Þjóðólfur - 25.08.1885, Side 3

Þjóðólfur - 25.08.1885, Side 3
127 mitt með þeirri tillögu, að Hólaskóli og Eyðaskóli fái hvor 2000 kr. á ári, því að úr því að þessir skólar eru komnir á fót, þá ætti að styðja þá svo sem föng eru á, og vonast jeg eptir að því fje sje vel varið, sem til þessara skóla gengur. Það hefði verið heppilegast, að bún- aðarskólinn í Ólafsdal liefði verið tekinn upp í fjárlögin með fastri uppliæð eins og hinir búnaðarskólarnir. Frifír. Stefánss: Eins og hinni hátt- virtu deild er kunnugt 'kom bænarskrá fra skólastjórninni um 15000 kr. til skólahúsbyggingar, en þessa fjárbeiðni hefur hin heiðraða fjárlaganefnd ekki tekið til greina, þótt báðir þingmenn Húnvetninga væru í nefndinni, svo að við þingmenn Skagfirðinga vórum neydd- ir til, að koma með þessa breyttill. um 3000 kr. styrk til skólans. ’Viðvíkjandi skólanum er það að segja, að stjórn skólans er í bezta lagi. Skólastjóri er mesti dugnaðarmaður og vel menntaður, sem bezt sjest á því, að nú eru búfræð- ingar farnir að koma frá skólanum og þykja mikið duglegir og vel að sjer. Lærisveinarnir vóru síðastliðið skólaár 10 á skólanum og í vor varð að synja 8 um inntöku í skólann vegna liús- rúmsleysis, svo að allir geta sjeð, að aðsókn er talsverð að skólanum. Er því sjálfsagt að styrkja þetta fyrirtæki, og hvort sem jeg lít beinlínis á þörf og hag skólans sjálfs eða þá til liins, að Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur eru næstum */, af landsmönnum að fólks- fjölda, svo að allir geta sjeð, hve mikla sanngirniskröfu þeir hafa til styrksins, þá álít jeg, að þetta sje hið minnsta sem við getum farið fram á í þessu efni. Arnl. Ól. Jeg er á því að Hólaskóli eigi að fá hærri styrk en Eyðaskóli. Hólaskóli hefur haft fleiri lærisveina en hinn. Jeg veit að vísu ekki ná- kvæmlega um Eyðaskólann, en liitt veit jeg, að færri sækja þann skóla. Sönglistin á alþingi. Jeg hefi nýlega sjeð nefndarálitið í málinu um frv. til fjárlaga fyrir 1886 og 1887, og sjeð þar eina alleinkenni- iega ályktun á bls. 11 frá fjárlaga- nefndinni, þar sem talað er um harmoní- um til prestaskólans. ístjórnar frum- varpinu er ætlazt til, að veittar sjeu 350 krónur til að kaupa fyrir harmoní- um til prestaskólans. Nefndin strykar það fit, og segist ekki sjá ástæðu til slíkra útgjalda. Nefndin segir enn- fremur: „Það sem prestaskólamönn- um er ætlað að nerna á prestaskólanum viðvíkjandi sönglist, er einungis að tóna reglulega og skipulega, en eigi að verða neinir söngmenn“. Þetta er mjög undarleg ályktun, enda lýsir hún mjög ókunnugleik nefndarinnar á ástandi landsins, að þvi er söngút- breiðslu snertir. Jeg efast ekki um það, að nefndinni sje kunnugt, að lik þeirra manna, sem kallað er að hafi dáið kristilegum dauða, skuli ekki jarða j án söngs, en jeg hlýt að halda það, j að henni sje ekki kunnugt um, að víða, og það enn i dag, mundi vera jörðuð lík án söngs, ef presturinn gæti ekki byrjað lagið, og jeg veit þess mörg dæmi, að prestar hafa veríð neyddir til að byrja lögin, þó þeir í engan máta hafi fundið sig færa til þess, en gert það einungis til þess að bregða ekki út frá gömlum og góðum sið, sem að visu er máske ekki lög- ' . boðinn, en sem mun vera fylgt eins fast, og þótt hann væri það. Þá er ekki sjaldan að söngmenn vantar, þar sem skíra á börn, og þarf víst ekki að fara lengra en í Heykj avík, til þess að finna nóg dæmi því til sönnunar, því dómkyrkjupresturinn mun opt verða að byrja sönginn sjálfur við þau tækifæri. Að prestaskólamenn skuli vera einbundnir við að læra að tóna á prestaskólanum í 2 vetur, þykir mjer óskiljanlegt, eða með öðrum orðum, að að þessir menn, mjer liggur við að segja: megi ekki læra annað viðvíkj- andi söng, en að tóna, þó tíminn leyfi það. Jeg veit ekki til að tón hjer ! á landi sje svo margbrotið, að nemend- j ur geti farið svo hægt að því að læra það, eins og hin heiðraða fjárlaga- nefnd ætlast til, enda hefur hinn nú- verandi kennari ekki getað varið öll- um þeim tíma til þess að kenna tón, það er mjer kunnugt, því hann varði siðari hluta vetrarins i vetur til þess að kenna prestaefnum sálmasöng, og j af þvi prestaskólinn hefur enn ekki átt neina hljóðfærismynd, sem kennar- gæti notað við kennsluna, þvi varð hann að fara með allan hópinn burt úr prestaskólanum og í annað fjarliggj- andi hús, þar sem hann gat fengið hljóðfæri lánað. Ætli fjárlaganefnd- inni þætti það eiga vel við, að t. d. kennarinn í reilmingi við latínuskól- ann væri látinn fara með meirihut af skólapiltum t. d. upp að Landakoti eða Skólavörðu til að kenna þeim þar reikning, af þeirri ástæðu, að latínu- skólinn ætti ekki neina töfiu til að skrifa reikningsdæmi á? Jeg held að þ j ekki væri kennt nema að tóna á þessum skóla, þá gæti hann ekki verið án hljóðfæris, og jeg veit þess eigi dæmi nema hjer, að það sje kennt hljóðfærislaust á skólum, þar sem mörg- um á að kenna. Það lítur svo út á einuin stað i sömu grein, sem nefnd- in ætli, að sálmasöng beri að kenna i latínuskólanum, en það hygg jeg ekki ráðlegt, jeg held það yrði til þess, að söngur i skólanum legðist al- veg niður, þegar hann er ekki skyldu- grein, því sálmasöngur er mjög þrejd- andi, þegar á að fara að syngja hann heilar klukkustundir í senn, ’ og hann verður ekki notaður til þess. Þar sem nefndin í sömu grein tilfærir þá ástæðu, til stuðnings þvi að harmonium sje óþarft á prestaskólanum, að organleik- arinn við dómkyrkjuna liafi 1000 kr. á ári beint með því skilyrði, að kenna þeim að leika á harmoníum, sem óska þess, þá sje jeg ekki, að það geti komið neitt i bága við það, að prestaskólinn fái harmoníum til að leiða með tón og sálmasöng, þó organleikarinn fái 1000 j kr. fyrir að kenna harmoníumspil, því það er tvent ólikt. Auk þess held jeg að það sje nokkuð á annan veg, sem hjer ræðir um, en nefndin segir; jeg held að styrkur þessi sje upphaf- lega veittur þannig, að aðeins 700 kr. gangi til þess, sem nefndin getur um að 1000 kr. sje varið til, en 300 kr. sjeu fyrir að leika i dómkyrkjunnr í sambandi við pettaviljeg minnast lítið eitt á nndirtektir þingsins við þennan 500 kr. styrk, sem jeg bað um, til að mega kenna söng, og sem tjell með litlum atkvæða muníneðri deild bæði árið 1883 og i gær. Jeg get ekki annað en lýst gleði minni yfir þvi, að jeg heyrði ekki neinn verulega mótmæla því, að mjer yrði veitt- j ur þessi styrkur, enda þó svona færi, og að nokkr- ir háttvirtir þingmenn mæltu fast fram með því. j En jeg get þó ekki sneitt hjá, að lýsa yfir því, að það datt ofan yfir mig þegar jeg sá að al-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.