyni og söngflokki hans. þessir voru fulltrúar á fundinum : Úr Austur-Skaptafellsýslu: 1. Sigurður Ingimundarson á Fagurhólsmýri. Úr Vestur-Skaptafellssýslu: 2. Kunúlfur Jónsson i Holti. 3. Jón Einarsson á Hemru. Úr Rangárvallasýslu: 4. Síra Ólafur Ólafsson í Guttormshaga. 5. pórður Guðmundsson á Hala. Úr Árnessýslu. 6. Helgi Magnússon í Birtingaholti. 7. Sira Jens Pálsson á þingvölluai. Úr Gullbr,- og Kjósarsýslu: 8. Skólastjóri Jón pórarinsson i Hafnarlirði. <). Jón Breiðfjörð á Brunnastöðum. Úr Reykjavik: 10. Björn Jónsson, ritstjóri. 11. Inðriði Einarsson, revisor. Úr Borgarfjarðarsýslu: 12. Síra þórhallur próf. Bjaruarson. Úr Mýrasýslu: 13. Guðmundur Pálsson, sýslumaður. 14. Hjálmur Pjetursson á Hamri. Úr Snæfellsnessýslu: 15. Daníel Thorlacíus í Stykkishólmi. t6. þórður þórðarson á Rauðkollsstöðum. Úr Dalasýslu: 17. Guðm. Guðmundsson i Ljáskógum. Úr Barðastrandarsýslu: 18. Sira Lárus Benediktsson í Selárdal. Úr ísafjarðarsýslu: t9. Síra Sigurður Stefánsson i Vigur. 20. Gunnar Halldórsson í Skálavik. Úr Húnavatnssýslu: 21. Kand. þorleifur Jónsson í Stóradal. 22. Páll Pálsson í Dæli. Úr Skagafjarðarsýslu: 23. Sira Árni þorsteinsson á Rip. 24. Jósep skólastjóri Björnsson á Hólum. Frá Akureyri: 25. þorsteinn Einarsson á Oddeyri. 26. Björn Pálssnn á Akureyri. Úr þingeyjarsýslu: 27. Jón Jónson frá Arnarvatni. 28. Jón Ólafsson á Einarsstööum. 29. Pjetur Jónsson á Gautlöndum. 30. Sigurður Jónsson á Yztafelli. Úr Grimsey: 31. Árni þorkelsson. Úr Norður-Múlasýslu: 32. Brynjójfur þórarinsson á Brekku. Úr Suður-Múiasýslu: 33. Sira Páll Pálsson á þingmúla. Fulltrúinn úr Grímscy hafði raunar eigi verið kosinn, en honum voru veitt fulltrúa- rjettindi af fundinum. Enn frcVnur höfðu þessir 4 verið kosnir tíl þingvallafarar, en fengið forföll: lndriði Gíslason á Hvoli (fyrir Dalasýslu), Ólafur Sigvaldason hjeraðslæknir í Bæ (fyrir suð- urhluta Barðastrandarsýslu), Páll hjeraðsl. Blöndal (Borgarf.) og Páll prófastur Ólafs- son á Prestsbakka (Strandasýsla). Fundarstjóri var kosinn Björn Jónsson rit- stjóri frá Reykjavík, með 24 atkv., en varafundarstjóri Indriði Einarsson revisor (8 atkv.). Fundarstjóri kaus til fundar- skrifara þá Jón þórarinsson skólastjóra í Hafnarfirði og kand. þorleif Jónsson frá Stóradal. Auk fulltrúanna, er einir höfðu atkvæðis- rjett á fundinum, höfðu bæði alþingismenn og aðrir, er á fundinum voru, málfrelsi, þó svo, að fulltrúar gengi fyrir og þingmenn næstir þeim. Fundarmenn afhentu fundarstjóra hjer- aðsfundarskýrslur þær og ávörp, er þeir höfðu meðferðistilfundarins.er voru upplesin,þar á meðal svo látandi ávarp frá tuttugu íslenzk- um stúdentum og kandídötum í Khöfn, dags. 11. júní: Vjer íslendiugar í KJupmaimahöfn, er ritum nöfn vor hjer undir, tökum innilegan hlut í öll- um andlegum og líkamlegum framförum ætt- jarðar vorrar. Allt það, sem vjer því heyrum gert vera til þess að auka þær og efla, gleður oss lijartanlega. Ekki höfum vjer fagnað því sizt, að enn á ný hefur verið stofnað til almenns þ.INGVALLA- fundar, til þess að gefa hinum beztu mönnum landsins kost á að ræða þar mál þess, þau er mestu um varðar,—og teljum vjer þar fremst í flokki stjórnarskrármál vort. Um leið og vjer hjermeð leyfum oss að þakka þeim, er hafa stofnað til þessa fundar, óskum vjer þess af heilum hug, að hann fái afrekað það, er verði til blessunar fyrir börn íslands í bráð og lengd. þessi mál voru tekin til umræðu og álykt- unar á fundinum: 1. Málið um endurskoðun stjórnarskrár- innar var haft efst á dagskrá, og eptir tals- verða undirbúningsumræðu, er nokkrir þing- menn tóku þátt í og aðrir auk fulltrúanna, var sett í það 5 manna nefnd : Björn Jóns- son, þorleifur Jónsson, Indriði Einarsson, sha Páll Pálsson og Hjálmur Pjetursson. Ályktunarumræða fór fram um kvöldið seint, eptir að nefndin hafði lokið starfi sínu, og varð langmest og kappsamlegust umræða um hið takmarkaða (frestandi) neitunarvald kouungs, er einn fundarmaður garði að viðauka-uppástungu við tillögu nefndarinn- ar. það atriði ræddu og þingmenn nokkrir, einkum 'Jón Olafsson og Benidikt Sveinsson, Jón með, en Benidikt á móti. Enn frem-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.