Þjóðólfur - 07.10.1885, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.10.1885, Blaðsíða 1
Kemr út á laugardagsmorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komi til út- gefanda fyrir 1. október. ÞJÓÐÖLFR. XXXVII. árg. Reykjavík. miðvikudaginn 7. október 1885. No: 39. BeikuingT til Jóhanns Jónssonar pósts pr. Bæ í Króksf. á Bakka. Út: Kr. 1883: 18 eint. „Þjóð.“ xxxv, á 3.20kr. . 57.60 1884: 18 eint. „Þjóð.“ xxxvi, á 4.00 - . . 72.00 1885: 15 eint. „Þjóð.“ xxxviiá 4.00 - . . 60.00 Kr. . . . 189.60 Inn: 1884, apr. 15.: Borg. pening. 28.00kr. Sölulaun af borguðu......... 7.00 - Endrsend 3 eint. frá 83 ... . 9.00 -. . 44.60 Skuld: kr. . . . 145.00 Ef ég fæ 80 kr. greiddar fyrirnýjár næstk. af þessari skuld, skal ég kvitta fyrir hana alla. Útg. „Þjóðólfs11. Jólianui Jónssyni póst verðr ekki sendr „Þjóðólfr" eftir nýjár næstk. Kaupendr að blaðinu hjá honum eru beðnir að snúa sér sem fyrst heint til útgefandans, ef þeir vilja fá blaðið eptir nýár. þetta getum vér eklti verið vorum heiðraða samverkamanni samdóma. 61. gr. stjórnarskrár vorrar segir svo: Uppástungur, hvort heldr er til breyt- inga eða viðauka á stjórnarskrá þess- ari, má hera upp bæði á reglulegu al- jiingi og auka-alþingi. Nái uppástung- an um breytingu á stjórnarskránni sam- þykki beggja þingdeildanna, skdl leysa alþingi upp þá þegar og stofna til al- mennra kosninga af nyu. Samþykki ið nýkosna alþingi ályktunina óbreytta, og nái hún staðfestingu konungs, þá liefir hún gildi sem stjórnarlög“. Samþykki því alþingi að sumri ina endrskoðuðu stjórnarskrá, en ekki ó- breytta eins og þingið í ár skildi við hana, þá eru þar með samþyktar nýjar breytingar á stjórnarskránni. Þar við falla breytingar alþingis 1885 niðr að vísu, af því þær verða ekki sam- þykktar óbreyttar, en þá eru og á ný komnar íram og samþyktar breytingar á stjornarskránni. Og þá á samkv. 61. gr., að leysa upp alþingi á ný og stofna aftr til almennra kosninga og heyja aftr þing næsta ár. E>að getr ekki verið neinum efa bund- ið, að þetta, sem vér hér segjum, er rétt. Enginn annar skilningr á berum orðum stjórnarskrárinnar er hugsanlegr. Vér liöfum álitið rétt að henda á þetta, af því að það í þessu máli er nauðsynlegt að gjöra sér ljósa grein fyrir öllum þeim þrennum úrslitum, sem hugsanlegt er, að málið geti fengið, og hverjar afleiðingar hver þessara af- drifa um sig hafi. Búnaðarástandið í Skaftafells- sýslu. —0— Eftir Sœm. Eyjúlfsson. Eftir ráðstöfun búnaðarfélags suðr- amtsins ferðaðist ég í sumar um Skafta- fellssýslu, til að leiðbeina mönnum í jarðahótum og ýmsu, er að húnaði lýtr, og leitaðist ég þá við, svo sem mér var unt, að kynna mér búnaðarástandið þar. Þegar er að ræða um húnað eðr hú- skap, þá er það undir tvennu komið, hvort hann gengr vel eðr, illa: 1, hvernig jarðirnar eru, þ. e. hvernig nátt- úran og ýmsar ytri ástæður hafa húið í hendr á mönnum, og kosti þá og ó- kosti, sem eiga sér stað í því tilliti, mætti jafnvel nefna ina fjarlœgari kosti og ókosti, með því þeir eru ekki beinlínis undir sjálfum mönnunum komn- ir; 2, hversu duglegir og skynsamir húmenn hændrnir eru; en kosti þá og ókosti, sem eiga sér stað í því tilliti, mætti nefna ina nálœgari kosti og ó- kosti, með því þeir eru beinlínis undir sjálfum mönnunum komnir, og liggja þeim því nær en inir fyrri. Eftir því sem inir nálægari kostir eru meiri, ber minna á inum íjarlægari ókostum, og eftir því sem inir nálægari ókostir eru meiri, her minna á inum fjarlæg- ari kostum, og því eru inir nálægari kostir miklu meira verðir, en inir fjarlægari, og af þessu verðr það svo skiljanlegt, sem reynslan jafnan sýnir, að skynsamir og duglegir menn kom- ast alstaðar af, en hinir hvergi. Það er því sýnt, að búnaðarástandið í hverju héraði er undir því komið, hvernig þessu er varið, og vil ég því gjöra litla tilraun til að sýna, hvernig þessu er varið í Skaftaf.sýslu. Víða eru góðar jarðir í Skaftafells- sýslu, og þó einkum í austrsýslunni, og er þar að eins einn ókostr, sem ekki er í vestrsýslunni, og það er skortr á beitarlandi og afréttum. Ó- víða á landinu mun öllu betr fallið til vatnsveitiuga en í austrsýslunni, og víða í vestrsýslunni á sér ið sama stað, t. d. austan til á Síðunni og sum- staðar í Mýrdalnum. Jökulvatnið í Skaftafellssýslu er ágætt til vatnsveit- inga; jafnan er það mórautt af leðju úr jöklunum, og færir jörðinni þannig ávalt ný jarðefni: Þar sem menn hafa borið við að veita vatni á engjar, og þó með lítilii kunnáttu eða reglu, hefir ^SÍSfeiír PÓLITÍK. h Stjórnarskrár-breytingar og þing- rof. Ef alþingi að sumri samþykkir bbreytta ina endrskoðuðu stjórnarskrá, þá kemr til konungs kasta, að sam- þykkja liana eða að synja henni stað- festingar. Um það kemr öllum saman. — Ef alþingi að sumri fellir ina endr- skoðuðu stjórnarskrá, þá er það mál þar með niðr fallið að sinni. Um það er heldr enginn ágreiningr. — En það er líka vel hugsanlegt þriðja tilfellið: að alþingi að sumri samþykki ina endr- skoðuðu stjórnarskrá, en gjöri á henni breytingar. Og livernig fer þá? „Heyrandi í Holti" (sem skrifaði fyrir „Þjóðólf“ í sumar ágrip af meðferð máls þessa á þinginu), segir í 36. bl., 142. bls., miðdálki: „En ef næsta þing gjörir það ekki þ: að samþykkja hreyt- ingar þingsins í sumar alveg orðréttar], þá er líklega að álíta eins og ekkert, hafi gjört verið — engin hreyting á stjórnarskránni verið gjörð“. — Um í

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.