Þjóðólfur - 30.09.1885, Side 3

Þjóðólfur - 30.09.1885, Side 3
151 mála. Skulu þá net upp tekin og veiði- vélar opnar standa. Net, sem lax getr ekki fest sigí, teljast fastar veiðivélar. — 2. Net, garða né aðrar fastar veiði- vélar mega að eins ná út í miðja á, og svo langt því að eins, að hinn helm- ingr ár sé dýpri. — 30 faðma bil eftir endilangri á skal vera milli veiðivéla, er liggja út frá báðum löndum, „Eú/i einn maðr veiði í á, er honum heimilt að veiða með þvergirðing11. Renni á í fieiri kvíslum, má þvergirða þá eina kvísl, er girðandi á einn alla veiði í, og þó því að eins, að meiri fiskiför sé í annari. — 3. Net eða veiðivél má ei leggja svo, að laxför verði hindruð, fyrir ósmynnum í stöðuvötn eða sjó. Ádráttarveiði í ám má við hafa frá dagmálum til náttmála og í árósum fyrir göngu annarshvors flóðs. Með stöng (en eigi sting né krók) má lax veiða.— 4. Heimilt er hverjum manni að skjóta og styggja sel í árósum og ám, er lax gengr um; raski þetta friðun eggvera og selalátra, komi fult gjald fyrir. — 5. Veiðivélar mega ekki taka smálax (möskvar 9 þuml. votir); net mega eigi tvöíöld vera (eigi ádráttarnet heldr). Op skulu á hverri veiðivél, svo að lax 9 þuml. ummáls geti um gengið. Spelar í grindum standi upp og ofan með 1J-/2 þuml. millibili. — 6. „Nú vill meiri hluti veiðieiganda í á, sem lax gengr í, veiða í félagi, til að koma á meiri friðun, en lög þessi á kveða, og skulu þá þeir, sem friðunina vilja fram liafa, leggja mál- ið fyrir hlutaðeigandi sýslunefnd11. Álíti hún einskis rétti liallað, semr hún regl- ur (er amtm. staðfestir) fyrir veiði að- ferðinni og skifting á veiðinni, og verða allir við það að una. Höfuðáin og allar laxgengar ár, sem í hana renna, skoðast í þesu tilfelli sem ein á. — 7. Þyki á einhverjum stað nauðsyn til bera að kveða nákvæmara á um eitt- hvað, er fyrir er mælt um í þessum lögum, mega sýslunefndir, ein eða fleiri, setja um það reglugjörð, er þó má eigi í neinu hagga grundvallarreglum laga þessara um friðun og frjálsá göngu lax- ins; amtm. staðfestir reglugj. og gildir hún fyrir næstu 10 ár. Þá höfum vér skýrt frá efni allra laga þingsins í ár. Reykjavík, 29. sept. Embætti. Holt undir Eyjafjöllum veitt 28. f. m. séra Kjartani Einarssyni á Húsavík. Skipstraiul (,,ísaf.“). 6. þ. m. braut flyðruveiða-skip (70 tons) á skeri und- an Hvammi á Barðaströnd. Skipverjar, 17, komust af. Heiðrslaun. Loftr Jónsson á Vatns- nesi í Grrimsncsi, sem fékk í sumar lieiðrs- laun úr sjóði Kristjáns IX., liefir einn- ig þegið aðra viðrkenning, sem er því meira verð, sem slíkt er fágætara. Hús- freyja Guðrún Sigurðardóttir á Eyvík, sem er sameigandi Lofts að ábýli hans, færði honum í vor í samráði við syni sína Jóhannes og Sigurð vandaðan stein- hring úr gulli að gjöf i virðingar skyni fyrir jarðabætr þær, er hann hefir gjört sem leiguliði hennar. Því er miðr, að fáir eru landsdrottnar þeir, er slíka landseta hafa, en hinir þó enn færri, sem láta það á sannast í verkinu. Aflabrögð. Hér syðra í Garði (og Leiru ?) heflr orðið dáindis vel vart síð- ustu viku (50—80 í hlut aí þyrsklingi). Fyrir austan (í Múlasýslum) nokkur afli í sumar, en lítið um síld, þó oft- ast nóg til beitu á sumum fjörðunum. Síldarafli virtist vera að elna, er „Thyra“ fór þar um. Að vestan segir „ísaf.“ aflalaust. Heyskapr mun víðast um land orð- inn í meðallagi. Tún víðast sæmil. sprottinn (sumstaðar miðr), og nýting yfir höfuð góð. Úthagi víðast dável sprottinn, miðrþó liarðvelli. Nýting víðast hvar góð. „Thyra“ kom hér 21. þ. m. með (liðugt) 300 farþegja. Fór aftr í fyrra kvöld. Fensmark, fyrrum bæjarfóg., kom með póstsk. hingað í gæzluvarðhad unz endilegr dómr fellr. Ný prentsmiðja. ísfirðingar fengu nú með „Thyra“ prentáhöld; vantar enn prentara. Allsherjar sýiiiiig-in í Antwerpen stendr nú sem hæst; pangað flykkjast menn og munir tir öllum álfum og löndum — nema íslandi — til þess, að keppa um, hverjir beri af öðrum, og vinna sér lof. Rétt áðr en „Thyra“ fór seinast frá Höfn kom þangað hraðfrétt um það, að sýn- ingin í Antwerpen hafði sæmt heiðrspeningi Bramalífselixír Mansfeld-Bftllner & Lassen og ennfremr ostalit, smjörlit og kæsi þann, er Mansfeld-Bftllner býr til. Eins og menn rekr víst minni til, var þess getið í vor, að Mansfeld-Bftllner höfðaði mál á móti inni norsku tollstjórn fyrir pað, að hún vildi leggja bann fyrir að Bramalífsdixír yrði fluttr inn í Noregi, en }>ar selzt mjög mikið af honum. Mansfeld-Bftllner vann svo rækilega málið, að bannið var eigi að eins tekið aftr, heldr dæmt ómerkt, sem ]>að liefði aldrei verið gert (shr. „Christiania Aftenpost11 28. april 1885). Það virðist svo, sem allar niðrunartilraunir, ofsóknir, allar eftirlíkingar og allir jdómar og sýningar verði til þess eins, að halda á lofti og sanna ágæti Bramalifselixirs. [306r AUGLÝSINGAR 1 samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru let.ri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út t hönd. Amtmaðrinn í suðramtinn skrifaði sýslumann- inum í Kjósar- og Gullbringusýslu svo lát- andi brjef 5. sept. 1885: „Með þóknanlegu brjefl dags. 10. júlí þ. á. hafið þjer, herra sýslumaður, sent amtinu eftir- rit af rjettarprófum þeim, er þjer eptir fyrir- mælum amtsins hafl haldið útaf sakargiptum Guð- mundar Guðmundssonar í Landakoti á hendur ibúum Rosmhvalanesshrepps í grein i Þjóðólfi, er kom út 16. maí f. á. — Hafið þjer getið þess, að þjer um málefni þetta hafið leitað skýrslu lijá flestum eða öllum málsmetandi mönnum í Vstnsleysustrandar-,Rosmhvalanes- og Hafna- hreppum, sem verulegan kunnugleik hafa á því, og að þjer eptir hinum framkomnu skýrslum álitið, að ekki sje ástæða fyrir hið opinbera að halda lengra út í rannsóknir þessar, því að ekki einn þeirra, er þykjast hafa misst timbur eða kopar þar syðra af strandi skipsins James- town, hafi nokkru sinni fyr eða siðar leitað að- stoðar lögreglustjórnarinnar útaf því, en þjer á hinn bóginn teljið mjög óvíst, að á nokkurn hátt verði unnt að sanna, að misferli þau, sem kunna að hafa átt sjer stað á Stafness fjörum, hafi verið annað en misgrip. Eptir að jeg hef vaudlega kynnt mjer um- getin rjettarpróf, sem hafa inni að halda skýrslur margra málmetandi manna í áðurnefndum hrepp- um, vil jeg tjá yður, að þar eð þessir menn hafa borið, að þeir að visu hafi heyrt orðróm um allmikið timbur- og koparlivart af Stafness- fjörum eptir uppboðið á strandi skipsins James- town haustið 1881, en að þeir ekki geti til- greint nein sjerstök atvik að því, nje bent á neinn mann, sem sje grunaður um og þvi síður uppvís að óheimilli timbur eða kopartöku og ekki eru lieldur komin fram undir rannsókn- inni neinar aðrar upplýsingar, er gætu beint henni í ákveðna stefnu, þá verð jeg að vera yður samdóma um, að það muni reynast á- rangurslaust, að halda lengra áfram rannsókn- um um þetta málefni, og að trauðlega muni vera unnt að útvega sannanir fyrir því, að hjer sje um afbrot að ræða, sem rjettvísinni beri að leiða í ljós og hegna fyrir. — Samþykki jeg þvi að rannsókn máls þessa sje lokið. _________________[B70r. ér með auglýsist, að héraðslæknir Dr. med. Jónas Jónassen i Reykjavik er skipaðr umboðsmaðr á íslandi fyrir Lifsábyrgðar- og

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.