Þjóðólfur - 04.07.1885, Blaðsíða 2
102
ur komu fram tvær aðrar viðauka-uppá-
stungur : um merki Islands og titil konungs.
Tillaga nefndarinnar til fundarályktunar
hljóðaði þannig :
Fundurinn skorar á alþingi:
a. , að láta endurskoðun stjórnarskrárinnar
ganga fyrir öllum öðrum málum í sumar,
næst fjárlögunum, og layfir sjer að fara fram
á, að það leggi til grundvallar frwnvarp það,
er alþingi samþykkti og sendi konungi til
staðfestingar 1873, meðal annars sjerstaklega
að því er snertir fyrirmœlin um jarl á Is-
landi, er skipi stjórnarherra með ábyrgð fyr-
ir alþingi; þó svo,
b. , að alþingi komi saman á hverju ári ;
c. , að kosninga/rrjettur tilalþingis sje ekki
bundinn við neitt gjald til almennra þarfa; og
d. , að sambandinu milli ríkis og kirkju
skuli skipað með lögum;
Og viðaukauppástungurnar :
e. , að konungur (eða jarl) hafi takmarkað
neitunarvald, líkt því, sem á sjer stað hjá
Norðmönnum;
f. , að Island eigi rje.tt á að hafa sjerstakan
verzlunarfána;
g. , að bætt sje inn í titil konungs orðun-
um: «yfir íslandu.
Tillögur þessar voru allar samþykktar,
stafl. a með flestöllum atkvæðum gegn 1;
— b með 20 atkv. gegn 11;
— c með meiri hluta atkvæða; og hin at-
riðin með öllum þorra atkv., nema stafl. e, um
hið frestandi neltunarvald, er var samþ. með
20 atkv. gegn 11, að viðhöfðu nafnakalli, og
sögðu þessir nei :
Arni þ>orsteinsson,
Björn Jónsson,
Guðmundur Pálsson,
Gunnar Halldórsson,
Hjálmur Pjetursson.
Indriði Einarsson,
Jens Pálsson,
Jón Breiðfjörð
Jón þórarinsson,
Sigurður Stefánsson,
þórhallur Bjarnarson.
Pjarverandi voru þeir Helgi Magmisson
og Olafur Ólafsson.
2. Bjettur utanþjóðkirkjumanna. I því
máli var eptir litlar umræður samþykkt í
einu hljóði svolátandi ályktun :
Fundurinn skorar á alþingi, að láta eigi
lengur dragast að skipa með lögum rjettar-
stöðu þeirra inanna, sem eru fyrir utan
þjóðkirkjuna.
3. Bankamálið. Eptir nokkrar umræð-
ur var í einu hljóði samþykkt svohjóðandi
ályktun.
Fundurinn skorar fastlega á alpingi,
að skilja eigi svo í petta sinn, að pað
háfe 0gi ggmpgkkt l.ög,gm stoftipn, seðla-
banka f.yrir landið, til að bæta úr- hinni
sáru: pörf almennings á slíkri stofnun.
4. Afnám amtmanna-embœttanna. Eptir
nokkrar umræður var með 14 atkvæðum
gegn 7 samþykkt svohljóðandi ályktun :
Fundurinn skorar á alpingi, að halda
fastlega fram viðleilni sinni að fá aý-
numin amtniannaembcettin.
5. Alþýðumenntunarmálið. Eptir nokk-
rar umræður var með öllum þorra atkvæða
samþykkt þessi ályktun :
Fundurinn skorar á alpingi að taka
alpýðumenntunarmálið til meðferðar í
sumar og koma fastri, lögbundinni skip-
un á zippfræðing alpýðu um land allt,
svo fullkominni, sem efni og aðrar kring-
umstœðnr frekast leyfa.
6. Aukning á valdi hreppsnefnda í fá-
tækramáíum. Eptir nokkrar umræður var
borin upp uppástunga um að skora á al-
þingi að taka upp aptur frumvarp áþekkt
því, sem neðri deild alþingis samþykkti 1883
um vald hreppsnefnda í fátækramálum. En
þessi uppástunga var felld með 12 atkvæð-
um gegn 10.
7. Kosning presta. Með öllum þorraat-
kvæða var umræðulaust saipþykkt sú
ályktun, að skora á alpingi að halda
áfram málinu um kosning presta
í liku horfi og á síðas/a al-
pingi.
8. Stofnun landskóla. Eptir nokkrar
umræður var nær því í einu hljóði samþykkt
svohljóðandi ályktun:
Fundurinn skorar á alpingi, að halda
sem fastast fram sömu stefnu og á síð-
astapingi ímálinuumstofnun landsskóla.
9. Takmörkun á vínsölu. Eptir litlar
umræður var nær því í einu hljóði sam-
þykkt þannig löguð ályktun.
Fundurinn skorar á alpingi, að gera
sjer allt far um, að afstýra ofnautn á-
fengra drykkja í landinu.
—Hjer um bil einni stundu eptir miðnætti
var fundi slitið.
Alþingið.
i.
Alþingivar sett (ið 6. löggjafarþing)
1. júlí, eins og lög gera ráð fyrir. — Sira
Hallgj-. Sveinsson pródikaði ndómkyrkjunni
yfir þingmönnunum; var kyrkjan full á-
heyrenda; honum sagðist vel, og sér í lagi
brýndi hann það hjartnæmilega fyrir þing-
mönnum, að skyldan byði þeim að hafa
um fram alt gagn fóstrjarðarinnar fyrir
augum, en forðast sem mest ósamlyndi og
tvídrægni, einkanlega œttu menn að varast
að misbeita sinni helgu köílun í :,föðurlctnds-.,
ins þjónmtu til að svala heiftrækni siiytvi
og fjandskdp . við einstaka menh. Lagðí
hann svo sterka áherzlu á þetta, að það
var eins og finna mætti, að hér væri ekki
pródikað án tilefnis.
Síðan var til þinghúss gengið og í fund-
arsal neðri deildar, sem rúmar báðar deildir.
|>ar setti landshöfðingi þingið í umboði
konungs. Hann bar þinginu kveðju frá
kanungi og las upp boðskap hans. Er
þar hnýtt við ríkisþinginu fyrir samkomu-
lagsleysi, og því kent um, er ekki varð
af Spánar-samningnum. Landshöfðingi
tók fram, að hér væri ekki hætt við þess
konar flokkaskifting sem í Danmörku [menn
skiftast þar nefnilega eftir ólíkum skoðun-
um, sem er in eina skynsamlega og sam-
vizkusamlega flokkaskipun]. En engu að
síðr fann hann ástæðu til að brýna sterk-
lega fyrir þingmönnum gott samlyndi og
vara þá við flokkadráttum [sjálfsagt þeim,
sem rísa af persónulegum, landsmálum óvið-
komandi ástæðum, úr því hann áleit ekki
hætt við hinum, sem á skoðana mun eru
bygðir]. Eóru honum vel orð og hyggilega;
og auðfundið var það, að hann talaði ekki
út í bláinn, enda veik hann enn á ný að
sama efni (inum persónulegu) flokkadrátt-
um og sundrþykki, er hann mælti fyrir
skál alþingis um kvöldið í veizlu þeirri,
er hann hélt þingmönnum.
Ókomnir til þings voru tveir þingmenn :
Holger Clausen, er hafði tjáð landsh. for-
föll sín ; kvaðst svo veikr, að hann treystist
eigi að sinni til ferða, en kvaðst hafa von
um, ef heilsu sinni færi svo batnandi sem á
horfðist, að geta komið með næsta strand-
ferðaskipi (20—25. þ. m.)—og séra Magnús
Andrésson, er engin forföll hafði tjáð1).
Að loknu ináli landshöfðingja bað Jón
Sigurðsson konung lengi lifa og tóku þing-
menn undir með níföldu húrra.
Síðan gekk inn elzti þingmaðr, biskup
P. Pétrsson, til forsetasætis, og gekst
fyrir kosningu forseta ins sameinaða al-
þingis, að aflokinni prófun kjörbréfa, er
voru tekin gild í einu hljóði.
Eorsetí ins sameinaða alþingis varð,
eftir þrítekna kosningu, Árni Thorsteinsson,
fyrir hlutkesti milli hans og síra Eiríks
Briem prestaskólakennara, er hlutu 16 at-
kvæði hvor í þriðju kosningu.
Varaforseti í sameinuðu þingi varð við
aðra kosningu yfirkennari Halldór K. Erið-
riksson með 20 atkv., en skrifarar í samein-
úðu þingi EiríkrBriein og Eirfkr Kúld.
f>á var kosinn maðr í efri deildina, í
stað Stefáns heitins Eirfkssonar, úr flokki
inna þjóðkjörnu þingmanna, og hlaut þá
kosningu Jakob Guðmundsson með 28 atkv.
I ferðakostnaðarreikninganefnd voru því
næst eftir margendrtekna kosning kosnir
Einar Asmundsson, Gr. Thomsen,- Tryggvi
.Gunnarsson, Eir. Kúldþg Magn. Stephensen.
I 1) Hins vegar vita me*n, að vBikinlll á liuiiri-
ili hans munu hafa haldið honum' 'aftr.